Fréttablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-. uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingaikostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. 1 BRÉF TIL BLAÐSINS~[ EKKI ÍSLENDINGUR Baldri finnst grunnskólinn orðinn að framlengingu á útlendingaeftirlitinu. Eru börnin velkomin? Baldur hringdi: LE5ANÐI Nú á að krefjast þess að foreldrar barna staðfesti lögmæti veru sinnar hér á landi áður en börn þeirra fá inngöngu í grunn- skóla borgarinnar. Það er verið að gera skólann að einhvers konar framlengingu á útlendingaeftirlit- inu og börnin að villibörnum. Þetta er gert undir því yfirskyni að það sé verið að vernda börnin! Það er yfirmáta heimskulegt. Hvar á að draga mörkin? Eiga þessi börn ekki heldur að njóta heilbrigðisþjónustu? Skólakerfið á að bjóða þessi börn velkomin. Það er betra að fá þau fram í dags- ljósið, þau njóti samvistar við önnur börn og öðlist þekkingu. Ekki er betra að þau séu falin! ■ C A F f p r m o þar sem hressa fólkið hittist. Margrómaðar súpur og hád. réttir v. daga kl. 12-14 Opið virka daga 10-23, laug.-sunnd. 12-18 HLÍÐASMÁRA 15 sími 555 4585 10 FRÉTTABLAÐIÐ 15. janúar 2002 ÞRIDIUDAGUR rnnr. ’.cimci.' ? r nn«« !<»■»*"»-* Mokum yfir rústirnar Eg á eina sorglega minningu frá París. Ég stóð rétt fyrir innan dyrnar á Notre Dame og horfði inn eftir kirkjuskipinu. Erkibiskupinn af Parísarborg stóð við altarið. Hann söng messu fyrir fáein sókn- arbörn sem sátu á átta bekkjum þar fyrir framan. Aðrir bekkir voru í geymslu út í bæ. Kirkjugólf- ið hafði verið grafið upp. Þar sem áður var steingólf var nú stór gryfja og gulur leir. Nokkrir forn- leifafræðingar og aðstoðarmenn þeirra voru á stangli í gryfjunni; sumir að bursta ryk af steinum; aðrir að mæla með stikum fjar- lægðina frá einum stein að öðrum. Utan um þetta — messuna og forn- leifagröftinn — hringsnérust sjö rútufarmar af japönskum túristum Gunnar Smári Egilsson skrifar um fomminjar I Aðalstræti. og smelltu myndum af dýrðlingum í skápum sínum og fornleifafræð- ingum að störfum sínum. Ég sá engan mynda biskupinn. Síðan hefur mér verið í nöp við frekjuna sem er undirrót túrism- ans; þessa skilyrðislausu kröfu um að fá að sjá allt og skoða — helst að pota líka. Þessi frekja hefur lagt í rúst flesta fegurstu staði jarðar. Þar sem áður voru kirkjur Guði til dýrðar eru nú musteri þeirrar delluhugmyndar að túristi geti skilið það sem hann sér. Og síðan þá hef ég ekki náð til- gangi þess að grafa eftir fornminj- um. Hverju voru þeir sem grófu upp gólfið í Notre Ðame bættari þótt þeir finndu kirkjuna undir þessari — og jafnvel aðra þar fyrir neðan. Það var löngu vitað að það hafa margar kirkjur staðið þar sem Notre Dame er nú. Það hefur heldur enginn efast um að landnámsSkáli hafi verið í Aðalstræti. Þær rústir sem menn hafa nú grafið upp bæta þar engu við — það er líklegra að þær skyggi á hugmyndir okkar af bænum en auðgi þær. Og þótt við drögum túrista að rústunum mun það ekki auðga líf þeirra — eða skilning á sjálfum sér eða okkur. Það er því óþarfi að byggja viðhafnarskála kringum heimsókn túristanna að rústunum. Eðlilegast er að moka aftur yfir grjótið og halda lífinu áfram. ■ DEBET KREDIT [“ I BÆTIFLÁKI Vinnusamur og hæfileikaríkur Smámunasamur og feiminn „Ég held að Björn sé ákaflega vandaður og samviskusamur mað- ur,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir sem hefur verið málsvari andstæðra skoðana í utanríkis- málum. „Hann birtist mér sem ósköp indæll og hlédrægur mað- ur.“ „Björn er feikilega vinnusam- ur, nákvæmur og skipulagður," segir Ásgeir Sverrisson, blaða- maður á Morgunblaðinu sem vann undir stjórn Björns í erlendum fréttum. „Hann er besti stjórn- andi sem ég hef unnið með. Hann á gott með að Ieiða saman hópa og menn til samstarfs. Það hefur komið mörgum á óvart, því marg- ir hafa talið hann kreddufastan. Þar fyrir utan er hann mjög skemmtilegur." Ingólfur Guðbrandsson, ferða- mála- og tónlistarfrömuður hefur verið tengdafaðir Björns í þrjá áratugi. „Heiðarleiki er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar Björn er nefndur. Hann er maður sem má ekki vamm sitt vita í neinu. Hann er mjög hæfi- leikaríkur maður." BJÖRN BJARNASON MEN NTAMÁLARÁÐ HERRA hefur verið mikíð í umræðunni upp á síðkastið. Flest bendir til þess að hann muni gefa kost á sér til forystu í borgar- stjórnarkosningum í vor. „Mér finnst hann vera dálítið stíf- ur og svolítið langrækinn. Mér finnst stundum eins og hann sé að erfa að óþörfu gamlar væringar við andstæðinga í pólitík," segir Steingrímur J. Sigfússon formað- ur Vinstri- grænna „Maður sem er jafn nákvæmur og Björn á það til að vera smá- munasamur og hengja sig í tækni- leg atriði, segir Ásgeir Sverris- son, samstarfsmaður Björns í er- lendum fréttum á Morgunblaðinu. Mér finnst að hann ætti aö láta sína pólitísku sýn og greinandi njóta sín meir innan Sjálf- stæðisflokksins til mótvægis við miðstýringartilhneigingar flokks- „Mér finnast skoðanir hans á utanríkismálum vera forneskju- legar og allt of einlitar," segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og andstæðingur Björns í utanrík- ismálum. „Hann hefur fyrst og fremst tekið mið af utanríkis- stefnu Bandaríkjanna á hverjum tíma.“ „Ég hef þá tilfinningu að hann sé vinnusamur og skipulagður í sinni vinnu,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon formaður Vinstri-grænna. „Hann er fylginn sér og meira fyrir að ná málum fram en vekja á sér athygli." „Þegar Björn fetaði hina póli- tísku braut, hafði ég um það viss- ar efasemdir, þar sem ég taldi erfitt fyrir hann að feta í fótspor föður síns, segir Ingólfur Guðbrands- son, tengdafaðir hans. „Mér fannst það há honum í byrjun að hann er hlédrægur og jafnvel feiminn. En hann hefur vaxið mikið, ekki aðeins af vegsemd, heldur ekki síður af þroska." „Það var feikilega lærdómsríkt að vinna með Birni fyrst og fremst vegna þeirrar framsæknu pólitísku sýnar sem hann hefur," segir Ásdís Halla Bragadöttir, bæjarstjóri í Garðabæ sem var aðstoð- armaður hans í menntamálaráðuneytinu. „Hann er vinnusamur, greindur, skemmtilegur, hefur mikla seiglu og endalaust til í að hlusta á nýj- ar hugmyndir. Björn kemur manni sífellt á óvart enda óvenju víðsýnn maður.“ | „Mér finnst hann hafa mjög fáar veikar hliðar," segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri sem var aðstoðarmaður Björns. ,“Veikar hliðar manna tengj- ast gjarnan styrkleika þeirra. Þannig má segja að sterk pólitísk sýn hans leiði stundum til þess að hann bregst stundum harkalega við skoðunum sem ganga þvert á hans eigin.“ ■ KRISTINN H. GUNNARSSON ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNAR OGFORMAÐUR BYGGÐASTOFN U N AR Valgerður Sverrisdóttir gagnrýndi Kristin í DV fyrir hugmyndir hans um gjaldtöku á byggðakvóta og sagði hann ekki talsmann flokksins. Tala sem for- maður Byggða- stofnunar „í þessu máli er ég að tala sem formaður stjórnar Byggðastofn- unar um mál sem henni er falið að leysa úr. Ég er að lýsa mínum skoðunum um breytingar sem ég tel nauðsynlejgt að gera í ljósi reynslunnar. Eg tel mig hafa fullt umboð til að bera mínar skoðanir í því. Ég geri engar kröfur til þess að allir aðrir séu sammála því. Ég hef viðrað þessi sjónar- mið í stjórn Byggðastofnunar og flokknum, Þetta er ekkert sem þarf að koma mönnum á óvart. Það hafa ekki verið útnefndir talsmenn sérstaklega í einstök- um málaflokkum. Auðvitað er bara formaðurinn talsmaður flokksins. ■ Tölvunámskeið Windows Word Excel Access Power Point Publisher 'Outlook Front Page Internet Tölvupóstur Hannes Hólmsteinn: Sá sigur- stranglegasti verði borg- arstjóraefni „Ég tel að við eigum að bjóða frani sem borgarstjóraefni þann sem er sigurstranglegastur. Það eigum-við að ræða í okkar hóp og komast að niðurstöðu. Þegar við höfum komist að sameiginlegri niðurstöðu þá eigum við að kynna hana,“ segir Hannes Hómsteinn Gissurarson aðspurður um hvern hann vilji sjá sem borgarstjóra- efni Sjálfstæðisflokksins í kosn- ingunum í vor. ■ Tölvuskólinn Sóltúni Word grunnur 21 .jan. Access grunnur 25.jan. HTML grunnur 25.jan. Excel grunnur 28.jan. Front Page grunnur21 .jan. Tölvunám 1 60 st. 16.jan. *Windows *lnternet * Word *Excel Eldriborgarar 23.jan. Skráning stendur yfir í síma 562-6212 alla daga frá kl. 1 3 - 22 Sóltúni 3 105 Reykjavík símí5 62 62 12 netfang: skoli@tolvuskoli.net heimasíða: www.tolvuskoli.net Sérfræðinámskeið Vefsíðugerð: HTML Front Page Dreamweaver Flash Fireworks Photoshop Forritun: Pascal A. Visual Basic PHP & ASP & ■-------J'----------J HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON „Þegar við höfum komist að sameigin- legri niðurstöðu þá eigum við að kynna hana," segir Hannes Hólmsteinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.