Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 Bjami Kristjánsson Ólafur Karvel Pálsson Opið bréf til al- þingismanna Hinn 18. apríl vorum við undirrit- *• aðir á fundi með umhverfisnefnd hins háa Alþingis, boðaðir sem fyrr- verandi og núverandi formenn Skot- veiðifélags íslands. Eitt mál var á dagskrá, þ.e. embætti veiðistjóra í tengslum við frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðr- um en hvölum (svonefnt „villidýra- frumvarp"). Okkur þykir nauðsyn- legt að allir alþingismenn fréti af afstöðu Skotvís til málsins og því er þetta bréf skrifað. Aðalfundur Skotveiðifélags Is- lands 16. apríl 1994 samþykkti eft- irfarandi ályktun einróma: „Fundurinn átelur harðlega fyrir- ætlan umhverfisráðherra um að leggja niður embætti veiðistjóra með áætlun um að setur Náttúrufræði- stofnunar á Akureyri yfirtaki hlut- verkið. Það er ótrúlegt gerræði að ætla að rífa upp með rótum margsl- ungið og árangursríkt vísindastarf sem nærst hefur af samvinnu og aðstöðu við margar stofnanir á höf- uðborgarsvæðinu. Eðlilegra væri að huga að uppbyggingu á Akureyri án þess að fremja óbætanleg spell- \nrki í Reykjavík." Skýringar okkar til umhverfis- verndar Aiþingis með þessari álykt- ’un Skotvís voru einkum eftirfarandi: Embætti veiðistjóra er virk og vel rekin eining með aðstöðu við nokkr- ar aðrar stofnanir á höfuðborgar- svæðinu. Verkefni embættisins verða því ekki án áfaila flutt út á land jafnvel þótt miklu fé yrði til kostað og jafnvel þótt starfsmenn flyttu, en svo er ekki. Refarannsóknir veiðistjóra eru með því vandaðasta sem gert er á þessu sviði í heiminum. Ýmsar aðrar rannsóknir hafa farið vel af stað og eru í fullum gangi. Þess vegna blasir við að botninn dettur úr rann- sóknum og íslendingar hljóta álits- hnekki víða um heim þar sem emb- ætti veiðistjóra er í tengslum við einstaklinga og stofnanir. í „villidýrafrumvarpinu" er emb- ætti veiðistjóra algjört lykilatriði varðandi rannsóknir á veiðidýra- stofnum og eftirlit með veiðum. Undirtektir íslenskra skotveiði- manna við frumvarpið byggjast á tiltrú þeirra á þetta embætti og starfsmenn þess. Hér er mikilvægri tiltrú og samstarfsvilja stefnt í voða. Nú situr þriðja þingið sem hefur „villidýrafrumvarpið" til meðferðar. Allan tímann hefur embætti veiði- stjóra verið sú fasta stærð sem öll framkvæmd laganna hefur hvílt á. Umrædd breyting kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum og er almælt meðal skotveiðimanna að aðförin að embætti veiðistjóra sé sprottin af hefnigimi eins ráðherra. Víst er að það verður engum alþing- ismanni til sóma að ljá slíku ger- ræði stuðning sinn. Áreiðanlega er nóg um markverð verkefni fyrir setur Náttúrufræði- stofnunar á Akureyri, m.a. í sam- vinnu við embætti veiðistjóra í Reykjavík. Nýjungar úti á landi eiga til að koma án þess að spillt sé góðu og rótgrónu starfi annars veg- ar. Glænýtt dæmi þar um er jökla- rannsóknastöð í Kvískerjum í Oræf- um. Reykjavík 22. apríl 1994. Bjarni Kristjánsson, fráfarandi formaður Skotveiðifélags íslands. Ólafur Karvel Pálsson, formaður Skotveiðifélags Islands. Safnkassinn - jarðgerð ________Blóm___________ Umsjón Ágústa Björnsdóttir 285. þáttur Nú eru liðin hátt í 30 ár síðan fyrstu greinamar um endurvinnslu garðaúrgangs birtust í Garðyrkju- ritinu og nokkram sinnum hafa greinar um notkun safnkassa birst í Blómi vikunnar. Auðlindir jarðar era ekki ótak- markaðar, og jarðvegur er ein dýr- mætasta auðíindin. Hver einasti garðeigandi, já, hvert einasta heim- ili, getur lagt sitt af mörkum til að varðveita þessa auðlind. Safn- kassi eða safnhaugur ætti að vera í hverjum garði. Hinn hefðbundni safnkassi er þriggja hólfa rimla- kassi úr fúavörðu timbri, þar sem framhlið kassans er unnt að losa með lítilli fyrirhöfn. í litlum görðum mætti vel notast við tveggja hólfa kassa, sem gæti líka verið trégrind með hænsnaneti. Ýmsar bygginga- vöruverslanir í Reykjavík selja til- sniðna safnkassa, en eins er unnt að kaupa alls kyns tilbúna safn- kassa. Kassanum er komið fyrir á sléttum stað, gjaman í skuggsælu skoti og gott er að helluleggja í kringum hann, en kassinn sjálfur er botnlaus, til að ánamaðkar og aðrar jarðvegslífverar geti skriðið um hann. I safnkassann má setja hvers kyns garðúrgang, svo sem lauf og barr, greinar, gras, gras- torfur og sölnaða jurtahluti. Helst ber að varast illgresisplöntur með fræi og sýkta plöntuhluta. í safn- kassanum geijast líka þessar jurta- leifar og ánamaðkar og aðrar smá- verar hjálpa líka til að breyta úr- ganginum aftur í mold. Geijunin er loftháð og því er mikilvægt að gott loftstreymi sé um innihald kassans. Því er gott að setja neðst í kassann tijágreinar eða kvisti. Æskilegt er að setja á víxl það sem til fellur úr garðinum og lag af mold eða gömlum safnhaugi. Til að niðurbrotið gangi sem hraðast er best að brytja niður tijágreinar o.þ.h. til dæmis með greinakvörn. Innihald safnkassans þarf að vera hæfilega rakt, en úrkomuskortur er sjaldnast vandamál hjá okkur. Við geijunina myndast hiti sem getur orðið allt að 60-70°. Þá fjölga hitakærar örverar sér hratt og starfa af miklum móð og jafn- framt sótthreinsast massinn af sýklum og illgresifræi. Innihaldi safnkassans er æskilegt að bylta eða stinga upp til að súrefni bland- ist aftur saman við það, en súrefn- ið notast við geijunina og þvi hæg- ir á henni ogjafnframt jarðmyndun úrgangsins. Gróðurvörur sf. og efalítið fleiri verslanir selja efnið fertosan, sem er blanda af örverum sem bijóta niður sellulósa og binda köfnunar- efni. Búin er til stofnlausn og síðan er henni blandað saman við volgt vatn í ákveðnum hlutföllum. í safn- kassann er sett u.þ.b. 20 sm lag af affalli, það vætt með fertosan- blöndunni og síðan sett þunnt lag af mold yfir. Með þessu móti á jarð- myndunin að ganga hraðar fyrir sig og ekki á að þurfa að stinga upp innihald safnkassans. Ná- granni minn gefur þessu góð með- mæli, en ég hef ekki prófað það sjálf. Sorpförgun verður stöðugt stærra vandamál hjá sveitarfélög- um. Nú stendur yfir tilraunaverk- efni hjá Seltjamamesbæ og Hólma- víkurhreppi um notkun heimilis- safnkassa. 20 fjölskyldur taka þátt í tilrauninni á Hólmavík. Lífrænum úrgangi heimilanna var skipt í fjóra flokka: 1. Garðaúrgangur (laufblöð, kvistir, greinar, afklippur, hey og hvers kyns jurtaleifaij. 2. Jurtaleifar úr eldhúsi (græn- metis- og ávaxtaleifar, kaffikorgur, telauf, brauðafgangar o.fl. + eggja- skurn). 3. Pappír (bylgjupappír, skrif- pappír, eggjabakkar úr pappír o.fl. — ekki glanspappír og dagblöð). 4. Dýraleifar úr eldhúsi (kjöt og fiskafgangur). Fjölskyldurnar fengu ýmist ein- angraða eða óeinangraða kassa og eiga síðan að setja flokka 1-2, 1-3 eða 1-4 í kassann. Jafnframt skrá þær í stórum dráttum hvað er sett og hvenær. Þessi tilraun verður métin í sumar og verður fróðlegt að fá niðurstöðurnar. í sveitarstjórnarmálum, 1. tbl. 1994, er góð grein eftir Björn Guð- brand Jónsson um sorpförgun með jarðgerð. Þar kemur fram að 70-80% úrgangs frá heimilum og atvinnurekstri er hægt að breyta í jarðveg, en pappír, pappi og timbur era um 50% alls úrgangs. Með því að sveitarfélögin noti jarðgerð markvisst má verulega draga úr þeim vanda sem fylgir urðun sorps. Efnum sem er hægt að breyta í jarðveg má skipta í 3 flokka, a) blautan N-ríkan úrgang, s.s. mat- arleifar, b) stoðefni, stórar og þétt- ar agnir, t.d. trékurl, c) þurran C-ríkan úrgang úr jurtaríkinu, t.d. pappír eða sag. Þessum þrem flokk- um þarf að blanda saman í réttum hlutföllum og gæta þess að loftun og rakastig í blöndunni sé hæfílegt til að æskileg geijun verði í blönd- unni. Tæki sem til þarf er kvöm til að mylja upphaflega massann í hæfilega agnastærð, tæki til að bylta honum öðra hvoru og sigti til að sigta massann að lokinni jarð- gerð ... Sé vel að hlutunum staðið tekur ferlið allt um 20 vikur. Jarðvegs- og gróðureyðing er stærsta umhverfisvandamál á ís- landi, því hlýtur jarðgerð úr sorpi að vera rökrétt og skynsamleg leið til sorpförgunar. Þijú notkunarsvið a.m.k. era fyrirsjáanleg; sekkjuð mold, eða kompóstmold, blönduð á margan hátt, ósekkjaður jarðvegs- bætir og mold til landgræðslu og skógræktar. Það er sannfæring mín að íslendingar munu flokka sorp með glöðu geði þegar þeir sannfærast um að sveitarfélögin demba ekki flokkuðu sorpu í einn og sama urðunarhauginn, heldur nýta það til jarðgerðar. S.Hj. Lausnin finnst aðeins með samvinnu aðila eftir Egil Jóhannsson Nú eru liðnar rúmar þijár vikur frá því deilan um kjaramál meina- tækna komst á það stig að verkfall þeirra varð staðreynd og hafa samningaumleitanir ekki borið árangur. Það þarf ekki að fjölyrða um þau áhrif sem staðan í kjaradeilu meina- tækna hefur haft þessar vikur. Þau áhrif geta aðeins aukist ef staðan helst óbreytt. Röskun á starfi sjúkrahúsa hefur orðið veraleg og sá fjöldi skjólstæðinga heilbrigði- skerfisins sem bíður í skugga deil- unnar eykst dag frá degi. Síðar- nefnda atriðið hefur vart farið framhjá neinum, þar sem fjölmiðlar hafa lagt verulega áherslu á það í umfjöllun sinni um málið. Meinatæknar og __ viðsemjendur þeirra standa nú frarhmi fyrir marg- þættum valda sem ekki verður auð- velt að fínna lausn á. Hefðbundin verkfallsbarátta, þar sem deiluaðil- ar láta einfaldlega reyna til þrautar hvor á hins þolgæði, má ekki verða ofan á. Þótt þess beri að gæta að láta leikræna túlkun fjölmiðla á deilunni ekki ná áhrifum í úrvinnslu hennar, má öllum vera ljóst að of mikið er í húfí tii þess að deiluaðilar megi hleypa samskiptum sínum yfir í langvinnan skotgrafahernað. Af honum getur enginn ávinningur orðið, síst fyrir fjármálaráðuneytið, sem er viðsemjandi fyrir hönd ríkis- „Frekari röskun á starfi heilbrigðisstofn- ana og þar með hags- munum sjúklinga vegna einhverra smáatriða er ekki viðsættanleg.“ ins. Það eru sjúklingar sem verkfall- ið bitnar mest á. Langavarandi vinnudeilur heil- brigðisstétta og ríkisins hafa verið allt of algengar á undanförnum árum. Hvernig sem á því stendur virðist starfsfólk heilbrigðiskerfís- ins þurfa að sækja leiðréttingar á kjörum sínum upp meiri bratta en Egill Jóhannsson. flestir aðrir. Kjör flestra starfshópa á heilbrigðisstofnunum eru rýr og margra svo að þau eru langt fyrir neðan öll velsæmismörk. Það fjaðrafok sem alltaf virðist mæta þessum hópum, þegar þeir krefjast einhverra úrbóta, vekur þeim mun meiri furðu. Ef til vill breytist það ekki fyrr en þeir sem njóta þjón- ustu þessara hópa, sjúklingarnir, almenningur í landinu, tekur í taumana. Það er sameiginleg ábyrgð deilu- aðila að leiða deiluna til lykta svo fljótt sem auðið er. Ef deiluaðilar hafa nálgast hvor annan eins og unnt er með hefðbundnum aðferð- um, geta þeir þurft að leita út fyr- ir hefðina. Sérstaklega ef lítið ber á milli, eins og skilja má af fréttum. Frekari röskun á starfi heilbrigðis- stofnana og þar með hagsmunum sjúklinga vegna einhverra smáat- riða er ekki viðsættanleg. Meina- tæknar hafa í kröfugerð sinni greinilega komið verulega til móts við viðsemjendur sína. Oneitanlega virðist það því vera ríkisins að sýna nú samningavilja í verki á móti. Höfundur er umsjónarmaður húseigna Landspítala og formaöur starfsmannaráðs Landspítala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.