Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988
29
Frá ríkisstjórnarfundi fyrir nokkrum dögum. Forsætisráðherra hefur
boðað ríkisstjórnarfund á morgun til að afhenda nýjar tillögur sínar
í efnahagsmálum, en Jón Baldvin Hannibalsson segir að ekki sé ástæða
til að halda fund í ríkisstjórn ef tillögur forsætisráðherra verða enn
á borðinu.
ibalsson, formaður Alþýðuflokksins:
samstarf um til-
>rsætisráðherra
iú að ef þessar tUlögur forsætisráð-
n við ekki áframhaldandi samstarfs-
inibalsson, formaður Alþýðuflokks-
1 afloknum þingflokksfundi seint I
rður haldið til streitu teljum við að
íarfundar, heldur beri forystumönn-
og gera það upp sín i milli hvernig
ekki hjá komist að lýsa afstöðu strax,
enda brugðumst við við með því að
kalla þingflokkinn saman samstund-
is.
Við leggjum áherslu á að það er
mikið í húfi. Við höfum beðið og
beðið eftir samkomulagi. Hverri til-
lögunni af fætur annarri hefur verið
sópað af borðinu. Nú er tíminn lið-
inn, þolinmæðin á þrotum. Það sem
við blasir er stöðvun fjölda fyrir-
tækja og atvinnuleysi um allt land.
Það er óðs manns æði að halda þann-
ig á málum að samskiptaörðugleikar
eða persónuleg sárindi og vonbrigði
komi í veg fyrir að stjórnmálamenn
geri skyldu sína, sem er að grtpa til
aðgerða strax, hvað svo sem líður
því sem á eftir kemur."
Jón Baldvin var spurður um álit
hans á tillögum forsætisráðherra.
Hann sagði að þær gerðu ekkert til
að leysa þau vandamál sem við væri
að fást, afkomuvanda frystingarinn-
ar og vandann í ríkisfjármálum. Því
væri vandséð hvaða tilgangi þær
þjónuðu.
Hann sagði að hugmyndir um
lækkun söiuskatts á matvæli myndi
ekki lækka stórlega verð á matvöru.
Tekjutap ríkissjóðs samkvæmt tillög-
um forsætisráðherra myndi nema
rúmum 3 milljörðum króna. Tekju-
skattur ætti að hækka um 1 »/2%,
en ekki væri lagt til að persónuaf-
sláttur yrði hækkaður, þannig að
skattfrelsismörk myndu lækka. Allir,
þar á meðal hinir tekjulægstu, myndu
borga hærri tekjuskatta. Þrátt fyrir
þessa hækkun á tekjuskatti myndi
hallinn á ríkissjóði aukast um rúman
milljarð og engar tekjuöflunartillög-
ur væru lagðar fram að auki.
Steingrímur Hermannsson:
Það hlýtur að draga til
stórra tíðinda um helgina
„Eg hef alltaf stært mig af því að vera bjartsýnn fram í rauðan
dauðann, en ég get ekki sagt það lengur," sagði Steingrímur Her-
mannsson um leið og hann hraðaði sér á fund í þingflokki og fram-
kvæmdastjórn Framsóknarmanna í gærkvöldi.
Að fundi loknuin var rætt við Steingrím. „Nú, niðurstaða fundar-
ins var sú, að við teljum þessar tillögur forsætisráðherra ófullnægj-
andi og leysi ekki vandann. Okkur er falið að gera honum grein
fyrir því af hverju við teljuin þær ófullnægjandi. Þær leysa ekki
vanda atvinnuveganna og svo framvegis. Ég mun gera grein fyrir því
á morgun," sagði Steingrímur.
Munuð þið setja úrslitakosti?
„Nei, við höfum nú yfirleitt ekki
sett úrslitakosti, en er hann ekki
búinn að setja úrslitakosti?"
Er þá þetta stjórnarsamstarf
búið að þínu mati?
„Það er ekki búið eins og stend-
ur, en ég held að það hljóti að draga
til stórra tíðinda um helgina."
Heldurðu að það verði að fá lausn
í þetta mál fyrir mánudag?
„Já."
Er það vegna fyrirhugaðrar
gengisfellingar?
„Ja, fyrirhugaðrar, það er vegna
þess að það er búið að boða sex
af hundraði lækkun gengis og það
gengur náttúrulega ekki að hafa
það hangandi yfir mönnum."
Er þingflokkur og framkvæmda-
stjórn sammála um það eftir þennan
fund að þessar tillögur séu algjör-
lega ófullnægjandi?
„Fullkomlega sammála."
Hvað gerist á morgun?
„Ja, ég heyrði í fréttum að það
yrði ríkisstjórnarfundur á morgun
og þar mun ég gera grein fyrir
þessari niðurstöðu þingflokks og
framkvæmdastjórnar. Síðan nátt-
úrulega er atburðarásin mjög á
valdi forsætisráðherra."
Hvað sýnist þér að liggi að baki
þessum tillögum sem hann leggur
fram og Jón Baldvin túlkar sem
rýtingsstungu í bak sér?
„Nú, ég skal ekki spá því, ég
þekki ekki innviðina í Sjálfstæðis-
flokknum nægilega vel til þess, en
ég verð að taka undir það. Ég tel
það afar vafasamt og reyndar
stangast á við allar reglur utn sið-
ferði í svona skiptum að leggja fram
svona tillögur. Þetta er vitanlega,
hann hefur orðað það, rýtingur í
bakið á fjármálaráðherrá. Ég lagði
nú til á fundinum í dag að þær
yrðu af þeim ástæðum dregnar til
baka."
Telurðu að þessar tillögur geti
verið settar fram til þess að slíta
stjórnarsamstarfinu?
„Nei, ég ætla það ekki, ég held
að þetta sé nú bara einhver ótrúleg-
ur klaufaskapur."
En er þá ekki orðið ljóst að Þor-
steinn hefur ekki traust Framsókn-
armanna og jafnvel Alþyðuflokks-
manna lengur til þess að veita þess-
ari nkisstjórn forstöðu?
„Á meðan ríkisstjórnin situr, þá
er mér ekki vel við að fara að tala
um einstaklinga sem í henni eru.
En, ég held að við getum almennt
sagt, að þar sem svona atburðir
gerast, þá er orðið grunnt á traust-
inu."
Nú var mjög ákveðinn tónn á
fundi Framsóknarmanna í gær-
kvöldi hér í Reykjavík um að fara
úr þessari ríkisstjórn.
„Ég skil þann tón afar vel. Við
höfum verið að skakklappast vikum
saman í þessum efnahagstiHögum.
í svona erfiðri stöðu og svona við-
kvæmum málum, þá er raunar ekki
nema ein leið. Hún er fyrir ríkis-
stjórnina að starfa fljótt og ákveðið
og ég verð að taka undir það sem
komið hefur fram meðal annars í
einu blaði Sjálfstæðismanna að í
raun og veru var niðurfærsluleið-
inni kastað út af borðinu þegar leit-
að var samþykkis ASÍ. ASI getur
aldrei samþykkt slíkt."
Hvað telur þú að taki yið ef þið
náið ekki saman nú um helgina?
„Ég held að því verði ekki neit-
að að það er mjög skammt á milli
hugmynda Framsóknarflokksins og
Alþýðuflokksins.  Það  eru  vissir
hlutir þar sem þyrfti að slípa, en
ég held að það hafi nálgast mjög
mikið. Við höfum náttúrulega ekki
meirihluta og ég veit ekkert um það
á þessari stundu hvort Alþýðuflokk-
urinn væri tilbúinn að fara í minni-
hlutastjórn. En, einhverjirverða að
taka við til að bjarga hlutunum og
auk þess verður minnihlutastjórn
að hafa stuðning, þannig að málut-f
er alls ekki einfalt, það er mjög flók-
ið."
Mundir þú hafna kosningum?
„Nei, ég geri það ekki. Eg tel í
raun að eftir alla þessa, eins og oft
er sagt, uppákomu, þá sé afar eðli-
legt að stjórnmálaflokkarnir leiti á
ný umboðs kjósenda."
„Ég held að þetta hljóti að vera
mikill brestur í baklandinu hjá for-
sætisráðherra," heldur Steingrímur
áfram, „því að ég starfaði með
Þorsteini í fyrri ríkisstjórn og ég
þarf ekki að kvarta undan því."
Telurðu að það sé það mikill
klofningur innan Sjálfstæðisflokks
að Þorsteinn geti ekki komið fram
með tillögur sem virka?         ^"
„Ég held að það séu mikil átök
á milli tveggja arma þar, frjáls-
hyggjunnar °g þeirra sem er jafn-
vel ver við hana heldur en mér."
Er líklegt að þú leggir fyrir mið-
stjórn eftir helgina að það verði
gengið úr þessu stjórnarsamstarfi?
„Ef svona heldur áfram, þá er
það líklegt."
Heldurðu að efnahagsvandamál-
in séu farin að snúast upp í eins
konar pólitíska kreppu eða persónu-
leg vandamál innan ríkisstjórnar-
innar?
„Ég held að þau séu farin að
snúast upp í pólitíska kreppu og
ég held að persónumálin komi þar
inn í af því að þetta eru orðin svo
mikil sárindi. Það hlytur hver að
skilja það að fjármálaráðherra er
sár. Það er búið að hundskamma
hann um allt land fyrir matarskatt.
Svo allt í einu boðar forsætisráð-
herra það að það sé þá best að
kasta matarskattinum út. Það skil-
ur hver maður, ég væri sár," sagði
Steingrímur Hermannsson að lok-
um.
iherra
verður 600 m.kr. sem greiðist af lög-
bundnu framlagi ríkissjóðs til At-
vinnuleysistryggingasjóðs á árunum
1989 og 1990. Ennfremur skal sjóðn-
um aflað lánsheimildar allt að 400
m.kr. á næstu tveimur árum þannig
að ráðstöfunarfé hans verði 1.000
m.kr. Sjóðurinn skal lánatil aukning-
ar eiginfjár í fyrirtækjum í tengslum
við fjárhagslega endurskipulagningu
þeirra og skal starfsemi hans einkum
lúta að meiriháttar skipulagsbreyt-
ingum og samruna fyrirtækja.
Settar verða á fót atvinnumála-
nefndir í kjördæmum landsins sem
skulu vinna með sjóðsstjórn að verk-
efnum sjóðsins.
Ríkisstjórnin mun undirbúa að-
gerðir í skattamálum til að treysta
eiginfjárstöðu atvinnufyrirtækja.
Með ákvæðum í skattalögum verð-
ur útflutningsfyrirtækjum gert kleift
að jafna sveiflur með því að mynda
eigin varasjóði til að mæta hugsan-
legum áföllum. Með þessum aðgerð-
um verður skotið styrkari stoðum
undir atvinnuvegina og dregið úr
lánsfjárþörf fyrirtækja.
Lækkun vaxta og breyting
lánskjaravisitölu
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
verðstöðvun frá 27. ágúst hefur mjög
dregið úr verðbólgu og gert fært að
lækka vexti um 10—12% í byrjun
þessa mánaðar. Áframhald launa-
stöðvunar til næsta vors ásamt
ströngu verðlagsaðhaldi mun gera
kleift að lækka nafhvexti enn veru-
iega á næstu mánuðum, en við tekur
tímabil stöðugleika í verðlagi á næsta
ári.
Ríkisstjórnin hefur falið Seðla-
bankanum í samráði við viðskipta-
ráðuneytið að halda áfram viðræðum
við lánastofnanir um lækkun vaxta.
Leiði þær viðræður ekki til sam-
komulags um vaxtaþróun ítrekar
ríkisstjórnin samþykkt sína frá 26.
ágúst sl. um beina íhlutun Seðla-
bankans um vaxtaákvarðanir innl-
ánsstofnana til þess að viðunandi
niðurstaða náist.
Samhliða lækkun nafnvaxta í
samræmi við aframhaldandi hjöðnun
verðbólgu mun ríkisstjórnin vinna að
því, að meiri stöðugleiki í efhah-
gsmálum leiði til lækkunar raun-
vaxta. Fjármálaráðherra mun beita
sér fyrir lækkun vaxta á spari-
skírteinum og öðrum skuldabréfum
ríkissjóðs í samningum við innláns-
stofnanir og lífeyrissjóði. Ríkisstjórn-
in hefur falið Seðlabankanum að
stuðla að hliðstæðum breytingum á
öðrum sviðum lánamarkaðarins og
vinna þannig að almennri lækkun
raunvaxta.
Ríkisstjórnin hefur falið Seðla-
bankanum að breyta grundvelli láns-
kjaravísitölu þannig að vísitala launa
hafi sama vægi og framfærsluvísit-
ala og vísitala byggingarkostnaðar.
Með þessari breytingu er leitast við
að draga úr misgengi launa og láns-
kjara samhliða þvi sem sparifé verð-
ur áfram varið fyrir verðlagsbreyt-
ingum.
Breyttur útreikningur
dráttarvaxta
Dráttarvextir skulu framvegis.
reiknast sem dagvextir, en til þessa
hefur verið heimilt að reikna fulla
mánaðarvexti fyrir brot úr mánuði.
Jafnframt skal Seðlabankinn reikna
dráttarvexti eigi sjaldnar en mánað-
arlega.
Breytingágengi
krónunnar
Hinn 19. september 1988 verður
gengi krónunnar lækkað um 3%
umfram þá 3% heimild sem Seðla-
bankanum var fengin í maímánuði
eða um 6%.
Aðhald í ríkisfjármálum
og- lánsfjármálum
Ríkisstjórnin mun í framhaldi
efnahagsaðgerðanna taka akvarðan-
ir um fjárlög ársins 1989 sem verða
afgreidd án rekstrarhalla. Lánsfjár-
lög ársins 1989 munu einkennast af
ströngu aðhaldi að erlendum lántök-
um.
Ákvarðanir á sviði lánsfjármála
munu lúta að því að draga verulega
saman erlendar lántökur á næsta
ári, en jafhframt að skapa heilbrigða
umgjörð á þessu sviði með setningu
almennra reglna.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar koma
í veg fyrir stöðvun undirstöðuat-
vinnuveganna og tryggja með því
atvinnuöryggi og afkomu heimil-
anna. Komið er í veg fyrir víxlgengi
verðlags og launa og grundvöllur
lagður að frekari hjöðnun verðbólgu
og lækkun vaxta. Með þessum að-
gerðum eru sköpuð skilyrði til að
mæta verðfalli á erlendum mörkuð-
um og samdrætti í afla mikilvægra
fisktegunda. Með aðgerðunum er
lagður grunnur að auknum stöðug-
leika og jafnvægi sem er forsenda
þess að þjóðarbúið glæðist nýjum
þrótti og lífskjör almennings batni á
nýjan leik.
Tillögum forsætísráðherra fylgdu
minnispunktar frá Þjóðhagsstofn-
un um áhrif nýrra hugmynda f or-
sætísráðherra í efnahagsmálum
Forsendur:
1. Lækkun söluskatts á matvæli úr
25% í 10%.
2. Niðurgreiðslur á hefðbundnum
landbúnaðarvörum byggðar á því
að búvöruverð haldist óbreytt.
3. Tekjuskattur verði hækkaður sem
nemi tekjutapi ríkissjóðs vegna
1. og 2.
4. Gengikrónunnarlækkaðum6%.
5. Lánskjaravfsitala verði byggð að
jöfnu á framfærsluvísitölu, bygg-
ingavísitölu og launaþróun.
6. Verðjöfnun á freðfisk verði 4%.
7. Aðrar forsendur þær sömu og í
fyrri tillögum forsætisráðherra.
Ahrif:
1. Rfkissjóður.
Tekjutap ríkissjóðs vegna lækkun-
ar söluskatts á matvæli er áætlað
um 3.800 milljónir króna. Á móti
þessu vegur að hluta lækkun niður-
greiðslna sem gæti sparað ríkissjóði
nálægt 1.500-2.000 milljónir króna.
(Þessa tölu þarf að meta nánar í
landbúnaðarráðuneytinu.) Tekjutap
ríkissjóðs verður því samkvæmt
þessu um 2.000 milljónir króna. Til
þess að bæta þetta tekjutap með
hækkun tekjuskatts þyrfti að hækka
skatthlutfallið um 1V2% að óbreytt-
um persónuafslætti.
2. Verðlag.
Þessar breytingar á söluskatti,
niðurgreiðslu og tekjuskatti leiddu
til 1,6% lækkunar á vísitölu fram-
færslukostnaðar. Á móti vegur
meiri gengisbreyting en í fyrri til-
lögum. Samandregið hefðu þessar
hugmyndir eftirtalin áhrif á vísitölu
framfærslukostnaðar og láns-
kjaravísitölu:
Arshækkun:                %
Framfærsluvísit. sept.-jan. '89  15—17
Lánskjaravísit. sept.-jan. '89    8— 9
Framfærsluvísit. sept.-apr.'89  10—11
Lánskjaravísit. sept.-apr. '89    5— 6
3. Kaupmáttur.	
1986=100	
Meðaltal 1988	120
4. ársfj. 1988	116
l.ársfj. 1989	113
1987=100	
Meðaltal 1988	100
•l.ársfj. 1988	96
l.ársfj. 1989	95
4. Viðskiptajöfnuður.
Áhrif tillagna stjórnarflokkanna
á viðskiptajöfnuð eru mjög vand-
metnar fyrr en meira liggur fyrir
um efnahagsstefnuna eftir 10. apríl
næstkomandi og þá þætti sem
mestu ráða um heildareftirspurn í
þjóðarbúskapnum. Að svo stöddu
er erfitt að bera saman tillögurnar
að öðru leyti en líklegum áhrifum
mismunandi kaupmáttar framan af
ári á viðskiptajöfnuðinn.
5. Afkoina sjávarútvegs.
Hér að neðan fylgir yfirlit yfir
afkomu helstu greina sjávarútvegs
fyrir og eftir umræddar efnahags-
aðgerðir.
Fyrir     Eftir
aðgerðir   aðgerðir
%       %      5
Botnfiskveiðar
og -vinnsla     -  6      - 0,5
- veiðar - frysting - söltun Rækjuvinnsla	- 3 - 8 2 - 3	- 4 0 6V2 2
Mjölvinnsla	6	10

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56