Óðinn - 01.11.1913, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.11.1913, Blaðsíða 5
ÓÐINN 61 Síra Bjarni Þorsteinsson, prestur á Siglufirði, er fæddur 14. okt. 1861 á Mel í Hraunhreppi í Mýrasýslu. Hann er af bænda- fólki kominn í báðar ættir. Foreldrar hans voru Þorsteinn Helgason og Guðný Bjarnadóttir; bún var alsystir sra Jóns Straumfjörðs, er dó sem prest- ur í Meðallandsþingum 1890, en kunnastur var fyrir ást sína á ritum og minningu Jóns biskups Vídalíns. Þau Þorsteinn og Guðný fluttust til Reykjavíkur nokkru fyrir aldamótin, þá er börn þeirra fóru að komast upp og bert var, að þau voru öll mjög meðtækileg fyrir alla menning og mann- dáð. Þau dóu bæði í Bakkabúð í Reykjavík lijá Þorsteini syni sínum, hann 1908 en hún árið eftir. Við mikla fátækt og jafnvel sult og seiru voru börnin fædd og uppalin, en kjarkur og áhugi mentafýsn og framfaraþrá kom bráðlega í ljós hjá þeim öllum. Þar hafa einnig verkin sýnt merk- in. Þeir bræður sra Bjarna, Þorsteinn, Halldór og Kolbeinn, hafá nú um allmörg ár verið skipstjórar og fiskimenn með af- brigðum, og verið taldir hinir fengsælustu og kjarkmestu botn- vörpunga-skipstjórar. Sra Bjarmi kom í lærða skóla Reykjavíkur 1877 og varð upp frá þeim tíma að spila mest eða eingöngu upp á eigin spýlur, og nota frístundirnar til þess að vinna sjer fyrir fötum og fæði. Hann stundaði námið kappsamlega, þótti latínu- maður hinn frægasti, unni mjög öllum söng og hljóðfæraslætti, var gleðimaður og vinsæll, fjörug- ur og leikfimur, og útskrifaðist 1883 með besta vilnisburði. Árin næstu var hann hjer í Rvik við ýms skrifstofustörf og kenslu; þráði hann mjög að geta siglt til háskólans og nema málfræði (latínu), eða þó öllu helst leggja stund á músík, því að hún náði æ meir og meir tangarhaldi í huga hans. En fátækt og fjeskortur lokaði öllum sundum; varð prestaskólinn eini úrkostur hans. Tók hann þar próf 1888, varð jafnskjótt prestur á Siglufirði, þá um haustið, og hefur nú þjónað því prestakalli í 25 ár samfleytt. Músikin hefur orðið líf og yndi sra Bjarna, enda hefur hann lagt til hennar mestan tíma sinn og krafla. Hann vann að því í 25 ár að safna íslenskum þjóðlögum um land alt og úr fornum skjölum innan lands og utan. Hin mikla og einkar merkilega bók, íslensk þjóðlög, sem Carlbergssjóð- urinn gaf út 1906—9, er árangurinn af því starfi hans. Það verk verður sra Bjarna aldrei fullþakkað, því að þar er geymdur og varinn gleymsku og glötun stórmikill og einn merkasti þáttur hins andlega lífs þjóðar vorrar um mörg hundruð ára skeið. Þar er sú náma, sem fræðimenn og tónskáld geta grafið upp"úr hverja perluna annari skærari, hvern demantinn öðrum fegurri, eins og líka hr. Sigfús Einarsson hef- ur gefið oss svo mörg fægð og fáguð og yndisleg sýnishorn af í hinum ágætu Alþýðu-sönglög- um sínum á siðustu árum. Sra. Bjarni gaf út 1892 »XX Sönglög« eftir ýmsa höfunda, út- sett fyrir 4 karlmannaraddir og með íslenskum teksta öll nema eitt, sem hefur gamlan latnesk- an teksta. Árið 1899 gaf hann út »Sex sönglög«, eftir sjálfan sig, sum útsett fyrir fjórraddaðan söng, en sum einrödduð, með fylgi- nótum fyrir hljóðfæraslátt; öll með íslenskum teksta. Árið 1904 komu út á kostn- að Sigurðar Kristjánssonar eftir sra Bjarna »Tíu sönglög«; eru 9 þeirra einrödduð, en hið 10. er tvísöngslag, öll með fylginót- um fyrir hljóðfæraslátt og með íslenskum og dönsk- um tekstum. Ennfremur komu út í fyrra »Þrjú sönglög« eftir hann, útsett fyrir 4 ósamkynja radd- ir. Ýms fleiri lög eftir hann hafa verið birt á prenti til og frá, útsett fyrir 4 raddir. Þykja lög hans flest einkennileg og frumleg, áhrifarík og alvöruþrungin. Þá er það ekki hvað síst kirkjusöngurinn, sem á sra Bjarna stórmikið að þakka. Hann safnaði til og bjó undir prentun Kirkjusöngsbók, prentuð 1903, með yfir 170 sálmalögum, og viðbætir við hana er prentaður 1912, með 80—90 lögum. En þó á sra Bjarni langmestar þakkir skilið af kirkju og kristindómi fyrir Hátíðasöngva sína, sem komu út 1899. Sr. Bjarni Þorsteinsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.