Lögberg - 31.08.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 31.08.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR jj - ‘WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST 1933 | , NÚMER 35 Messuboð Næsta sunnudag verður haldin sameiginleg messa í Kirst English Lutheran Church, Maryland og Ellice, kl. ii f. h., sú síÖasta á sumrinu. Dr. Björn B. Jónsson, prestur Fyrsta lúterska safnaðar, kemur heim skömmu eftir mánaSamótin, og flytur guSsþjónustu í kirkju sjnni sunnudaginn þann 10. næsta mánaSar. Séra Rúnólfur Marteinsosn prédikar á íslenzku í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudagskvöld kl. 7. Ásmundur P. Jóhannsson og föruneyti Á sunnudagsmorguninn var, kom hr. Ásmundur P. Jóhannsson heim úr íslandsför ásamt föruneyti sínu, frú SigríÖi Jóhannsson, Walter syni þeirra og Oscari Anderson. Fólk þetta lagSi af staS til íslands þann 16. mai. Sat Ásmundur meS- al annars ársfund Eimskipafélags Islands, sem fulltrúi vestur-íslenzkra hluthafa. Öllu hafSi fólki þessu liðið frábærlega vel i ferðalaginu og notiS af því í hvívetna hins mesta yndis. Vel lét Ásmundur af hag heima- þjóSarinnar; atvinnumálin hefSu frá þvi í fyrra breyzt stórvægilega til hins betra. í Reykjavík væri mikiS af nýjum byggingum í smíð- um, og mætti i raun og veru svo að orði kveÖa, að þar væri hver vinnu- fær hendi aS iðju. Ofþurkar sunn- anlands, einkum framan af sumri, hefðu .tafið tilfinnanlega þurkun fiskjar ; hefSi þetta gengiS svo langt að fiskur úr Reykjavík hefði veriS sendur norður tii Akureyrar til þerris. Afli hefði yfirleitt verið mikill og verS sæmilegt. NokkuS kvað Ásmundur kreppunnar verSa vart til sveita, þó talsvert sýndist vera aS rofa til, meS því að búnaÖar afurðir ýmsar, svo sem ull, færi drjúgum hækkandi í verði. Hag Eimskipafélagsins taldi Ásmundur batnandi til muna, og þakkaÖi þaS aS miklu framsýni og atfylgi fram- kvæmdarstjórans, hr. GuSmundar Vilhjálmssonar. Marga ferS eru þau Jóhannsson hjón búin að fara um Atlantsála, en þessa kváSu þau veröa mundu sér einna minnisstæSasta sökum veður- blíSu og annara aðstæðna. Genginn grafarveg AS morgni síðastliSins laugardags, lézt að heimili sínu við Maymont, Sask., Flon. George Langley, einn af mestu atkvæSamönnum þess fylkis; gegndi hann um langt skeið ráS- gjafa-embætti héraSsmálefna í ráðuneyti þeirra Scott, Martin og Dunnings. Mr. Langley var búsýslumaður mikill og naut í hvívetna mikils álits og trausts. Hann var einn í tölu þeirra, er frumkvæði áttu að stofn- un kornhlööu samtakanna, Sas- katchewan Co-operative Elevator Co., Ltd. Mr. Langley fluttist hingaS til lands frá Englandi árið 1892, og reisti bú í Saskatchewan. Hann var áttatíu. og eins árs að aldri, er dauÖa hans bar aS. Olíuframleiðsla úr kolum er nú ráðgerÖ i stórum stil í Bret- landi, að því er hermt er í Man- chester Guardian 21. júlí. Veitir ríkisstjórnin stuðning til þessarar framleiSslu. “Imperial Chemical Industries, Ltd.” hefir um sex ára skeið látiS vinna aS rannsóknum á því hvernig vinna mætti olíu úr kol- um í stórum stíl. Þar sem fram- leiðendur oliu úr kolum eiga nú stuSning hins opinbera vísan hefir framannefnt félag ákveðiS aS reisa verksmiSju mikla i Billingham-on- Tees, þar sem aSrar verksmiðjur fé- lagsins eru og sérstök skilyrÖi fyrir hendi til þessarar framleiðslu. í fyrstu er ráðgert aS framleiða 100,- 000 smál. á ári af fyrsta flokks olíu. VerksmiSjan mun nota alt aS því 1,000 smálestir af kolum á dag og veita 2,500 námamönnum atvinnu, auk annara, sem vinna í verksmiðj- unni sjálfri við flutning o. fl. Það mun verSa hálfs annars árs verk að koma verksmiSjunni upp og viS það skapast mjkil vinna i járn og stál- iÖnaðinum. ÆtlaS er, að á þessu hálfa öðru ári fái 7,000 menn stöS- uga atvinnu og aðrir 5,000 mikla at- vinnu í sambandi við þetta fyrir- tæki. — FéS leggur Imperial Chemical Industries fram en áætlaS- ur kostnaður er £2,500,000.—Hefir félagiÖ nægilegt eigið fé handa milli til þess að framkvæma þessar fyrir- ætlanir. Senator Robertson Iátinn Á föstudaginn þann 25. þ. m., lézt að heimili sínu í Ottawa, senator Gideori Robertson, fyrrum verka- málaráðgjafi í ráðuneytum þeirra Sir Roberts Borden og núverandi stjórnarformanns, Rt. Flon. R. B. Bennetts. Hinn látni senator haföi veriS næsta veitt á heilsu frá því snemma árs 1931. Á ungum aldri nam sena- tor Robertson símritun og fékst mestmegnis viS þann starfa fram aS þeim tíma, er hann tók aS gefa sig við opinberum málum og gerðist ráðgjafi i stjórn Sir Roberts Borden. Hundrað ára Mrs. Russell Gage, búsett skamt frá bænum Simcoe í Ontariofylki átti hundraS ára afmæli þann 28. þessa mánaSar. Gamla konan nýtur enn sæmilegrar heilsu. Hún á tuttugu og sex barna og barnabarna börn á lífi. A tlantshaf sf lug HóplugiS ítalska er hvarvetna i erlendum blöðum talið með allra merkustu viðburðum í sögu fluglist- arinnar. I tilefni af þessu flugi benda sum blöðin á, aS brautryðj- endur, aS því er hópflug langar leiS- ir snertir, hafi veriS amerísku flug- mennirnir, sem flugu kringum hnöttinn 1924, og lögðu leið sína um ísland, eins og Balbo og menn hans í sumar. Þá geta blöðin og þess, í tilefni af Balbo-fluginu, að frá því fariS var aS fljúga yfir NorSur- Atlantshaf hafi 24 Atlantshafsflug- férÖir (í flugvélum — flugferSir loftskipa ekki taldar) hepnast. Saga þessara flugferða er ekki löng. AS eins 14 ár. VerSur hér til fróSleiks og skemtunar birtur listi yfir At- lantshafsflugferSir þær, sem hepn- ast hafa, á undanförnum 14 árum. Austur yfir Atlantshaf Alcock og Brown. Frá St. Johns, New Foundland, til Galway í írlandi í júní 1919. A egalengd 1960 mílur enskar, Flugtími 16. klst. ög 12 mínútur. Lindbergh. Frá New York til Paris í maí 1927. Vegalengd 3610 e. m. Flugtími 33 klst. 20 mín. Chamberlin og Levine. Frá New York til Eisleben í Þýskalandi, í júni 1927. Vegalend 3911 e. m. Flugtimi 42 klst. 31 mín. Byrd, Noville, Acosta og Balchen. Frá New York til Versur-Mer í Frakklandi í júní 1927. Vegalengd 3477 e. m. Flugtími 36 klst. 6 mín. Brock og Schlee. Frá Harbour Grace, New Foundland til London, í ágúst 1927. Vegalegnd 2,400 e. m. Flugtími 23 klst. 9 mín. Stultz, Gordon og Amelia Ear- hart. Frá Trepassey, Newfound- land, til Bretlands, í júní 1928. Vegalengd 2.137 e. m. Flugtími 20 klst. 40 mín. Assolant, Leferver og Lotti (og "blindur farþegi). Frá Old Orchard Main, Bandaríkjunum til Spánar í júní 1929. Vegalengd 3,128 e. m. Flugtími 29 klst. 52 mín. Williams og Yancey. Frá Old Orchard til Santander á Spáni, í júlí 1929. Vegalengd 3,240 e. m. Flugtími 30 klst. 30 mín. Boyd og Connor. Frá Harbour Grace til Englands í júlí 1931. Vega- lengd 2,000 e. m. Flugtími 16 klst. 17 mín. Hoirlis og Hilling. Frá Harbour Grace til Frefeld í Þýskalandi, í júní 1931. Vegalengd 3,500 e. m. Flug- tími 32 klst. 6 mín. Magyar og Endres. Frá Harbour Grace til Ungverjalands 3,239 e. m. Flugtími 26 klst. 6 mín, Boardman og Polando. Frú New York til Istambul i júlí 1931. Vega- lengd ^,011 e. m. Flugtími 49 klst*. Herndon og Pangborn. Frá New York til Wales, i júlí 1931. Vega- lengd 3,200 e. m. Flugtími 32 klst. Amelia Earhart. Frá Harbour. Grace til írlands, í maí 1932. Vega- lengd 2,206 e. m. Flugtími 32 klst. Mattern og Griffin. Frá Har- bour Grace til Berlín, í júh 1932. A'egalengd 3,220 e. m. Flugtími 18 klst. 41 mín. Mattern. Frá New York til Noregs, í júní 1933. Vegalengd 3,640 e. m. Flugtími 25 klst. 55 mín. Ath. SíÖan listi þessi var birtur í erlendum blööum hefir Post flog- ið frá Ameríku til Þýskalands. Westur yfir Atlantshaf Koehl, Fitzmaurice og von Huen- feld barón. Frá Berlin til Labra- dor, í marz 1928. Vegalengd 2,125 e. m. Flugtimi 34 klst. 32 mín. Kingsford-Smith og 3 félagar hans. Frá írlandi til Harbour Grace, í júní 1930. Vegalengd 2,100 e. m. Flugtími 32 klst. Coste og Bellonte. Frá París til New York. Vegalengd 3,160 e. m. Flugtími 37 klst. 18. mín. Mollison. Frá trlandi til St.1 Johns, N. B. Vegalengd 2,800 e. m. Flugtími 30 klst. 10 min. Balbo og menn hans. Frá Orbe- tello til Labrador, um NorSur-ír- land og ísland, í júlí 1933. Ath.—SíSan listi þessi var birtur í erlendum blöðum, hefir Mollison og kona hans flogið frá Wales til Connecticut í Bandaríkjunum. — I lista þessum eru ekki talin flug frá Evrópu til Ameríku með viökomu í Grænlandi og eru þvi ekki talin með í listanum flugferÖir þeirra Nelsons og Smiths 1924, er þá flugu frá Reykjavík til Frederiksdal í SuÖur-Grænlandi og þaSan til Labrador né flugferSir von Gronau héSan til Grænlands og þaSan áfram vestur á bóginn. Island í erlenðum blöðum í breska blaðinu Birmingham Mail birtist þ. 6. júlí ágæta grein eftir Englendiíig, sem ferðaðist á íslandi. Greinin heitir : “Charms of Iceland. Impressions of an English visitor.—Höfundur getur þess, aS |enn þann dag í dag séu uppi meSal j Breta hinar kynlegustu bábiljur um ísland, land og þjóS, svo sem aS landiÖ sé snævi þakið sumar og vet- ur, bygt af Skrælingjum, sem verði að heyja hér mjög erfiSa lífsbaráttu í köldu loftslagi o. s. frv. Höf tek- ur sér því næst fyrir hendur að skýra frá því í stórum dráttum, að hér búi nútíma menningarþjóð, sem hafi eigið þing og ríkisstjórn, tali sitt eigiS þróttmikla mál og sé stolt af fornri og nýrri menningu sinni. Höf. fer einnig lofsorÖum um Reykjavík, sem hann kallar nútíma höfuðborg, en hann fer einnig lofs- orðum um íbúana, kurteisi karl- manna og fegurð kvenna. Náttúru- fegurS íslands lýsir höf., sem fór héðan sjóleiðis til Akureyrar, vestur- leiðina, meS mjög fögrum og hlýj- um orSum.—Greinarhöf. er Vivian Bird.—Vísir. Úr bænum Um þessar mundir stendur yfir reiptog nokkurt hér í borg, út af verSlagi og úthlutun mjólkur, og er nú verið aS rannsaka málið frá hin- um ýmsu hliðum. Hr. Walter J. Lindal, K.C., mætir á fundum nefndarinnar af hálfu mjólkur- neytenda. Fimtudaginn, 24. ágúst, voru þau Arni Arnason og Laura Michaeline l’jarnason, bæði til heimilis í Win- nipeg, gefin saman í hjónaband, af séra Rúnólfi Marteinssyni á heim- ili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. Friðrik Rjarnason, 810 Alver- stone St., að viSstöddum allstórum hóp vandamanna og vina. BróSir brúðarinnar Mr. Jón Bjarnason, lék brúðkaupslag á píanó og Miss Ingi- björg Bjarnason söng einsöng. Gest- irnir skemtu sér þar í mjög ánægju- legu samsæti fram eftir kvöldinu. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. , Jón Árnason er lengi áttu heima í Churchbridge, Sask., þar sem Mr. Arnason hafði verzlun. BrúShjónin fóru skemtiferÖ í bíl til Clear Lake og víSar. Heimili þeirra verður í Winnipeg. Laugardaginn 19. ágúst, voru þau Charles Julius Borm frá Moose Jaw, Sask., og Margaret Johnson frá Selkirk, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, aS 493 Lipton St., aS við- stöddum nánustu ættingjum og öSr- um vinum brúðhjónamia. Á Heklu fundi næsta fimtudags- kveld verður kapræðuefni milli Stefáns Einarssonar og Hjáltnars Gíslasonar: “Hafa íslendingar grætt á því að flytja til þessa lands. Kaf íiveitingar. Fr. Weis prófessor I vikunni sem leið barst sú sorg- arfregn hingaS til lands, aS Fr. Weis prófessor viÖ EandbúnaSarhá- skólann í Höfn væri dáinn. Bana- mein hans var æðastíflun er hann fékk í sambandi viS knémein. Hann var 61 árs aÖ aldri. Fyrir áratugum síSan var Fr. Weis prófessor kunnur hér á landi fyrir alþýðlegar fræSibækur sínar um náttúruvísindi. En þaS var ekki fvr en í fyrravor, að hann kom hingað til landsins. — Hann koln hingað á vegum háskólans, til fyrir- lestrahalds. En eins og að líkind- um lét, ætlaði hann sér um leiS aS afla sér nokkurs kunnleika á ís- lenzkum staSháttum, og þá einkum gróðurskilyrSum. • Hann var ekki fyr hingað kominn, en stórfeld og þýðingarmikil úr- lausnarefni blöstu við honum í ríki hins íslenzka gróðurfars, viSvíkj- andi íslenzkum jarðvegi og gróÖur- mold. “Eg er orSinn of gamall til þess, að kryfja þessi efni til mergj- ar. En eg verð að sjá um aÖ hér verSi að unnið,v sagSi hann. Hann tók með sér moldartegund- ir alls konar til rannsókna. Og hann tók áhugasaman íslending til rannsóknanna með sér. Og hann sagSi, er byrjaðar voru rannsókn- irnar: “Ætti Danmörk svo rika gróður- móld gæti eg engu kviSiS um fram- tíÖ þjóðar minnar.” Hann hafSi fullan hug á að verða íslenzkum landbúnaði, íslenzkum búvísindum að liSi. í ein 35 ár starfaði Fr. Weis pró- fessor, jafnframt umsvifamiklum kenslustörfum, að margskonar jarð- vegs- og gróSurrannsóknum. Hann var vísindamaSur af lífi og sál. En hann var einn meðal þeirra, sem fyrst og fremst leggja stund á vís- indaiðkanir til þess með því að koma að gagni í hinu praktíska lífi. Hér er eigi rúm til að rekja vis- indaferil Fr. Weis. En á meðal stórvirkja hans var það, er hann ekki alls fyrir löngu lauk viÖ að sýna fram á hvernig breyta má hin- um lélegustu óræktarheiðum í frjó- samt akurlendi. ÞaS verk hefir tekið heiðabændur einn til tvo mannsaldra, en Fr. Weis meS aS- ferS sinni lauk því á fáum árum. MeS hvatninguna frá hinum góða árangri viS ræktun heiðanna, byrjaði hann athuganir sínar á hin- um íslenzka jarðvegi. Hér fann hann ógrynni næringar- efna fólgin í jarSvegi, er tiltölulega lítinn gróður bar. Hér var til mik- ils að vinna. Vona megum við, að .sú byrjun, sú uppörfun er vér íslendingar fengum frá þessum látna, mæta vis- indamanni, megi verða okkur leið- arstjarna, til ötulla framhaldsrann- sókna á íslenzku gróðurríki og um- bóta á íslenzkum jarðræktarháttum. Svo mikið er víst, að nafn Fr. Weis prófessors geymist í sögu ís- lenzkrar jarðræktar. Mbl. 28. júlí. Dánarfregn Þann 7. júni síSastliSinn andaðist að heimili sínu nálægt Sinclair, Man., Mrs. Sigurlaug Þóranna GuSmundsdóttir Abrahamson eftir næstum mánaðar legu af afleiðing- um af slagi. Hún var £ædd i AxarfirSi 8. febrúar 1861, og var því 72 ára og 4 inánaða gömul, er hún dó. Barn að aldri fluttist hún til EyjafjarSar og ólst þar upp. Arið 1883 fluttist hún vestur um haf, og settist að í VíÖines-bygSinni í Nýja íslandi. Arið 1888 gekk hún aÖ eiga Jóhann Abrahamson. Var hún þriðja kona hans. Hann dó fyrir rúmum fjór- um áruin síðan. Bjuggu þau í Nýja íslandi Yiokkur ár, en fluttu svo til Pipestone-bygSar í Manitoba, og bjuggu þar til dánardægurs. Þau lifSu saman í ástríku hjónabandi yfir 40 ár, og búnaðist vel. Þeim varð tveggja barna auðið er bæði dóu í æsku. Sigurlaug heitin var fyrirmann- leg kona í sjón, geSmikil og tilfinn- ingarík og viðkvæm í lund. Hún var rausnarleg í öllum útlátum, og gaf og gladdi oft fátæka. Sigurlaug sáluga var trúkona og hélt fast og einlglega við sina barna- trú. Hún unni íslenzkum skáld- skap og sagnafróðleik, og hafði mesta yndi af song, enda hafði hún ágætan fegurðarsmekk. Hún var prýðilega vel verki farin, þrifin og reglusöm, enda bar heimili hennar vott um það. Dýravinur var hún mikill og mátti þar ekkert aumt sjá, án þess aS liSsinna þvi. Sigurlaug heitin þjáðist af heilsuveiklun siSari hluta æfinnar, en hún var hamingju kona að því leyti að hún naut hinn- ar beztu aðhlynningar af eiginmanni sinum og stjúpsyni. GerSu þeir alt sem mögulegt var til aS létta henni byrSina. Séra Egill Fáfnis jarðsöng hina látnu og fór kveðjuathöfnin fram frá heimilinu og síÖan frá kirkjunni að viSstöddum flest öllum bygðar- búum. Sigurlaug heitin hvilir við hlið manns síns í Sinclair grafreit. BlessuS sé minning hinnar látnu. Vinur. AkureyrarblöSin eru beSin að taka upp þessa dánarfregn. Geálur að heiman Um helgina kom hingaS til borg- arinnar frá Reykjavík á íslandi, hr. SigurSur Jónasson lögfræSingur, í kynnisför til föSur síns, hr. Jónasar Jónassonar frá Húki í MiSfirSi, og stjúpmóður sinnar, frú Jóhönnu Jónasson. Á SignrSur hér aSeins skamma dvöl. Hann er einn hinna mestu athafnamanna á Fróni; hann á sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur, hefir á hendi framkvæmdarstjóra starf viS tóbaks-einkasölu hins ís- lenzka rikis auk þess, sem hann rek- ur víðtæk viSskifti upp á eigin spýt- ur. SigurÖur er knálegur maÖur að vallarsýn og hinn viðfeldnasti í viS- móti. HéSan fer hann suður á heimssýninguna í Chicago, á föstu- dagskveldiS, en siglir heimleiðis frá Montreal eftir miðjan næsta mánuS. & \ Svanfríður sumarnótt Eftir H. W. Longfcllozv (Þýtt viÖ lag) Svanfríður sumarnótt, sveipaSu augu þin dimmblámans blæju hljótt!— Blundar hún, ástin mín; blundar, blundar hún, ástín mín. Sviphreinn um sumarnótt síðla þú máni skín; síg þú að sævi hljótt!— Sefur hún, ástin min; sefur, sefur hún, ástin mín. Svifblær um sumarnótt, seinki þar sporin þín, blómskrúð, sem bendir hljótt!— Blundar hún, ástin mín; blundar, blundar hún, ástín min. Sál mína, sumarnótt sveimandi’ um draumlönd þín sýndu’ ’henni!—Sætt og rótt Sefur hún, ástin mín; sefur, sefur hún, ástin mín. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.