Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Sagan sögð frá
sjónarhóli
einstaklingsins
FRÁ janúar 1996 fram í maí 1997 kom mánaðarlega saman vinnuhópur til að ræða gildi persónulegra
heimilda í sagnfræði. Hann fékk nafnið „einsöguhópurinn11, og afraksturinn var ritgerðasafn.
BÆKUR
Sagnfræði
EINSAGAN - ÓLÍKAR LEIÐIR
Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk.
Ritstjórar Erla Hulda Halldórsdóttir
og Sigurður Gylfi Magnússon. Há-
skólaútgáfan, Reykjavík 1998.
NORMAN Mailer skrifar um það
í nýjustu bók sinni, Tími okkar
tíma, að þótt við tölum um okkar
tíma, sé í raun aðeins til hinn per-
sónulegi tími hvers og eins, hvort
sem er í félagslegum, menningar-
legum eða sagnfræðilegum skilningi
og það sé ímynd manns af því, sem
hefur gerst í heiminum. Hins vegar
geti hver og einn gert tilkall til þess
að hans tími sé engu síður raun-
verulegur en tími annarra, síður en
svo.
Einsagan miðast einmitt við hið
einstaklingsbundna, að kasta ljósi á
söguna út frá einstaklingnum,
reynslu hans og raunum. Erla
Hulda Halldórsdóttir og Sigurður
Gylfi Magnússon eru ritstjórar bók-
ar, sem inniheldur átta ritgerðir og
eitt myndlistai"verk, þar sem
einsagan er hinn rauði þráður. I
bókinni er jafnt fjallað um aðferðina
sem boðið upp á dæmi um það
hvernig henni er beitt. Sigurður
Gylfi hefur verið ötull talsmaður
einsögunnar undanfarin misseri og
Einsögunni - ólíkar leiðir er ætlað
að vera vatn á myllu einsögumanna.
Sagnfræði er hægt að nálgast
með ýmsum hætti. Það er hægt að
segja söguna ofan frá eða neðan frá.
„Saga þjóðar verður aldrei sögð
nema þætti alþýðufólks sé gerð ná-
kvæm skil,“ skrifar Sigurður Gylfi í
„Félagssagan fyiT og nú“, ritgerð
sinni í bókinni. „Öll önnur útgáfa
sögunnar er aðeins hálfsögð. Þessi
fullyrðing er byggð á þeim rökum
að almenningur hafi haft ómæld
áhrif á mótun þjóðfélaga með dag-
legri framgöngu sinni. Því er nauð-
synlegt að rannsaka hversdagslega
reynslu fólks, og jafnvel að setja
hana í öndvegi hinnar sagnfræði-
legu greiningar“ (bls. 18).
Það er vissulega rétt að hver ein-
staklingur skipti máli og hafí með
einhverjum hætti áhrif á gang mála
í hverju þjóðfélagi og því verði ekki
fram hjá einstaklingnum litið. Þá
NÆTURGALINN er all sérstök
bók eftir Jón Karl Helgason.
Sögumaður Næturgalans er að
hnýsast í gömul ástarbréf Helga
og Kristínar sem skrifuðust á
um aldamótin síðustu. Bréfln
vekja spurningar og þeim er
fléttað saman við aðrar ástar-
sögur, sumar vel þekktar. Jón
Karl segir verkið fjalla einum
þræði um það hvernig fólk býr
ástina til í orðum. „Ég heillaðist
strax af andrúmloftinu í bréfun-
um og þótti spennandi að kynn-
ast því hvernig ungir Reykvík-
ingar tjáðu sig um tilfinningar
sínar í upphafi aldarinnar.
Þarna leyndist einliver tónn sem
við virðumst hafa glatað, en það
má þó allt eins vera að við höf-
um bara bælt liann niður um
stundarsakir."
Hér er fléttað saman mörgum
ástarsögum, bókmenntalegum og
raunverulegum, með ólíkum
endalokum. Hvers vegna?
„Ástæða þess að ég lét mér
ekki nægja sögu Kristínar og
Helga er sú að ég vildi gefa
henni víðari skírskotun. Enda
þótt tónninn í skrifum þeirra sé
sérstakur þá fann ég eitthvað í
sambandi þeirra sem fiestir, sem
á annað borð hafa orðið ást-
getur verið eiditt að meta þau skil-
yrði, sem fólk bjó við, nema með því
að fjalla um einstaklinginn.
Sigurður Gylfi gagnrýnir það sem
hann kallar hið þrönga sjónarhom
stofnanasögunnar, segir að margir
erlendir sagnfræðingar hafi verið
farnir að draga þá tegund sagn-
fræðirannsókna í efa fyrir um þrjá-
tíu árum og tekur síðan bók Heimis
Þorleifssonar, Saga íslenskrar tog-
araútgerðar fram til 1917, sem
skrifuð var fyrir aldarfjórðungi sem
dæmi um slíka rannsókn (bls. 18).
20 árum síðar eru hinir nýju
straumar ekki orðnir aðgengilegri
en svo að Sigurður Gylfi lendir í
mestu vandræðum með að finna
,,[h]ina aðferðafræðilegu leiðsögn"
til að fást við grasrótarsöguna þeg-
ar hann var að vinna doktorsritgerð
sína og kveðst ekki hafa fundið að-
ferðir við hæfi til að takast á við frá-
sagnarheimildir fyrr en að verkefn-
inu loknu (bls. 48).
Hér verður ekki farið út í hin
ýmsu afbrigði félagssögunnar. Sig-
urður Gylfi drepur á það að einsagan
hafi verið svar við hinni frönsku ann-
ála-sagnfræði, sem hefði yfirsést
hversdagslíf einstaklingsins vegna
áherslu á löng tímabil, stór þróunar-
ferli og víðáttumikil landsvæði.
Hann vitnar í sagnfræðinginn Guido
Ruggiero um það að markmið ein-
sögunnar hafi einkum verið að nota
einstaklinginn í auknum mæli til að
„bera kennsl á stærri formlegri
breytingar í þjóðfélaginu" (bls. 34).
Þessi mælikvarði Ruggieros set-
ur ekki litlar skyldur á herðar ein-
sögunni. Sú hlýtur einmitt að vera
helsta hætta þessarar aðferðar að
frásögnin tapist í einskis nýtum
smáatriðum. Hver einstaklingur á
fullt í fangi með að henda reiður á
atvikum og uppákomum í eigin llfi,
þótt hann fari ekki að tileinka sér
reynslu allra annarra. Það er því
augljóst að einstaklingurinn í verki
einsögumannsins þarf að hafa víð-
tækari skírskotun en sjálfan sig,
jafnvel þótt slakað sé á kröfunni um
það hversu miklar þjóðfélagsbreyt-
ingar verið sé að greina.
Sigurður Gylfi kemst reyndar að
þessari niðurstöðu þegar hann segir
að samspil einstaklings og heildar
verði alltaf eitt af lykilatriðunum í
rannsóknum einsögumanna: „Að
öðrum kosti verður aðeins um að
fangnir, hljóta að
þekkja. Bréfín lýsa
því tímabili þegar
ástin er að verða til,
en á því stigi ein-
kennast sambönd
gjarnan af spennu,
dulúð og jafnvel
leynimakki. Það er
jafnvel til í dæminu
að elskendur búi sér
til vissar hindranir til
að auka á þessa
spennu. Ég fléttaði
aðrar ástarsögur inní
verkið til að draga
fram þessi og fleiri
einkenni en ég vildi
líka velta vöngum yf-
ir því hvort ástin lúti öðrum lög-
málum í bókmenntunum en í
veruleikanuni."
Hvernig valdir þú sögurnar
sem fléttast inn í verkið?
„Þetta eru allt sögur sem ég
þekki og hef haft sérstakt dálæti
á. I raun réðu sumar þeirra
nokkru um það hvernig ég las og
ræða lýsingu á afmörkuðum fyrir-
bærum eða atburðum sem nær ekki
að hefja sig upp fyrir hið lága al-
hæfíngarstig sem einkennir sam-
hengislausa og einstaka atburði"
(bls. 44). En hann kveðst einnig
reiðubúinn að „halda því fram að
það þurfi ekki að réttlæta viðfangs-
efni í sögunni; þau eigi einfaldlega
rétt í sjálfum sér“ (bls. 19).
Sagnfræðin er flókið fyrirbæri og
aldrei verður sagan endursköpuð í
texta þótt hann geti vissulega orðið
endurómur hennar. Sigurður Gylfi
talar um „þröngt sjónarhorn stofn-
anasögunnar". Sjónarhorn einsög-
unnar verður ekki mjög vítt ef ekki
er um leið stuðst við aðrar aðferðir
sagnfræðinnar og nýjar aðferðir
eiga ekki að kalla á það að gömlum
verði hafnað. Hann bendir meira að
segja á það sjálfur að einsagan
standi ekki „ein og óstudd“. Styrkur
hennar liggi hins vegar í „þeim
möguleikum sem hún [veiti] til
dýpkunar skilnings okkar á einstök-
um þáttum sögunnar, hvort sem
viðfangsefnið er mannskepnan, at-
burðir eða fyrirbæri úr hversdags-
lífinu" (bls. 50). Takist að nýta
þessa möguleika getur niðurstaðan
verið mjög forvitnileg. Eins og Inga
Huld Hákonardóttir kemst að orði í
ritgerðinni „Annáll sigranna" er
„hver einasta mannsævi [] í senn al-
menn og einstök" (bls. 229).
í hinum ritgerðum bókarinnar er
tilgangurinn að sýna fram á styrk
einsögunnar. Það tekst misvel, en
allar eru ritgerðirnar læsilegar. Rit-
gerð Moniku Magnúsdóttur, „Það
skynjaði bréfasam-
band Helga og Krist-
ínar. Leikritið um
Cyrano de Bergerac
hafði til dæmis mikil
áhrif á mig en Cyrano
er sérstaklega athygl-
isverð persóna fyrir
það livað hann lifir
mikið í tungumálinu.
Hann virðist á köflum
taka orðin fram yfir
athafnimar, og allt
eins vilja njóta ásta
með orðum og með
áþreifanlegri hætti.“
Formið og úr-
vinnslan er óvenju-
leg. Hvar myndir þú
staðsetja verkið?
„Ég reikna með að Næturgal-
inn sé einhvers staðar mitt á milli
þess að vera ritgerð og skáld-
saga. Kannski lá beinast við fyrir
mig, sem bókmenntafræðing, að
skrifa fræðilega um þennan efni-
við en á hinn bóginn fannst mér
að efnið þyrfti að setja mark sitt
var fæddur krakki í koti: Um fóstur-
böm og ómaga á síðari hluta nítj-
ándu aldar“, dregur upp mynd af því
til hvaða úrræða var gripið vegna
barna, sem höfðu með einum hætti
eða öðrum verið yfirgefin á 18. og 19.
öld, og ógerningur hefði verið að
kalla fram með öðram hætti.
Sigrún Sigurðardóttir fjallar um
vináttuna í ritgerðinni „Tveir vinir:
Tjáning og tilfinningar á nítjándu
öld“. Hún bendir á ýmsar leiðir til
að nálgast áhugavert viðfangsefni,
hina rómantísku vináttu, sem sam-
kvæmt lýsingum hlutaðeigandi yrðu
á vogarskálum gildismats okkar
tíma taldar jaðra við að bera sam-
kynhneigð vitni. Sigrún notar bréf
til að rekja söguna, en sýnir einnig
hvaða áhrifum hægt er að ná fram
með tækni skáldsögunnar og endar
með því að ávarpa viðfangsefni sitt
og segja hvaða áhrif rannsóknirnar
hafi haft á sig, að „[fjrelsi einstak-
lingsins [felist] í vitund hans sjálfs;
ófrelsið í þeirri staðreynd að ein-
staklingurinn fær ekki skilið sjálfan
sig nema út frá stærri heild“ (bls.
169).
Davíð Ólafsson tekur sér fyrir
hendur í ritgerðinni „Að skrá sína
eigin tilveru: Dagbækur, sjálfs-
mynd og heimsmynd á 18. og 19.
öld“ að sýna fram á tengslin milli
þeirra skila sem urðu í þróun ejn-
staklingshyggju og sjálfsvitundar
með nýju hugarfari á 18. og 19. öld
við dagbókarskrif á íslandi. Hann
sýnir fram á tengsl, en þráðurinn
verður að segjast veikur. Það þarf
góðan vilja til að sjá að þær dag-
á sjálf efnistökin. Þess vegna
valdi ég að sviðsetja atburði og
beita fleiri brögðum sem venju-
lega sjást aðeins í skáldverkum.
Ég var hins vegar ekki tilbúinn
að ganga alla leið og skrifa
hreinræktaða skáldsögu. Ég vildi
halda mig á þessum mörkum
milli skáldskapar og veruleika.“
Þrátt fyrir veikindin fyrsta sól-
arhringinn á Kristin hugljúf-
ar minningar frá siglingunni
til Skotlands, augnabliksmyndir: af
frönskum dreng sem er svo hýr
framan í þær stúlkurnar á leiðinni;
af hásetum sem klappa saman lóf-
unum og láta öllum illum látum þeg-
ar þær koma upp á dekk.
I upphafi aldar eru útlönd annar
heimur, sögusvið fremur en veru-
leiki. Þegar þær Imba stíga á land í
Leith er besta veður, landi þeirra
búsettur í Edinborg tekur á móti
þeim, býður þeim heim í lemonade
(glerkanna á dúkuðu borði á sólríkri
verönd) og sýnir þeim síðan borg-
ina, þar sem fallegast er. Síðdegis
taka þær lestina til Glasgow, þú
getur séð þær fyrir þér í huganum,
líkt og á rispaðri ljósmyndaplötu,
tvær stúlkur í peysufötum að spyrja
lögregluþjón til vegar.
Ur Næturgalanum
bækur, sem hann vitnar til, beri
umræddri þróun órækt vitni.
í bókinni fjallar Kristrán Halla
Helgadóttir um hagi prestsekkna
þar sem fram kemur sú barátta, sem
ekkjur þurftu að heyja ætluðu þær
að ná fram rétti sínum. Jón Aðal-
steinn Bergsveinsson fjallar á upp-
lýsandi hátt um sjálfsævisögu
Matthíasar Jochumssonar og Svavar
Hávarðsson um lífsbaráttu þá, sem
kemur fram í dagbók Björns Hall-
dórssonai' í Loðmundarfirði.
Einsaga er læsileg bók og varpar
ljósi á þessa grein sagnfræðinnar,
sem býður upp á ýmsa möguleika
hér á landi. Nafnið einsaga er senni-
lega komið vel á veg með að festast í
sessi, en það er ekki viðunandi og er
ekki laust við að því iylgi ákveðinn
hroki. Sá, sem ekki er einsaga, er
tvísaga, eða jafnvel margsaga. Ein-
saga er þýðing á orðinu microhi-
story. Bein þýðing væri sennilega
smásaga, en það orð hefur öðrum
skyldum að gegna. Örsaga er
kannski fullveiklulegt orð. Helsta
réttlæting orðsins einsaga er að ver-
ið sé að segja eina sögu, en orðið er
ófullnægjandi og er því auglýst eftir
nýju heiti.
Einsagan er þarft framlag til
sagnfræðinnar, en það eru margir
aðrir nýir straumar í greininni. Hafí
þeir, sem leggja stund á þessa sagn-
fræði, umburðarlyndi gagnvart öðr-
um greinum og noti það, sem þær
hafa upp á að bjóða, má spá góðu
um framhaldið. Þessi bók er varða á
þeirri leið.
Karl Blöndal
Nýjar bækur
• NÓTTIN lifnar við er unglinga-
bók eftir Þorgrím Þráinsson.
Bókin er sjálf-
stætt framhald
Margt býr í
myrkrinu, er út
kom í fyrra.
I kynningu seg-
ir: „Sagan fjallar
um þrjá unglinga
úr Reykjavík og
franska vinkonu
þeirra sem leggja
leið sína að Búð-
um á Snæfellsnesi
þar sem þau ætla að dveljast yfir
verslunarmannahelgina. Þau eru
ekki fyi'i’ komin á staðinn en dulai'-
fullir atburðir fara að gerast og
gegn vilja sínum dragast félagarnir
inn í atburðarás sem engan þehra
óraði fyrir að gætu átt sér stað.“
Þetta er tólfta bók Þorgríms. Auk
Islensku barnabókaverðlaunanna
fyrir bókina Margt býr í þokunni,
hefur Þorgrímur hlotið verðlaun
Skólamálaráðs Reykjavíkur og
menningarverðlaun VISA fyrh' bæk-
ur sínar.
Utgefandi er Fróði. Bókin er 174
bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda.
Kápuhönnun annaðist Auk hf. - Aug-
lýsingastofa. Verð 1.980 kr.
Ast í meinum
Jón Karl
Helgason