Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 13
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins: Hjöðnun verðbólgu er besta kjarabótin 1 Fyrst skulum við átta okkur á því að þessi aukni hagvöxtur er meira í ætt við happdrættisvinning, vegna hagstæðra ytri skilyrða, en árangur viturlegrar stjórnarstefnu. Astæðumar eru í höfuðatriðum fimm: Góð aflabrögð, hátt afurða- verð, verðhrun á olíu og lækkun vaxta á erlendum lánamarkaði. Við bætist svo fimmta ástæðan: Hún er sú, að fyrir tilstuðlan samnings- aðila á vinnumarkaðnum hefur tekizt að nýta þessar óvenjuhag- stæðu ytri aðstæður til að draga úr verðbólgu. Hjöðunun verðbólgu er bezta kjarabót jafnt launþega sem fyrirtækja. Spumingin um það, hvort góðærið reynist okkur skammgóður vermir eða nýtist okk- ur til að hefja nýtt framfaraskeið í efnahagsmálum, ræðst af stefnu og stjómsemi ríkisstjórnar á næsta ári. Einmitt þar blasa hættumerkin við. Fjármálastjórn ríkisins hefur brugðizt. Áætlaður fjárlagahalli ríkissjóðs tvöfaldaðist frá fmmvarpi til fjárlaga og er nú um 3 milljarð- ar. Þensluhallinn á ríkisbúskapnum í heild mælist nú um 5 milljarðar. Hann á fyrirsjáanlega eftir að vaxa enn meir vegna vanáætlaðra út- gjalda, aukafjárveitinga á kosn- ingaári og Hafskipsskattsins upp á milljarð. Þetta er höfuðvandamál í íslenzkum efnahagsmálum um þessar mundir. Úr því sem komið er bíða lausnir nýrrar ríkisstjómar. Ný stefna í ríkisfjármálum er for- senda þess að ávinningur góðæris- ins nýtist. Það á fyrst og fremst að gera í tvennum tilgangi: (1) Leiðrétta tekjuskiptinguna þeim í hag, sem skarðastan hlut hafa bor- ið frá borði, þ.e. taxtafólki og lífeyrisþegum og (2) ná hagstæðum velli með jákvæðri uppbyggingar- stefnu í stað niðurrifsstarfsemi markaðshyggjunnar. 5 Það er gott að sendiráðið í Bmss- el sinni viðskiptamálum í auknum mæli og hafi annað að gera en að snudda í kringum NATO-fundina. íslendingar eiga að hafa vinsamleg samskipti við Evrópubandalagið og nauðsynlegt er að endurskoða tollaákvæði á fiskafurðum. Ekki getur komið til greina að ísland verði aðili að EB. Ástæðann er sú að Rómarsáttmálinn stríðir gegn sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna. Þess vegna hafa nokkrar smærri þjóðir í Vestur-Evróðu kosið að vera utan EB, en í sérstöku við- skiptabandalagi smáríkjanna, viðskiptajöfnuði, en það er forsenda þess að hægt sé að lækka erlendar skuldir. Til þess að þetta takist þurfa tillögxir okkar jafnaðarmanna í ríkisijármálum að komast til fram- kvæmda. Það þarf að skilgreina hlutverk ríkisins upp á nýtt, afla ríkissjóði meiri tekna með því að takmarka skattívilnanir fyrirtækja í góðærinu, dreifa skattbyrðinni með réttlátara hætti eftir greiðslu- getu, draga úr millifærslum til atvinnuvega af almannafé, byija á kerfísbreytingu í ríkisreksti með því að leggja niður óþarfar ríkisstofn- anir og ætla öðrum meiri sértekjur. Og loks að greiða niður erlendar skuldir. 2 Meginskýringarnar á þeirri við- horfsbreytingu, sem merkja má hjá samningsaðilum á vinnumarkaðn- um að undanfömu, eru að mínu mati þtjár: Hin fyrsta er sú, að al- menningur er uppgefinn á þeirri aðferð að spenna upp kaupið að krónutölu og kalla síðan yfir sig verðbólguöldu í kjölfarið. Haldleysi slíkra launaákvarðana kom glögg- lega í ljós haustið 1984. Ónnur skýringin er sú, að samningsaðilar voru í þann veginn að glata með öllu frumkvæði að og áhrifum á launamyndun í landinu. Þeir leita því sameiginlega leiða til að endur- heimta fyrri áhrif til að réttlæta tilveru sína. í þriðja lagi hafa þeir séð sér leik á borði að ná áhrifum með því að fylla það tómarúm, sem stefnuleysi núverandi ríkisstjórnar hefur skapar. Það er t.d. athyglis- vert, að fylgiaðgerðir kjarasamn- inga í febrúar 1986 áttu sér a.m.k. öfluga talsmenn meðal stjómarand- stöðuflokka sem stjórnarflokka. Það em að vísu ekki ný tíðindi að yfirlýst markmið stjómvalda og samningsaðila séu svipuð. Það em hins vegar aðferðir og aðgerðir, en ekki orð, sem skipta máli. Þar hef- ur sú stjóm, sem nú situr, verið í hlutverki taglhnýtings en ekki frumkvöðuls. 3 Nær lagi væri að segja að tekju- öflunarkerfi ríkisins sé í rúst — fremur en í deiglu. Því miður er lítill smiðsbragur á þeim, sem nú fara með ríkisfjármálin. Ef eitthvað eitt einkennir skattstefnu þessarar ríkisstjómar, þá er það stefnu- og aðgerðarleysi. Hvað eftir annað hefur verið varpað fram hálfkömð- um hugmyndum um nýja skatta og skattbreytingar, sem svo hefur ver- ið fallið frá, vegna þess að stefnu og sannfæringu skorti. Miðað við þann málabúnað, sem þessi ríkis- stjóm hefur haft uppi í skattamál- um, em ekki miklar líkur á því að staðgreiðsla skatta komi til fram- kvæmda 1. janúar 1988, þótt það væri æskilegt markmið að keppa að. Upptaka virðisaukaskatts, sem á að bera ríflega helminginn af tekju- öflun ríkissjóðs, verður að vera liður í heildarendurskoðun skattakerfís- ins. Vel undirbúinn virðisaukaskatt- ur, sem miðaði að því að losa landsmenn við þá mismunun sem leiðir af undanþágufargani og und- andrætti núverandi söluskattskerf- is, væri æskileg breyting. Því miður er virðisaukaskattsfmmvarp fjár- málaráðherra, sem nú liggur fyrir Alþingi, flausturslegt og meingall- að. Með þeim tillögum er stefnt að því að stórauka millifærslur og nið- urgreiðslur til hefðbundins land- búnaðar og auka skattbyrði í því skyni. Það væri óæskileg þróun. Heildarendurskoðun skattakerfís- ins er því eitt stærsta verkefni, sem bíður nýrrar ríkisstjómar. Stefna ber að því að skattleggja allar tekj- ur eins, hvort sem þær em af eignum eða atvinnu. Þangað til slík skipan er á komin getur verið nauð- synlegt og sanngjamt að leggja á tímabundinn stóreignaskatt tii að ná réttmætum sköttum af þeim, sem safnað hafa óskattlögðum auði á undanfömum verðbólguámm. 4 Reynsla Austur-Evrópuþjóða er óljúgfróður vitnisburður um að mið- stýrð ofstjómarkerfi af þessu tagi lama fmmkvæði einstaklinga og leiða hvarvetna til stöðnunar. Kvótakerfi brýtur í gmndvallar- atriðum í bága við þá stefnu okkar jafnaðarmanna, að ríkisafskipti af atvinnulífínu eigi að vera takmörk- uð við að setja atvinnulífínu almennar leikreglur og móta því heppilegt starfsumhverfí. Hins veg- ar eigi ríkið að forðast sértæka íhlutun og mismunun atvinnugreina — einatt í þágu sérhagsmuna. Þar á móti á ríkið að vanda vel til verks á þeim sviðum, sem það vill ein- beita sér að, svo sem á sviði samgangna, skólamála, heilbrigðis- þjónustu og almannatrygginga. Tölur tala ským máli um það að landsbyggðin hefur átt erfítt upp- dráttar á undanfömum ámm. Til marks um það em fólksflutningar til höfuðborgarsvæðisins, samdrátt- ur í úrvinnslu sjávarafla og kreppa frystiiðnaðarins, samdráttur í bygg- ingastarfsemi og verðfall fasteigna. Kvótakerfið, einkum í landbúnaði, á hér stóran hlut að máli. Hins vegar má ekki gleyma því, að hóf- laus skuldasöfnun hins opinbera og sjvarútvegsins fyrr á ámm er helzta Jón Baldvin Hannibalsson undirrót þess misvægis, sem myndazt hefur milli ofvaxtar þjón- ustugreina á höfuðborgarsvæði annars vegar og útflutnings- og samkeppnisgreina, sem em burðar- ásar atvinnulífs á landsbyggðinni, hins vegar. Innstreymi erlends láns- fjár hefur skapað „falskar tekjur" í ýmsum greinum verzlunar og þjónustu. í krafti þessa hafa fyrir- tæki í þessum greinum getað ástundað yfírborganir og launa- skrið, sem leitt hefur til stórfellds fólksflótta úr útflutningsgreinum á landsbyggðinni og valdið sjávarút- veginu þungum búsifjum. Þama hefur myndazt enn eitt sprengirými misvægis, þenslu og verðbólgutil- hneiginga. Kvótakerfí, sem byggir á úthlut- un afla á skip eftir meðaltali margra ára, býður heim hættunni á stöðnun í sjávarútveginum, fái það að standa til frambúðar. Þegar til lengdar lætur dregur kvótakerfí af þessu tagi úr framleiðni og eykur tilkostnað við veiðar, af því að það byggir á þeim gmndvallarforsend- um að úthluta of mörgum skipum takmörkuðum afla. Ella væri það væntanlega óþarft. Kvótakerfíð í landbúnaði og tengsl þess við verðákvörðunarkerfí og verðábyrgðir ríkisins á búvöm- framleiðslu er til þess að festa í sessi óhagkvæman landbúnað og er bændastéttinni sjálfri til óþurft- ar, þegar til lengri tíma er litið. Næsta ríkisstjórn þarf að fram- fylgja gmndvallarstefnubreytingu í landbúnaði þar sem byggt verði á ítölu á afréttum og almenningum, en ekki búmarki. Auk þess þarf ríkið að draga sig út úr verðákvörð- unum og verðábyrgðum, hætta fjárfestingar- og rekstrarstyrkjum til hefðbundins landbúnaðar, losa um tengslin milli vinnslustöðva og styrkjakerfis og beina byggða- stuðningi til fólks og þjónustu — ekki fyrirtækja. 5 Evrópubandalagið er mikilvæg- asta markaðssvæði Islendinga. Meira en helmingur inn- og útflutn- ingsverzlunar okkar er við lönd EFTA. En raunar þarf að endurskoða alla utanríkisþjónustuna með tilliti til markaðsstarfsemi og útflutn- ingsmála. Viðskiptaráðuneytið á að efla og setja á fót útflutnings- og markaðsstofnun atvinnuveganna eins og Alþýðubandalagið hefur gert að tillögu sinni. Ég er ánægður með þá niður- stöðu Kirkjuþings að sinna beri þjóðmálum betur en áður. Hvemig á líka annað að vera, þegar stór hluti þjóðarinnar er undir fátæktar- mörkum, þegar fleiri og fleiri leita á náðir félagsmálastofnana, þegar aðstoð íslands við þróunarlöndin er skorin niður við trog — þá hlýtur Kirkjuþing að hafa skoðun. Það hefur vakið athygli að Kirkjuþing hafa einnig gert samþykktir í ut- anríkismálum, sem telja verður jákvæðar, þó að meirihluti Alþingis hafi ekki þorað að taka undir með- Kirkjuþingi, til dæmis . að' þvQ^ varðar málefni Nikaragúæ / , •-•-v; Guðrún Agnarsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans: Grott tækifæri til að ná meiri jöfnuði launa Sá hagvöxtur sem nú blómstrar hérlendis á að öllum líkindum fyrst og fremst rætur í erlendum jarð- vegi, þ.e.a.s. umhverfi sem við ráðum ekki yfír. Mestu skiptir lækkun vaxta og olíuverðs á heimsmarkaði, aukin sala sjávarafurða og hækkað fisk- verð. Einnig leggst okkur þó til hvert metaflaárið af öðm. Góðærið , ér því eins og óvæntur happdrættis- i varðar að tapa ekki áttum >sér út í ótímabærar fjár- festingar en hyggja fremur að því að treysta grunninn. Nú gefst gott tækifæri til að koma á meiri jöfnuði launa og er hreint siðleysi í þessu dæmalausa góðæri að fínna ekki ráð til þess í kjarasamningum að borga fólki laun sem duga til framfærslu fyrir fullan vinnudag. Einnig má grynnka á skuldum þjóðarbúsins en jafnframt byggja það upp og viðhalda því með hefðbundnum að- ferðum til hagstyrkingar. Árangúrsríkast í þessu sambandi er að efla. fyekitiframfarir og -nýý- ungarí 'Það verður þó ekki gert á einni nóttu heldur m.þ.a. fjármagn rannsóknir og mynda vaxtarskilyrc og andrúmsloft þar sem hugvit fæ notið sín. Jafnframt verðum við að ger okkur grein fyrir því að í menntu og þekkingu liggur eitt mest hreyfíafl framfara og þar liggu einnig besta fjárfesting okkar fyri framtíðina. Þar höfum við því miðu sofnað á verðinum enda mörg ábótavant í skólamálum okkar ein og gestsaugun frá Efnahags- o þróunarstofnun Evrópu, sáu o, greint er frá i skýrslu :þaðan. Ennfremur þuffum við’ að fiáet innan EB, eftir að Spánn og Portúg- al bættust í hóp aðildarríkja. Aðild Spánar og Portúgals að EB hefur í för með sér að ytri tollur banda- lagsins gagnvart saltfiski og skreið hefur verið lagður á að nýju. í þessu felst að samkeppnisaðstaða íslands í mikilvægum markaðslöndum Suð- ur-Evrópu (Spánn, Portúgal, Ítalía, Grikkland) hefur versnað. Við þurf- um því undir EB að sækja meira en áður af þessari ástæðu einni. Á móti kemur að fríverzlunarsamn- ingur íslands við EB nær nú til stærri markaðsheildar, sem gæti bætt markaðsmöguleika okkar á öðrum sviðum síðar. Þá ber að hafa í huga að flest aðildarríki EB eru í vamarsamstarfi við okkur innan NATO. Við þurfum því að hafa góð samskipti við þessar þjóðir, fyrir utan viðskipta- og efnahagsmál. Vamarsamstarfíð getur hins vegar styrkt stöðu okkar á fleiri sviðum. Augljóst virðist að samstarfið innan EB verður stöðugt mikilvægara og nær til æ fleiri sviða. Þess vegna er mikilvægt að betur verði fylgzt með starfí EB en verið hefur. Spurningin er hins vejgar, hvernig það verði bezt gert? Eg tel að við eigum að endurskipuleggja utanrík- isþjónustuna með hliðsjón af breyttum aðstæðum. Sendiráð eiga að vera í Washington, Moskvu, Kaupmannahöfn og hjá NATO. Þar fyrir utan eigum við að hafa mark- aðsráðgjafa starfandi á helztu mörkuðum, sem ríki og samtök at- vinnuveganna kosta sameiginlega. Að svo stöddu verður ekki séð að þörf sé á grundvallarendurskoð- un á afstöðu íslands til EB, en málefni tengd viðskiptum við bandalagið verða stöðugt mikilvæg- ari. Fari svo að fleiri Norður-Evr- ópuríki bindist EB nánari böndum, t.d. á sviði evrópska myntbanda- lagsins, gæti það gefið_ tilefni til endurskoðunar af hálfu Islendinga. Samskiptin við EB eru ekki sízt vandasöm vegna þeirrar viðleitni á síðari árum að tengja saman fisk- veiðiréttindi og viðskiptafríðindi. Þeirri stefnu eru Islendingar andvígir og eiga að vera áfram. 6 Svarið við þessari spumingu er að finna í Heilagri ritningu, nánar tiltekið í Mattheusarguðspjalli, en þar segir: „Faríseamir vildu flækja meistarann frá Nazaret í orðum og sögðu: Meistari, vér vitum, að þú ert sannorður og kennir guðs veg í sannleika og hirðir eigi um neinn, því að ekki fer þú að mannvirðing- um. Seg oss því, hvað virðist þér? Leyfist að gjalda keisaranum skatt, eða ekki? En Jesús þekkti illsku þeirra og sagði: Hví freistið þér mín, hræsnarar? Sýnið mér skatt- peninginn. En þeir færðu honum denar (þeirrar tíðar dollar). Og hann segir við þá: Hvers mynd og yfír- skrift er þetta: Þeir segja við hann: Keisarans. Þá segir hann við þá: Gjaldið þá keisaranum, það sem keisarans er, og guði það, sem gnðs er. Og er þeir heyrðu þetta undruðust þeir, og þeir yfírgáfu hann og gengu burt.“ Er nokkm við þetta að bæta? Guðrún Agnarsdóttir Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.