Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20     FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að hamlað verði gegn
gengishækkun með inngripum á gjaldeyrismarkaði
Reglur um lausafjarkvöð
ekki samkeppnishamlandi
BIRGIR ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segir líklegt að hækkun
vaxta muni hafa í för með sér aukið
gjaldeyrisinnstreymi, en Seðla-
bankinn hafi ekki áhuga á að gengi
krónunnar hækki að ráði frá því
sem nú er og því muni bankinn
hamla gegn því með inngripum á
gjaldeyrismarkaði og styrkja með
því gjaldeyrisforðann frekar en að
láta gengið hækka að marki. Hann
segir að nýjar reglur Seðlabankans
um lausafjárkvöð lánastofnana hafi
það markmið að hvetja til varúðar
og ráðdeildar, og þær muni ekki á
neinn hátt virka samkeppnis-
hamlandi í samkeppni við banka er-
lendis sem þurfi að lúta svipuðum
reglum.
Seðlabankinn birti í fyrradag nýj-
ar reglur um lausafjárkvöð lána-
stofnana og taka reglurnar gildi 21.
mars næstkomandi. Gert er ráð fyr-
ir aðlögunartímabili og að reglurnar
verði að fullu komnar til fram-
kvæmda í lok maí. Er það mat Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins að
þróun á mörkuðum á næstu 4-6 vik-
um muni endurspegla þá óvissu sem
nú sé um það hvernig þessi breyting
muni koma við einstaka aðila, en
óvissan minnki svo þegar frá líður.
Nokkrar breytingar urðu á pen-
inga- og skuldabréfamarkaði í kjöl-
far aðgerða Seðlabankans. Að því er
fram kom í Morgunfréttum við-
skiptastofu íslandsbanka í gær
höfðu aðgerðirnar óveruleg áhrif á
lengstu skuldabréfin en þær ollu
hins vegar töluverðri hækkun á
vöxtum til skemmri tíma.
Líklegt að vaxtahækkun þýði
aukið gjaldeyrisinnstreymi
Birgir ísleifur sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að megintil-
gangur aðgerða Seðlabankans nú
væri að stuðla að áframhaldandi
stöðugleika í íslensku efnahagslífi,
sem meðal annars hefði einkennst
af lltílli verðbólgu.
„Ýmsir hafa tjáð sig um áhrif
þeirra aðgerða sem Seðlabankinn
beitti sér fyrir síðastliðinn þriðju-
dag. Ekki komast allir að sömu nið-
urstöðum í sínum spám, enda ekki
við því að búast, því erfitt er að sjá
langtfram í tímann í þessum efn-
um. Ég tek þó eftir því að enginn
hefur dregið í efa að aðgerðirnar
verði til að draga úr útlánum. Ef út-
lán dragast saman þá mun sú þróun
ein og sér draga úr viðskiptahalla,"
sagði hann.
Birgir ísleifur sagði að hvað
snerti vaxtahækkun Seðlabankans
þá hefðu ýmsir óttast að gengi
krónunnar myndi styrkjast um of,
og að það myndi þegar til lengdar
lætur hafa í för með sér aukinn við-
skiptahalla. Hann sagði að víst væri
það svo að styrking gengisins gæti
til lengdar ýtt undir viðskiptahalla,
en þó væri ljóst að ýmis önnur atriði
í efnahagsmálum réðu þar meiru
um heldur en gengi krónunnar.
„Líklegt er að hækkun vaxta hafi
í fór með sér aukið gjaldeyrisinn-
streymi, meðal annars vegna þess
að ýmsir muni frekar vilj'a taka lán
erlendis en hér. Seðlabankinn hefur
ekki áhuga á að gengi krónunnar
hækki að ráði frá því sem nú er.
Hann mun hamla gegn því með inn-
gripum á gjaldeyrismarkaði, þ.e.
kaupa gjaldeyri á markaðnum, og
þar með frekar styrkja gjaldeyris-
forðann en að láta gengið hækka að
marki," sagði Birgir ísleifur.
Vaxtamunur óhjákvæmilegur
við núverandi kringumstæður
Hann sagði að vaxtamunur milli
íslands og helstu viðskiptalandanna
væri óhjákvæmilegur undir þeim
kringumstæðum  sem  nú  væru  í
%   (T'

efnahagsmálum. Efnahagsþróunin
væri með gjörólíkum hætti hér og í
Evrópu, og þar væri nú spáð minnk-
andi hagvexti og atvinnuleysið þar
væri geigvænlegt. Aðgerðirnar sem
framkvæmdar væru í peningamál-
um þar miðuðust allar við að reyna
að afstýra því að efnahagslífið færi
lengra niður og að setja aukinn
kraft í það.
„Þess vegna hafa vextir verið að
lækka í löndunum í kringum okkur
og vaxtamunur þar með aukist. Á
íslandi er rekið sjálfstætt efnahags-
og peningakerfi, og hér er þróunin
allt önnur. Hér er þensla, ekkert at-
vinnuleysi, og viðfangsefnin því þau
að reyna að sporna gegn þenslunni
og viðhalda jafnvæginu í efnahags-
lífinu. Þess vegna þurfum við að
hækka vexti til að hamla gegn þeim
vandamálum sem hér er við að
glíma. Við sjáum að vextir ganga á
víxl í löndunum í kringum okkur.
Pað er ekki langt síðan Bretland
var með vexti á svipuðu róli og við á
peningamarkaði, og Norðmenn hafa
til skamms tíma verið með allmiklu
hærri vexti á sínum peningamark-
aði. Nú hafa efnahagshorfur í Bret-
landi gerbreyst til hins verra, og
vextir verið lækkaðir vegna þess.
Allt fer þetta eftir því við hvað er að
glíma á efnahagssviðinu í hverju
landi fyrir sig, og í þeim efnum hlýt-
ur hver að vera sjálfum sér næst-
ur," sagði Birgir ísleifur.
Kvaðir um lausafé gilda
í flestum löndum
I Morgunblaðinu í gær kom fram
talsverð gagnrýni fjármálastofnana
á boðaðar reglur Seðlabankans um
lausafjárskyldu lánastofnana. Birg-
ir fsleifur sagði að hinar nýju reglur
um Iausafjárkvöð hefðu verið all-
lengi í undirbúningi, meðal annars
hjá bankaeftirlitinu á meðan það
var í Seðlabankanum.
„Hvarvetna þar sem seðlabanka-
menn og þeir sem vaka eiga yfir ör-
yggi lánakerfa koma saman hefur
Landsbankinn
hækkar vexti
LANDSBANKI Islands hf. hefur
ákveðið að bregðast við breyting-
um á vöxtum Seðlabanka íslands
og mun hækka vexti óverð-
tryggðra innlána og útlána um
0,4% 1. mars nk. Kjörvextir al-
mennra skuldabréfalána hækka
um 0,4% eða úr 8,75% í 9,15%.
Vextir víxla, yfirdráttarlána og
innlendra afurðalána hækka
einnig um 0,4% svo og vextir inn-
lána á Kjörbók. Þá hækkuðu
óverðtryggðir innlánsreikningar
um 0,4%.
Semkunnugt er hefur Seðla-
banki íslands tilkynnt um að-
gerðir til að draga úr innlendri
eftirspurn, sporna við útlána-
þenslu bankakerfisins og styrkja
gjaldeyrisstöðu bankans. Aðgerð-
ir þessar voru tvíþættar. Annars-
vegar ákvað Seðlabankinn að
hækka vexti í viðskiptum bindi-
skyldra stofnana um 0,4% og
hinsvegar innleiddi bankinn að
nýju reglur um lausafjárskyldu.
SI ík a r reglur voru í gildi um
nokkurra ára skeið en voru
aflagðar fyrir réttu ári.
Samband íslenskra viðskipta-
banka sendi Seðlabankanum bréf
í gær þar sem fram kemur að
bankar og sparisjóðir gæti þess
alltaf að eiga nægjanlegt laust fé
til þess að mæta úttektum líkt og
kveðið er á um í lögum. Því telur
sambandið ekki nauðsynlegt að
setia sérstakar reglur til að
tryggJ8 að svo sé. Að sögn Finns
Sveinbjörnssonar, framkvæmda-
st jóra Sambands íslenskra við-
skiptabanka, telur sambandið
lausafjárreglurnar sem Seðla-
bankinn er að setja því fyrst og
fremst af peningapólitískum
toga. Það sé megintilgangur
þeirra, ekki varúðarsjónarmið
líkt og fram hafi komið hjá Seðla-
bankanum. „Slíkt stjórntæki er
úrelt eins og Seðlabankinn viður-
kenndi fyrir ári síðan þegar hann
felldi þágildandi reglur um laust
fé úr gildi."
Landsbankinn er samþykkur
þeirri afstöðu sem kemur fram í
bréfi Sambands íslenskra við-
skiptabanka í gær að þær lausa-
fjárreglur sem Seðlabankinn hafi
sett séu óþarfar til að bregðast
við núverandi aðstæðum. I
fréttatilkynningu frá Landsbank-
aniim kemur fram að bankinn
fagnaði því á si'num tíma þegar
lausafjárskylda Seðlabankans
var aflögð og ný og virkari
stjórntæki peningamála innleidd.
„Frá þeim tíma hefur bankinn
byggt upp sínar eigin reglur um
lausafjárstöðu sem taldar eru
uppfylla ströngustu kröfur um
öryggi.
Að mati Landsbankans gætu
nýjar reglur Seðlabanka jafnvel
seinkað og torveldað þróun milli-
bankamarkaðarins sem að mati
bankans þarf að fá að dafna við
eðlilegar aðstæður," segir í
fréttatilkynningu Landsbankans.
eitt aðalumræðuefnið á undanförn-
um árum verið setning varúðar-
reglna til að tryggja ráðdeild í Iána-
stofnunum. Margvíslegar slíkar
reglur hafa verið settar á undan-
förnum árum, ýmist af seðlabönk-
um eða fjármálaeftirliti viðkomandi
ríkja. Meðal reglna af þessu tagi
eru reglur sem eiga að tryggja að
bankar hafi ávallt laust fé til að
standa við skuldbindingar sínar,
með öðrum orðum kvaðir um lausa-
fé. Slíkar kvaðir gilda í flestum
löndum í einu eða öðru formi og
teljast JDar ekki gamaldags," sagði
Birgir Isleifur.
Hann sagði að til dæmis í Bret-
landi, þar sem bankastarfsemi ætti
sér aldagamla hefð, hefði agavald
Englandsbanka yfir lánastofnunum
verið mjög mikið, án þess að um það
gildi skráðar reglur í öllum grein-
um. Ef eitthvað færi úrskeiðis, t.d.
ef lausafé banka færi niður fyrir
æskileg mörk, gripi Englandsbanki
einfaldlega einhliða til aðgerða,
meðal annars með því að útiloka
viðkomandi banka frá lausafjárfyr-
irgreiðslu þar til viðkomandi banki
væri búinn að koma sínum málum í
lag.
„Enginn banki vill lenda í slíku,
og þetta agavald sem byggist á
gömlum hefðum er mjög áhrifaríkt í
Bretlandi. I Þýskalandi eru hins
vegar skráðar reglur sem eru flókn-
ari og að sumu leyti smásmugulegri
en þær reglur sem nú hafa verið
settar hér. Við höfum lýst því yfir
við bankana að við erum reiðubúnir
að athuga þær betur, og hugsanlega
aðlaga okkar reglur þeim reglum
sem gilda í Þýskalandi. Eg fullyrði
að það regluverk sem bankar starfa
eftir erlendis er miklu viðameira og
flóknara en það sem gildir hér á
landi. Lausafjárkvaðareglur hér
hafa það markmið að hvetja til var-
úðar og ráðdeildar, og þær munu
ekki á neinn hátt virka samkeppnis-
hamlandi í samkeppni við banka er-
lendis sem þurfa að lúta svipuðum
reglum," sagði hann.
Erlendar skuldir bankanna
rúmlega 100 milljarðar króna
Seðlabankinn hafði áður reglur
um lausafjárkvaðir en þær voru
afnumdar í mars 1998, og sagði
Birgir ísleifur að eins og þær hefðu
verið útfærðar hefðu þær verið
bæði gamlar og úreltar og ekki
lengur þjónað tilgangi sínum. Nýju
reglurnar væru töluvert frábrugðn-
ar þeim eldri, og þó þær myndu
hafa einhver peningapólitísk áhrif
nú í upphafi á meðan bankar væru
að laga sig að þeim, þá þá væri það
ekki tilgangur þeirra til langframa
heldur væru þetta fyrst og fremst
varúðarreglur.
„Erlendar skuldir bankakerfisins
hafa aukist mikið á undanförnum
árum og voru þær í heild yfir 100
milljörðum króna í lok janúar.
Seðlabankinn hefur mestar áhyggj-
ur ef skammtímaskuldir verða of
miklar. Reynsla annarra þjóða sýn-
ir að ef eitthvað bjátar á á erlend-
um lánamörkuðum þá er erlenda
skammtímafjármagnið fyrst að
þurrkast upp og það getur haft afar
slæm áhrif. Að mati Seðlabankans
hefur of stór hluti erlendu skuld-
anna verið til skamms tíma að und-
anförnu, en mér er þó kunnugt um
að sumar stofnanir eru að vinna að
því að breyta stuttum erlendum
lánum í langtímalán og því mun
þessi tala lækka í náinni framtíð.
Við töldum hins vegar nauðsynlegt
að ýta á eftir þeirri þróun og
tryggja meira aðhald í þessum efn-
um framtíðinni. Lausafjárreglurnar
eiga meðal annars að stuðla að því,"
sagði Birgir ísleifur.
Umskipti í rekstri
Sparisjóðs Keflavíkur
80 milljóna
króna
hagnaður
HAGNAÐUR Sparisjóðsins í
Keflavík á síðasta ári nam 80 millj-
ónum króna að teknu tilliti til
skatta. Reiknaður tekjuskattur var
28,5 m.kr. og eignaskattur 2,4 millj-
ónir. Hagnaður fyrir skatta nam
því 111 m.kr. Til samanburðar má
nefna að tap var á rekstri fyrirtæk-
isins árið 1997 sem nam 77 m.kr.
fyrir skatta og 55 m.kr. eftir reikn-
aða skatta.
Að sögn Geirmundar Kristins-
sonar, sparisjóðsstjóra, skýrast
umskiptin fyrst og fremst af því að
ráðist var í umfangsmikla endur-
skipulagningu á rekstri fyrirtækis-
ins árið 1997 og tekið á fortíðar-
vanda Sparisjóðsins. „Aðgerðirnar
hafa skilað skilvirkari starfsemi í
rekstrinum auk þess sem tekist
hefur að draga verulega úr afskrift-
um. Framlag í afskriftareikning út-
lána var 52 milljónir króna á síðasta
ári, samanborið við 186 milljónir ár-
ið 1997. Sem hlutfall af niðurstöðu
efnahagsreiknings minnkaði fram-
lagið úr því að vera 2,20% 1997 í
0,56% í fyrra."
Geirmundur kveðst bjartsýnn á
að yfirstandandi rekstrarár verði
Sparisjóðnum hagstætt ef ytri skil-
yrði verða áfram góð.
Samkvæmt fréttatilkynningu
námu vaxtatekjur sparisjóðsins 871
m.kr. á síðasta ári og vaxtagjöld
voru 500 milljónir. Hreinar vaxta-
tekjur námu því 371 milljón króna á
árinu, en voru 334 milljónir árið
1997. Vaxtamunur, þ.e. hreinar
vaxtatekjur í hlutfalli af meðalstöðu
fjármagns, var 4,18%. Aðrar
rekstrartekjur voru 215 milljónir á
árinu og önnur rekstrargjöld 423
milljónir.
Innlán jukust um 10,5%
Heildarinnlán í Sparisjóðnum í
árslok 1998 ásamt lántöku námu 7,9
milljörðum króna. Þannig jukust
innlán um 754 milljónir eða um
10,5% frá árinu 1997.
Útlán Sparisjóðsins ásamt mark-
aðsskuldabréfum námu 7,6 millj-
örðum króna í árslok 1998 og höfðu
aukist um 990 milljónir frá fyrra ári
eða um 14,9%, að því er segir í
fréttinni. í árslok var niðurstöðu-
tala efnahagsreiknings 9,3 milljarð-
ar króna og hafði hún hækkað á ár-
inu um 899 milljónir eða 10,6%.
Eigið fé Sparisjóðsins í árslok nam
604 milljónum. Eiginfjárhlutfall
samkvæmt CAD-reglum er 9,71%
en var 8,82% árið áður.
Leiðrétt
í VIÐSKIPTABLAÐI Morgun-
blaðsins í gær birtist röng mynd
með frétt um Margréti Jónsdóttur,
forstöðumann reikningshalds og
áætlanagerðar hjá Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
MARGRET Jónsdöttír er við-
skiptafræðingur frá HÍ 1983. Hún
starfaði áður hjá Iðnlánasjóði sem
forstöðumaður hagsviðs 1988-1990
og fjármálasviðs 1990-1997. Maki
hennar er Elías H. Leifsson og eiga
þau tvo syni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68