Morgunblaðið - 18.09.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.09.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1971 BÓK^VIENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR Sýningar y f ir f er ð Hringur •íöhannesson: Bogasal. Hallsteinn Sigurðsson: Ásmundarsal. Sig:iu-ður Örlygrsson: Unuhúsi. Patrice: Gallerie Grjótaþorp. Bat Yosef og: Sigrríður Björnsdóttir: Norræna húsinu. Alþýð usamban dið: Laugavegri 18. Valgrerður Hafstað: Mokka. Don Rogers: Bændahöllinni. Það er óhætt að halda þvi fram, að nú standi yfir mikill darraðardans í myndlistarlífi höf- uðborgarinnar, því að fyrir utan haustsýningu Félags íslenzkra myndlistarmanna i nýjum sal Norræna hússins, sem nú er í fullum gangi, stendur yfir fjöldi myndlistarsýninga, sem vert er að gefa gaum og mega mynd- llstarunnendur borgarinnar hraða göngu sinni, ef þeir ætla ekki að missa af strætisvagnin- um, einkum vegna þess að gæði sýninganna eru á öllu hærra stigi en maður á að venjast, er jafn margir sýna samtímis. Ekki eru ýkja mörg ár síðan það þótti harla andstætt, ef sýning- ar tveggja gildra myndlistar- manna voru opnaðar á sama tíma! — Og erfitt þótti fyrir boðsgesti beggja að vera á tveim stöðum samtimls og fjarska mikið vandamál að gera upp á milli þess, hvort boðið skyldi þegið fyrr til að móðga hvorug- an! En í dag, er fyrir kemur að 4—5 sýningar opna um sömu helgi, er slíkt vandamál ekki til umræðu. tíma virtist ætla að dofna yfir þessum listamanni, og form mynda hans þyngdust til muna. Þetta tímabil virðist vera að þoka með öilu fyrir leikandi og sannfærandi mýkt og er form mynda hans þó jafnóhagganlegt og yfirvegað sem fyrr. Ég þyk- ist finna þessum fullyrðingum mínum stað í myndum svo sem „Gola í grasi“, „Júlí 1971“, „Bælt gras“, „Minning" og fleiri líkum myndum. 1 Ásmundarsal kveður ungur myndhöggvari sér hljóðs með sinni fyrstu sýningu, Hallsteinn Sigrurðsson að nafni. — Hann hefur lengi lagt stund á högg- myndalist eða skúlptúr líkt og margir vilja nefna listgreinina. Hallsteinn er enn við nám og sýningin ber þess vott, að hann sé um margt óráðinn um fram- tíðina. Sýningunni má skipta i tvennt, annars vegar „massíf“ form en hins vegar jafnvægis víravirki, sem hefur hlotið nafn- ið „Tension structure". Einlægni þessa unga manns i viðleitni sinni er auðsæ í öllu þvi, sem hann tekur sér fyrir hendur, og hraustlega gengur hann á vit þess sviðs, sem hann hefur val- ið sér innan myndlistarinnar. Hringur Jóhannesson á sýningu sinni. Starfsbróðir minn við blaðið í þessu mikilvæga fagi er víðs fjarri, svo að það fellur að öllu í minn hlut að gera öllum þess- um sýningafjölda einhver skil. — og í stað þess að skrifa langt mál um hverja sýningu fyrir sig vel ég þann kostinn að fara að dæmi starfsbræðra minna í stórborgum erlendis og fara fljótt yfir sögu. — Ella yrði blaðið að gefa út aukablað um myndlist, svo sem um íþróttir, og er það raunar fagur en fjar- lægur draumur. Ég hugga mig við þá kenningu, að fjarlægðir eru sagðar hverfandi á vorum dögum, og það gefur draumum og óskhyggju byr undir báða vængi. 1 Bogasal sýnir Hringur Jóhannesson enn einu sinni: Þessi sýning hans tekur öllum fyrri sýningum hans fram um mýkt og sterkari persónuein- kenni. Hringur hefur þroskazt hægt en markvisst, enda bera vinnubrögð hans vott um, að hann sé ekki að flýta sér. — Um Árangurinn er misjafn, en þar sem honum tekst bezt upp, gef- ur hann okkur vonir um, að hér sé á ferð góður liðsmaður í frek- ar fáskrúðugum en gildum garði íslenzkrar höggmynda- og skúlp- túrlistar. Ég vil nefna kveikju að framtíðarþróun í myndum eins og nr. 6 „Maður og kona“, nr. 11 „Leikur með boga“, sem sýnir einna mesta og þróaðasta jafnvægistilfinningu og ennfrem- ur stærri útimyndina, sem er að mínum dómi sterkasta framlag- ið til „Tension structure". Að svo búnu hverfum við á vit annars ungs listamanns, sem einnig er með sína fyrstu sýn- ingu og það í hinu viðkunnan- lega sýningarhúsnæði bókaút- gáfunnar Helgafells í Unuhúsi við Veghúsastíg. — Sigurður Ör- lygsson nefnist hann og hefur víða komið við í menningarmál- um borgarinnar þrátt fyrir ung- an aldur. Hér er það strangt og hnitmiðað form, sem ber fyrir augu okkar, vægðarlaus við- leitni ungs manns við að með- höndla þrengstu takmörk mynd- flatarins og gengur þar hik- laust til verks vitandi vits um lítinn samhljóm með þorra þeirra, sem sýninguna skoða. Hugrekki er gott veganesti, þeg- ar mikið er um að vera á vett- vangi myndlistarinnar, og sá sem litlu vogar, uppsker sjald- an stóran hlut. Þessi einföldu og ströngu form leyna á sér og verða síbreytileg við nánari skoðun, og sýningin í heild er sannarlega ekki jafneinhæf og í fljótu bragði virðist, og þvi álit ég að Sigurður Örlygsson muni marka sinn veg til meiri afreka. Að nýtt sýningarhús sé tekið í notkun, telst naumast lengur til tíðinda í borg vorri en þó nokkurs virði, ef sýningarhús- næðið á sér framtíð og vona ég, að svo verði með Gallerie Grjóta- þorps. Hér er um að ræða lítið, en mjög viðkunnanlegt sýning- arhúsnæði. Patrice sá, er fyrstur sýnir I þessu húsnæði, virðist Bat Yosef við eitt verka siiina. skrifar um MYNDUST ekki maður mikilla átaka á sviði myndlistar, þótt hann sýni eng- in vettlingatök í þróaðri tækni sinni. Myndir hans virka likt og iðandi sjávargróður og eru á- hugaverðar og skemmtilegar í viðkynningu, og nefni ég þá einkum myndir eins og nr. 1 „Bakhluti" og nr. 10 „Gróður“. í Norræna húsinu sýna þær Sigrriðtir Björnsdóttir og Bat Yosef margþætt myndlistar- verk. List Sigríðar hef ég ný- verið gert nokkur skil í list- dómi vegna sýningar hennar 1 Bogasal, og vísa ég til hans vegna mynda hennar, en bæti þvi við, að hér er ótvírætt um vaxandi listakonu að ræða. Bat Yosef eða María Jósefsdóttir, svo sem útleggst á tungu vorri, er mér betur kunnug sem lista- kona lýrískra málverka, en þau sem hún nú sýnir eru málverk og myndlistarverk furðulegra og „exotiskra“ drauma, þar sem „erotíkin“ slær á marga strengi. Stundum virðist sem hún ofhlaði myndir sínar, jafnvel „bróderi" þær, en jafnan er þetta gert markvisst, og nær hún árangri, sem ber vott um sanna list- sköpun. Alþýðusambandið, Laugavegi 18. — Listasafn þessara samtaka virðist ætla að verða geðþekkt rjóður góðrar listar, en vanmet- ið af þeim, sem gæðanna er ætlað að njóta. Enn ein sýning hefur verið sett upp í húsa- kynnum þess og nýtur sín vel, forráðamanni safnsins til mik- illar reisnar, en áhugalitlum meðlimum samtakanna hið gagn stæða. Ég vil hvetja sem flesta til að leita þess, sem þar er að finna, fræðast og njóta fagurrar listar. Með þeim hætti er tóm- stundum sannarlega vel varið. Á Mokka-kaffi sýnir Valgerð- ur Hafstað myndir sínar. Frúin sem dvalið hefur í höfuðborg listanna, París, um langt árabil, hefur oft sýnt okkur í myndum sínum næma tilfinningu fyrir hugþekkum ljósbrigðum — og þar sem hún nær þeim bezt fram, nær hún einnig mestum árangri, og í því ljósi er sýn- ing hennar á Mokka engin und- antekning. Kanadiskur prófessor í mynd- list, Don Rogers, sýndi á dögun- um 21 málverk i Bændahöllinni, þar sem áður var Upplýsinga- þjónusta Bandaríkjanna. Sýn- ingar hans, sem er fyrir nokkru lokið, hefur ekki verið getið ýmissa orsaka vegna. En það er skemmst frá að segja, að þetta var mjög áhugaverð sýning, og þau þrjú skipti, sem ég lagði Don Rogers við eitt verka sinna. leið mína þangað, urðu mér til mikillar ánægju. Það var eftir- tektarverð birta og heiðríkja í myndum hans, næm tilfinning fyrir lit ásamt óvenjulegri hug- leiðslu gagnvart eilifðinni, tóm- inu bak við ár og aldir. — NORRÆNA HL’SIÐ — Ivar okkar Eskeland, sem hef- ur komið eins og óbeizlaður fjör- kálfur inn í íslenzka menningu, — lifandi blossi, sem lengi hefur verið þörf á, og sem hefur unnið frábært starf tU viðgangs norr- ænni og alþjóðlegri menningu í landi voru, — starf, sem jafnan mun verða metið þakk- látum huga allra þeirra, er við- gangi hennar unna, — birti I Morgunblaðinu nokkrar athuga- semdir vegna viðtals, sem ég átti við blaðamann þess á dögunum. Mér þykir leitt, hafi ég farið með rangt mál varðandi kjallara- plássið, sem ég áleit, að hefði átt að verða geymsla likt og aðrir hlutar kjalLarans. Hér kom fram getspeki min. Ég efast ekki heldur um, að Ivar Eskeland fari með rétt mál, þegar hann segir, að aldrei hafi komið tU tals milli hans og Alvars Alto. og þeirra, er hafa með fjármál hússins að gera, að reisa annað hús. — En mig langar til að upplýsa heimildir minar varð- andi þetta atriði: I mjög svo merku viðtali Alvars Alto við Sjónvarpið, þar sem hann var ómyrkur 1 máli, sagði hann m.a.: „Ég hef ekki hugsað mér, að hengdar yrðu upp myndir til sýninga í þessu húsnæði, réttu lausnina myndi ég álíta þá, að byggt yrði sér- stakt hús yfir sýningar." Annað mál og ekki viðfelldið er það, að landar mínir virðast á stundum horfa of grannt á þann pening, sem listgreinum er fórnað, en fréttaþjónusta í þessu efni er mér með öUu óviðkomandi. Ég þakka þér, Ivar Eskeland, fyrir að birta þarfa hugvekju varðandi sýningarsal Norræna hússins. Það er sannfæring mín, að fé til þessa fyrirtækis hafi verið vel varið, og hvort tveggja þakkarvert, fórnfúst fjárframlag bræðraþjóðanna og ágæt störf þeirra, er að framkvæmd stóðu. Deila mætti um upprunalega lýs- ingu salarins, en þar hefur ljósameistari Þjóðleikhússins ráðið fyllstu bót á. Ég teldi það æskilegan þakklætisvott landa minna fyrir heillaríkt framtak og ágæta forustu að tjá sig fúsa til að inna af hendi greiðslu þeirrar fjárhæðar, sem leiddi af breyttri lýsingu sýningarsalar- arins. — Bragi Asgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.