Morgunblaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 16
Yeðrið Allhvass sunnan — rigning. 199. tbl. — Laugardagur i. september 1956 Síða S. U. S. Sjá bls. 10 og 11. NLFÍ leitur til almennings um lún til heilsuhælis 7% vextir af skuldabréfum AUNDANFÖRNUM árum hefur Náttúrulækningafélag íslands rekið hvíldar- og hressingarhæli, fyrst í leiguhúsnæði, en frá 24. júlí 1955 hefur félagið rekið hvíldar- og hressingarhælið í hinu nýja Heilsuhæli sínu í Hveragerði. Enn er ekki nema helmingur aí hinu fyrirhugaða hæli risinn af grunni, en brýn nauðsyn er að byggja hinn helminginn sem allra fyrst. í honum eru einmitt sum þau salarkynni, sem þýðingarmest eru fyrir rekstrarafkomu stofn- unarinnar, svo sem baðdeild og íbúðarálma fyrir vistfólk, til við- bótar þeirri álmu, sem þegar er reist. Félagið hefur þegar hafið byggingarframkvæmdir á bað- deildinni og er ráðgert að hún verði tilbúin næsta vor. Þúsundir manna hafa sótt til hælisins hressingu, hreysti og aukið starfsþrek, og eftirspurn eftir vist er mjög mikil. Má í því sambandi geta þess, að síðan í maímánuði s.l. hefur skrifstofa félagsins orðið að neita 8 til 10 manns á dag um vist á hælinu, eða um 1000 manns þennan til- tölulega stutta tíma, og auk þess er fjöldi manns á biðlista. Reynsla þessi sýnir ótvirætt, hve mikil nauðsyn er að koma heilsuhæl- inu sem fyrst upp og í það horf, sem til er ætlazt, slíka sérstöðu, sem það hefur meðal hinna allt of fáu sjúkrahúsa í landinu. Kýr fellur fyrir hamra BLÖNDUÓSI, 31. ágúst. — Fyrir nokkru vildi það slys til að kýr féil fyrir sjávarhamra og niður i urð í fjörunni og drapst sam- stundis. Skeði þetta að Blöndu- bakka hér skammt frá Blöndu- ósi. Liggja kúahagar þar að sjó fram, en þar eru víða allháir hamrar og þar sem kýrin féll fram af eru þeir 2—3 mannhæðir. Bakki á brún hamranna mun hafa brostið undan kúnni og bún því fallið fram af. Kýrin var eign Ásgeirs Blöndal, bónda að Blöndubakka — Fréttaritari Opinber heimsókn í V-Skaflaf ellssýsl u Forseti íslands og kona hans fara í opinbera heimsókn austur í Vestur-Skaftafellssýslu um helgina. Þeim forsetahjónum verður haldið samsæti í Vík í Mýrdal á laugardaginn. Einnig gista þau að Kirkjubæjarklaustri á sunnudagsnóttina.. Rafmagn lagt á sex bæi í Grundarfirði í sumar GRUNDARFIRÐI, 31. ágúst. — í sumar hefur verið unnið að því að ieggja rafmagn á sex sveitabæi hér, og tengja þá vatnsaflsstöð- inni í Ólafsvík. Er þessu verki nú lokið og verður rafmagninu lileypt á i fyrramálið. Á þessu ári hefur Grafarnes einnig verið tengt við þessa rafstöð. Þá heíur verið unnið við tvær brúarbyggingar hér í sumar, á Hrafnsá og Slýá, sem báðar eru milli Grundarfjarðar og Stykkis- hólms. Þótt ár þessar séu ekki vatnsmiklar venjulega, geta þær vaxið mjög í vætutíð og er að þessum brúm mikil samgöngu- bót. — Emii. Félagið heitir nú á sérhvern þann félagsmann eða utanfé- lagsmann, sem hefir fé aflögu, að veita því aðstoð til þess að fullgera heilsuhælið í Hvera- gerði. Félagið fer ekki fram á gjafir heldur lán. Framlög hvers og eins getur það tryggt með veði í heilsu hælinu, — húsinu og mannvirkj- um öllum. Félagið hefur heimild til að veita 1. og 2. veðrétt í heilsuhælinu fyrir láninu, allt að 1,5 milljónum króna, en á 1. veð- rétti hvíla eigi meira en kr. 100,000,00. Veðtryggingin nær til heilsuhælisins eins og það verður, þegar fyrirhuguð aukning, sem lán þetta er ætlað til, hefur verið gerð. Verður þetta að teljast góð trygging fyrir láni því, sem félag- ið þarf á að halda, en það er um ein milljón króna. Gefin yrðu út aðalskuldabréf með veði í heilsu- hælinu og hlutdeildarskuldabréf, sum að upphæð kr. 500,00 — önn- ur kr. 1000,00 og loks kr. 5,000,00 og er gert ráð fyrir, að lánið greiðist upp á 15 árum. Lánið beri 7% ársvexti og greiðist árlega eftirá samkvæmt vaxtamiðum, er bréfunum fylgja. Félagið mun senda út áskriítar- lista, þar sem menn geta skrifað sig fyrir lánum. Einnig munu slík Gönguför í sólskininu ir listar liggja frammi á skrif- stofu félagsins, Hafnarstræti 11 og í Heilsuhælinu í Hveragerði hjá Jónasi Kristjánssyni, lækni. Þegar árangur verður kunnur af þátttöku í framlögum, verða | skuldabréfin gefin út samkvæmt j því. Félagið vonar, að ofangreint erindi fái góðar undirtektir, og framlög verði svo rífleg, að það geti lokið byggingu Heilsu hælisins á næsta ári. u Kviknar í á tveimur stöðum í Austur'Hún. BLÖNDUÓSI, 31. ágúst: — M kl. 4 síðdegis í dag varð þess vart að kviknað var í fjóshlöðunni að Torfalæk á Ásum, sem er um 8 km frá Blöndósi. SJALFSIKVEIKJA Þegar var hafizt handa um að bjarga heyinu út úr hlöðunni, en hér var um sjálfsíkviknun að ræða í heyinu. Alls unnu í dag um 50 manns að björgun lieys- ins, bæði nágrannar úr sveit- inni og allfjölmennt slökkvilið héðan frá Blönduósi. Um kl. 8 í kvöld var búið að komast fyrir upptök eldsins, scm voru neðst í hlöðunni, en í botni liennar eru trérimlar og voru þeir það mikið brunnir að þar hafði myndazt glóð, en raunverulegur eldur hafði ekki náð sér upp. ENN UNNIÐ AÐ BJÖRGUN ER SÍÐAST FRÉTTIST Búið var að bylta út nokkur hundruð hestum, en í hlöðunni voru um 1000 hestar af heyi. Hlaða þessi er mjög stór og er um helmingur hennar undirlagður vegn brunans. Er síðast fréttist til var enn unnið að því að bjarga hcyinu út. Sýnilegt var þá að um talsverðar skemmdir mundi vera að ræða, en vonað var að takast mundi að forða því að logandi cldur brytist út í hlöðunni. — Maður slasast í GÆRDAG um eitt leytið varð eldri maður fyrir bifreið á Hafn- arfjarðarveginum. Var það rétt við Vífilsstaðaveginn, en maður- inn vinnur við Vífilstaðabúið. — Skaddaðist hann nokkuð, fór úr liði um öklann og skrámaðist all- mikið. jkviknun þessi mun stafa af því að óþurrkakafli ásamt köldu tíð- arfari gekk hér yfir einkum fyrri hluta ágústmánaðar og munu menn þá hafa hirt fremur linþurr Iiey. Bóndinn að Torfalæk lieitir Torfi Jónsson. FLEIRI DÆMI UM SJÁLFSÍKVIKNUN Fyrir nolckrum dögum kom upp eldur í hlöðu hér á Blöndu- ósi, sem í voru uni 100 hestar af heyi. Var þar einnig um sjálfs- íkviknun að ræða og skemmdust um 25—30 hestar meira eða minna. Hlaða sú var eign Agúst- ar Jónssonar, bílstjóra hér á staðn um. — Fréttaritari. Evibmyiidir of bandaríshri verkalýðsstarfsemi I TILEFNI þess að nk. mánudag er 75 ára afmæli verkalýðsdags Bandaríkjanna — American Labour Day — mun Upplýáinga- þjónusta Bandaríkjanna efna til sérstakrar kvikmyndasýningar í Gamla bíói í dag, laugardaginn 1. september, kl. 3 e.h. Sýndar verða fjórar kvikmynd ir og tekur ' sýningin um hálfa aðra klukkustund. Fyrsta myndin er með íslenzku tali og er hún tekin á þingi því, sem haldið var, F jórar biírciðir er bandarísku verkalýðssambönd in C.I.O. og A.F.L. sameinuðust. Næsta mynd sýnir byggingu í- búðahverfis í nágrenni New York-borgar frá því að byrjað var á framkvæmdum, unz húsin standa fullbúin msð snyrtilegum görðum umhverfis. Þriðja mvnd- in er frá San Francisco. Fjórða og síðasta myndin er frú nýjustu Fordverksmiðjunum, þar sem sjálfvirk tækni er nú allsráðandi. Þrjár síðustu myndirnar eru með ensku tali en fluttar vérða skýr- ingar með þeim. Aðgangur að kvikmyndasýn- ingu þessari er ókeypis og öllum heimill. rekast a í FYRRADAG varð mjög harka- legur árekstur á Suðurlandsbraut inrii og lentu hvorki meira né minna en fjórar bifreiðir í þess- um eina og sama árekstri. Var það með þeim hætti að þrjár bif- reiðanria stóðu kyrrar á vegin- um í röð á gatnamótum Laugar- nesvegar og Suðurlandsbrautar. Sú fjórða kom með ofsahraða og ók beint aftan á þá öftustu með þcim afleiðingum að allar fjórar skullu saman og stórskemmdust þær. Hér var eingöngu um að kenna stórvítaverðu gáleysi ökumanns- ins og er ástæða til að fordærna harðlega slíkt framferði i Knattspyrna upp ó okkorð og eftir uppmælingu í GÆRKVÖLDI var háður dálít- ið sérlcennilegur knattspyrnu- leikur á íþróttavellinum hér í bænum. Leiddu þar saman hesta sína bifvélavirkjar í Ræsi og múrarar bæjarins. Það var mik- ill lcraftur í þessum leik, enda léku bifvélavirkjarnir upp á akk- orð, en múrararnir eftir uppmæl- ingu. í ljós kom þó, er á leið leik- inn, að uppmælingin stóðst ekki alveg hjá múrurunum en bifvéla- virkjarnir fóru heldur fram úr akkorðinu en hvorttveggja er fremur óvenjulegt. Leiknum lauk sem sé með sigri Ræsismanna 2 mörk gegn einu. Hvorugir liðsmanna höfðu snert á fótbolta í mörg ár og var leikhæfnin því í samræmi við , , , , , i það. Þó gat leikurinn ekki talizt GÆR opnaði kvenklæðaverzlunm Parisarbuðin í nyjum husa- iífshættulegur að dómi fróðustu kynnum. Er það við Austurstræti, þar sem áður var afgreiðsla' manna. Áhorfendur voru ekki Parísarbúðin opnar í gömlu tVlorgunblaðsafyreiðslunni Morgunblaðsins. Parísarbúðin er gamalkunn Reykvíkingum, þar sem hún hefir nú starfað síðan 1924. Fyrst var verzlunin til húsa á Laugavegi 15 en flutti síðan í Bankastræti 7, þar sem hún var þar til í gærkvöldi. Sigurðsson byggingarmeistari séc um að setja fallegan nýtízkusvif á verzlunina alla. Eigendur Par- ísarbúðarinnar eru þeir bræð- urnir Rúnólfur og Þorbergur -------------------- „_____ _T— .... heldur hrörlegt, hafa þeir Hann- ICjartanssynir og sýndu þeii j 10 í Víkingssjóð, en félagið er nú es Davíðsson ai kitekt og Gissur i blaðamönnum verzlunina i gær. I að byggja sér iþróttahús. Verzlunin er hin glæsilegasta í hinum nýju húsakynnum og mjög merkilega er þar öllu fyrir komið. Þótt húsið, gamla ísafold, sé komið til ára sinna og orðið mjög margir aðrir en forystu- menn Ræsis, sem hvöttu liðsmenn sína óspart til dáða og er ekki úlíklegt að það hafi ráðið sigri akkorðsmanna. Knattspyrnufélagið Víkingur hafði umráð yfir vellinum á þsssum tíma, en lét hann eftir í móti kom sá greiði að leikmenn •g áhorfendur greiddu allir kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.