Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.09.1939, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 16.09.1939, Blaðsíða 1
VERKfltnflÐURinn XXII. ÁRG. Laugardaginn 16. sept. 1939. 37. tbl. StOfnjHDgVarsjá verst enn. mi 11. nóvember næstk. verður stofnþing óháðs verklýðssam- bands, Landssambands íslenskra stéttarfélaga, sett í Reykjavík. Til stofnþingsins hefir boðað stjórn Bandalags stéttarfélaganna í umboði eftirtaldra félaga: Sveinfélags múrara í Reykjavík, Félags járniðnaðarmanna, Reykja- vík, Sveinafélags veggfóðrara, Reykjavík, Verklýðsfélags Borg- arness, Sjómannafélags Akureyr- ar, Verkamannafél. Hlífar, Hafn- arfirði, Verkakvennafél. Brynju, Siglufirði, Sveinafélags skipa- smiða, Reykjavík, Félags bifvéla- virkja, Reykjavík, A. S. B., Reykjavík, Verklýðsfélags Norð- fjarðar, Félags blikksmiða, Reykjavík, Verkamannafél. Þrótt- ar, Siglufirði, Sveinafélags hús- gagnasmiða, Reykjavík, Verka- mannafél. Dagsbrún, Reykjavík. Herflutningar dag og nótt frá Bretlandi til Frakklands. Loftrírasir Þjóðverja verda œ grimdarfyllri. Engu þyrmt sem veitir mótspyrnu. Snú- ast Italir rí sveij með Bandamönnum? Canada hefir sagt Þýskalanríi stríð á hendur. Margir þýskir kaf- bdtar haja verið eyðilagdir Rússar og Rúmenar draga saman lið til að landamœri sin verja Canada hefir nú sagt Þýzka- landi stríð á hendur. Franska stjórnin hefir verið endurskipu- Reglugerð am sölu og úlhlutuu á nokkrum malvðrutegundum. (Þau atriði, er almenning varðar mest). 1. gr. — Frá 18. sept. 1939 að telja er bannað að selja rúgbrauð og hveitibrauð, rúg, rúgmjöl, hveiti, hveitimjöl, hafragrjón, haframjöl, hrísgrjón, matbaunir, bankabygg og aðrar kornvörur, nema fóðurbygg ,hafra og fóður- maís, ennfremur kaffi og sykur, nema gegn seðlum, sem út eru gefnir að tilhlutun ríkisstjórnar- innar. 6. gr. — Hixm 16.—17. sept. n.k. skulu allir þeir, er versla með framangreindar vörutegundir framkvæma birgðatalningu og gefa hreppsnefndum eða bæjar- stjórnum drengskaparvottorð á þar til gerð eyðublöð um birgðir sín- ar af þessum vörutegundum. 8. gr. — .... Má klippa seðlana í sundur og skulu reitirnir afhent- ir jafnóðum og kaup fara fram, en stofninn skal geyma þar til næsta afhending fer fram. Skal honum þá skilað, og verða nýjir seðlar aðeins afhentir gegn eldri stofni 9. gr. — Heimilt er að kaupa bygggrjón út á haframjölsseðla ef óskað er. Ef svo er ástatt, að maður má eigi borða rúgmjöl eða rúgbrauð samkvæmt læknisráði, getur hann sent skömmtunarskrifstofunni beiðni um skifti á þeim seðlum fyrir hveitiseðla, og skulu rúg mjölsseðlarnir, er óskað er skifti á, fylgja beiðninni ásamt læknis- vottorði. 10. gr. — Auk hinnar venjulegu skömmtunar er leyfð aukaskömt un á rúgmjöli til notkunar í slát ur. Er aukaskamturinn ákveðinn 2 kg. af rúgmjöli í hvert slátur. Skulu þeir, sem kaupa slátur, sýna skilríki frá seljanda um kaupin, þeir sem hafa látið slátra hjá öðrum, vottorð um hve mörg slátur þeir hafi flutt heim, en þeir, er slátra heima, skulu gefa drengskaparyfirlýsingu um það, hve mörg slátur þeir hafi tekið þar. Smásöluverslunum er heimilt að afgreiða rúgmjöl samkvæmt þessum skilríkjum, sem þeir af- henda síðan hreppsnefndum á sama hátt og segir í 12. gr., og fá innkaupsleyfi í staðinn. 13. gr. — Ef smásöluverslanir eða neytendur þykjast órétti beitt- ir af hreppsnefndum og bæjar- stjórnum geta aðilar áfrýjað gerð- um hennar til skömtunarskrifstof- unnar, sem síðan úrskurðar málið í samráði við ríkisstjórnina. Knattspyrnumót III, fl. fer fram n. k. sunmjd. kl. 11 f. h. á „Þórs“- vellinum. — K. A. og Þór keppa lögð og hefir Daladier stigið enn eitt spor í einræðisáttina, með því að gerast utanríkismálaráðherra, auk forsætis- og hermálaráðherra. Pólverjar verjast hreystilega vaxandi sókn Þjóðverja, og hefir pólska hernum víða tekist að stöðva framsókn þýsku hersveit- anna í bili. Standa harðir bardag- ar enn um Varsjá og hafa Pól- verjar dregið þar saman mikið herlið, en auk þess hefir almenn- ingur í borginni verið vopnaður. Þýski herinn leggur áherslu á að umkringja borgina og eftir síðustu fregnum að dæma virðist honum nú nær hafa tekistþað. Þjóðverjar hafa nú tekið upp grimdarfullan lofthernað í Póllandi. Hefir Hitler skipað að útrýma öllu því í Pól- landi sem veiti mótstöðu og bend- ir allt til þess að nazistaherinn fylgi bókstaflega þessari skipun. Engir fangar eru teknir, heldur allir skotnir sem í næst og loft- árásir á óvíggirtar borgir og bæi fara í vöxt. Til dæmis um grimd nazistanna var 10 ára smalastúlka drepin vegna þess að hún sá þýska flugmenn lenda í fallhlíf- um. Matvælaskortur er sagður sí- vaxandi í Þýskalandi og hefir nú verið bannað að fóðra hunda og ketti. Feitmetisskamturinn hefir verið minkaður niður í 500 gr. viku og þykir það lítið svona stríðsbyrjun. Á vesturvígstöðvunum færast bardagarnir í aukana og sækja frönsku hersveitirnar aðeins fram, en um enga verulega sókn er þar að ræða ennþá. Nú í vikunni hófst flutningur bretskra hermanna til Frakklands og er þessum flutning- um haldið áfram dag og nótt. Her Breta og Frakka hefir verið sett- ur undir sameiginlega yfirstjórn. Bretska flotamálaráðuneytið til- kynnir að ensku herskipin hafi þegar elt uppi og eyðilagt all- marga þýska kafbáta. Allar fregnir benda til þess að Ítalía sé staðráðin í því að ganga ekki í lið með Þýskalandi. Raddir hafa hinsvegar heyrst um það að Ítalía muni berjast með Banda- mönnum gegn Þjóðverjum. Útvarpsfregnir herma að um 1 miljón manna hafi verið kvaddir til vopna í Sovétríkjunum sam- kvæmt nýju herskyldulögunum. Þessar fregnir herma einnig að rússneska blaðið Pravda skrifi í Fiðlutónleikar S. 1. mánudagskvöld hélt Björn Ólafsson fiðlusnillingur hljómleika í Samkomuhúsi Akureyrarbatjar með að- stoð Árna Kristjánssonar. Börn Ólafsson er enn ungur (22. árá), en hefir að baki sér mjög glæsi- legan námsferil, fyrst í Reykjavík og síðan í Wien, þar sem hann að nám- loknu, er hann lauk með miklu ínu lofi, var ráðinn til að leika í hinni heimsfrægu Philharmonisku hljómsveit Wienarborgar. Viðfangsefni voru: Fiðlukonsert í D, op. 61 eftir Beethoven, Romance í G, op. 24 eftir Joh. Svendsen, Sonata no. XII í e eftir Paganini, Slavneskur dans no. 1 í g eftir Dvörák-Kreisler, Aría á g streng eftir J. Mattheson og Perpetuum mobile eftir O. Novacek. Um leikni Björns má segja, að hon- um virðast lítil takmörk sett, og hin allra erfiðustu viðfangsefni, eins og t. d. Konsert Beethovens og Sonata Paga- ninis eru honum sem leikur einn. En með þvi er þó minnst sagt. Hitt er meira um vert, að hann túlkar hvern höfund af næmum skiiningi og á þann eld djúpra tilfinninga samfara karl- mannlegum þrótti, sem gefur fyrirheit um glæsilega listabraut framundan. Mér datt ósjálfrátt í hug, að hann beitti fiðluboganum af svipaðri snilld og afi hans (Björn Jónsson ritstjóri ísa- foldar, ráðherra) beitti pennanum. Hér verður engin tilraun gerð til samanburðar á meðíeið viðfangsefna. Það mun örðugt að finna þar nokkur lýti. Árni Kristjánsson lék undir af sinni alkunnu snild. Viðtökur áheyrenda voru með af- brigðum góðar og urðu listamennirnir að leika tvö aukalög. fl. S. Hrundar borgir. Þegar bolsevikkar steyptu rússnesku harðstjórninni, æptu öll íhaldsblöðin hamstola af reiði. Nú endurtaka þau reiðiöskur sitt gegn Sovétlýðveldunum af því að þau hafa tvístrað fasístaríkjunum og neytt bretsku og frönsku auðvalds- stjórnirnar til að láta nú ekki lengur undan fasistunum. Það er svo sem ofureðlilegt, að leigu- þýin, sem skrifa fyrir afturhaldsblöðin, fyllist tryllingi og taki það sárt, að hálmstrá auðvaldsskipulagsins — fasism- inn — er nú að brotna. Fyr mætti nú vera ef afturhaldið væri svo skyni skroppið að það renni ekki grun í hvað við tekur í Þýskalandi, Pól- landi og fleiri ríkjum í lok styrjaldar- innar. Reiði íhaldsins hefir verið Og er ör- uggur áttaviti fyrir alþýðuna. sambandi við hina auknu hervæð- ingu að Sovétlýðveldin verði að vera algerlega tilbúin vegna þess að hinn kapitalistiski heimur sé gripinn af styrjaldarsótt. t

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.