Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JUU 1988 45 Guðlaug Sigurjóns- dóttir - Minning Vinátta okkar Ólafs Kristjáns- sonar, eiginmanns Guðlaugar Sig- uijónsdóttur, hófst með vinnustaða- fundi í Vélsmiðjunni Hépni, fyrir einhveijar kosningarnar. Ólafur var greinilega aðalkratinn á staðnum og lét það ekki fara framhjá mönn- um. Hann hafði auglýst fundinn rækilega og undirbúið hann vel. Það skorti ekki umræðuefnin. Málin voru rædd tæpitungulaust. Að fundi loknum skoðaði ég fyrirtækið hátt og lágt í fylgd með Ólafi og sam- starfsmönnum hans. Síðan leiddi hvað af öðru. Ólafur hefur ekki látið sig vanta síðan þegar jafnaðarmenn í Reykjavík koma saman til að ráða ráðum sínum. Og hann kom ekki einsam- all til fundar. Kona hans, Guðlaug Siguijónsdóttir, var þar jafnan við hlið hans. Guðlaug sýndi brátt í verki, hverrar gerðar hún var. Hún lét sér ekki nægja að hlusta, fræðast og leggja gott til mála. Hún fylgdi sannfæringu sinni eftir með athöfn- um. Hún vildi gera eitthvað í málun- um. Ef eitthvað mikið stóð til mátti reiða sig á, að Lauga léti hendur standa fram úr ermum. Hún settist þá að á flokksskrifstofunni með hópi sjálfboðaliða og lét verkin tala: Sendi út bréf, skipulagði dreifingu á upplýsinga- og áróðursefni, und'- irbjó fundi, ráðstefnur og ferðir og sat við símann og virkjaði aðra til starfa. Og það var ekki bara fyrir kosningar. En þá munaði líka um Ólaf og Guðlaugu eins og við feng- um að kynnast eftirminnilega fyrir seinustu alþingiskosningar. Þannig tókst smám saman vin- átta með okkur Bryndísi og Laugu og Ólafi. Við áttum líka góðar stundir á heimilum hvors annars og urðu jafnan fagnaðarfundir þeg- ar við hittumst. Sl. vetur sáu Lauga og Óli einatt um opið hús í félagsmiðstöð okkar jafnaðarmanna í Reykjavík. Við komum saman á miðvikudagskvöld- um í Alþýðuhúsinu. Þótt þröngt væri á þingi höfðu húsakynnin ver- ið gerð eins vistleg og unnt var. Það var heitt á könnunni og stemmningin heimilisleg svo sem vera ber á óformlegum rabbfundum í vinahópi. Þarna var vettvangur fyrir trúnaðarmenn flokksins svo sem þingmenn, ráðherra, bæjarfull- trúa og aðra til að bera upp mál sín, þiggja góð ráð og ábendingar og sæta gagnrýni og aðhaldi, eftir því sem mál stóðu til. Fyrir allt þetta mikla og fómfúsa starf eiga þau Lauga og Ólafur miklar þakkir skildar. Guðlaug Siguijónsdóttir var Austfirðingur að ætt, fædd á Eski- fírði 16. júní árið 1922. Hún var því 66 ára, þegar hún lést. Hún var dóttir hjónanna Siguijóns Einars- sonar, verkamanns og sjómanns á Eskifirði og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Guðlaug ólst upp eystra fram yfir tvítugs aldur við nám og störf. Á stríðsárunum flutti hún til Reykjavíkur og hóf nám í hár- greiðslu, sem hún lauk árið 1947. A árunum 1949—1951 dvaldist hún í Noregi við framhaldsnám og störf. Um alllangt skeið starfrækti hún Blóma-og skreytingaþjónusta Cj hvert sem tiléfnið er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, ÁKhcimuin 74. sími 84200 hárgreiðslustofuna Bylgjuna, í sam- starfí við aðra, í Aðalstræti í Reykjavík. Seinni árin stundaði hún starf sitt á heimili þeirra hjóna í Skeiðarvogi 69. Þau Guðlaug og Ólafur giftust árið 1960 og bjuggu alla tíð að Skeiðarvogi 69. Ólafur hafði misst fyrri konu sína frá þremur ungum börnum árið 1958 og gekk Guðlaug þeim í móður stað. Hún átti fyrir eina dóttur, Guðrúnu Ágústu Jóns- dóttur, en ól jafnframt upp börn Ólafs frá fyrra hjónabandi, þau Kristján, Erlu og Ólaf. Þau Guðlaug og Ólafur voru samrýnd hjón sem áttu mikið að miðla öðrum af ástúð og umhyggju. Þangað var því jafn- an gott að koma. Fyrir skömmu varð okkur ljóst að heilsa Guðlaugar var að versna. Sjúkdómslega hennar var sársauka- full en blessunarlega skammvinn. Hún lést þann 20. júlí á Borg- arspítalanum. Við vinir hennar og vandamenn kveðjum hana í Foss- vogskapellu kl. 13.30 í dag. Guðlaug Siguijónsdóttir var væn kona og heilsteypt manneskja sem gott var að kynnast. Hún skilur eftir sig ljúfar minningar samferða- fólks, sem þótti vænt um hana. Slíkrar konu er gott að minnast. Um leið og við Bryndís þökkum Guðlaugu góð kynni sendum við Ólafi og börnum þeirra hjóna okkar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. Ég man eftir Laugu móðursystur frá upphafi ævi minnar, hún klæddi mig í skímarkjólinn, hún hjálpaði mér að klæðast þegar ég fermdist til að ekkert gleymdist. Þannig var hún alltaf tilbúin að líta eftir því að ég yrði engum til skammar á barnsaldri, síðan réð hún ekki við mig og því fór sem fór. Eg man eftir því þegar hún bjó vestur á Bárugötu heima hjá mér, leiddi mig á sunnudögum niður í bæ eða niður á bryggju. Það voru góðar stundir. Ég man líka þegar hún rak hárgreiðslustofu í Fjala- kettinum og klippti mig og lagaði á mér hárið og ræddi um leið hvort ég gæti nú ekki verið pen og prúð. Lauga fæddist á Éskifirði, þeim stað sem ég er alin upp við að sé nafli heimsins. Ekkert íjall er fal- legra en Hólmátindur, enginn bamaskóli var betri en skólinn hjá Arnfinni, ekkert hús var betra en Zautershús sem er nú orðið yfír 100 ára en þar ólst hún upp ásamt systkinum sínum. Hún hafði það að veganesti eins og systkinin, að meta það sem hver og einn hafði við sig. Aldrei talaði hún illa um neinn en hún gat sagt að einhver væri sérkennilegur. Ég veit að Lauga var sínum nán- ustu mikils virði. Það sýndi sig best þegar hún háði dauðastríð sitt. Ég þakka henni fyrir það vega- nesti sem ég fékk frá henni og sendi samúðarkveðjur tii Óla og barn- anna. SigTÍður Kristinsdóttir Lauga frænka er dáin og í dag verður hún borin til grafar. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir tæpum tuttugu og sex ámm þegar ég og móðir mín bjuggum hjá henni og Óla stóra í Skeiðarvoginum fyrstu mánuði lífs míns. Og þar hitti ég Stjána, Erlu, Ágústu og Óla litla. Seinna, ég var sex og sjö ára að stíga fyrstu skrefin á menntabraut- inni, var ég í fóstri hjá Laugu á daginn. Hún hugsaði um mig, ég hlustaði á morgunstundina, las Al- þýðublaðið og við töluðum saman ■ Þökkum hjartanlega auðsýnda 1" samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR. Gyða Eyjólfsdóttir, Georg Jónsson, Gfsli Jóhann Sigurðsson, Svana Eyjólfsdóttir, Trausti Eyjólfsson Gróta Finnbogadóttir, Erla Eyjólfsdóttir, Þórunn Stella Markúsdóttir, Guðlaug Marteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þakka auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, SIGURSTEINS BJARNASONAR. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda. Aðalheiður Jónsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. eða réttara sagt ég talaði og talaði þangað til ég var sendur út „til að tappa af mér“ eins og Lauga orð- aði það. Eða eg skaust upp á loft til að góma japanska jólasveininn sem ég trúði að flæktist um þakið á veturna. Ég á ljúfar minningar um Laugu frá þessum tímum og öðrum, hún og Óli stóri og krakkarnir voru mér mikilvæg í bernsku. Ég á erfitt með að skilja að þessi heild hafi verið rofín með dauðanum. Ég sakna Laugu og óska þess að þau sem eftir lifa séu sterk í sorginni. Ég vil ljúka þessari stuttu minn- ingu með ljóði eftir Einar Braga, skólabróður Laugu frá Eskifirði: Kvoldsnekkja snjóhvít. Snortið oddrauðum vængjum silfurfljót svefnhljótt. Sytrandi dropum telur eilífðin stundir okkar. Sigutjón I dag verður kvödd hinstu kveðju móðursystir mín, Guðlaug Sigur- jónsdóttir eða Lauga frænka eins og við í fjölskyldunni kölluðum hana. Lauga var fædd á Eskifírði þann 16. júní 1922, dóttir hjónanna Sig- utjóns Einarssonar og Sigríðar Jónsdóttur. Hún ólst upp í Zeut- henshúsinu í góðum systkinahópi, hlaut gott uppeldi og atlæti, og minntist foreldra sinna ætíð með virðingu og þökk. Þegar Lauga hleypti heimdrag- anum hélt hún til Reykjavíkur og nam hárgreiðslu. Að námi loknu starfaði hún þar við iðn sína og einnig í Noregi um skeið. Eftir að hún sneri heim rak hún, ásamt meðeiganda, hárgreiðslustofuna Bylgjuna í Aðalstræti um árabil. Hún var virtur hárgreiðslumeistari og rómuð fyrir vandvirkni. Síðustu árin starfaði Lauga hjá skólatann- lækningum Reykjavíkurborgar uns hún veiktist af þeim sjúkdómi sem dró hana til dauða. Þann 17. september 1960 giftist Lauga Ólafi Galta Kristjánssyni starfsmanni í vélsmiðjunni Héðni. Heimili þeira var að Skeiðarvogi 69 og bjuggu þau þar ásamt Ágústu dóttur Laugu og bömum Ólafs, þeim Kristjáni, Erlu og Ólafi Erni. Það var gott að heimsækja þau, heimilið var fallegt og fágað. Má segja að þar sem í öðru hafi Lauga haft í heiðri heilræði móðiir sinnar: Allt sem er þess vert að það sé gert, er þess vert að það sé vel gert. Og engum mun gleymast hversu bamgóð hún var og hvernig mestu ólátabelgir létu sér segjast þegar Lauga frænka tók þá á ein- tal og róaði með skemmtilegum sögum. Góð kona er kvödd, við söknum hennar öll. Einlægar samúðarkveðjur til þín Óli minn og allra aðstandenda. Stella „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Þessi orð koma upp í huga okkar þegar við hugsum til ömmu okkar, sem nú er horfin frá okkur alltof fljótt. Hennar stóra hjarta stóð okk- ur öllum opið og aldrei mátti hún vita af neinum vandamálum án þess að reyna að leysa úr þeim og lina sársauka. Amma Lauga, eins og við kölluðum hana, átti svo margt ógert og engan grunaði að hennar hlutverki í þessari jarðvist yrði lokið svo snemma. Öll munum við sakna góðu jólaboðanna hjá afa og ömmu sem alltaf voru svo skemmtileg og alltaf mundi amma eftir öllum afmælum í fjölskyld- unni. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ömmu og afa í Skeið- arvoginn og finna hlýjuna á móti okkur og alltaf var góðgæti í skál á sínum stað. Við þökkum ömmu okkar fyrir allt sem hún af sinni miklu gæsku gerði fyrir okkur. Við vitum að þó við höftim misst hana yfir móðuna miklu þá lifir minning hennar í hjörtum okkar og gleymist aldrei. Við biðjum guð að styrkja afa okk- ar á þessum erfiðu tímamótum og við vitum að guð geymir góðar ömmur. Ég sé þig - sé þig þó ekki veit samt að þú ert til < handan hafsins sem að skilur sérhvem mann frá sjálfum sér og mig frá þér á mðrkum alls sem er og var við sameinumst á ný því lífið er í sjálfu sér hafið sem á milli skildi. (J.G.J.) Barnabörn t - Útför ástkærs sonar, eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og bróður, HÖSKULDAR STEFÁNSSONAR, Hjallabrekku 12, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. júlí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess. Guðrún Össurardóttir, Sigurbjörg Björnsdóttir, Valbjörn Höskuldsson, Hrönn Önundardóttir, Stefán Runar Höskuldsson, Þröstur Þór Höskuldsson, Heiða Björg Valbjörnsdóttir og systkini hins látna. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför RANNVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Jarðbrú. Sérstakar þakkir til starfsfólks og heimilisfólks í Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, fyrir góöa umönnun og félagsskap. Þórir Jónsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför systur minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, ÁSLAUGAR MAGNÚSDÓTTUR, Hrfsateig 36. Sigrfður Magnúsdóttir, Magnús Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Andrésson, Áslaug Kolbrún Jónsdóttir, Gunnar Harðarson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.