Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10     ÞRIÐ JUD AGUR 31. OKTÓBE R 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Aðeins um
hálft starf
að ræða
FLUTNINGUR fjarvinnsluverkefna
út á land var á dagskrá í óundir-
búnum fyrirspurnatíma á Alþingi í
gær en Kristján L. Möller, Samfylk-
ingu, innti Sólveigu Pétursdóttur
dómsmálaráðherra þá eftir því hvað
liði úrvinnslu í ráðuneytinu á hug-
myndum um flutning svokallaðrar
Landskrár lausafjármuna til Ólafs-
fjarðar sem Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti
á borgarafundi þar í mars. Sólveig
upplýsti hins vegar að því miður hefði
komið í ljós að þetta verkefni myndi
aðeins skapa háifsdagsstarf fyrir einn
mann.
Svar dómsmálaráðherra gaf Krist-
jáni tilefni til að gagnrýna rflásstjórn-
ina fyrir það hversu lítíð hefði í raun
komið út úr loforðum um flutning
fjarvinnsluverkefna á vegum ríkisins
út á land. Hvað þetta tiltekna mál
áhrærði hefði iðnaðarráðherra á sín-
um tíma talað eins og um stórt verk-
efni væri að ræða en þegar til kæmi
væri einungis um hálft starf að ræða.
Sólveig varði hins vegar aðgerðir
ríkisstjórnarinnar og iðnaðarráð-
herra, sem fer með byggðamál, en
sagðí jafnframt að þessí mál væru síð-
ur en svo auðveld viðfangs.
Einkavætt sjúkrahús ekki fýsi-
legur kostur að mati ráðherra
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra sagði á Alþíngi í gær að
það væri ekki stefna ríkisstjórnarinn-
ar að einkavæða heilt sjúkrahús enda
ekki hægt að sjá að slíkt væri fýsileg-
ur kostur. Áfram yrðu hins vegar
gerðir einstakir samningar við aðila
innan heilbrigðiskerfisins, eins og t.d.
hefði verið gert í öldrunarþjónust-
unni um árabil.
Kom fram í máli ráðherra í gær að
hún gefur lítið fyrir nauðsyn þess að
auka samkeppni í heilbrigðisgeiran-
um. Ráðherrann var að svara óundir-
búinni fyrirspurn Bryndísar Hlöð-
versdóttur, þingmanns Samfylking-
ar. Bryndís hafði sagt að sá orðrómur
bærist nú hratt um þjóðfélagið að í
bígerð væri að koma á einkareknu
sjúkrahúsi. MiMll áhugi væri á slíkum
rekstri meðal tiltekinna fagmanna og
þegar hefði verið leitað til fjárfesta í
þessu skyni.
Lýsti hún eftir stefnu stjórnvalda
gagnvart þessum hugmyndum og
spurði heilbrigðisráðherra hvort til
greina kæmi af hennar hálfu að veita
slíku sjúkrahúsi starfsleyfi ef eftir því
yrði Ieitað, en Bryndís spáði því að
það myndi gerast.
orðið varir við ágreining á milli ríkis-
stjórnarflokkanna í þessum efnum,
ALÞINGI
Ingibjörg tók fram að ekki væri
unnið að því á vettvangi ríkisstjórnar
að einkavæða heilt sjúkrahús. „Það
kann að vera áhugi hjá mörgum aðil-
um í þjóðfélaginu hvað slíkt varðar en
við höfum skoðað einkavæðingu á
stórum sjúkrahúsum erlendis og höf-
um ekki getað séð að þjónustan væri
þar betri. Það kostar heldur alls ekki
minna að reka slíkt sjúkrahús en gert
er hér á landi í dag," sagði hún og
bætti því við að auk þess vantaði
mannskap til að starfrækja slíkt
sjúkrahús.
Bryndís vakti athygli á því að hún
væri að spyrja um einkarekið sjúkra-
hús sem veita myndi ríkissjúkrahús-
Bryndís
Hlöðversdóttir
Ingibjörg
Pálmadóttir
Morgunblaðið/Kristinn
Jdn sljdrnar Skdlatujdmsveil Mosfellsbæjar. Hann er nefndur „guðfaðir" hljómsveitarinnar og lánaði pen-
inga fyrir fyrstu hljdðfærakaupum hennar.
Heiðurs-
borgari
í Mos-
fellsbæ
JÓN M. Guðmundsson, bóndi á
Reykjum, var útnefndur heiðurs-
borgari Mosfellsbæjar sfðastliðinn
sunnudag. Jóni var haldið kuf'fí-
samsæti í fdlagsheimilinu Hlégarði
og heiðruðu hann um 150 manns.
Við sama tækifæri sæmdi Ellert B.
Schram, formaður íþrdtta- og dl-
ympíusambands fslands, Jón heið-
urskrossi sambandsins.
Ákvörðun um þetta var tekin á
bæjarstjdrnarfundi 19. september
síðastliðinn þegar Jón varð átt-
ræður. Fyrri heiðursborgari Mos-
fellsbæjar var Iíalldór Laxness rit-
höfundur.
Þröstur Karlsson, forseti bæjar-
stjdrnar, segir að Jón hafi verið
sveitarstjdrnarmaður og oddviti
til fjölda ára. Hann hafí verið f far-
arbroddi í sveitarfélaginu á mikl-
um umbrotatímum þegar Mosfells-
sveit varð að bæ.
„Eg er einn af þessum mönnum
sem hafa aldrei unnið neina hetju-
dáð og aldrei lagt mig fram um að
verða verðlaunagripur. Eg hef
bara gert skyldu mína. Þess vegna
Morgunblaðið/Kristinn
Þröstur Karlsson, forseti bæjarstjdrnar Mosfellsbæjar, afhendir
Jóni skjal til staðfestingar á heiðursborgaranafnbótinni.
er ég svona hissa á þessu," sagði
Jón í samtali við Morgunblaðið.
Jón fæddist í Reykjavík 19. sept-
ember 1920 en flutti í Mosfellssveit
fimm ára gamall. Hann er búfræð-
ingur frá Bændaskólanum á
Hvanneyri 1942 og stundaði nám í
búnaðarhagfræði og alifuglarækt
við háskólann í Wisconsin 1947.
Hann fór í framhaldsnám í slátrun,
fóðrun og verkun á fuglakjöti í
Bandaríkjunum 1961. Hann tók
dómarapróf í frjálsum íþrdttum
1943 og varð alþjóðadómari 1954.
Hann hefur verið bóndi á Reykjum
frá 1947. Hann var oddviti Mos-
fellshrepps frá 1962-1981, hrepp-
srjdri frá 1984-1990 og vann að fé-
lagsstörfum á vegum UMF
Aftureldingar frá 1933-1970 auk
margvíslegra annarra starfa.
Hann hefur einnig hlotið fjölda
viðurkenninga af ýmsu tagi.
Jdn var fréttaritari Morgun-
blaðsins um áratugaskeið. „Fyrsta
stóra fréttin sem ég sendi til Morg-
unblaðsins var þegar Hlégarður
var vígður 1951. Þegar sú breyt-
ing varð á fréttaþjónustunni að við
fréttaritarar áttum að segja hlut-
laust frá ölluiii fréttum og máttum
ekki mála eigin skoðanir inn í þær
fdr að kárna gamanið hjá mér. Ég
hafði tilhneigingu til þess að segja
hvernig mér persdnulega Iitist á
hin og þessi mál. Mér gekk mjög
illa að venja mig á þetta. Síðan
kom að því að ég hafði ekki eins
gaman af þessu og áður. Þá var ég
gerður að heiðursfélaga í félagi
fréttaritara Morgunblaðsins,"
sagði Jdn.
inu í Reykjavík samkeppni. Sagðist
hún skilja orð ráðherra þannig að hún
teldi ekM koma til greina að veita
einkareknu sjúkrahúsi starfsleyfi.
Bryndís sagði mikilvægt að þetta
kæmi skýrt fram þar sem menn hefðu
sjálfstæðismenn hefðu viljað einka-1
væða frekar í heilbrigðiskerfinu en i
ff amsóknarmenn staðið á bremsunni.
„Ég lít svo á að hæstvirtur ráð-'
herra hafi verið að lýsa því yfir hér að
það væri ólíklegt að hún myndi gefa :
út starfsleyfi fyrir einkarekið sjúkra- ;
hús," sagði hún.
í lokaorðum sínum sagði Ingibjörg ¦
Pálmadóttir að hvað varðaði sam-
keppni þá teldi hún það nú ekki það
sem vantaði helst í heilbrigðisþjón-
ustunni. „En við höfum gert samn- <
inga og munum áfram gera samninga
við einstaka aðila, eins og við höfum
gert t.d. í öldrunarþjónustunni síðast-
liðin 30-40 efekki 80 ár."
Gengi krónunnar rætt á Alþingi
Ekki tilefni til að-
gerða á þessu stigi
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
telur ekki sérstaka ástæðu til þess
eins og mál standa nú að efna til sér-
stakra aðgerða vegna gengislækk-
unar íslensku krónunnar en þau mál
voru gerð að umtalsefni í óundirbún-
um fyrirspurnatíma á Alþingi í gær.
Benti Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, þá á að gengi krón-
unnar væri nú 7,6% lægra en það var
um síðustu áramót og 2,7% lægra en
það var þegar fjárlagafrumvarp var
lagt fram nú í haust.
Steingrímur vildi vita hvort ríkis-
stjórnin hygðist bregðast við þessu
gengisfalli krónunnar og velti hann
t.d. fyrir sér hvort rétt væri að end-
urmeta   þjóðhagsforsendur.   Sagði
hann þessa þróun alvarlega fyrir I
verðbólgustig í landinu og forsendur <
kjarasamninga. Geir benti hins veg-1
ar  á  að  þjóðhagsforsendur væru
jafnan endurmetnar áður en fjár-
lagafrumvarpið væri afgreitt frá Al-
þingi og um það væri Steingrími vel
kunnugt. Gengisþróun yrði að sjálf-
sögðu tekin með í þeim reikningi
eins og margt annað.
„Þá kemur í ljóst hvort þessi
breyting, sem orðið hefur á gengi
krónunnar, skiptir einhverju veru-
legu máli að því er varðar gengis-
forsendurnar. En það er ekkert til- ;
efni til að rjúka sérstaklega til núna
og grípa til einhverra aðgerða,"
sagði Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra.
Heildstæð stefna
í málefnum barna
RÍKISSTJÓRNINNI verður falið
að undirbúa heildstæða og sam-
ræmda opinbera stefnu í málefnum
barna og unglinga ef þingsályktun-
artillaga sem mælt var fyrir á Al-
þingi í gær verður samþykkt. Jó-
hanna Sigurðardóttir, Samfylkingu,
er fyrsti flutningsmaður tillögunnar
en hún nýtur fulltingis fimm ann-
arra þingmanna og koma þeir úr
öllum fimm þingflokkunum.
í tillögunni segir að markmið
stefnumótunar verði að tryggja hag
og velferð barna og unglinga á öll-
um sviðum þjóðlífsins og búa þeim
sem best og jöfnust skilyrði til upp-
vaxtar og þroska. í því skyni verði
skipuð nefnd með aðild forsæt-
isráðuneytis, félagsmálaráðuneytis,
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytis, dómsmálaráðuneytis,
menntamálaráðuneytis,   umhverfis-
ráðuneytis og Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Á grundvelli stefnu-
mótunar þessara aðila verði gerð
fimm ára framkvæmdaáætlun og
hún lögð fyrir Alþingi til staðfest-
ingar eigi síðar en á haustþingi árið
2001.
Fram kemur í greinargerð að til-
lagan var lögð fram á síðasta lög-
gjafarþingi og að hún hafi þá hlotið
einstaklega góðar viðtökur um-
sagnaraðila. Kom einnig fram í
framsöguræðu Jóhönnu í gær að
ríkisstjórnin hefði raunar skuld-
bundið sig í skýrslu, sem flutt var á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna, til.
að fá samþykkta tillögu um þetta
efni á fyrri hluta árs 2000.
Iþingí
Dagskrá
ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í
dag kl. 13.30. Eftirfarandi mál eru
þar á dagskrá:
1.  Iðgjaldahækkanir tryggingafé-
laganna, beiðni um skýrslu. Hvort
leyfð skuli.
2.   Almannatryggingar. Frh. 1.
umræðu (atkvgr.)
3. Heildarstefnumótun í málefnum
barna og unglinga. Frh. fyrri um-
ræðu (atkvgr.)
4. Könnun á umfangi vændis. Frh.
fyrri umræðu (atkvgr.)
5. Fjáraukalög2000.1. umræða.
6. Ríkisábyrgðir. 1. umræða.
7. Tekjuskattur og eignarskattur.
1. umræða.
8. Virðisaukaskattur. 1. umræða.
Kjaradeila
kennara
rædd
á morgun
FYRIRHUGAÐRI utandag-
skrárumræðu um kjaradeilu
kennara, sem gert hafði verið
fáð fyrir að færi fram á Alþingi
í dag, hefur verið frestað vegna
fjarveru Björns Bjarnasonar
menntamálaráðherra en hann
er erlendis. Umræðan mun í
staðinn fara fram á morgun,
miðvikudag, og er ráðgert að
hún hefjist kl. 13.30.
Menntamálaráðherra verður
til andsvara en málshefjandi er
Einar Már Sigurðarson, Sam-
fylkingu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
42-43
42-43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84