Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 55
MORGUJ'JBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 55 FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík Eitt þúsund manns í miðborginni um helgina 31. mars til 3. apríl í dagbók helgarinnar eru skráð 330 tilvik. Af þeim eru 50 vegna umferð- aróhappa. í 5 óhappanna urðu meiðsli á fólki og í öðrum fjórum er grunur um að ökumenn hafi verið undir áhrifum áfengis. Auk þeirra eru 6 ökumenn, sem lög- reglumenn þurftu að hafa afskipti af í akstri, grunaðir um að hafa ekið ölvaðir um helgina. Nauðsyn- legt reyndist að hafa afskipti af 44 einstaklingum er ekki kunnu fótum sínum forráð sökum áfeng- isneyslu. Vista þurfti 37 í fangageymsl- unum. Flestir þeirra höfðu komið við sögu einhverra þeirra 9 inn- brota sem tilkynnt var um, 4 þjófnaðarmála, 3 skemmdarverka, 4 rúðubrota, 6 líkamsmeiðinga eða annarra þeirra mála er upp komu. Tveir ökumenn reyndust réttinda- lausir, 7 voru kærðir fyrir að aka of hratt, og 22 voru kærðir eða áminntir fyrir ýmis önnur umferð- arlagabrot. Um 300 manns voru þegar flest var í miðborginni/að- faranótt laugardags og um 700 aðfararnótt sunnudags. Kjötsaxi beitt Snemma á föstudagsmorgun þurfi maður að leita á slysadeild eftir að annar honum kunnugur hafði ruðst inn á heimili hans og veitt honum áverka með kjötsaxi. Sauma þurfti á annan tug spora í hnakka mannsins. Á föstudag varð vinnuslys í vélsmiðju í Vesturbænum. Slípi- rokkur fór í andlit manns með þeim afleiðingum að auga skarst í sundur og skurður hlaust af við gagnauga. Á föstudagskvöld kom starfs- fólk veitingastaðar í veg fyrir að ölvaður gestur kæmist á brott á bifreið sinni. Maðurinn hafði setið að drykkju inni á staðnum, en þegar hann ætlaði að halda á brott á bifreið sinni ók hann utan í mannlausa bifreið þar fyrir utan. Starfsfólkið tók kveikjuláslyklana af manninum og hélt honum þang- að til lögreglumenn komu á stað- inn. Beit í nef konu Um nóttina voru lögreglumenn kvaddir að veitingastað við mið- borgina. Þar hafði komið upp ágreiningur á milli karls og konu sem endaði með því að karlinn gerði sér lítið fyrir og beit í nef konunnar. Konan var flutt á slysa- deild en maðurinn í fangageymslu. Aðfaranótt sunnudags varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið á Tryggvagötu við Naustin. Talið var að um minniháttar meiðsl væri að ræða. Á sunnudagsmorgun var bifreið ekið á umferðarljósavita á Bú- staðavegi. Ökumaður og einn far- þegi, sem í bifreiðinni var, hlupu af vettvangi, en voru handteknir skömmu síðar. Farþegi sem skil- inn hafði verið eftir í bifreiðinni, var færður á slysadeild með sjúkrabifreið, en hann hafði meiðst á höfði. Um nóttina var tilkynnt um tvo pilta sem ógnuðu fólki með hnífum á Laugavegi. Lögreglumenn hand- tóku þar skömmu síðar tvo tæp- lega tvítuga menn, ölvaða og reyndist annar þeirrar var með hníf í fórum sínum. Þeir voru báð- ir vistaðir í fangageymslunum. Skömmu eftir hádegi skarst drengur illa á hendi í Sundhöllinni svo flytja varð hann á slysadeild með sjúkrabifreið. Færri vistanir í fangageymslum Þrátt fyrir allt hefur vistunum í fangageymslum lögreglunnar við Hverfisgötu fækkað jafnt og þétt síðustu árin. Árið 1988 voru vist- anir 5.924 talsins, en 3617 á síð- asta ári. Mest munar um fækkun vistana vegna ölvunar á almanna- færi. Þeim tilvikum fækkaði úr 3.616 árið 1988 í 1.519 árið 1994. Gistingum fækkaði á sama tíma- bili úr 1.141 í. 532. Meginástæður þessarar fækk- unar er stefna lögregluyfirvalda að vista ekki einstaklinga í fanga- geymslunum nema af brýnni nauðsyn og auk þess hafa vistun- arúrræði fyrir „utangarðsmenn" verið betur nýtt. Aðrar skýringar eru einnig á þessari miklu fækkun. Karlaráðstefna í Stokkhólmi HALDIN verður ráðstefna í Stokk- hólmi á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar dagana 27. og 28. apríl 1995. Ráðstefnan ber yfir- skriftina: Norrænir karlmenn. Olík- ir einstaklingar — áþekk reynsla. Rannveig Guðmunsdóttir, félags- málaráðherra, hefur nú ákveðið að veita 250 þúsund krónur til að styrkja einstaklinga til þátttöku í ráðstefnunni. Er það jafnframt von ráðuneytisins að bæjarstjórnir og verkalýðsfélög styðji þá sem um slíkt sækja á svipaðan hátt og gert var fyrir Nordis Forum. Umsóknar- frestur um styrki rennur út eftir nokkra daga.“ Á ráðstefnunni Norrænir karlar verður sérstaklega hugað að stöðu karla í heimi þar sem eiga sér stað hraðfara breytingar á stöðu kynj- anna. Þannig verður fjallað um tengsl feðra og barna þeirra og vald og valdaleysi innan fjölskyld- unnar. Einnig munu fyrirlesarar fjalla um ofbeldi og árásahvöt, kyn- hegðun karlmanna og viðhorf til húsverka svo nokkuð sé nefnt af fjölbreyttu efni ráðstefnunnar. Þrír íslenskir Jyrirlesarar verða á ráðstefnunni. Ásþór Ragnarsson, sálfræðingur, mun ræða um Gjald karlmennskunnar — staðreyndir um karla á Norðurlöndum og leggja fram og túlka tölfræðilegar upplýs- ingar um karla. Sr. Bragi Skúlason mun tala um efnið Þegar strákar verða menn og Margrét Pála Olafs- dóttir, forstöðumaður Hjalla í Hafn- arfirði, flytur erindið: Strákar eiga að vera mjúkir og harðir af sér — strákar á dagvistarstofnunum. I fréttatilkynningu frá félags- málaráðuneytinu segir: „Sigurður Svavarsson, formaður karlanefndar Jafnréttisráðs, hefur verið fulltrúi Islands í undirbúningsnefnd ráð- stefnunnar og að hans sögn er reiknað með að um 800 manns frá öllum Norðurlöndum sæki hana.“ Aðalfundur skotveiðifélagsins SKOTVEIÐIFÉLAG íslands heldur aðalfund miðvikudaginn 5. apríl á Kaffi Reykjavík. Á dagskrá fundar- ins verða venjuleg aðalfundarstörf og auk þess verður á fundinum stofn- uð kvennadeild Skotvís. Markmið kvennadeildarinnar verður m.a. að efla þátttöku kvenna í skotveiðiíþróttinni og í starfsemi félagsins, en víða erlendis hafa kvennadeildir sannað ágæti sitt og mætt mikilli þörf. Þá verður einnig borin upp á fund- inum tillaga stjórnar Skotvís um stofnun landsréttarsjóðs. Tilgangur þessa sjóðs er að veita fjárhagsað- stoð einstkalingum og félögum vegna framkvæmda eða aðstæðna sem krefjast fjárútláta og ætla má að geti orðið til framdráttar almanna- rétti til veiða. Fundurinn hefst kl. 20 og eru all- ir áhugamenn um skotveiðar hvattir til að mæta. I.O.O.F. Rb.4=144448 - 8'/2.l.* □ HLÍN 5995040419 IV/V 2 □ EDDA 5995040419 I 2 atkv. □ FJÖLNIR 5995040419 III 1 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Samvera fyrir eldri safnaðar- meðlimi í dag kl. 15.00. AD KFUK, Holtavegi Út í óvissuna Lagt verður af stað út í óvissuna kl. 18.30 frá Holtavegi (ath. tím- ann). Farið verður í rútu og kost- ar farið kr. 400. Vinsamlegast verið vel klæddar. FERÐAFÉIAG §) ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Miðvikudagur 5. apríl kl. 20.30 Myndakvöld j nýja salnum í Mörkinni. Islandsmyndir Páls Stefánssonar. Fyrsta myndakvöld Ferðafélags- ins í nýjum og glæsilegum sal í Ferðafélagshúsinu í Mörkinni 6 (austast v. Suðurlandsbrautina), gengið inn um miðbygginguna. Páll Stefánsson, Ijósmyndari (lceland Review), sýnir myndir frá Islandi. Skoðið ísland með einum af bestu Ijósmyndurum landsins og kynnið ykkur nýja salinn, en hann hentar óvenju vel til myndasýninga. Góðar kaffiveitingar f hléi. Ferðaáætl- un Ferðafélagsins liggur frammi og kynningarblað um páskaferðirnar. Fjölbreyttar páskaferðir Ferðafélagsins 1. „Laugavegur" á gönguskíð- um 12.-17. april. Brottför kl. 18.00. Með rútu í Hrauneyjar og jeppum þaðan í Laugar. Gist í skálum. 2. Landmannalaugar - Hrafn- tinnusker, skíðagönguferð 13.-17. apríl. Brottför kl. 09.00. Með rútu að Sigöldu og gengið þaðan f Laugar. Jeppar flytja farangur milli Sigöldu og Lauga. Gist í góðum upphituð- um húsum í Laugum og nýja Hrafntinnuskersskálanum. 3. Snæfellsnes - Snæfelisjökull 13.-15. apríl. Brottför kl. 09.00. Gist í félagsheimilinu Lýsuhóli. Sundlaug og heitur pottur á staðnum. Jökulganga, strand- göngur o.fl. 4. Mývatnssveit 13.-17. apríl. Skíða- og gönguferðir. Ný ferð f samvinnu F.i. og Hótels Reyni- hlíðar. Hagstætt verð. Rútu- ferð, gisting á hótelinu, fullt fæði. 5. Hveravellir - Hagavatn - Geysir á gönguskíðum 12.-17. aprfl. Brottför kl. 08.00. Gist í skálum F.í. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofunni, Mörkinni 6. Pantið tímanlega. Skíðagöngur sunnudaginn 9. apríl Kl. 10.30 Bláfjöll - Keifarvatn og kl. 13.00 Austan Keifarvatns. Góð æfing fyrir páskaferðirnar. Ferðafélag íslands. LIFSSÝN Samtök til sjálfsþekkingar Félagsfundur Lífssýnar í dag, þriðjudaginn 4. apríl, held- ur Guðrún Bergmann fyrirlestur um áhrif hugar, tilfinninga og mataræðis á líkamann og þörf hans fyrir Ijósgjöf (heilun). Fyrirlesturinn verður haldinn i Bolholti 4 og hefst kl. 20.30. Minnum einnig á bænahring ki. 18.45 og hugleiðslu kl. 19.45. Allir velkomnir. Stjórnin. skóiar/námskeið tungumál ® Ék Málaskólinn Mímir er í eigu Stjórn- unarfélags íslands. Nánari upplýs- ingar í sfma 10004. ■ Hvernig væri að fríska upp á málakunnáttuna fyrir sumarleyfið? Málaskólinn Mímir býður upp á stutt markviss málanámskeið í: Ensku, þýsku og spænsku fyrir byrjendur og lengra komna. Einnig boðið upp á viðskipta- ensku. Kennt er með aðferðum hrað- námstækni (Accelerated Learning Tec- hnique). Kennt tvisvar í viku í fjórar vikur. Verð aðeins kr. 9.900,- Kennsla hefst mánu- daginn 24. apríl. Notfærið ykkur þetta einstaka tækifæri til þess að bæta tjáskipti ykkar á er- lendri grund og njóta sumarfrísins enn betur. Úrvals kennarar - úrvals kennslu- aðferðir - hagkvæmt verð Ja The Bell ((afyrir Anglo World ■ Enskunám í Englandi Góð reynsla, gott verð. Undirbúningsnámskeið í boði. Upplýsingar gefur Erla Ara- dóttir, sími 565 0056. ■ Enska í Englandi Viðurkenndur enskuskóli með áratuga reynslu býður uppá margvísleg nám- skeið fyrir byrjendur og lengra komna. Nánari upplýsingar hjá fulltrúum skólans eftir kl. 17.00 í síma 93-51309, Guðný. ýmislegt Fræðslumiðstöð Nátt- úrulækningafélagsins s.551 4742 og 552 8191. ■ Jákvæðni og vilji Fræðsluerindi sem hefur það að mark- miði, að örva fólk til markvissrar stjóm- unar hugarfars í þeim tilgangi að bæta árangur í lífi og starfi. Erindið verður haldið miðvikudagskvöldið 5. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari: Sæmundur Hafsteins- son, sálfræðingur. Verð kr. 1.000. Skráning f sfma 551 4742 eða 552 8191. ■ Vélritunarkennsla Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Kennum blindskrift og uppsetningar. Vélritunarskólinn, sími 28040. ■ Námsaðstoð fyrir nemendur í grunnskólum í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Reyndur kennari sem býr í Garðabænum. Hafið samband í síma 5658135. ■ Ættfræðinámskeið Aldrei lægra verð. Úrval ættfræðibóka. Ættfræðiþjónustan, Brautar- holti 4, s. 27100 og 22275. tölvur ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1. - Word fyrir Windows og Macintosh. - WordPerfect fyrir Windows. - Excel fyrir Windows og Macintosh. - PageMaker fyrir Windows/ Macintosh. - Paradox fyrir Windows. - Tölvubókhald. - Novell námskeið fyrir netstjóra. - Word og Excel framhaldsnámskeið. - Barnanám. - Unglinganám. - Windows forritun. Keqnt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja ðllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 616699. P| Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 616699 handavlnna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Uppl. hjá Sigríði Pétursd. í s. 17356.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.