Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 Morgunblaðið/Ámi Sæberg BANKASTJÓRASKIPTI í SEÐLABANKANUM Geír Hallgrímsson fyrrverandi ráðherra tók við starfi seðlabankastjóra í gær, 1. septem- ber. Hann tekur við starfi bankastjóra af Davíð Ólafssyni sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokks: „Þingflokkur Fram- sóknarflokksins óalandi og óferjandi“ „ÞETTA var dægilega tilfyndið, hjá þessum sérfræðingi framsóknar í heimspólitíkinni,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins. er hann var spurður álits á þeim ummælum Páls Péturssonar formanns þingflokks Framsóknarflokksins að samstarf við Alþýðuflokkinn komi ekki til greina á meðan Jón Baldvin gegn- ir þar formennsku. „Sérstaklega var það vel til fa.ll- ið, að hann gefur þessa yfirlýsingu á þingi ungra framsóknarmanna, en eins og lesendur Morgunblaðsins vita var það þing haldið til þess að lýsa því yfir að þingflokkur fram- sóknarmanna væri óalandi og ófeíjandi," sagði Jón Baldvin og bætti við: „Hann væri helsta innan- mein Framsóknarflokksins, ekki starfhæfur og þar af leiðandi ekki samstarfshæfur. En eins og kunn- ugt er, er þetta þinglið undir forystu umrædds Páls Péturssonar." Jón Baldvin sagðist vera alveg sammála ungum framsóknarmönn- um. Hann hefði reyndar sent þeim heillaskeyti, þar sem hann óskaði þess einlæglega að þeir hefðu er- indi sem erfíði „við nauðsynlega og Fjármálaráðherra um lagasetningu vegna Rainbow Navigation: „Eðlilegt að selja hér lög ef samningaviðræður fara í hnút“ Til athugunar að auka þjónustu við Varnarliðið á öðrum sviðum loflega nýliðun á þessu þreytta þinggengi Höllustaðabóndans". I annan stað sagði Jón Baldvin rétt að taka það fram að allt frá því hann hefði tekið við formennsku í Alþýðuflokknum hefði hann gert sér alveg ljóst að það stæði ekkert til að „taka upp samstarf við þetta afturhaldsgengi Framsóknarflokks- ins. Ég lýsti því yfir að það væri orðin þjóðamauðsyn að Framsókn- arflokkurinn tæki upp einarða sjálfsgagnrýni, og færi í andlega endurhæfingu, sem sumir telja að þurfí að standa fram til aldamóta," sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin sagði jafnframt að áhrifamenn í Framsóknarflokknum hefðu tekið undir þetta sjónarmið sitt og talið það rétt. Til dæmis hefði Ingvar Gíslason lýst því yfír að þetta væri laukrétt. Hann hefði sagt að Framsóknarflokkurinn þyrfti að fara í endurhæfíngu og hann ætti að fara í stjómarand- stöðu. „Til þess að staðfesta þetta, þá hefíir Ingvar lýst því yfír að hann treysti sér ekki lengur til þess að starfa í þessum þingflokki undir forystu Pedersens," sagði Jón Bald- ÞORSTEINN Pálsson fjármála- ráðherra segir að ríkisstjómin muni beita sér fyrir lagasetningu er tryggi rétt íslenskra kaup- skipa til flutninga fyrir vamar- liðið, til jafns við rétt banda- riskra kaupskipa, fáist ekki viðunandi lausn í þessu máli i samningaviðræðum við bandarísk stjóravöld, fyrir lok þessa mánaðar. „Utanríkisráðherra núverandi, og Geir Hallgrímsson áður hafa unnið að því að fá fram með viðræð- um við Bandaríkjastjóm, lausn á flutningamálum til vamarliðsins. Við emm auðvitað orðnir lang- þreyttir á því að Bandaríkjamenn Færeyskur fiskibátur ferst suður af Islandi — Sjö manna áhöfn bjargaðist í gúmmíbát unni til hjálpar við leitina að Pollua, en þegar gæslumenn vom að búa sig til fararinnar, um klukkan 8.00 í gærmorgun, barst tilkynning um að færeyskt fískiskip hefði fundið gúmmíbjörgunarbát, þar sem áhöfn Pollua, sjö manns, fannst heil á húfí. Siglt var með skipbrotsmenn til Færeyja og var búist við þeim þangað í nótt. FÆREYSKI fiskibáturinn PoUua SA 183, frá Sandey, fórst í gær- morgun, um 95 sjómílur suð- austur af Stokksnesi. Skipið fékk á sig brotsjó í mjög slæmu veðri. Mannbjörg varð. Það var um klukkan 7.00 í gær- morgun, að miðstöð danska flotans í Færeyjum tilkynnti Loftskeyta- stöðinni í Reykjavík og Slysavama- félagi íslands að óttast væri um afdrif Pollua, sem er 76 tonn að stærð. Báturinn hafði tilkynnt leka fyrr um nóttina, en þá var ekki talið að nein hætta stafaði þar af. Sambandið við Pollua rofnaði síðan skyndilega og vom þá gerðar við- eigandi ráðstafanir og meðal annars haft samband við SVFI. Slæmt veður var á þessum slóð- um, um 9 til 10 vindstig, og færeysk fískiskip hófu þegar leit að Pollua. Brak fannst á floti, sem talið var vera úr bátnum. Akveðið var að senda flugvél frá Landhelgisgæsl- sýnast ekki geta leyst málið af sinni hálfu, eins og þeir hafa þó marg- sinnis gefíð til kynna að þeir ætluðu að gera,“ sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Fjármálaráðherra sagði að þess vegna væri mál þetta nú komið á það stig, að ef ekkert gerðist nú á næstu vikum, þá yrði að setja lög- gjöf sem hindraði það að þessir flutningar fæm fram í skjóli banda- rískrar einokunarlöggjafar. „Það em jafnmikilvæg rök fyrir því að tryggja með þessum flutningum að íslenskur kaupskipafloti sé fyrir hendi, ef til hættuástands kemur, og í Bandaríkjunum. Það gilda í þessu efni alveg sömu rök hér og þar,“ sagði Þorsteinn, „og þess vegna er eðlilegt að setja hér lög, ef samningaviðræður leiða ekki til viðunandi niðurstöðu." Fjármálaráðherra sagðist auðvit- að vonast til þess að viðunandi lausn fengist í samningaviðræðunum, þannig að ekki þyrfti að grípa til lagasetningar. Fjármálaráðherra sagðist jafn- framt telja að endurskoða þyrfti framkvæmdina á öflun vista til vamarliðsins. „í ljósi þess að við framleiðum nú mjög Qölbreytt mat- væli, sem við gerðum ekki þegar vamarsamningurinn var undirritað- ur, tel ég endurskoðun þessa þáttar vera nauðsynlega," sagði Þorsteinn og bætti við að Matthías Á. Mat- hiesen utanríkisráðherra hefði verið að vinna að slíkri endurskoðun að undanfömu, á markvissan hátt. Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra sagði f gær að viðræður stæðu nú yfír á milli ráðuneytisins og vamarliðsins um aukin kaup vamarliðsins á innlendri kjötfram- leiðslu, en engin niðurstaða væri komin í þeim viðræðum. Hvað varð- ar samningaviðræður við bandarísk stjómvöld vegna flutninga fyrir vamarliðið, kvaðst utanríkisráð- herra gera sér vonir um að niður- staða fengist í þær viðræður fyrir næstu mánaðamót, og sagðist hann þá eiga við niðurstöðu sem íslend- ingar gætu unað við. Laun hækka um 3,39% LAUN í landinu hækkuðu al- mennt nm 3,39% frá og með gærdeginum, 1. september. Meg- inhluti hækkunarinnar, eða 3%, var umsaminn í febrúarsamning- unum en vegna þess að fram- færsluvisitala hækkaði nokkm meira en ráð var fyrir gert i forsendum þeirra samninga varð hækkunin alls 3,39%, samkvæmt ákvörðun launanefnda verka- lýðshreyfingarinnar og atvinnu- rekenda/ríkisvaldsins. Þeir, sem fá laun sín greidd fyrir- fram, fengu kauphækkun strax í gær en aðrir fá hækkunina greidda út um næstu mánaðamót. Laun hækka næst um 2,5% hinn 1. des- ember næstkomandi. Komi í ljós í nóvember, að framfærsluvísitala síðustu þriggja mánaða á undan hafí orðið meiri en ráð er fyrir gert, munu launanefndimar koma saman og taka afstöðu til hvort ástæða sé til að laun hækki um meira en 2,5%. * Atta grömm af hassi fundust UNGT par var handtekið á Akur- ejrri um helgina grunað um að hafa fíkniefni undir höndum. Átta grömm af hassi fundust í fórum ungmennanna. Að sögn rannsókn- arlögreglu hefur mjög lítið borið á fíkniefnum á Akureyri á þessu ári — nánast ekki neitt. Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokksins: „Stjórnarsamstarf við Sjálf- stæðiflokkinn ósennilegt“ Útilokar ekki samstarf við Alþýðuflokkinn, ef Jón Baldvin hættir formennsku PÁLL Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokks- ■ns telur ólíklegt að til þess komi að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi ríkisstjóm að loknum næstu þingkosningum. Hann telur jafnframt að samstarf við Al- þýðuflokkinn undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar komi ekki til greina. „Mér þykir það frekar ósenni- legt að til þess komi að við stöndum frammi fyrir hugsanlegu stjómarsamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn að loknum næstu al- þingiskosningum," sagði Páll í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. „Ég mun leggja til að aðrir möguleikar verði jaftiframt skoðaðir," sagði Páll, „og ég er ekkert að fortaka fyrír það að það getur komið upp sú staða að það sé óhjá'kvæmilegt að þessir flokk- ar vinni saman, en mér þykir það ósennilegt að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur nái saman um nýja stjómarmyndun." Páll var spurður hvort hann æskti þess helst að Framsóknar- flokkurinn yrði utan stjómar næsta kjörtímabil, þar sem hann hefur lýst því yfír að samstarf FYamsóknarflokks við Alþýðu- flokk undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar komi ekki til greina: „Mér fyndist það út af fyrir sig ekkert hræðilegt," sagði Páll, „en ég óttast hins vegar að landinu yrði verr stjómað, ef FYamsóknarflokkurinn er ekki með í sljóm.“ Páll sagðist ekki telja samstarf við Alþýðuflokkinn útilokað: „Ég á ekkert von á því að Jón Baldvin verði lengi formaður Alþýðu- flokksins. Eg geri samt sem áður ráð fyrir þvf að hann verði það fram yfir næstu kosningar, og því tel ég engar líkur á samstarfi við Alþýðuflokkinn eftir næstu kosn- ingar. Hins vegar get ég í framtíðinni mjög vel hugsað mér samvinnu við Alþýðuflokkinn sem slíkan — Alþýðuflokk Kjartans, eða Eiðs eða Sighvats," sagði Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.