Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 83. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sovétmenn íjölga í her- námsliðinu í Af ganistan Islamabad, 8. apríl. AP. SOVÉTMENN hafa fjölgað í her- liði sínu í Afganistan. Talið er, að á milli 20 og 22 þúsund sovéskir hermenn hafi komið til landsins að undanförnu og að nú séu yfir 100 þúsund sovéskir hermenn í Afganistan. Heimildir um fjölg- un i sovéska hernámsliðinu hafa borist úr ýmsum áttum, meðal annars vestrænum diplómötum. Heimildir í Kabúl herma, að sovéskir hermenn hafi tekið við öryggisgæzlu í borginni og að fjögur afgönsk stjórnarherfylki hafi verið send til Herat og Kandahar til að berjast við skæruliða. Fyrir skömmu bárust fréttir um að skærúliðar réðu Kandahar, höfuðborg samnefnds héraðs. Tvær undanfarnar vikur hefur mikil flugumferð verið um Kabúlflugvöll. Fyrir skömmu hótaði Mo- hammed Dost, varnarmálaráð- herra Karmalstjórnarinnar, því að fjölgað yrði í sovéska herliðinu í landinu ef Bandaríkjamenn létu verða af því að senda skæruiiðum vopn, en Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, hafði lýst því yfir, að hann hugleiddi að senda skæru- liðum vopn. Eitthvað virðist þessi yfirlýsing Dost hafa farið fyrir hjartað á ráðamönnum í Kabúl því skömmu síðar var gefin út sérstök yfirlýsing þar sem því var lýst yfir að gripið yrði til „viðeig- andi ráðstafana" ef af vopnasend- ingum Bandaríkjamanna yrði. Flóttamenn frá Afganistan hafa skýrt frá miklum sigrum skæru- liða í Khogianihéraði. Þann 18. mars síðastliðinn gerðu skærulið- ar áhlaup á héraðshöfuðborgina og felldu um 300 afganska stjórn- arhermenn og náðu borginni á sitt vald og auk þess miklu magni af vopnum og skotfærum. Þá hafa borist fréttir af átökum í Logan- héraði. Að sögn flóttamanna, eyði- lögðu skæruliðar 18 skriðdreka afganska stjórnarhersins. TASS-fréttastofan sovéska sagði í dag, að skæruliðum í Afganistan bærust vopn frá Iran. ,Afganskir gagnbyitingarsinnar í íran hafa ítrekað brotið lög bæði í Iran og Afganistan," sagði í til- kynningu fréttastofunnar sem gefin var út í Teheran. Sjá grein: Ræna 13 ára drengjum og senda þá á vígvöllinn á bls.22 Engin sam- vinna um að sýna Reagan banatilræði Francois Mitterand Mitterand vinsælli en Giscard Parls, 8. april. AP. FRANCOIS Mitterand, forsetaframbj<>ðandi sósial- ista í Frakklandi, myndi bera sigurorð af Valery Giscard D'Estaing. forseta landsins ef kosningar færu fram nú. Þetta kemur fram i skoðana- könnun, sem birt var i Paris i dag. Forsetakosningar fara fram þann 26. apríl og ef enginn frambjóðenda fær hreinan meirihluta atkvæða, eins og búist er við, fara nýjar kosn- ingar fram þann 10. maí milli þeirra frambjóðenda, sem flest atkvæði hljóta í fyrri umferð- inni. Ef valið í síðari umferð- inni stæði milli Mitterand og Giscard, eins og búist er við, þá hlyti Mitterand 52,5% atkvæða en Giscard 47,5%. í forseta- kosningunum 1974 var munur- inn á þessum tveimur höfuð- andstæðingum aðeins 1,6% Giscard í vil. Valery Giscard D'Estaing Afgönsk fjölskylda á flótta undan sovézkum vígvélum. Nú er talið að hálf önnur milljón manna hafi flúið frá Afganistan eftir innrás Sovétmanna i landið. simamynd AP. Washington, 8. apríl. AP. BANDARÍSKA alrikislögregl an sagði i kvöld. að ekkert benti til. að John Hinckley, sem sýndi Ronald Reagan, forseta Bandarikjanna. banatilræði þann 30. mars siðastliðinn og Edward Richardson, sem í gær- kvöldi var handtekinn i New York, hefðu haft nokkra sam- vinnu eða samráð um að sýna forsetanum banatilra-ði. Því hafði verið haldið fram, að þeir Hinckley og Richardson hefðu haft með sér samvinnu, og að þeir hefðu deilt herbergi fyrir nokkrum árum. Þá áttu þeir m.a. sammerkt, að dást að leikkonunni Jody Foster. „Við teljum hverfandi líkur á að þeir Richardson og Hinckley hafi haft samvinnu um að sýna forsetanum banatilræði og það er okkur hugarléttir," sagði einn af stárfsmönnum FBI fyrir þingnefnd í kvöld. Læknar Ronald Reagans sögðu í kvöld, að forsetinn verði að likindum útskrifaður frá George Washington-sjúkrahús- inu um helgina. Reagan átti fundi með helstu ráðgjöfum sínum á sjúkrahúsinu í dag og að sögn embættismanna voru málefni Póllands og Líbanon á dagskrá. Sjá frétt: Tengsl milli Hinckleys og Richardson? á bls.22 Ennþá óvenjumikiH við- búnaður sovésks herliðs Varsjá, PraK, Washinjfton, 8. apríl. AP. TALSMAÐUR handaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði i kvöld, að þrátt fyrir að heræfingum Varsjárhandalagsins i Póllandi hefði lokið i gær, væri viðbúnaður sovésks herliðs enn óvenjumikill í og við landamæri Póllands. Tals- maðurinn, William Dyess, sagði, að Leonid Brezhnev, forseti Sov- étrikjanna, hefði ekkert látið uppi um fyrirætlanir Sovétmanna varðandi Pólland. Hann hefði ekki útilokað neina möguleika. þar með talda innrás i landið. Það hefur vakið athygli, að í ræðu sinni minntist Brezhnev ekk- ert á Stanislaw Kania, leiðtoga pólska kommúnistaflokksins. Þetta hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi, að staða Kania væri ótrygg. Ekkert hefur til hans spurst síðustu daga og var uppi orðrómur um, að hann hefði verið kallaður til Prag til viðræðna við Brezhnev.. Embættismenn í Prag sögðu í dag, að Brezhnev myndi flytja aðra ræðu á flokksþingi tékkneska kommúnistaflokksins síðar í vik- unni og greinilegt er, að Sovét- menn herða enn þumalskrúfuna að Pólverjum. Sovéskir fjölmiðlar réðust í dag harkalega að hinum óháðu pólsku verkalýðsfélögum og ásökuðu leið- toga Samstöðu um að þiggja fé frá erlendum „gagnbyltingarsinnum og and-sósíalískum öflum". Roman Ney, sem sæti á í miðstjórn pólska kommúnistaflokksins, hélt í kvöld fund með fréttamönnum í Varsjá. Hann er einn þriggja harðlínum- anna, sem fyrir skömmu buðust til að segja af sér embættum en leiðtogi þeirra er Stefan Olzowski, sem nú situr flokksþingið í Prag. Ney sagði, að Brezhnev hefði lýst einlægum stuðningi við pólska valdhafa og trú á, að Pólverjar væru færir um að leysa vandamál sín sjálfir. Hann sagðist ekki sjá neina hættu af starfsemi Sam- stöðu, þvert á móti ættu stjórnvöld að geta átt gott samstarf við óháð verkalýðsfélög. Haig í Madríd Madríd, 8. aprll. AP. ALEXANDER Haig, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. kom i kvöld til Madrid og á morgun mun hann rseða við spænska ráðamenn. Fyrr í dag ræddi Haig við Emilio Colombo, utanríkisráð- herra Italiu, en Ilaig hafði stutta viðdvöl í Rómarborg á leið sinni frá Riyadh, höfuðborg Saudi- Arabiu. Haig hefur undanfarið ferðast um Mið-Austuriönd. Hann sagði við fréttamenn á flugvellinum í Mad- ríd, að „markmið fararinnar hefðu í meginatriðum náðst" en bætti við, að deilur Israela og Araba veittu Sovétmönnum tækifæri til að koma ár sinni fyrir haganlega fyrir borð í Mið-Austurlöndum. Hann sagði, að gagnvart Sovét- mönnum, þá færi stefna Banda- ríkjamanna í meginatriðum saman við stefnu Egypta, Jórdana, Saudi-Araba og ísraela.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.