Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 1
24 siður 50. árgangur 136. tbl. — Föstudagur 21. júní 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins Beint síma samband milli Hvíta hússins og Kreml Genf 20. júní (NTB) í DAG var undirritaður í Genf, af hálfu Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna, samningur um að koma á beinu talsambandi milli Hvíta hússins í Washing- ton og Kreml í Moskvu. Tilgangurinn með talsam- bandinu er, að reyna að koma í veg fyrir, að styrj- öld brjótist út vegna mis- skilnings eða af slysni og gefa æðstu mönnum ríkj- anna tækifæri til þess að ræðast við ef bráða hættu ber að höndum. Samningurinn um talsam- bandið hefur verið til um- ræðu langan tíma, en í dag undirrituðu hann fulltrúar Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna á afvopnunarráðstefn- unni í Genf Charles Stelle og Semjon Zarapkin. Er samningur þessi eini beini ár- angurinn, sem náðst hefur á afvopnunarráðstefnunni til þessa. Símalínan milli Hvíta hússins og Kreml mun liggja um London, Kaupmanna- höfn, Stokkhólm og Helsing- fors. Verður hún alltaf opin jafnt á nóttu sem degi. Auk talsambandsins verður komið á beinu fjarskiptasambandi milli Hvíta hússins og Kreml um Tanger og á það að vera til vara, ef símalínan slitnar. Við báðar endastöðvarnar verða tæki til þess að taka nið ur símtölin og túlkar, sem þýða þau jafn óðum. Kostnaðinum við uppsetn- ingu hins beina sambands Framhald á bls. 2. JE*essa sérstæðu og fögru mynd tók ljósmyndari Mbl. Ólafur K. Magnússon sólsetri í Reykjavík í fyrrakvöld. Myndin er tekin frá Sjómánnaskólanum. páfakjör hefði tekizt og hrópuðu „Hann er hvítur, hann er hvítur", en það var ekki nema nokkrar sekúndur því að reykurinn þykkn aði brátt og dökknaði. Venjulega hafa kardínálarnir notað votan hálm til þess að fá svartan lit á reykinn en nú fengu þeir blys frá flughernum, sem gefa annaðhvort hvítan eða svart an reyk. Einnig hefur verið komið fyrir tveimur bjöllum í Sixtusarkapell unni, og ef stutt er á hnappana hringja þær í fréttastofu Vatí- kansins, önnur hafi páfakjör tek izt, hin ef atkvæðagreiðslan er árangurslaus. Róm, 20. júlí (NTB): — Fyrsti dagur páfakjörs í Sixtusar kapellunni í Róm leið án þess að nokkur kardínálanna fengi tvo þriðju hluta atkvæða. Kardínál- arnir gengu fjórum sinnum til at kvæðagrciðslu í dag, tvisvar fyrir hádegi og tvisvar eftir hádcgi. Að hverjum tveimur atkvæða- greiðslum loknum, eru atkvæða seðlarnir brenndir í þar til gerð um ofni í kapellunni. Ef páfa- kjör hefur tekizt kemur hvítur reykur upp um reykháf kapell- unnar, en hafi það ekki tekizt, er reykurinn svartur. Mannfjöldinn, sem safnaðist saman á Péturstorginu í dag sá því tvisvar svartan reyk stíga til himins frá kapellunni. Ekki var gert ráð fyrir að páfa kjör tækist við fyrstu atkvæða- greiðslurnar í morgun, en þegar svarti reykurinn kom í ljós öðru sinni, vakti hann töluverða óá- nægju meðal þeirra, sem safnazt höfðu saman á Péturstorginu. Póttu úrslit síðari atkvæðagreiðsl unnar benda til þess, að hvorugur kardínálanna tveggja, sem mestra vinsælda njóta-á Ítalíu, hefði næg an stuðning meðal kardínálanna. Þessir vinsælustu kardínálar eru eins og áður hefur verið skýrt frá Montini og Lecaro. Um hádegið, þegar fyrra reykj París 19. júní. NTB: Öldungadeild franska þingsins felldi í dag í þriðja sinn fjár- lagafrumvarp stjórnarinnar. 120 þingmenn greiddu atkvæði á móti frumvarpinu, en aðeins 32 með því, 60 sátu hjá. armerkið kom, var reykurinn í fyrstu þunnur og ljós. Margir, sem staddir voru á Péturstorginu héldu, að hann gæfi til kynna, að Kúbanskir útlag ar gera innrás Miami, 20. júní — (NTB) — Byltingarráð kúbanskra út- laga í Miami á Flórídaskaga, tilkynnti í dag, að hermenn úr hópi útlaganna hefðu geng ið á land á Kúbu. Hefðu þeir ekki mætt neinni mótspyrnu og bændur í héruðum, sem þeir hefðu farið um, hefðu tekið vel á móti þeim og veitt þeim fullan stuðning. Sagði talsmaður byltingarráðs- ins, að með þessari innrás væri frelsisstríð Kúbubúa hafið. Ekkert var tilkynnt hvar á Kúbu hermennirnir hefðu geng- ið á land, en látið að því liggja að þeir hefðu verið í mörgum hóp um. Talið er, að alls séu innrás- armennirnir 500. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna sagðist í dag engar spurn- ir hafa haft af innrásinni, en vonazt til þess að fá nákvæmar upplýsingar frá Miami. Reikningur Reykjavíkurborgar árið 1962 lagður fram -j< Greiðslujöfnuður var hagstæður um rúma milljón -j< Hrein eign Reykjavíkurborgar jókst um 96.7 mill’ónir á árinu -j< Gjöld standast fullkomlega áætlun, þrátt fyrir ófyrir- sjáanlegar kauphækkanir 1962 Tekjur fóru 13,8 milljónir fram úr áætlun. Fénu öllu varið til framkvæmda REIKNINGUR Reykjavíkurborg ar fyrir árið 1962 var lagður fram á borgarstjórnarfundi í gær og var þar til fyrstu umræðu. Reikningnum var visað með sam hljóða atkvæðum til annarrar umræðu. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, fylgdi reikningunum úr hiaði. 1 ræðu borgarstjóra kom m. a. fram, að greiðslujöfnuður ársins 1962 var hagstæður um rúma eina milljón króna. Að hrein eign Reykjavíkurborgar hefur aukizt um t æ p a r 100.000.000,00 á árinu 1962. Að gjöld skv. fjárhagsáætlun standast iullKomlega, þratt tyrir ófyrirsjáanlegar kauphækkanir á árinu 1962, sem ekki hafði verið ráð fyrir gert í áætluninni. Að tekjur fóru tæpar 14.000.000,00 fram úr áætlun, og var öllu því fé varið til framkvæmda, svo Geir Hallgrímsson sem skólabygginga og nauðsyn- legra fasteignakaupa vegna skipu Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.