Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1991
23
Bréfaskipti málnefndar og út-
varpsstjóra vegna textavarps
HÉR á eftir fara bréfaskipti íslenzkrar málnefndar og útvarps-
stjóra vegna textavarps. Komið hefur í ljós að fæst sjónvarpsvið-
tæki landsmanna eru búin til þess að taka við íslenzku texta-
varpi, þannig að séríslenzkir stafir birtast brenglaðir á mörgum
sjónvarpsskjám.
Bréf Islenskrar málnefndar frá
25. september er svohljóðandi:
„Til útvarpsstjóra og útvarps-
ráðs.
Stjórn íslenskrar málnefndar
hefur á fundi sínum í dag gert
svohljóðandi athugasemd við fyrir-
hugað textavarp Ríkisútvarpsins:
Þó að Ríkisútvarpið sjálft hafi
fullkominn búnað til sendingar
kemst textinn ekki til skila svo
að viðhlítandi sé því að þorri þeirra
tækja, sem nú eru í notkun, er
ekki til þess búinn að taka á móti
sendingum textavarpsins með
óbrenglaðri stafsetningu. Stjórn
málnefndar vill beina því til stjórn-
enda Ríkisútvarpsins að leitað
verði lausnar á þessu vandamáli
hið bráðasta."
Svarbréf Ríkisútvarpsins, dag-
sett í gær, 4. október, hljóðar svo:-
I
„Athugasemd yðar vegna
meinbuga á textavarpi er fyllilega
réttmætt og stjórnendum Ríkisút-
varpsins sama íhugunarefni og
yður. Það er deginum ljósara, að
þorri þeirra sjónvarpsviðtækja,
sem nú eru í notkun, „er ekki til
þess búinn að taka á móti sending-
um textavarps með óbrenglaðri
stafsetningu". Hér skulu því árétt-
uð þau orð yðar, hve brýnt er, „að
leitað verði lausnar á þessu vanda-
máli hið bráðasta".
U
Ríkisútvarpið hefur jáfnan
kappkostað að standa vörð um
íslenska tungu. Málfarsráðunaut-
ur Ríkisútvarpsins er afbragð ann-
arra manna í sinni grein og situr
enda í íslenskri málnefnd.
Sérfróðir menn og smekkvísir
hafa þann starfa með höndum
daglega að færa orðalag til betri
vegar, áður en útvarpsfréttir eru
fluttar hlustendum og íslenskir
textar felldir að erlendum kvik-
myndum í Sjónvarpinu. Pjölmargt
annað væri auðvelt að rifja upp
til staðfestingar einörðum vilja
Ríkisútvarpsins í þessu efni. Allt
er það kunnugt og mun vonandi
vaxa fremur en rýrna, er fram líða
stundir, enda kynni meira að vera
í húfi nú en fyrr.
Þetta er ritað í því skyni að
ítreka þá eindregnu og eðlislægu
samstöðu, sem Ríkisútvarpið og
íslensk málnefnd eiga sín á milli.
Að sjálfu leiðir, að enginn
ágreiningur er um alvöru þeirra
byrjunarörðugleika, sem einkenna
textavarp Ríkisútvarpsins. Þeir
eru hverjum og einum óskapfelldir
og gætu jafnvel talist háskalegir.
III
Hitt munu góðgjarnir menn þó
virða til betri vegar, að hér er ein-
mitt um að ræða byrjunarörðug-
leika. Textavarpið er tilrauna-
starfsemi. Málsaðilar vita, að ný-
lunda þessi er víðs fjarri því að
vera fullburða. Örðugt virðist vera
að leysa vandann „hið bráðasta".
En sú kemur tíð, er sjónvarpstæki
landsmanna upp til hópa verða
þess albúin að nema textavarp
með viðhlítandi hætti að því er til
stafsetningar tekur. Þá eru byij-
unarörðugleikar að baki og endan-
legu markmiði náð. Þá má og
ætla, að rótgróin alúð Ríkisút-
varpsins við íslenska tungu komið
til skila í vönduðu ritmáli.
Auðvelt væri að nefna ýmis
dæmi frá liðnum árum og áratug-
um um tæknilegar fæðingarhríðir,
sem talist gætu hliðstæðar þeim
meinlegu hnökrum, er einkenna
textavarp á frumstigi. Þau dæmi
verða þó eigi rakin hér, né heldur
tíundaðir augljósir kostir alvaxta
textavarps.
Köstimir munu raunar því að-
eins koma í ljós, að Ríkisútvarpið
kynni textavarpið og hvetji lands-
menn þannig til að seilast eftir
þeim fróðleik, sem bættur við-
tækjabúnaður smám saman mun
veita þeim. Þar af leiðir, ' að.
Ríkisútvarpið sér ekki annað ráð
vænna en halda fram stefnunni.
Þrátt fyrir tímabundna annmarka.
Allt orkar tvímælis, þá gert er,
og svo er um þessa ákvörðun. En
undan henni verður ekki vikist.
IV
Þyngsta áhyggjuefni íslensku-
manna vegna textavarps í reifum
varðar hugsanleg áhrif bjagaðrar
stafsetningar á börn og ung-
menni. Líklegt er þó, að annarleg
tákn textavarpsins séu velflest svo
fjarri öðru ritmáli, að stafsetning-.
arkunnátta þoli engan hnekk af
þeirra völdum. Þessi er skoðun
málfarsráðunauta Ríkisútvarpsins
meðal annarra.
íslenskt textavarp fetar fyrstu
skrefin þessa dagana. Það er eink-
ar reikult í spori, eins og þér bend-
ið á og hér hefur verið hent á
lofti. Göngulagið rekur rætur til
tæknilegra misbresta. Fram-
kvæmdastjori Sjónvarpsins gerði
grein fyrir aðstæðum í bréfi, sem
birtist í fjölmiðlum 21. september.
Umsjónarmaður textavarps skýrði
málið sama dag. Framkvæmda-
stjóri tæknideildar Ríkisútvarpsins
mun leggja enn ýtarlegra orð í
belg á næstunni og segja frá nær-
tækustu úrræðum.
VI
Að lyktum skal sú von I ljós
látin, að hver og einn gefi sér tóm
til að ræða torfærur textavarpsins
af þeirri sanngirni og hófstillingu,
sem einkennir bréf stjórnar Is-
lenskrar málnefndar. Enginn gerir
lítið úr vandandum. En ótryggur
árnaðarauki væri að mikla fyrir
sér stundarþraut umfam það, sem
efni standa til.
Heimir Steinsson,
útvarpsstjóri
Kristín Geirsdóttir
Litir og form
í málverkum
Kristínar
KRISTÍN Geirsdóttir opnar í dag,
laugardag 5. október, kl. 14. sína
fyrstu einkasýningu á málverkum
í Ásmundarsal, Freyjugötu 41. A
sýningunni eru 16 verk eftir
Kristínu.
Verkin segir Kristín vera hennar
innri heim og tilfinningu sem hún
vill miðla til annarra. „Þó að það sé
gott að hafa tæknina á valdi sínu,
skiptir hún ekki máli sem slík, en
ég nota hana til að túlka það sem
innra er. Ég fæ hugmyndir frá fólki
og náttúrunni. Ég geng misjafnlega
lengi með hugmyndimar í huganum
og kem þeim svo frá mér. Vinnslu-
tími hverrar myndar getur verið mis-
langur. Mynd getur orðið til á á and-
artaki og önnur á mun lengri tíma,
jafnvel mánuði. Málverk eru t.d. til-
finning, form, litur, hugmynd og
dýpt og það er mjög mikilvægt að
ná samræmi á milli þessara hluta.
Málverk eru hugarástand sem heldur
áfram í næstu mynd og það er aldr-
ei nein niðurstaða."
HAUSTTILlfiOD!
Nú um helgina er opið hús hjá verslunum
RAFHA í Reykjavík og Hafnarfirði
og hjá versluninni H-GÆÐI, Suðurlandsbraut 16.
Þar kynnum við mikið úrval heimilistækja
og innréttinga á sérstöku hausttilboðsverði.
Opið í dag, laugardag, frá kl. 10-1.6
og á morgun, sunnudag, frá kl. 13-17.
Tilboðið stendur aðeins til 12. október.
CUtS IN E S
SCHMIDT
ELDHÚS • BÖÐ • FATASKÁPAR
MWWIWIWlWi   >¦¦«¦-:¦
ZANUSSI     (Kúpperehusch)
		!Sm		y ¦
				
llfwiŒ|				
	|K-".		|	¦
LÆKJARGÖTU 22, HAFNARFIRÐI,  SIMI :  50022
BORGARTÚNI 26, REYKJAVÍK, SÍMI :  620100
Um helgina seljum við jafnframt
nokkrar innréttingar úr sýningarsal
okkar á Suðurlandsbraut 16
með 30% afslætti.
Lítið inn, sjón er sögu ríkari.
H - GÆÐL
SUÐURLANDSBRAUT 16, REYKJAVÍK.
SÍMI : 678787

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52