Morgunblaðið - 16.07.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1963, Blaðsíða 1
'^4 síður 50 árgangur 157. tbl. — Þriðjudagur 16. júlí 1963’ Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar og Kínverjar ásaka hvorir aöra Talið að fundum á Leninhæð ljúki brátt með algjöru ósamkomulagi Moskvu 15. júlí — AP — NTB •— Reuter Fulltrúar kommúnistaflokka Kína og Sovétríkjanna komu saman til funda bæði á sunnudag ©g mánudag þrátt fyrir að að- ilar hefðu veitzt harðlega hvor að öðrum í blöðum í Moskvu og Peking báða dagana. Á sunnu- daginn réðist Pravda mjög að kínverskum kommúnistum í „opnu bréfi“ til leiðtoganna í Peking. Izvestia fylgdi í kjöl- farið í dag. í dag svöruðu Kín- verjar ásökunum Pravda í mál- gagni sínu í Peking þar sem því var lýst yfir að ,títóista-liðhlaup- ar“ væru að reyna að grafa und- an fundunum í Moskvu. Er þess nú talið vart langt að bíða að endanlega slitni upp úr hug- myndafræðiviðræðunum á Len- inhæð, og hafi bilið milli Moskvu ©g Peking aldrei verið meira en nú. Telja fréttaritarar að ein helzta ástæðan til þess að kín- versku fulltrúarnir séu ekki farnir frá Moskvu, sé sú að Pek- ingstjórnin vilji gera Krúsjeff forsætisráðherra erfitt fyrir fyr- ir á ráðstefnunni um bann gegn kjarnorkuvopnatilraunum, sem hófst þar í borg í dag. — Bú- izt er við að sendinefndirnar muni enn koma saman til fund ar í dag. Fundurinn á sunnudaginn hófst laust eftir kl. 7 f.h. eftir ísl. tíma Skömmu áður óku bifreiðir sendinefndamanna að húsi því á Leninhæð, sem fundirnir eru haldnir í. Kom Suslov, formaður rússnesku sendinefndarinnar, á fundarstað 10 mínútum á undan Kínverjunum, sem óku til fund- arins í fjórum stórum bifreiðum. Brugðust kínversku nefndar- mennirnir hinir verstu við er bíll vestrænna fréttaritara reyndi að fylgja þeim, sem fremstur fór. Tóku tveir bílar Kínverja sig út úr lestinni, og neyddu bíl frétta- ritaranna til þess að aka upp á gangstétt. Á eftir bílum Kínverjanna komu tveir rúss- neskir bílar af nýjustu gerð, en slíka bíla hafa aðeins æðstu embættismenn Sovétríkjanna til umráða. Ekki er þó vitað hvaða embættismenn þar voru á ferð. Að vanda var ekkert látið uppi um hvað fram fór á fundi sendi- nefndanna. í dag komu fulltrúamir sam- an á nýjan leik á Leninhæð, og stóð fundur í 3% klst. Á sunnu- dag réðist Pravda mjög harka- lega á Kínverja og kvað þá reyna að spilla fyrir því að samkomu- lag næðist á fundunum. Komu þessar ádeilur fram í „opnu bréfi“ til kommúnistaleiðtoganna í Peking. Bréfinu fylgdd síðan þriggja dálka leiðari á mánudag. í dag, mánudag, ritaði Izve.stia einnig um deilu kommúnistaleið- Framhald á bls. 2. Krúsjeff, forsætisráðherra, brosir breitt milli þei rra Harrimans og Hailsham lávarðar í upphafi ráðstefnunnar um bann við kjarnorkuvopnatilraunum í gær. „Ég er umkringdur heimsvaldasinn- um“, sagði hann og hló. Myndin símsend Mbl. frá Moskvu — AP. Gamanyrði fjúka á kjarn- orkuráðstefnunni í Moskvu Talið áð vel horíi um samkomulag — Kínverjar segja óhugsandi að semja við „heimsvaldasinna“ Moskvu, 15. júlí — AP — NTB — Reuter RÁÐSTEFNA Bandaríkjamanna, Breta og Rússa um bann við kjarnorkutilraunum hófst með þriggja tíma fundi hér í dag. Krús- jeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, mætti sjálfur á fundinum og stýrði honum. Gott andrúmsloft ríkti á fyrsta fundinum, og skiptust menn á gamanyrðum þann tima, sem blaðamenn fengu að vera viðstaddir. Telja fréttaritarar fulla ástæðu til bjartsýni um árangur af ráðstefnunni þegar eftir fyrsta daginn, og talið er að versnandi samkomulag Rússa og Kinverja á hugmyndafræðifundum þeirra í Moskvu kunni að verða til þess að Sovétstjórnin verði nú fúsari til að undirrita samkomulag um tilraunabann. Pekingstjórnin sýndi í gær ljóslega hvern hug hún ber til ráðstefnunnar, er útvarp hennar í Peking réðist mjög harkalega að Kennedy Bandaríkjaforseta, sagði hann þegar hafa gengizt fyrir nýju vígbúnaðarkapphlaupi og að ósk- ir hans um tilraunabann væru „hræsnin uppmáluð“. Sagði útvarpið að ekki væri hægt að setjast að samningaborði með „bandarískum heimsvaldasinnum". Svalbarðaslysið enn á dagskrá: Námufélagsstjórnin ræðst á r annsókn ar nef ndina Ssgir hana ekki hafa aflað sönnunar- gagna sem skyldi Ösló, 15. júlí — NTB STJÓRN Kings Bay kolanámufé- lagsins hefur ráðist harkalega á niðurstöður rannsóknarnefndar þeirrar, er fjallaði um slysið er varð í námum félagsins á Sval- barða 5. nóvember 1962, en nefndin komst að þeirri niður- Btöðu að orsakir slyssins væri að rekja til vanrækslu varðandi lög- boðnar öryggisráðstafanir í nám- unum. Segir stjórn kolafélagsins nú, að rannsóknarnefndin hafi ekki kannað málið niður í kjöl- inn, og ekki uppfyllt þær kröfur, sem til slíkrar nefndar verði að gera varðandi öflun sönnunar- gagna og að í skýrslu nefndarinn- ar skorti á að hinar jákvæðu og neikvæðu hliðar málsins séu réttilega metnar. Segir stjórn kolafélagsins að niðurstöður nefndarinnar hljóði fremur sem dómsniðurstaða en niðurstaða hlutlausrar nefndar, og lýsir því jafnframt yfir að vanræksluásak- anir þær, sem komi fram í skýrslu nefndarinnar, muni að engu verða ef fram færi réttar- rannsókn á tildrögum slyssins. Flest Óslóarblaðanna í dag eru á einu máli um að nú standi stað- hæfing gegn staðhæfingu um mál þetta, og að í yfirlýsingu stjórnar kolanámufélagsins komi fátt nýtt fram um hinar raunverulegu or- sakir slyssins. — Arbeiderbladet segir t.d. að upplýsingar félags- stjórnarinnar gefi allt aðra mynd af slysinu en niðurstöður Framh. á bls. 23. Áður en ráðstefnan hófst í Moskvu í dag átti Krúsjeff nær tveggja klst. fund með formanni brezku samninganefndarinnar, Hailsham lávarði. Sagði Hails- ham að fundinum loknum að viðræðurnar hefðu verið mjög vinsamlegar og ekki fjallað um hugsanlegt samkomulag um til- raunabann, heldur ýmis önnur va damál á sviði efnahags og stjórnmála. GAMANYRÐIN FJÚKA. Fyrsti fundur ráðstefnunnar hófst kl. 12 á hádegi í dag (ísl. tími). Er fulltrúar gengu að hinu 10 metra langa grænklædda samningaborði sagði Krúsjeff: „Eigum við ekki að byrja á því að undirrita samkomulagið þegar í stað?“ Averell Harriman, formaður bandarísku samninganefndarinn- ar ýtti þá pappir og penna i áttina til forsætisráðherrans, Skarst þá Gromyko. utanríkis- ráðherra Rússa, í leikinn og sagði vð Krúsjeff: „Skrifaðu undir; við Framh. á bls. 23. Segir Bandaríkin á barmi borgarastríðs Ríkistjóri Alabama ræðst á Kennedy forseta Washington 15. júlí — AP GEORGE Wallace, ríkisstjóri Alabama, sagði í dag að stefna Kennedy's Bandaríkjaforseta í kynþáttamálunum hefði orðið til þess að Bandaríkin væru nú „þjóð sundrungar og átaka og á barmi borgarastyrjaldar". Sagði ríkisstjórinn að ef Bandaríkja- þing samþykkti lög um jafnan þegnrétt hvítra manna og svartra „ætti að gera ráðstafanir til þess að kalla heim hermenn okkar í Berlín, Viet Nam og frá öðrum heimshlutum sökum þess að þeirra verður þá þörf í Ameríku“ Ummæli Wallace komu fram í yfirlýsingu, sem hann flutti fyr ir verzlunarnefnd öldungadeild- arinnar. Sagði hann að Banda- ríkjamenn myndu ekki „láta þess konar lög sig nokkru varða“ og lýsti öllum tillögum Kennedy's forseta sem „jafn andstyggileg- um“. Sagði hann einnig að sá forseti, sem beitti sér fyrir þess háttar löggjöfum 1963 ætti að hverfa úr embætti. Wallace sagði einnig að Suðurríkjamenn myndu „taka forrustuna meðal allra frelsiselskandi manna — hvítra sem svartra — og reyna að vinna bug á hverjum þeim manni sem legði lið sitt nokkurri grein mannréttindafrumvarpa- IViartelli sýknaður London 15. júlí NTB-Reuter. Kjarnorkufræðingurinn GIUSEPPE MARTELH var í dag sýknaður af öllum á- kærum á hendur honum, en Martelli var sakaður um að hafa í fórum sínum tæki til njósna og að hafa lært að meðhöndla þau til þess að stunda njósnir fyrir Rússa. Kvað kviðdómurinn upp sýknudóminn eftir að hafa setið á rökstólum í 914 klst. Fyrir réttinum hélt Martelli því fram að hann hefði átt viðskipti við Rússa 1 því skynl einu að gera brezkum yfir- völdum kunnugt um starf- semi þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.