Morgunblaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 1. september 1956 Brýn þorf að heilsuhœli Náttúrulœkn• ingaíélagsins verði fullgert sem fyrst Úr ræðu Valtýs Stefánssonar IGÆR boðaði stjórn og framkvremdarstjórn Náttúrlækningafé- lags Íslands blaðamenn á fund sinn og tjáði þeim að félagið hyggðist hefja skuldabréfaútboð til þess að safna lánsfé til þess að fullgera heilsuliæli félagsins í Hveragerði. Er ýtarlegar sagt frá því á öðrum stað hér í blaðinu í dag, en mikil og brýn þörf er á að félagið geti hið fyrsta fullgcrt heilsuliælið og veiít þcim sem þangað sækja hina beztu aðbúð, böð o.fl. Við þetta tækifæri hélt Valtýr Stefánsson ritstjóri stutta ræðu og skýrði frá störfum heilsuhæl- isins í Hveragerði, en hann hefur dvalizt þar nokkra síðastliðna mánuði. Gerði hann sérstaklega að um- ræðuefni hið mikla og framúr- skarandi ötula starf Jónasar Kristjánssonar læknis við að stuðla að aukinni heilsurækt og heilbrigðu líferni íslenzku þjóð- arinnar. Fórust honum orð eitthvað á þessa lund: Með stakri frónfýsi og mikilli rausn hefur Jónas Kirstjánsson komið upp þessu heilsuhæli á fyrra ári, er rúmar 28 vistmenn, fyrir allt að því 1,6 millj. króna. En nú vill svo til, að Jónas Kristjánsson og styrktarmenn hans eru komnir í fjárþrot í bili. Þar eð ég hef kynnzt því, hve brýn þörf er á slíku hæli, get ég elcki orða bundizt og því hef ég átt tal við framkvæmdastjóra hælisins, sem hingað er kominn með mér til þess að við í samein- ingu getum tjáð blaðamönnum, að allir þeir sem geta lagt eitl- hvert fé af mörkum, að láni, geta nú unnið góðverk og hjálpað þess um heilsufrömuði um fé til að reisa þær viðbætur sem Náttúru- lækningaíélagið þarf á að halda þar austur frá. Jónas Kristjánsson læknir ann ast einn læknisstörf á Náttúru- lækningahælinu nú. Hann er nú 86 ára, frár á fæti sem ungur, sístarfandi að annast um sjúkl- ingana, unga og gamla. Ævistarf Jónasar er orðið svo mikið og merkilegt, að ég tel það mjög illa farið ef ekki fæst einhver maður til að skrá meginið af þeirri lífsreynslu sem hann hefur aflað sér á langri ævi. Um það bil sem Jónas Krist- Skýiur skökku við í frásögn Tímans í SAMBANDI við ummæli Tím- ans varðandi atvinnuástandið á Bíldudal, þar sem blaðið kvartar yfir því, að aðeins fjórir Bílddæl- ingar hafi fengið skipsrúm á báti, sem leigður var úr kaup- túninu til Ólafsvíkur, hefur Mbl. snúið sér til Einars Bergmanns í Ólafsvík, sem tók umræddan bát á leigu. Einar skýrði frá því að bátur- inn hafi verið tekinn til leigu til tveggja mánaða, til 20. septem- ber. Hann hafi samt orðið að rifta samningnum fyrr og hætta útgerð bátsins, vegna þess, að hann haíi ekki fengið nægan mannskap á hann. Á Bíldudal fengust aðeins fjórir menn á bát- inn. Kirkjubyyylno tíháða fríkirkjusafnaðarins SÖKKLAR undir kjallara voru steyptir i fyrrakvöld í sjálfboða- vinnu og mótauppslætti er haldið áfram af kappi. En til þess að uppslátturinn þurfi ekki að stöðv ast um sinn í næstu viku er nauð- synlegt að sjálfboðaliðar fjöl- menni til starfa upp úr hádeginu i dag og aftur á mánudagskvöld- ið eftir kl. 7. í dag þarf að slá frá sökklum, Ijúka við að ganga frá frárennslispípum undir kjallara- gólfi, leiða inn vatnið, sem er rétt við kirkjuvegginn, og fylla upp undir kjallaragólfið. Ef þetta tekst i dag er hægt að steypa kjallaragólfið á mánudagskvöldið ásamt sökklunum undir kirkju- skipinu og þá þarf engin töf að verða á mótauppslætti í næstu viku. Safnaðarfólk er því sér- staklega beðið að fjölmenna eftir hádegi í dag og aftur á mánu- dagskvöldið. Siinykenndranámskeiíi SÖNGKENNSLUNÁMSKEIÐIÐ á vegum Söngkennarafélags fs- lands og fræðslumálastjórnar, sem áður var auglýst, verður sett í dag kl. 4 í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti. 4* Nasser, Herodot og Skúli Þórðarson IRÆÐU þeirri, sem Nasser hélt í Alexandríu þegar hann til- kynnti töku Súez-skurðarins, mælti hann orð, sem oft er vitn- að til: „Við eigum Súez-skurðinn. Hann var byggður af Egyptum og eltt hnndrað og tuttugu þúsundir Egypta létu lífið við það verk. Við munum nota ágóða Súez- félagsins til að byggja Assuan- stífluna. Hún verður byggð á höf- uðskeljum hinna 120.000 manna." Þessi tala Nassers hefur valdið mildum heilabrotum. Að vísu er vitað að ýmsir létu lífið meðan á byggingu skurðarins stóð, en ílestum nema þá Skúla Þórðar- syni hefur þótt talan ótrúlega há. Ýmsir telja að NSsser hafi skrökvað dánartölunni upp í æs- ingaskyni. En Nasser hefur ekki skrökv- að tölunni heldur haft hana eftir ágætri heimild eins og eftirfar- andi tilvitnun sýnir: „Það er fjóra daga verið að jánsson varð stúdent bauð hinn víðfrægi læknir og læknaskóla- kennari Guðmundur Magnússon Jónasi að búa á heimili sínu og varð hann þá handgenginn þess- um afbragðs kennara og vísinda- manni. En Jónas var ekki langt kominn út á læknanámsbrautina, er hann fór að gruna að eitthvað kynni að vera bogið við rekstur lækninganna. En þó hann væri orðinn fullnuma læknir og fær í flestan sjó í starfsgrein sinni vann hann aldrei með neinum bægsla- gangi að lækningum sínum, allt stærilæti var honum andstætt, hin rólega yfirvegun var honum að skapi. Er hann ungur sótti um íslenzka læknishérað var hon um veitt hið erfiða Fljótsdalshér- að' og var hann þar eystra í 10 ár. Ávann hann sér þar mikið JONAS KRÍSTJÁNSSON traust héraðsbúa. Á fyrstu lækn- isárum hans reistu héraðsbúar hans fyrir áeggjun hans sjúkra- hús að Brekku í Fljótsdal. Á fyrstu héraðslæknisárum hans nýkominn frá Háskólanum í Höfn byrjaði hann að hafa afskipti af mataræði héraðsbúa með því ör- yggi og þeirri festu að þeir hurfu frá hvíta hveitinu í lcökugerð og öðru. Á fyrstu læknisárum Jónasar snéri hann sér aðallega að skurð- læknisaðgerðum, sem hann reynd ist fljótt snillingur í og aflaði sér óskoraðs trausts sem læknir í þeim efnum. En hugkvæmur á- hugamaður eins og Jónas Krist- jánsson gat sjaldan verið lengi um kyrrt. Hann þurfti sifellt að leita fróðleiks í önnur lönd og þar kom að hann komst í sam- band við forystumenn þeirra sem leita að bótum manna meina í hollu lífi og mataræði. Fyrir löngu heilluðu náttúru- lækninga hugsjónirnar Jónas og sannfærðu hann um að hér þuríti ef vel væri að koma á samtökum til varanlegra heilsúbóta fyrir alla þjóðina, með þeim árangri að hann er nú 86 ára gamall svo andlega og líkamlega heil- brigður, sem ungur væri. Meisfaramót Reykiavíkur: r Eftir aðalhlutann hefur 1R 77 stig, KR 64, Ármann 36 SÍÐARI aðalhluti Meistaramóts Reykjavíkur í frjálsum íþrótt- um gaf hinum f yrri eftir bæði hvað árangur sneríir og skemmtilega keppni, ef undan er skilið sentimetrastríð í sleggju- kasti, kringlukasti og þrístökki. Þar urðu úrslitin óvænt, en að öðru leyti fór allt eins og vio mátti búast. Stigin standa nú þannig að ÍR hefur 77 stig, KR 64 st. og Ármann 36 st. fara eftir skurðinum, svo langur er hann, —--------vatnið fellur úr Níl í skurðinn og. ekki langt frá bænum Bubastis, en við ara- bíska bæinn Patum liggur hann út í egypzka hafið. Fyrst grófu menn sundur hið egypzka slétt- lendi, sem næst er Arabíu. Lengra inn í landi kemur að fjall- lendi, sem nær allt til Memphis. Eitt hundrað og tuttugu þúsund Egyptar, sem grófu þarna undir stjórn faraósins Nekos, létu lífið. Nekos lét verkið falla niður með þvl að guðleg spásögn birti hon- um, að hann væri að vinna fyrir ósiðaðar þjóðir. En Egyptar kalla alla þá ósiðaða, sem ekki tala sömu tungu og þeir.“ Þannig skrifar Grikkinn Herodot í 2. bók, 149. kafla ritsins „Níu bæk- ur sögunnar.“ Þess ber svo að geta að Nekos sá, sem Herodot nefnir, ríkti yíir Egyptum kringum árið 700 fyrir Krists burð Á ÚRSLIT ÓVISS Aðalhluta mótsins er þá lokið, en eftir er að keppa í þrautunum, boðhlaupum, hindrunarhlaupi og 10 km hlaupi. Það er þvi enn ó- víst hvert félaganna hreppir tit- ilinn „bezta frjálsíþróttafélag Reykjavíkur 1956“. ★ TVÖ ÞJÓFSTÖRT Veðrið var óhagstæðara til keppni síðari daginn en þann fyrri — enda árangur eftir því. 10 m hlaupið og 110 m grinda- hlaupið fór fram eftir brautinni öfugri, þ.e.a.s. byrjað var þar sem venjulega er endað. — Mun þetta hafa verið gert til þess að hlaupararnir fengju ekki mót- vind, en vindur var 2—3 vindstig. Það leiðindaatvik kom fyrir í 100 m hlaupinu að Hilmar Þor- björnss. „stal“ tvívegis í úrslita- hlaupinu. Vakti þetta nokkrar j deilur meðal starfsmanna. Slík ’ atvik eru alltaf hvimleið, en það getur jafnvel hent beztu hlaup- ara að þjóístarta ekki síður en aðra. ★ „STÁLU“ TITLUNUM Friðrik Guðmundsson var óvæntasti sigurvegari þetta kvöld. Iiann „stal“ meistaratitl- inum af Hallgrími í kringlukast- inu og skaut Þórði Sigurðssyni aftur fyrir sig í sleggjukastinu. Líkt má segja um Jón Pétursson í þristökkinu, sem óvænt hlaut titilinn í fjarveru Vilhjálms Ein- arssonar. ★ ÚRSLIT 100 m hlaup: R.víkurmeistari: Daniel Halldórsson ÍR 10,9; 2. Einar Frímannsson KR 11,1; 3. Sig. Gislason KR 11,1. — Hilmar Þorbjörnsson var dæmdur úr hljóp með og fékk tímann 10,8 sek. 400 m hlaup: R.víkurmeistari: leik vegna tveggja þjófstarta, en Þórir Þorsteinsson Á 49,7; 2. Daníel Halldórsson ÍR 51,2; 3. Sig. Gísláson KR 52,7; 4. Sæmund ur Pálsson Á 55,6. 1500 m hlaup: R.meistari: Svav ar Markússon KR 3:59,6; 2. Sig. Guðnason ÍR 4:03,0; 3. Kristleif- ur Guðbjörnsson KR 4:06,0; 4. Kristján Jóhannsson ÍR 4:12,8 110 m gr.hlaup: R.meistari: Pétur Rögnvaldsson KR 15.4: 2. Björgvin Hólm ÍR 16,1; 3 Daníel Halldórsson ÍR 18,6; 4. Einar Frí- mannsson KR 16,7. Þristökk: R.meistari: Jón Pét- ursson KR 13,36; 2. Helgi Björns- son ÍR 13,32; 3. Björgvin Hólm ÍR 13,02; 4. Unnar Jónsson ÍR 12,50. Stangarstökk: R.meistari: Val- björn Þorláksson ÍR 4,10; 2 Heið- ar Georgsson ÍR 4,00; 3. Brynjar Jensson Á 3,30; 4. Einar Frí- mannsson KR 3,30. Kringlukast: R.meistari: Frið- rik Guðmundsson KR 47,46; 2. Hallgrímur Jónsson Á 47,41; 3. Þorsteinn Löwe KR 45,73; 4. Þor- steinn Alfreðsson Á 44,20. Sleggjukast: R.meistari: Frið- rik Guðmundsson KR 48,90; 2. Þórður Sigurðsson KR 48,77; 3. Gunnar Huseby KR 39,64; 4. Eiður Gunnarsson Á 37,29 Knaffspyrna UM næstu helgi hefjast haust- mótin í knattspyrnu. Fara þá fram kappleikir í öllum flokkum á hinum ýmsu völlum bæjarins. Aðalleikur helgarinnar verður í haustmóti meistaraflokks, og eigast við KR og Fram. Verður leikurinn á Melavellinum og hefst kl. 14.00. Dómari verður Þorlákur Þórðarson. Bæði liðin verða að halda sér í góðri æfingu fyrir síðustu leiki íslandsmóts- ins, sem býða heimkomu Vais- liðsins. í 1. flokki leika KR og Fram einnig, hefst sá leikur á laugar- dag á Melavellinum kl. 16.00. Þá leika KR og Valur í 1. flokki (rniðsumarsmót) á mánudag kl. 19.00 á Meiavellinum. Þriðji leikurinn á milli KR og Fram um næstu helgi verður í 2. flokki, á Háskólavellinum, á laugardag og hefst hann kl. 15.15. Verður það fyrsti leikur Fram-liðsins eftir liina sigursælu för þess til Sjálands á dögunum. Þá hefst haustmót 3. flokks á sunnudagsmorguninn á Háskóla- vellinum. Leika fyrst Fram og Víkingur, kl. 9,30, og strax á eftir KR og Valur. Þau léku annars Haustmót 4. flokks er þegar hafið. Á sunnudaginn var sigraði Þróttur KR með 3:0 og Fram sigraði Víking með 4:0. Mótið fer fram á Fram-vellinum ok kl. 9,30 á sunnudag leika Valur og Þrótt- ur, og strax á eftir KR og Fram. Úrslifin verða í dag MEISTARAKEPPNI karla í Golfklúbb Reykjavíkur hófst 25. ágúst og lýkur henni í dag. — Ætlunin var að meistarakeppr.i lcvenna byrjaði um leið, en henni hefur orðið að iresta. Eftirtaldir kylfingar komust í meistara- flokk: Benedilct Bjarklind, Einar Guðnason, Guðlaugur Guðjóns- son, Ingólfur Isebarn, Jóhann Eyjólfsson, Ólafur Bjarki Ragn- arsson, Ólafur Ág. Ólafsson og Smári Wiium. Þess má geta, að ýmsir góðkunnir kylfingar komu því ekki við, að taka þátt í keppninni, og má þar til nefna Ewald Berndsen, Þorvald As- geirsson og Albert Guðmundsson. 1. umferð á Reykjavíkurmeist- aramótinu fór sem hér segir: Ólafur Ásg. Ólafsson vann Ingólf Isebarn. Smári Wiium vann Benedikt Bjarklind. Einar Guðnason vann Guðlaug Guðjónsson. Ólafur Bjarki vann Jóhann Eyjólfsson. 2. umferð: Ólafur Ág. Ólafsson vann Smára Wiium. Ólafur Bjarki vann Einar Guðnason. Til úrslita keppa því Ólafur Ág. Ólafsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson, og hefst keppnin kl. 14 í dag á golfvellinum. Má búast við því að lceppnin verði mjög hörð og spennandi, enda eru þeir félagar meðai beztu kylfinga landsins. Ólafur * Ág. Ólafsson varð íslandsmeistari í golfi í sumar og hafði áður orðið íslandsmeistari 1954. Ólafur Bjarki hefur hins vegar orðið Reykjavíkurmeistari síðustu tvö árin og varð annar á landsmót- inu 1953 og 1956, en hlutskarp- astur utanbæjarmanna á lands- mótinu á Akureyri í fyrrasumar, er Hermann Ingimarsson úr Golfklúbb Akureyrar varð Is- landsmeistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.