Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 1
24 siður 49 árgangur 17. tbl. — Sunnudagur 21. janúar 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýstárlegar kenningar Salks um vírussjúkddma DR. JONAS SALK, hinn frægi höfundur Salk-löm.un- arveikibóluefnisins setti fram á ársþingi Bandariska lækna- félagsins nýjar tilgátur um orsakir ýmissa sjúkdóma, sem fyrst ber á á nwðjum aldri, og nú eru ókunnar. Hann sýndi einnig fram á hugsan- lega aðferð til að koma í veg fyrir þá. Hafa ber í huga, að hér er að mestu leyti um get- gátur að ræða, ©g varnarað- ferð Salks getur einungis haft gildi, ef þær rcynast réttar. Dr. Salk telur tilgátur sínar gefa góðar vonir um, að setja mætti saman eitt bóluefni, sem gæfi vörn gegn 10—100 ▼eirutegundum. Slíkt bólu- efnl gæti ef til vill komið i veg fyrir ýmis afbrigði krabba- meins og taugasjúkdóma, sem gætu orsakast af veirum, sem nú væru ekki kunnar mönn- um. Til dæmis gæti liðagigt, sem nú á sök á fleiri öryrkj- um í Bandaríkjunum en nokk- ur annatr sjúkdómur, verið veirusjúkdómur. (I öðrum fyr irlestri, sem haldinn var á ráðstefnunni voru færðar lík- ur fyrir því.). , Hugmynd Dr. Salks er sú, að ýmsir sjúkdóm.ar í eldra fólki, sem ekki virðast smit- andi, séu afleiðingar af innrás lömunarveikiveira eða ann- arra veira í miðtaugakerfið á barnsaldri, enda þótt engin sjúkdómseinkenni hafi kom- ið fram um leið. ÞEIR LIGGJA f FELUM Margfalt bóluefni, farmleitt úr allt að 100 veirutegundum, gæti að sögn Dr. Salks veitt vörn gegn hinum venjulegu barnasjúkdómum ef það væri gefið í bernsku og auk þess gegn veirusmitun, sem ekki kæiri í ljós fyrr en á miðjum aldri, er vefjaskemmdir yrðu áberandi. Skemmdirnar þyrftu ekki að vera bein afleiðing af návist veiruimar, heldur veik- leika í sjúkdómavarnarkerfi líkamans, sem veirurnar hefðu valdið á unga aldri. Dr. Salk benti á, að vitað er, að ýmsar veirur, t.d. hlaupabóluveiran gætu „legið í dvala“ árum saman en vakn að, þegar áföll hefðu minnk- að mótstöðuafl líkamans. Með þennan möguleika í huga hvatti Salk til, að lögð yrði áherzla á rannsóknir, er beindust að framleiðslu marg- falds bóluefnis, sem gæfi ónæntá í frumbernsku gegn öllum veirum, sem ráðast á miðtaugakerfið. Taugakerfi, sem ekki hefði veiklast af veirustarfsemi yrði sennilega - ^. Dr. Jonas Salk betur fært um að standa af sér áreynslu fullorðinsáranna. Bóluefni þetta ætfi frekar að vera framleitt úr dauðum veirum en lifandi. Bezt væri að nota aðeins ytri hluta veir- anna, sem er gerður úr eggja- hvítuefni, þeim hlutanum, sem framkallar ónæmi. Kjarni veiranna, sem er úr kjarna- sýrum, er sá. hlutinn, er veld- ur sýkingu. Sem sönnun þess, að bólu- efni úr dauðum veirum valdi Frh. á bls. 2 Glenn fer i vikunni Öttast bdluna Kaupmannáhöfn, 20. jan. — (AP) — BREZK herskip komu í vikunni í heimsókn til Þórshafnar í Færeyjum. Meðan á heimsókninni stóð var sjóliðunum bannaður aðgangur að veitingastofu H ó t ei Hafnia í Þórshöfn vegna hættu á hólusóttarsmit- un. Stjórn hótelsins tel- ur að hætta sé á smit'- un, jafnvel þótt allir sjó liðarnir hafi verið bólu- settir. Heilbrigðisyfir- völdin leyfðu þó að hald inn yrði opinber dans- leikur fyrir gestina ! föstudag. En skorað er á færeyska sjómenn, sem koma til brezkra hafna, að fara ekki í land þar meðan bólusóttin geng- ur. — Skofið á flugvélar SÞ í Kongó Geimskot Banda- ríkjanna fyrirhugað á miðvikudag Kanaveralhöföa, 20. jan. (AP) NÆSTU daga, sennilega á miðvikudag, munu Banda- ríkjamenn gera tilraun til að skjóta mönnuðu geimfari á braut umhverfis jörðu. Geim farinn hefur þegar verið val- inn, en hann er John H. Glenn ofursti í landgöngulið- inu (Marines). Fyrirhugað er að Glenn fari þrisvar umihverfis jörðu á tæp- um fimm klukkustundum og fer geimskip hans með rúmlega 28.000 km hraða á klukkustund í 160—250 km hæð frá jörðu. Fylgzt verður með ferðum geim- skipsins frá fjölda hlustunar- stöðva víða um heim, en auk þess eru 24 bandarísk skip dreifð um heimshöfin til að fylgjast með ferðinni. Á skipum þessum eru samtals um 15.000 menn. Framhald á bls. 2. Islend- hafajor- gangsrétt segja Færeyingai Kaupm.höfn, 20. jan. (AP) FÆREYSK blöð skýra frá því að færeyskir togaraskip- stjórar kvarti undan því að brezk hafnaryfirvöld mis- muni mjög færeyskum fiski- skipum og fái íslenzk fiski- skip mun betri afgreiðslu. —• Segja blöðin að íslenzkir tog- arar fái löndun hvenær sem er en Færeyingarnir verði hins vegar oft að híða, jafn- vel þótt þeir hafi komið fyrr í höfn. Fyrir skömmu, segja blöðin, varð færeyskur togari að bíða eftir löndun í tuttugu tíma í Grimsby vegna þess að tveir íslenzkir togarar, sem komu tíu timum á eftir færeyska ■ togar- anum, voru teknir fram fyrir hann. Margir togaraskipstjórar í Færeyjum hafa krafizt þess að landsstjórnin skerist í málið. I sambandi við þessa frétt frá AP má benda á að stutt er síð- an íslenzkir togarar fengu jafn- rétti við brezka í löndunarhöfn- unum í Bretlandi. Áður var það svo að íslenzkir togarar urðu oft að bíða lengi eftir löndun, með-^ an brezkir togarar, sem á eftii þeim komu, voru teknir til lönd unar á undan. En fyrir nokkr- um árum tókst fulltrúum ís- lenzkra togaraeigenda, með milli göngu OEEC, að ná samningum við brezka togaraeigendur, á fundi í París, um jafnrétti. — John H. Gienn við stjórntækin i Mercury-gcimskipinu, sem á að flytja hann á braut umhverfis jörðina n.k. miðvikudag. Leopoldville, 20. jan. — (AP) t DAG skutu hermenn í Kat- anga á tvær Canberra-flug- vélar Sameinuðu þjóðanna. Flugvélarnar voru í leitar- flugi yfir svæðinu um- hvcrfis Kongolo í Norður- Katanga, þar sem Kongo- hermenn myrtu nýlega 18 rómversk-kaþólska trúboða. En óttast er að enn hafi Kongóhermenn ráðizt á trú- boðsstöð og skóla og framið þar hryðjuverk. Trúboðsstöð þessi er í þorpi einu nálægt Kongolo. Þegar flugvélar SÞ flugu þar yfir í dag sást þar ekkert lífsmark, nálæg byggð stóð í björtu báli. Talsmaður SÞ í Leopoldville sagði að Canberra-flugvélar SÞ Framhald á bls. 2. Sukarno vill frið samlega lausn Jakarta, Indónesíu, 20. jan. (AP-NTB) SUKARNO forseti Indónesíu hef ur sent U Thant framkvæmda- stjóra SÞ svar við orðsendingu þeirri, sem U Thant sendi Hol- lendingum og Indónesum fyrr í vikunni. í þeirri orðsendingu skoraði U Thant á bæði lönidin að reyna að leysa deiluna um Hollenzku Nýju Guineu á frið- samlegan hátt. Sukarno segir í svari sínu að hann hafi falið fulltrúa Indó- nesíu hjá SÞ að hafa nána sam- vinnu við framkvæmdastjórann og ræða við hann um möguleika á friðsamlegri lausn deilunnar. Segir forsetinn að deiluna berf að leysa í samræmi við tilgang og reglur stofnskrár SÞ. Þá heitir Sukarno því að gera sitt bezta til að halda í skefjum reiði Indónesa, sem voru stað- ráðnir í því að hefna árásai hollenzkra herskipa á tundur- skeytabát frá Indónesíu hinn 15. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.