Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Lokabindi minninga Huldu A. Stefansdóttur ÚT ER komið hjá Erni og Örlygi lokabindi endurminninga Huldu Á. Stefánsdóttur sem hún nefhir Skólastarf og efri ár. Þessu lokabindi minninga sinna skiptir Hulda í tvo meginhluta. í hinum fyrri sem nefnist „Tveir skól- ar“ segir hún frá Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem hún var tvisv- ar skólastjóri og Húsmæðraskóla Reykjavíkur sem stofnaður var á stríðsárunum og hún veitti forstöðu í meira en áratug. Jafnframt lítur hún aftur til 19. aldar og rekur að nokkru sögu kvennaskólanna og húsmæðrafræðslunnar í landinu. I síðari hlutanum, „Við gluggann minn“, situr hún við gluggann sinn í Reykjavík, drepur á nokkur gömul og ný áhugamál og lætur hugann reika. Loks eru í lokabindinu sem hinum fyrri ljósmyndir frá ýmsum tímum sem tengjast efninu og ítarlegar skrár um öll manna- og staðanöfn sem skipta þúsundum í bindunum fjóram. I kynningu útgefenda segir m.a.: „Minningabókum Huldu hefur verið afburðavel tekið af almenningi og gagnrýnendum. Ein skýringin er efalaust sú að bækur hehnar eru miklu meira en persónulegar minn- ingar hennar. Þær eru ekki síður merkisheimildir um menn og tíma — menningarsaga samtíðar hennar, skráð af yfirsýn og glöggu minni aldraðrar konu sem gæðir frásögn sína stíl og kímni og góðvild og segir umfram allt yfirlætislaust og eðlilega frá á íslensku sem öðrum mætti vera til fyrirmyndar." Nefiidir iðnaðarráðherra í álmálinu: Mótmælum skipan nefiidanna og vinnubrögðum við hana Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn syngja í Logalandi í Reykholtsdal á sunnu- dagskvöld. Hamrahlíðarkórar í Logalandi KÓR Menntaskólans við Ingólfsdóttir og þarna munu um á þessu starfsári. Næsta verkefni Hamrahlíð og Hamrahlíðarkór- 80 manns flytja Qölbreytta efinis- félagsins verður tónleikahald í des- inn halda tónleika í félagsheimil- skrá undir hennar stjórn. ember, en þann 11. þess mánaðar inu á Logalandi í Reykholtsdal, Tónleikar þessir eru haldnir á munu Kolbeinn Bjarnason flautu- sunnudaginn, 20. nóvember kl. vegum Tónlistarfélags Borgatfyarð- leikari og Páll Eyjólfsson gítarieik- 21.00. Stjórnandi er Þorgerður ar og eru þetta aðrir tónleika þess ari leika í Borgameskirkju. (Fréttatilkynning) Nefitid fjallar um gamla Stýrimannaskólann - segir formaður þingflokks Alþýðubandalagsins Menntamálaráðuneytið hefur skipað nefiid til að gera tillögur um framtíðarnýtingu gamla Stýrimannaskólans, sem að und- anförnu hefur hýst starfsemi Vesturbæjarskólans og þar áður Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Húsið er gamalt, virðulegt tímb- urhús og stendur á horni Öldu- götu og Stýrimannastígs. íbúasamtök Vesturbæjar og For- •eldra- og kennarafélag Vesturbæj- arskóla hafa lýst yfir áhuga sínum á því að í skólahúsnæðinu verði mögulegt að hafa aðstöðu fyrir menningar- og félagsstarf hverfis- ins. Ennfremur leggja þau á það áherslu að gamla skólalóðin verði áfram leikvöllur bamanna í hverf- inu. Skólastjóri Stýrimannaskólans hefur látið í ljós ósk um að varð- veita sögu og minjar sjómanna- fræðslu í húsinu og mun nefndin taka afstöðu til þessara og annarra hugmynda varðandi framtíðamýt- ingu hússins. í nefndinni eru Anna Kristjáns- dóttir lektor, tilnefnd af íbúasam- tökum Vesturbæjar, Gunnar Eydal skrifstofustjóri, tilnefndur af Reykjavíkurborg, Stefán Skjaldar- son stjómmálafræðingur frá Fjár- laga- og hagsýslustofnun, Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, tilnefndur það- an, og Sigurður Harðarson arki- tekt, tilnefndur af menntamála- ráðuneytinu og er hann jafnframt formaður nefndarinnar. (Fréttatilkynning) SVAVAR Gestsson menntamála- ráðherra, kom mótmælum þing- flokks Alþýðubandalagsins, vegna skipunar tveggja ál- nefiida, á framfæri við ríkis- stjórnina á þriðjudag. „Við mót- mælum hvorutveggja, skipan þessara nefnda og vinnubrögð- um ráðherra við hana,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins við Morgunblaðið. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra leysti í vikunni upp starfshóp um byggingu nýs álvers, en skipaði í staðinn ráðgjafarnefnd, sem fylgj- ast á með hagkvæmnisathugun þeirri, sem fjögur álfyrirtæki em að vinna að. Þá skipaði ráðherra einnig nefnd sem á að verða Þjóð- Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Samþykkt Palestínska þjóðarráðs- ins þarfnast fi’ekari skýringa í TILEFNI af yfirlýsingu Pal- estínska þjóðarráðsins um stofii- un sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna og viðurkenningar þeirra á samþykkt Öryggisráðs SÞ nr. 242 vill Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra láta eftir- farandi koma fram: Viðurkenning Palestínskra þjóð- arráðsins, á samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 242 frá 22. nóvember 1967, sýnir vaxandi skilning samtaka Palestínumanna á því að ofbeldi leysir engar deilur. Þessi samþykkt þjóðarráðsins felur í sér óbeina viðurkenningu á tilvem- rétti ísraelsríkis og gæti því orðið skref til frekari samninga milli deiluaðiía. Samþykkt Palestínska þjóðarráðsins þarfnast þó um margt frekari skýringa áður en afstaða er tekin til hennar. Enn skortir t.d. eindregna viðurkenningu Pal- estínska þjóðarráðsins á tilvemrétti og öryggi ísraels. Vænlegasta leiðin til að koma á varanlegum friði í Mið-Austurlönd- um er að efna til aþjóðlegrar ráð- stefnu undir merki Sameinuðu þjóð- anna þar sem samningaumleitanir verða gmndvallaðar á ályktunum Öryggisráðsins nr. 242 frá 1967 og 338 frá 1973. Einnig má minna á athyglisverðar tillögur George P. Shultz utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. I þeim viðræðum verður, ef til kemur, skilyrðislaust að tryggja til- vemrétt og öryggi ísraels sem og sjálfsákvörðunarrétt Palestínu- manna. Þá þarf að liggja óumdeil- anlega fyrir hver skuli vera í for- svari fyrir Palestínumenn á slíkri ráðstefnu. Það er ótímabært og í andstöðu við viðurkenndar reglur og venjur í þjóðarrétti að viðurkenna það ríki, sem Palestínska þjóðarráðið hefur lýst yfir að hafi verið stofnað. Stofn- un palestínsks ríkis hlýtur að verða eitt af meginviðfangsefnum hugs- anlegra samningaviðræðna, enda ekkert tekið fram um slíkt ríki í ályktunum Öryggisráðsins nr. 242 og 338, sem nær öll ríki viðurkenna sem eðlilegan samningsgrundvöll. ísafiörður: Grænlenskur rækju- togari 1 heimsókn fsafirði. ÍSFIRÐINGAR hafa lagt mikla áherslu á að ná afitur viðskiptum við grænlensku rækjutogarana. Þrátt fyrir að ísfirðingar hafi útbúið sig sérstaklega tíl að þjóna þessum flota að beiðni íslenskra yfirvalda, þegar leyfi var veitt til löndunar hér, fluttist þjónustan öll suður, mest til Hafharfjarðar. Sjávarútvegsráðherra sá ástæðu til þess að senda Grænlendingum tilmæli í vor um að þeir héldu sig við upphaflega samninga, en Græn- lendingar hafa haft þessi tilmæli að engu til þessa. Fjöldi græn- lenskra togara hefur síðan leitað til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Það lyftist því heldur brúnin á ísfirðingum þegar togarinn Qipoq- qaq frá Maniiqoq kom til ísafjarðar fyrir skömmu. Heimsókn togarans var þó mjög stutt, hann landaði rúmum 10 tonnum af rælq'u og fyllti olíutanka. Ástæða heimsókn- arinnar var sú að hingað var styst af miðunum. Héðan hélt hann svo um kvöldið og var ætlunin að fara í rækjuleit norður með austurströnd Grænlands, þar sem mjög treg veiði er nú á Dohmbanka. Hér er nú verið að ljúka við dýpk- Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Togarinn Qipoqqaq frá Maniitqoq í höfii á ísafirði. Þetta er eina grænlenska skipið sem leitað hefúr til ísafjarðar í haust. Að sögn umboðsmanns togaranna á ísafirði leita þeir aðallega suður vegna fjölbreyttara skemmtanalifs og betri samgangna við Færeyjar og Danmörku, en margir yfirmenn skipanna eru þaðan. un á fyrsta áfanga nýrrar vöruhafn- ar, sem talið var mikilvægt að ráð- ast í, meðal annars vegna aukinnar þjónustu við erlenda togara. Tillög- ur liggja nú fyrir um að taka ísa- fjörð út af lista um styrkhæfni ríkis- sjóðs til hafnarmannvirkja. Munu þessar tvær aðgerðir stjórnvalda, það er að senda grænlensku togar- ana suður og að beita niðurskurði á fjármagni til mikilvægustu hafn- arinnar á Vestfjörðum, valda ófyrir- sjáanlegum afleiðingum ef sú verð- ur raunin. - Úlfar hagsstofnun til ráðuneytis um at- hugun á þjóðhagslegum áhrifum stóriðju. Margrét Frímannsdóttir sagði að í stjómarsamstarfinu væri talað um að ef farið yrði út í stórframkvæmd- ir eða þær fyrirhugaðar yrði að vera um það samstaða. „Þetta mál var hins vegar ekki rætt í ríkis- stjóminni fyrr en það var komið á borð ráðherra,“ sagði Margrét. Alþýðubandalagsmaður er í sitt hvorri nefndinni: Baldur Óskarsson í annarri og Guðni Jóhannesson í hinni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom fram veruleg óánægja þessa skipun á þingflokks- fundi Álþýðubandalagsins sl. mánu- dag, þar sem talið var að val iðnað- arráðherra á alþýðubandalags- mönnunum væri samkvæmt ábend- ingum Ólafs Ragnars Grímssonar formanns Alþýðubandalagsins. Bæði Baldur og Guðni eru nánir samstarfsmenn Ólafs og áður hafði verið leitað til Svanfríðar Jónas- dóttur aðstoðarmanns Ólafs í fjár- málaráðuneytinu um setu í annari nefndinni en hún gaf ekki kost á sér vegna anna. Margrét sagði að Alþýðubanda- lagið hefði ekki skipt sér á nokkurn hátt af skipan nefndarmanna. Hún sagði að ekki yrði frekar aðhafst í málinu fyrr en þeir þingmenn og ráðherrar Alþýðubandalagsins sem nú væru erlendis kæmu heim frá útlöndum. Aðspurð sagðist hún ekki geta sagt um hvort til greina kæmi að krefjast þess að Jón Sigurðsson afturkallaði nefndarskipanimar. Hún var spurð hvort þingflokkurinn hefði tekið afstöðu til byggingar nýs álvers í Straumsvík, en sagði að svo hefði ekki verið. Jólablað með uppskriftum „Á JÓLARÓLI" nefiiist blað sem Osta- og smjörsalan sf. hefúr gefið út, en þar er að finna uppskriftir og hugmyndir að flestu því sem snýr að undir- búningi jólanna. í blaðinu er að finna uppskriftir að smákökum, tertum, og sæl- gæti, að ógleymdum jólamatnum. Einnig em þar leiðbeiningar um gerð aðventukransa, jólagjafa og jólatrésskrauts. Blaðið er 24 myndskreyttar síður og fæst í flestum matvöruverslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.