Vísir - 01.10.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 01.10.1963, Blaðsíða 1
VISIR ÁRSMJUR FRÍHAFNAR INNAR UM 10 MILLJ. Fjársvikamálið í Frí- höfninni í Keflavík er enn í athugun hjá ríkis- endurskoðanda. Skýrði Frú Svava Greenfield, mágkona Þórarins Olgeirssonar, óskar h Olgeirsson, en lengst til vinstri er frú Sigríður Zoéga. í dyrunu dóttir frú Svövu. Sveinn og frú Nanna eru systkini. onum til hamingju með afmælið. Bak við hana er frú Nanna m stendur Sveinn Zoéga, en milli hjónanna eru dætur þeirra og Þórarinn Oigeirsson áttræður Við hittum Þórarin Olgeirs- son, ræðismann, áttræðan í dag, og spjölluðum örstutta stund við hann á herbergi hans á Hót- el Borg. Hingað er Þórarinn kominn ásamt fjölskyldu sinni, til að sitja veglegt samsæti er Félag ísl. botnvörpuskipaeig- enda heldur honum i kvöld í sölum hótelsins. Þar verða margir til að fagna kempunni, sem gætt hefur hags muna íslendinga, á einum þýð- ingarmesta markaði þeirra og oft þurft að standa í ströngu. — Þýðingarmesta hlutverk mitt er að greiða fyrir íslend- ingum, segir ræðismaðurinn í Grimsby. — Hvenær finnst þér að reynt hafj mest á þig í þessum störf- um þínum? — 1 löndunarbanninu 1952. Þá leit stundum illa út. En svo kom Parlsarsamningurinn 1956. — Og hverju þakkarðu helzt að samningar náðust? — Það var talað saman um hlutina. Það gerði gæfumuninn. Skyndilega birtust í herberg- isdyrunum Sveinn Zoega, for- stjóri, og kona hans og dætur Framh. á bls. 5. hann blaðinu frá því, að það yrði lagt fyrir dóm- i stólana alveg næstu daga. Að öðru leyti vildi hann engar frekari upp- lýsingar gefa en áður hafa komið fram. Blaðið hefur fregnað eftir öör- um heimildum, að fyrst hafi komið upp grunur um fjárdrátt þennan i apríl s.l. þegar sjóð- talning fór fram og í júnímánuði s.l. var talið ljóst, að um fjár drátt væri að ræða. Rannsókn málsins hefur hinsvegar drégizt og stafar það af því, að hinn brotlegi gjaldkeri annaðist einn ig bókhaldið og hafði hagrætt því og flækt eftir þörfum. Tekið skal fram, að í þessu máli er ekki um að ræða neitt misferli varðandi tollalöggjöf. Tollgæzlan við fríhöfniná hefur verið mjög ströng og eru allir sammála um það, að hræðsla sumra við, að smygl kæmist Framh. á bls. 5. Viljo ouko viðskiptin Hér hefur síðan á mánudag verið 7 manna ungversk sendi- nefnd til að ræða viðskipti Is- lands og Ungverjalands. Vilja Ungverjar auka viðskipti sín við okkur. Ekki er þó sennilegt að af því verði. í febrúar voru gerðir jafnvirðiskaupasamningar við Ungverja, en þeir vilja útvfkka þá að nokkru Ieyti. Nefndin fer á morgun. á Rússar sækja fyriroiyndir um hag■ nýtingu jarðhitans til ÍSLA NDS 9 manna sérfræðinganefnd frá Sovétríkjunum var hér á ferð ný- lega til þess að kynna sér jarðhita- rannsóknir og hagnýtingu jarðhit- ans á íslandi og áður höfðu sér- fræðingar frá Nýja-Sjálandi og ísra el verið hér á ferð sömu erinda. Hér er um lið alþjóðlegrar sam- vimiu að ræða, gagnkvæm upplýs- ingaskipti á sviði tækni- og visinda og á jarðhitasviðinu eru tslending- ar meðal þriggja þjóða, sem af BSaðið íi deag Bls. 3 Síldin tilbúin til útflutnings. — 4 Göng undir Ermar- sund. — 7 Kvartettinn Deep River Boys. — 8 Valdafikinn forustu- maður, Sukarnó forseti. — 9 Hjónabandið frá sið- ferðislegu og kristi- Iegu sjónarmiði. rnmmmmaammmmmm mestri reynslu geta miðlað og mest Iiafa til málanna að leggja. Hinar helztu jarðhitaþjóðimar eru ítalir og Nýsjálendingar, en hinir síðar- nefndu voru hér á ferð í sumar sem fyrr segir. RÓMARRÁÐSTEFNAN Sveinn Einarsson verkfræðingur hjá jarðboranadeild Raforkumála- skrifstofunnar sagði f viðtali við blaðið í morgun að áhugi á jarð- hita og jarðhitarannsóknum færi hraðvaxandi víða um heim, um það bæru fyrrnefndar heimsóknir til Islands m. a. ljósan vott. Rekja mætti þennan mikla áhuga til ráð- stefnu, sem haldin yar' í Róm 1961 um nýjar orkulindir, jarðhita, sól- ar- og vindorku. Á þessari ráð- stefnu var sérstaklega hlustað á það, sem íslenzkir vísindamenn höfðu til málanna að leggja um rannsóknir og hagnýtingu jarðhit- ans.Ráðstefnuna sóttu af fslands hálfu og fluttu erindi dr. Gunnar Böðvarss'on, Sveinn Ein'arsson, Helgi Sigurðsson og Jóhannes Zoega, en auk þess voru fluttar skýrslur og erindi eftjr Baldur Lín- dal, Guðmund Pálmason og Þor- björn Karlsson. HEIMSÓKN RÚSSANNA Segja má að rússneska sérfræð- inganefndin kæmi gagngert hingað til þess að leita hér tæknilegrar aðstoðar og upplýsinga. Fyrir henni var borverkfræðingurinn Nourchan- ov frá gasnefnd ríkisins i Síberíu, en fylgdarmenn hans voru sérfróð- ir um vélar, jarðfræði og vatna- mælingar. Sveinn Einarsson annað- ist móttökur og fyrirgreiðslu sendi nefndarinnar og fóru leiðsögumenn frá jarðhitadeildinni með Rússun- um um helztu jarðhitasvæðin sunn- anlands og norðan, Krýsuvlkur- svæðið, Hveragerði, Borgarfjörð og Námaskarð í Mývatnssveit HVAÐ VILDU RÚSSARNIR SÉRSTAKLEGA? ,,Þeir höfðu áhuga á hvers kon- Framh. á bls. 5. Innritun í háskólunn lokii — kennsla nð hefjast I gær var siðasti innritunar- dagur í Háskóla islands, og má segja að þá hafi verið metað- sókn hjá háskólaritara því að um 40 stúdentar komu til inn- ritunar. Eru nýskráðir stúdent ar þá orðnir fleiri en nokkru sinni fyrr, 265 að tölu og eru þá ekki taldir með 20 erlendir stúdentar, sem eru hér annað hvort á eigin kostnað eða sem styrkþegar ríkisstjórnarinnar. S. 1. ár voru innritaðir 220 íslenzk- ir stúdentar og 20 erlendir. Erla Elíasdóttir aðstoðarhá- skólaritari tjáði okkur í gær, er við brugðum okkur vestur í háskóla, að aldrei hefði verið eins mikið af endurinnritunum og nú, þ.e. að stúdentar, sem stundað hefðu nám við skólann en hætt, hyggðu nú aftur á nám. Mest aðsókn er að BA-deild og voru þar skráðir 105 nýir stúdentar og hefði aðsóknin aldrei verið eins mikil og nú. Gera menn ráð fyrir að það sé vegna bættra launakjara kenn- ara. í íslenzk fræði voru innritað- ir 10 nýir stúdentar, í guðfræði- deild 6, f lögfræði 24 og 25 f viðskiptafræði. Tfu sóttu nú um lyfjafræði og Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.