Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 16.08.1897, Blaðsíða 6

Dagskrá - 16.08.1897, Blaðsíða 6
Maðurinn var fús til }>ess og læknirinn taldi hönrnn út 30 krónur. Síðan kom hann hestinum á fætur og teymdi hann heim til sín. Hann ljet skjóta hann að einum degi liðnum. (S. J. J.). Athuganir spilamanna. (Þýtt). Spilamenn í Monte Carlo hafa fundið upp ýmis- legt til þess, að komast hjá þ\ í að það verði af hend- ingu, hvort þeir vinna eða tapa. Þegar þeir t. d. leggja fje undir og reitirnir á spilaborðinu eru jafnmargir rauð- ir og svartir, þá þykjast þeir þess fullvissir að vinn- ingin komi yfir höfuð jafnopt á rauðan reit og svartan. Þegar þeir því hafa kastað lengi og tekið eptir því, að fleiri reitir hafa komið svartir (það eru tapreitirnir) nokk- urn tíma, þá þykjast þeir mega eiga það víst að ekki verð' langt að bíða eptir rauðum, leggja þeir því þeirn mun meira undir, sem svartur reitur hefur komið optar. Sá spilari sem mest er gaman að athuga er hinn sjaldsjeði ókunnugi gestur í Monte Carlo. Vjer skulum líta á grundvallarlög hans, útreikning á hinu óvissa lögmáli, og ályktanir er hann dregur út af hlutföllum hinna ýmsu hendinga í spilaveltunni. Hann byrjar, látum oss segja á svörtu eða rauðu og skrifar niður hvernig farið hefur fyrir honum í hverju einstöku tilfelli R. R. S. S. S. S. R, R. o. s. frv. og eptir nokkurn tíma sjer hann eins og í þoku, hálf ó- skiljanlegt lögmál sem opinberast í bókstafaröð þeirri er hann ritar upp á blaðið. Loksins þýtur hann upp úr sæti sínu og hrópar: »Hevreka«. Jeg hef fundið það. Bíddu þangað til rautt hefur unnið fimm sinnum í röð og spilaðu svo á svörtu þangað til það vinnur — alltaf með stígandi upphæðum. þessi regla er reikningslega rjett, óhagganleg og trygg. Hún hefur betri fætur að standa á lieldur en nokkur af hinum öðrum »reglum«. En samt sem áður er henni ekki fylgt af almenningi meðal spilamanna. — Reglan er of »logisk«. Það verður betra í reyndinni, að halda sjer við tölvísina heldur en rúmstigafræðina, og láta sjer nægja að vinna lítið — en vinna fljótt. Þannig kemst spilarinn að reglunni nr. 2. — Segj- um að hann tapi fyrst. Hann skrifar 1 fyrir gullpen- inginn sem hann tapaði og 1 fyrir þaan sem hann ætl- aði að vinna. Ilann tapar aptur, tvöfaldar spila-upp- hæðina (1X1) °g skrifar 1,1,2. Hann spilar enn um summuna af hinum ystu tölum = 3 og tapar í þriðja sinn. Hann skrifar 1, 1, 2, 3. Næst leggur hann 4 gullpeninga á borðið og vinnur. Þá strykar hann burt ystu t.ölurnar 1 og 3 og spilar næst um sumrnu hinna beggja eða um 3. Ef hann vinnur þá, er hann búinn í þetta sinn og byrjar aptur, en venjulega skiptir hann um liti. Sumir aðhyllast 3. regluna. Hún er sú að taka tillit til þess að hendingarnar raða sjer saman eptir til- teknu lögmáii. S. R. R. er algengara heldur en S. R. R. R. R. — Þegar það því hefur komið fyrir 1 sinni að annar liturinn hafi komið tvívegis upp, leggur spil- arinn gullpeninginn á borðið og tapi hann, tvöfaldar hann upphæðina í næsta tilfelli o. s. frv., þangað til að hann vinnur. Það er ótal margt fleira, sem þeir reikna út til þess að forðast tilviljun með tap eða vinning, og eru sumir spilamenn svo æfðir í því, að þeir vinna nálega alltaf. Aðrir tapa við þá stórfje og halda að þetta sje einung- is af tilviljun, en það er ekki. Margir hafa farið þang- að inn og eytt öllum eigum sínum, þótt miklar hafi ver- ið; stórríkir menn hafa orðið öregar. Fólksfjöldi og manndauði árið 1893 í ýmsum borgum, sem höfðu yfir 100,000 íbúa. Lundúnaborg íbúar alls. 5,849,104 — dánir. - 55,895 París — — 2,424,705 — 28,675 New-York — 1,801,739 — — — 23,856 Berlín — — 1,669,124 — 17,181 Chicago — 1,458,000 — 13,590 Vín — — 1.455,931 — — •— 18,005 Philadelfía 1,115,462 — — — 12,249 Brooklín — 978,394 — 10,685 St. Louis — 520,000 —- 4,802 Brússel — 488,188 — 4,359 Boston — 487,397 -- 5,816 Boltemore 455,427 — 4,806 Dúblín — 349,594 — 4,735 San Francisco 330,000 — 3,006 Cincinnati 305,000 — 3,000 Cleveland — 290,000 — - 2.538 Buffalo 290,000 — - 2,361 Pittsburg — 255,000 — - 2,923 New Orleans 254,000 — 2,698 Edinborg — 267,000 — 2,572 Milwaukee 250,000 — 2,000 Louisville — 227,000 — 1,630 Minneapolis 209,000 — 1,004 St. Paul — 155,000 — 745 Christiania 156,500 — 1,385 Reims 105,408 — 1,503

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.