Morgunblaðið - 23.03.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1980, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1980 Þar sem lífsbaráttan hefst Viðtal: Fríða Froppé Ljósm.: Kristján Éinarsson Læknar og deildarstjóri Vökudeildarinnar (t.v.: RaKnheiöur Sigurðardóttir, Atli Dagbjartsson, Hörður Bergsteinsson og Gunnar Biering. veik, nýfædd börn, fyrirbura og þau börn önnur, sem þurfa sérmeðferöar við. í öðru lagi höfum við daglegt eftirlit með öllum börnum, sem fæðast á Kvennadeildinni og Fæð- ingarheimili Reykjavíkur. Þessi börn skoðum við á fyrsta sólarhring eftir fæðingu og síðan aftur daginn fyrir heimför, ræðum við mæður, veitum ráðleggingar o.s.frv. I þriðja lagi önnumst við göngudeildareftir- lit með þeim börnum, sem hafa dvalið hjá okkur og þurft á ein- hverri sérmeðferð að halda. Þetta göngudeildareftirlit hefur aukist stöðugt frá upphafi. Þá er rétt að geta hins nána samstarfs, sem við eigum við fæðingarlæknana. í sam- vinnu við þá fylgjumst við með konum með sjúkdóma á meðgöngu- tíma og við erum viðstaddir allar erfiðar fæðingar, þ.e. fæðingar þar sem vænta má vandkvæða hjá börnunum." Fyrirburar algengastir — Hvaða sjúkdómar eru algeng- astir hjá þeim börnum, sem lögð eru inn á Vökudeild? „Algengast er, að við önnumst börn, sem fæðast fyrir tímann þ.e. fyrirbura, þar næst börn, sem eru of „Um leið og fleiri börn lifa, tekst einnig að bjarga fleirum frá örkumlum“ • íslenzkir nýburar yfirleitt stórir, hressir og vel nærðir • Dánartíðni með því lægsta sem gerist • Mæður vel upplýstar og mæðravernd batnar með ári hverju NÝBURI er nýlegt orð í íslensku máli og notað um nýfætt barn. Nýburar flokkast því næst niður í fyrirbura, fullbura og síðbura, þ.e. börn fædd fyrir tímann, i fyllingu tímans og þau sem fæðast eftir að fullri meðgöngu er lokið. Miklar framfarir hafa átt sér stað í meðferð nýbura hérlendis síðustu árin og eigum við nú sérhæft fólk til að annast þennan aldurshóp, bæði hvað hjúkrun, lækningar og aðra meðferð snertir. Þá hefur einnig átt sér stað mjög jákvæð þróun og framfarir í mæðra- vernd og eftirliti með fóstrum á meðgöngutima. Samfara því hefur burðarmálsdauði. þ.e. tíðni andvana fæddra barna og þeirra, sem látast á fyrstu viku eftir fæðingu, lækkað mjög ört hérlendis sl. hálfan annan áratug og þó mest síðustu f jögur árin. Þegar fæðingardeild Landspítalans tók til starfa 1949, var meðferð nýbura algerlega í höndum Ijós- mæðra og fæðingarlækna. Það var ekki fyrr en við opnun Barnaspítala Hringsins 1957, að barnalæknar fóru að hafa afskipti af nýburum, en þó lítil fyrst í stað. Árið 1961 er barnalæknir ráðinn til starfa við Fæðingardeildina og allt frá 1962 hafa nýburar, bæði á Fæðingardeild Landspítalans og Fæðingarheimili Reykja- víkur, verið í umsjá barnalækna. Sérstök deild til að annast veika nýbura fékk þó fyrst sitt eigið húsnæði, þegar hin nýja kvennadeild Landspítalans tók til starfa fyrir rúmum fjórum árum. Varð þá jafnframt sú breyting á starfsskipulagi, að í stað þess að barnalæknir Fæðingardeildar annaðist þessi börn, þá tók nú Barnaspítali Hringsins að sér alla nýburameðferð á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur samstarf Barnaspítal- ans um þessa meðferð stöðugt verið að aukast við aðrar fæðingarstofnanir á landinu. Morgunblaðiö heimsótti nýverið arstjóra. Ég spurði þau í upphafi, nýburadeild Barnaspítalans, svo- hvert væri aðalstarfssvið nýbura- kallaða Vökudeild, og ræddi við þjónustunnar. læknana Gunnar Biering, Hörð „Það má segja, að verkefni okkar Bergsteinsson og Atla Dagbjartsson sé þríþætt," sagði Gunnar. „I fyrsta og Ragnheiði Sigurðardóttur deild- lagi önnumst við á Vökudeildinni iítil miðað við meðgöngutíma, börn með öndunarörðugleika og sýkingar og vansköpuð börn, svo eitthvað sé nefnt.“ — Það fyrsta sem vekur athygli, er komið er inn á Vökudeildina, er aragrúi tækja, sem virðist mjög flókinn við fyrstu sýn með óteljandi slöngum og leiðslum, tengdum við þessa litlu sjúklinga. En hvað höfðu þeir, sem vinna innan um og með tækjabúnaðinn, að segja um hann. Gunnar varð fyrir svörum: „Deild sem þessi krefst ætíð mikils tækja- búnaðar, svo sem hitakassa, tækja til að fylgjast með öndun og hjart- slætti, svokallaða monitora, vökva- dælur og öndunarvélar svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar er það staðreynd, að framfarir í meðferð nýbura eru mjög örar og stöðugt eru að koma fram ný og betri tæki. Því verður endurnýjun sífellt að eiga sér stað á deildinni, ef takast á að veita börnum hér þá beztu meðferð, sem völ er á hverju sinni. Deildin var vel búin tækjum af hálfu Ríkisspítalanna i upphafi. Ennfremur hafa félög hér í borginni reynst okkur einstaklega hliðholl. Lionsklúbburinn Baldur færði okk- ur við opnun Vökudeildar að gjöf seríu af mikilvægum og ómissandi gjörgæzlutækjum (monitorum). Kvenfélagið Hringurinn hefur alla tíð stutt Barnaspítalann með ráðum og dáð og reynst Vökudeildinni stoð og stytta allt frá því deildin opnaði. Hringurinn hefur t.d. gefið deildinni tvær öndunarvélar (respiratora), tvo súrefnisblandara, þrjár vökva- dælur, blóðþrýstingsmæli, þvageðl- isþyngdarmæli og nú er í pöntun ferðahitakassi, sem okkur hefur vantað tilfinnanlega, einnig gjöf frá Hringnum. Verðmæti þessara tækja nemur töluvert á annan tug millj- óna kr.“ Eigum mjög færa skurðlækna — Þurfið þið í mörgum tilfellum að senda sjúk börn utan til aðgerða? „Nei, við eigum hér á að skipa mjög færu skurðstofuliði með Guð- mund Bjarnason barnaskurðlækni í broddi fylkingar. Nánast einu til- fellin, sem send eru utan, eru börn, sem þurfa á sérstökum skurðað- gerðum að halda vegna meðfæddra hjartagalla, en aðstaða til slíkra skurðaðgerða er ekki fyrir hendi hér.“ — Húsnæðisaðstaðan, hver er hún? Atli varð fyrir svörum og sagði: „Það þarf ekki alltaf fína veggi né stórar stofur. Það er hægt að gera ýmislegt og gera vel, þrátt fyrir þrengsli, en húsnæðið mætti óneit- anlega vera stærra.“ Hörður bætti því við, að þótt aðstaða þeirra væri e.t.v. ekki sem verst þá væri baga- legast aðstöðuleysi foreldranna. „Það getur oft verið mjög erfitt að skýra út fyrir foreldrum veikindi nýfæddra barna þeirra í erli dagsins á miðjum spítalagangi. Þá vantar einnig afdrep fyrir mæður til að gefa börnum sínum brjóst í ró og næði.“ — Nú hefur mikil breyting orðið á afstöðu foreldra til sjálfrar fæð- ingarinnar, og þykir t.d. sjálfsagt, að feður séu viðstaddir fæðingu. Áður voru þeir vinsamlegast beðnir að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Hvað veldur þessari breytingu og er hún til bóta? „Hún er tvímælalaust til bóta, en það er kannski fyrst og fremst að þakka bættri aðstöðu, að þetta er nú hægt,“ sagði Gunnar. „Hér áður fyrr voru þrengsli á fæðingarstofnunum geysimikil og reyndar var afstaða foreldranna sjálfra til þessara mála þá önnur. Aðstaða fyrir mæður til að annast börn sín á meðan þær dvelja á Kvennadeildinni hefur einnig gjör- breytzt. Á nýju sængurkvennadeild- unum geta þær nú sjálfar hugsað um börnin að vild og fá þá jafn- framt kennslu í meðferð þeirra, eftir því sem þörf krefur." Fyrsta vikan mikilvæg, en ... Atli sagði, að sér fyndist stund-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.