Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1989
25
Atvinnuleyfissviptingar vegna
hámarksaldurs leigubifreiðastjóra:
>
Akvörðun ráðuneyt-
isins er ó viðunandi
AF 5 málum sem umboðsmaður
Alþingis hefur sent frá sér álit
um varða 3 mál kvartanir sem
honum bárust vegna brottvikn-
inga leígubílstjóra úr starfi
vegna aldurs. Komst umboðs-
maður að þeirri niðurstöðu í
fyrsta áliti sem hann sendi frá
sér í október s.l., að reglugerð-
arákvæði varðandi hámarksald-
ur leigubílstjóra ætti sér ekki
lagastoð. í svari Samgöngu-
ráðuneytisins til umboðsmanns
Alþingis við þvi áliti segir að
ráðuneytið muni ekki hlutast til
um að þeim leigubílstjórum sem
gert liefur verið að leggja inn
atvinnuleyfi sín vegna aldurs
verði veitt atvinnuleyfi á ný.
Telur umboðsmaður þessa
ákvörðun ráðuneytisins óviðun-
andi, þar sem hann telur að lög
hafi verið brotin á viðkomandi
leigubílstjórum.
Umboðsmaður Alþingis telur að
ákvæði í reglugerðum sem hafa í
fðr með sér takmarkanir eða missi
atvinnuréttinda verði að eiga sér
ótvíræða stoð í lögum, og stranga
kröfu verði að gera um að slík
lagaheimild sé tvímælalaus ef í
hlut eiga afdrifarík ákvæði svo
sem um réttindamissi. Lög um
leigubifreiðar hafi frá upphafi
geymt fyrst og fremst ákvæði
varðandi heimild til takmörkunar
á fjölda leigubifreiða, um skyldu
til að stunda leiguakstur frá stöð
og um ráðstöfun leyfa til leigubif-
reiðaaksturs. Þar hafí ekki verið
til að dreifa reglum um það, hvaða
skilyrðum menn þurfi að fullnægja
til að fá slík leyfi eða hvaða atvik
leiða til brottfalls þessara réttinda.
Samkvæmt gildandi lögum sé
óheimilt að skerða atvinnuréttindi
manna sem á lögmætan hátt
stunda akstur leigubifreiða og séu
fullgildir félagar í hlutaðeigandi
stéttarfélagi þegar takmörkun á
fjölda leigubifreiða er ákveðin með
reglugerð. Telur umboðsmaður
Alþingis að reglugerðarákvæði frá
1985 um hámarksaldur leigubif-
reiðastjóra eigi sér ekki viðhlítandi
lagastoð, þannig að því verði ekki
beitt gegn leyfishöfum sem höfðu
leyfi við gildistöku nefnds ákvæð-
is, en bílstjórarnir þrír sem um
ræðir eru allir meðal þeirra.
I bréfi samgönguráðuneytis-
• ins frá 23. nóvember til umboðs-
manns Alþingis kemur fram að
verið sé að endurskoða lög um
leigubifreiðar, og í væntanlegu
frumvarpi verði að öllum líkindum
lagt til að atvinnuleyfi til leigubif-
reiðaaksturs falli niður þegar leyf-
ishafí verður 75 ára. Einnig segir
í bréfi ráðuneytisins að ráðuneytið
muni ekki hlutast til um að þeir
leyfishafar sem gert var að leggja
inn atvinnuleyfi sín fyrir 1. júlí
1988 fái atvinnuleyfi sín á ný.
Telur umboðsmaður Alþingis að
þessi ákvörðun ráðuneytisins sé
óviðunandi þar sem hann telur að
lög hafi verið brotin á viðkomandi
leigubifreiðastjórum.
a aukins
lalagsins
konungs næsta sumar, hefði lýst
sig reiðubúinn til að ræða sam-
skipti íslands og EB við Manuel
Marin, nýskipaðan framkvæmda-
stjóra fiskimála í höfuðstöðvum
bandalagsins í Brussel en hann
var tilnefndur af Spánverjum. í
máli Ordonez hefði einnig komið
fram að hann hefði í hyggju að
boða til fundar utanríkisráðherra
EB og Fríverslunarbandalags Evr-
ópu, EFTA, til að ræða hugsanlega
stjórnmálasamvinnu aðildarríkj-
anná.
Fundina sátu auk utanríkisráð-
herra Einar Bendiktsson, sendi-
Jón Baldvin Hannibalsson
herra í Brussel, Haraldur Kröyer,
sendiherra í París og Magnús
Gunnarsson, stjórnarformaður Út-
flutningsráðs.
AF ERLENDUM VETTVANGI
Mannaskipti í Washington:
Oryggisráðgjafinn kýs herinn
þrátt fyrir gylliboð annarra
licononiist
BRÁTT kemur að því að maimaskipti verða í lykUembættum
í Washington, þegar Ronald Reagan kveður og George
Bush tekur við sem forseti Bandarikjanna. Flestir þeirra
sem þá láta af störfum hjá hinu opinbera ætla að reyna
fyrir sér á almennum vinnumarkaði. Sá í hópi nánustu sam-
starfsmanna forsetans, sem lengst hefur starfað hjá ríkinu,
ætlar að haida þvi áfram. Þar fer Colin Powell, öryggisráð-
gjafi forsetans, sem hefur stöðu undir-hershöfðingja í land-
her Bandarikjanna en verður nú fjögurra-stjörnu hers-
höfðingi og tekur við yfirstjórn milljón manna herafla, er
hefur það hlutverk að verja meginland Ameríku.
Þjóðhollusta Colins Powells
er aðdáunarverð í ljósi þess,
hve mikilla tekna hann gæti afl-
að sér, ef hann kysi að leita fyr-
ir sér á almennum vinnumark-
aði. Starfsbræður hans stór-
hækka í launum við að hverfa
úr opinberri þjónustu en grunn-
laun Powells hækka ekki einu
sinni, en þau eru 6.041 dollari á
mánuði eða 295 þúsund krónur.
Flestir telja, að hann gæti að
minnsta kosti tífaldað laun sín«-
með því að hverfa af launaskrá
ríkisins.
Vikurnar í kringum forseta-
skipti í Bandaríkjunum einkenn-
ast meðal annars af því að menn
væla undan þeim fórnum sem
þeir færa með því að ráðast til
opinberra starfa. Þeir fórna alls
ekki mestu, sem taka við háum
embættum innan ríkisstjórnar-
innar. Hinir fórnfúsu eru þeir,
sem halda áfram að gegna
slíkum störfum í stað þess að
hverfa að öðru. Stússið í kringum
frægt fólk í Ameríku færist nú
æ meira til Washington og þeirra
sem hafist hafa til æðstu met-
orða þar. Þetta fræga fólk er
alltaf að fá fleiri tækifæri til að
láta á sér bera, svo framarlega
sem það er farið úr embættun-
um, sem gerði það frægt.
Alinn upp í Harlem
Colin Powell ólst upp í Harlem
og Suður-Bronx í New York,
tveimur fátækustu borgarhlutum
Bandarfkjanna. Foreldrar hans
voru innflytjendur frá Jamaica.
í þrjátíu ár hefur Powell starfað
í þágu bandaríska ríkisins. Hann
hefur gegnt mikilvægum embætt-
um fyrir þrjár ríkisstjórnir og
sinnt störfum sem herforingi í
Bandarfkjunum, Kóreu og Vest-
ur-Þýskalandi. Powell er blökku-
maður — valdamesti blökkumiað-
urinn í stjórn Reagans og líklega
sá sem almennt hefur komist til
æðstu metorða hjá Bandaríkjafor-
seta. Þegar litið er á dýrkunina á
fræga fólkinu, er þessi staðreynd
ekki til þess að minnka athyglina
á Powell.
í ljósi hinna vinsamlegu reglna
sem gildá um eftirlaun í Banda-
ríkjaher, er í sjálfu sér undruna-
refni að nokkur foringi vilji starfa
lengi innan hans. Powell sem er
51 árs gæti farið úr hernum og
haldið 75% af núverandi launum
sínum. Hann fær 977 þús. kr.
hærri laun á ári með því að halda
áfram störfum.
Há laun í boði
Alexander Haig, sem var fyrsti
utanríkisráðherra Reagans og ör-
yggisráðgjafi Richards Nixons,
var orðinn fjögurra-stjörnu hers-
höfðingi, þegar hann hvarf úr
opinberri þjónustu 1979. Þegar
Haig reyndi fyrir sér í prófkjöri
vegna     forsetakosninganna     á
á ári. (Stockman fékk tæpar 120
millj. kr. í eigin vasa fyrir að
skrifa bók um fjárlagahallann,
sem hann skildi eftir sig.)
Ræður gegn gjaldi
Oliver North, undirofursti,
hætti í landgönguliði flotans f maí
sl. og hóf að flytja ræður fyrir
25.000 dollara (1,2 milljónir kr.)
stykkið. Don Walker hjá skrifstof-
unni Harry Walker, sem sérhæfir
sig í umboðsmennsku fyrir ræðu-
menn leitaði hófanna hjá Powell
og segir að hann hefði orðið einn
vinsælasti ræðumaður í Banda-
ríkjunum og fengið allt að 1 millj-
ón kr. fyrir ræðuna. Ef Powell
.hefði valið þennan kost hefði hann
Colin Powell frálarandi örygg-
isráðgjafi Regans.
síðasta ári sagðist hann hafa 63,5
milljónir króna á ári í laun fyrir
ráðgjafarstörf. Brent Scowcroft,
sem var öryggisráðgjafí Geralds
Fords forseta og tekur við sama
starfi af Powell, nú hjá Bush,
yfírgaf flugherinn sem þriggja-
stjörnu hershöfðingi. Hann er
varaforseti í fyrirtækinu Kissin-
ger Asscociates (Kissinger og fé-
lagar) sem er ábatasöm ráðgjafa-
þjónustu, sem Henry Kissinger
fyrrum öryggisráðgjafi og ut-
anríkisráðherra rekur. Kissinger
er helsta fyrirmynd þeirra sem
hafa hug á að hagnast vel á
frægðarferli í Washington.
Samkvæmt því sem heimildir
herma myndu mörg stórfyrirtæki
vera fús til að borga Colin Pow-
ell að minnsta kosti 25 milljónir
króna á ári fyrir að fá hann á
launaskrá sína. Væri fullt starf
of mikið gæti Powell sest í stjórn-
ir ýmissa fyrirtækja. Hann gæti
unnið sér inn 5 til 10 milljónir kr.
á ári með því einu að sitja í slíkum
stjórnum. Kissinger fær meira en
20 milljónir kr. á ári fyrir að vera
bera titil forstjóra og ráðgjafa hjá
Amercian Express. Jafnvel hærri
fjárhæðir eru í boði hjá fjármála-
fyrirtækjunum í Wall Street í New
York. David Stockman, sem var
fjarlagastjóri Reagans frá 1981
til 1985, sagði af sér til að taka
við starfi hjá Salomonon Brot-
hers, fjárfestingarbanka, þar sem
hann fær 50 milljónir króna í laun
Oliver North  fær  1,2. milljón
króna fyrir að flytja eina ræðu
slegist í hóp rneð ýmsum fyrrver-
andi samstarfsmönnum Reagans
eins og Caspar Weinberger, fyrrv.
varnarmálaráðherra, Howard Ba-
ker, skrifstofustjóra forsetans, og
Jeane Kirkpatrick, sem var sendi-
herra hjá Sameinuðu þjóðunum.
Þau hafa um 50 milljónir kr. í
árstekjur fyrir að flytja ræður á
fundum kaupsýslumanna, hjá
verkalýðsfélögum og í háskóium.
Bókaútgáfan Harper & Row
lenti í nokkrum vandræðum með
að standa undir þeim háu höfund-
arlaunum, sem hún greiddi David
Stockman á sínum tíma. Hefur
þetta orðið til þess að draga nokk-
uð úr áhuga útgefenda á bókum
fyrrverandi embættismanna, þar
sem þeir lýsa innviðum stjórnkerf-
isins og þeim sem þar starfa. Þrátt
fyrir þetta hafa ýmsir slikir
sagnamenn haft töluvert upp úr
krafsinu. Donald Regan, fyrrum
fiármálaráðherra og skrifstofu-
stjóri Reagans, græddi 50 milljón-
ir kr. á því að segja frá áhuga
forsetafrúarinnar á stjörnuspám.
Weinberger hefur fengið 25 millj-
ónir kr. fyrir sína bók. Því miður
hafa útgefendur of miklar mætur
á Colin Powell til að verðleggja
endurminningar hans. „Þessar
bækur eru því aðeins einhvers
virði, að höfundurinn vilji kjafta
frá öllu," segir Alice Mayhew
helsti útgáfustjóri hjá Simon og
Schuster. „Það háir honum að
hann er vandur að virðingu sinni."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48