Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 92. tbl. 55. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Yfirmaður lögreg'luliðs Suður- Vietnam, Nguyen Ngoc Loan, er studdur í skjól eftir að hann varð fyrir skoti Víet Cong leyniskyttu í Saigon á sunnudag. Loan var gagnrýndur harð- lega víða um heim, er hann skaut Viet Cong fanga án dóms og laga meðan á Tet-sókninni stóð. Friðarviðrœður: Fyrstu fulltrúar Hanoi komu til Parísar í gær Wasbington, París, Hanoi, 7. maí — NTB-AP FYRSTIJ fulltrúar Norður-Viet- nam, sem taka þátt í friðarvið- ræðum við fulltrúa Bandaríkja- stjórnar, komu til Parísar í dag. í hópnum voru 23 menn, en að- alfulltrúinn, Xuan Thuy, er væntanlegur á fimmtudag. Tilkynnt hefur verið, að við- ræðurnar fari fram í salarkynn- um Alþjóðlegu ráðstefnumið- stöðvarinnar í París. Sú bygg- ing er skammt frá Sigurbogan- um. Gestapo hafði þar aðalbæki stöðvar, meðan á hernámi Þjóð- verja stóð. Síðan hefur bygging in verið notuð fyrir ýmsar þýð- ingarmiklar ráðstefnur. . í Was'hington var sagt, að fjöl menn sendinefnd fari þaðan á fimmtudag. Ekki hefur enn ver- ið skýrt frá nöfnum annarra þátt takenda en Averell Harrimann og Cyrus Vance. Sargent Shriv- er, nýskipaður ambassador Bandaríkjanna í Frakklandi, sór í gær embættiseið sinn og mun fara til Parísar á morgun, mið- vikudag ,til að vera nærstaddur og til ráðuneytis, þegar viðræð- urnar hefjast á föstudag. Forsvarsmaður nefndarinnar sem kom til Parísar frá N-Viet- nam í dag, Ha Van Lao, hers- höfðingi, sagði aðspurður, að hann væri bjartsýnn á horfurn- ar. Van Lao tók þátt í Genfar- ráðstefnunni um Indó-Kína ár- ið 1954. Hann mun verða hægri hönd Xuan Thuy, sém er ráð- herra án stjórnardeildar, sem verður aðalfulltrúi N-Vietnam. Thuy fór frá Hanoi í dag og áreiðanlegar heimildir greindu, Framh. á bls. 27 Fréttainanm AFF vísað fró Kína Saigon: Borizt af hörku en sóknin sögð í rénun Saigon, 7. maí — AP—NTB — BARDAGAR geisa enn í mörg- nm hverfum í Saigon, en ýmis- iegf virðist benda til þess, að sókn Viet Congmanna og hers N-Vietnam sé að nokkru í rén- un. Að því er NTB-fréttastof- an sagði í dag, munu um 300 menn hafa fallið úr liði Viet Cong og N-Vietnam, er þeir sóttu að ýmsum mikilvægum stöðum i borginni. Harðastir voru bardagair um brú eina, sem er aðalisamgöngu- æð til borgarinnar úr suðri. Vi- Framh. á bls. 27 Forkosningarnar í Indiana: Yfirburðasigur Kennedys nauðsynlegur — eigi hann að verða forsetaefni í D A G fóru fram forkosn- ingar um forsetaframbjóð- endur í Indianafylki í Banda ríkjunum. Þrír demókratar kepptu þar um hylli kjós- enda, þeir Robert Kennedy, Eugene McCarthy og Roger D. Brannigan ríkisstjóri í Indiana, sem talinn er ein- dreginn stuðningsmaður Hu- berts Humphreys varafor- seta. Af republikana hálfu var Richard Nixon einn í framboði og beindi hann Sovétstjórn mótmælir ásök- unum Tékka — um að öryggislögreglan sovézka hafi staðið að baki dauða Jans Masaryk árið 1948 Moskva, Prag, 7. maí. NTB.AP. STJÓRN Sovétríkjanna neitaði í dag opinberlega þeim ásökunum, sem hafa komið fram um, að sov ézka öryggislögreglan hafi verið viðriðin dauða Jan Masaryk, fyrrverandi utanríkisráðherra Tékkósióvakiu. f orðsendingu Tass-fréttastof- unnar segir meðal annars, að þeir, sem dreifi þessum áburði hafi greinilega aðeins eitt í huga: að reyna að ala á úlfúð milli inaríkjanna Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna. Tass ræðst af of- forsi bæði á tékknesk blöð og vestræn og staðhæfir, að ekkert hafi nokkru sinni komið fram, sem bendi tii annars en að Masaryk hafi framið sjálfsmorð, eins og tilkynnt var á sínum tíma, árið 1948. Og Tass heldur áfram, að nú reyni tékknesk og vestræn blöð að læða því að mönnum, að sov- ézka öryggislögreglan hafi átt sök á dauða ráðherrans. Áróður þessi sé runninn undan rifjum illahugsandi heimsvaldasinna. Tass bætir því við, að sovézka þjóðin treysti því, að Tékkar láti slíkan áróður og óhróður sem þennan ekki spilla vináttu þjóðanna. Tass nefnir ekki að það var málg. tékkneska kommúnista flokksins Rude Pravo, sem bein- línis sakaði fyrrverandi yfir- mann öryggislögreglunnar og handbendi Stalíns, Lavrenti Ber ia, um að hafa átt þarna hlut að máli. Erlendir stjórnmálasérfræðing ar í Moskvu eru mjög undrandi yfir hinu hörkulega orðalagi til- kynningarinnar og spá því, að spennan muni enn aukast milli Sovétstjórnarinnar og Prag- stjórnar. Auk þess beri tilkynn- ingin þess vott, að verulegur brestur sé nú kominn í vináttu og samstarf landanna tveggja. Vakin er og athygli á því, að tilkynningin er birt aðeins tveim ur dögum eftir að flokksleiðtog- Framh. á bls. 27 og stuðningsmenn hans áróðri sínum fyrst og fremst að því, að koma í veg fyrir, að repu- blikanar greiddu frambjóð- endum demókrata atkvæði. en slíkt er heimilt í þessu ríki. Hins vegar er ekki heim ilt að skrifa nafn annarra á atkvæðaseðlana en þeirra, sem í framboði eru, þ.e. við- hafa svokölluð „write in“ atkvæði, þannig að republik- anar áttu þess ekki kost að greiða atkvæði sitt Nelson Rockefeller, sem einnig kepp ir um að verða í framboði fyrir Republikanaflokkinn. Þetta eru fyrstu forkosning- arnar, sem Robert Kennedy tekur þátt innan Demo- krataflokksins og því er fylgzt með athygli með því, hver úrslit kunni að verða. Framhald á bls. 27. Peking, 7. maí — NTB-AP YFIRMAÐUR frönsku fréttastof unnar AFP í Peking, Jean Vin- cent, var í dag kallaður í kín- verska utanríkisráðuneytið og honum skipað að fara úr landi innan þriggja daga. Vincent lief ur verið yfirmaður AFP í Pek- ing í tvö ár. Blaðafulltrúi kínverska utan- ríkisráðuneytisins las langt og mikið skjal yfir Vincent, þar sem sagt var, að þrátt fyrir ítrek aðar aðvaranir hefði Vincent sent fréttir frá Peking, sem hefðu verið hreinn uppspuni. Laurieen" Wallace Laurleen Wallace lézt í gær — Montgomery, Alabama, 7. maí. — NTB-AP LAURLEEN Wallace, ríkis- stjóri í Alabama í Bandaríkj- unum, lézt í dag eftir lang- varandi veikindi, 41 árs að aldri. Hún hefur þjáðzt af krabbameini í tvö ár og hafði gengið undir allmarga upp- skurði, þann síðasta í febrú- ar sl. Laurleen Wallace var eini kvenríkisstjórinn í Bandaríkjun- um. Hún tók við embættinu. í nóvember 1966 af eiginmanni sínum, George Wallace, er hann Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.