Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 1
Krefjast ranasóknar á árásum og atvinnurógi 57. árg. — Laugardagur 3. júní 1967 — 124. tbl. Vísi barst í gœr áskorun frá 69 starfsmönnum og konum Hampiöj- unnar h.f. þar sem segir, að starfs- fólkið fari þess á leit við stjórnir stéttarfélaga þeirra, sem við fyrir- tækið starfa, að þessar stjórnir krefjist fyrir hönd félaganna rann- sóknar á því. „hverjir standi raun- Aflabrædurnir frá Sandgerði koma enn við sögu: Fyrsta sumarsíldin á leið til lands — Árni Gislason á Hórpu RE með 260 lestir — Tv'ó ónnur skip hófðu fengið 100 lestir hvort, en biðu átekta Fyrsta síld sumarsins er á angursstjóra á síldarleilarskip leið til landsins. í gær var síld- arskipið Harpa RE, hið nýja og glæsilega skip þelrra félaga hjá Miðnesi í Sandgerði á fullri ferð til Seyðisfjarðar með um 260 lestir. Skipstjóri á Hörpu e'r" Ámi Gíslason, bróðir hinna kunnu aflamanna, Þorsteins og Eggerts, svo að segia má, að þeir bræður ætli ekki að gera það endasleppt. Síldin fékkst langt norð-austur f hafl, um 400 mílur nokkum veginn rétt vísandi norðaustur frá Langa- nesi. í gær höfðu Seley SU 10 og Reykjaborg RE 25 einnig fengið nokkurn afia, um 100 lestir hvor, en höfðu ekki lagt af stað til lands, er síðast frétt- Ist til í gærkvöldi, ætluðu að bíða átekta fram eftir kvöldi og sjá, hvort ekki veiddist meira. Vísir átti í gær tal við Jón Einarsson, skipstjóra og leið- inu Hafþóri, þar sem skipið var statt um 370 sjómilur réttvís- andi noröaustur frá Langanesi. Var þar þá gott veður, örlítið kul af noröaustri. Sagði Jón, að þeir á Hafþóri hefðu lóðað á margar ágætar torfur, en síldin væri mjög stygg Þeir væru alltaf að rekast á góðar torfur, en ekki væri um að ræða góða bletti til þessa. Hann kvað sild- veiðibátana vera austar en Haf- þór, þeir væru á 67 gráðum og 50 mín. norður breiddar og 1 gráðu og 30 mín. vesturlengdar, en Hafþór væri nú á 68 gráðum og 12 mín. norðurbreiddar og 2 gráðum 45 mín. vesturlengdar. Hann kvaðst vita, að síldarbát- arnir hefðu verið að kasta í dag, en síldin hefði verið stygg, og hann vissi ekki um árangurinn af köstunum. Hann sagðist ætla að leita eitthvað á þessum slóð- um, en síðan færi hann líklega vestar og sunnar. verulega íyrir þeim stöðugu árásum og atvinnurógi sem viðhafður er um starfsemi Hampiðjunnar, og þær vörur, sem við vinnum við að framleiða" eins og segir bréfinu, sem er undirritaö af 69 stafsmönn- um og konum Hampiðjunnar. í bréf- inu er tekið fram, að þessi krafa um rannsóknina sé sett fram vegna ummæla í áskorun togaraskip- stjóra, sem birtist í dagblöðunum 18. og 19. mai s.l. Umferðar- talning Margir borgarbúar hafa efalaust tekið eftir því, að óvenjumikið hef- ur verið um umferðartalningu á götum borgarinnar undanfarið. Hafa verið settir upp sjálfvirkir teljarar víða um borgina, svo og Frarah. á bls 10 Engar útiskemmtanir að kvöldi 17. júní — Nær allar útiskemmtanir flytjast inn i Laugardal Hátíðahöldin í Reykjavík á þjóðhátíðardaginn, 17. júni, hafa nú að mestu leyti verið ákveðin, en töluverðar breyt- ingar verða nú á fyrirkomu- lagi útihátíðahaldanna frá því sem áður hefur tíðkazt. Úti- skemmtanir verða nú nær all ar fiuttar inn í Laugardal, en að þessu sinni er ekki ráð- gert að haida neina úti- skemmtun um kvöldið. Úti- dansleikir munu Ieggjast nið ur, en í þess stað er ætlazt til að hver skemmti sjálfum sér í heimahúsum eða á dans stöðum. Valgarð Briem, formaður þjóðhátíðarnefndar, sagði i við- tali við Vísi, að dagskrá dagsins hefði nú að mestu leyti verið ákveðin, en þó gætu orðið smá- breytingar á henni. Fyrir hádegi þjóðhátíðardaginn verður haidin hátíðarmessa og lagðir blóm- sveigar að fótstalli styttunnar af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og á leiði hans í gamla kirkju- garðinum. Eftir hádegi mun forsætisráð- herra flytja ræðu í Laugardal- og fjallkonan flytur ávarp. — Barnaskemmtun verður við I- þróttahöllina og íþróttakeppni verður á íþróttavellinum. Keppt verður f sundi í nýju sundlaug- inni og þjóðfatasýning verður haldin á sundlaugarbakkanum. Fáksfélagar halda hestasýn- ingu og almenn húsdýrasýning verður haldin fyrir yngstu borg- arana. Tvær Mðrasveitir munu skemmta hjá elliheimilunum og lúðratónleikar verða haldnir í skrúðgarðinum hjá Gróðrastöð- inni í Laugardal. 'Um kvöldið verða engin opin- ber skemmtiatriði, samkvæmt þvi sem ráðgert er, en veitinga- staöir borgarinnar verða opnir. TÖLUR UM IÐNAÐINN Um þessar mundir er nokkuð deilt um, hvort vöxtur eða sam- dráttur sé í iðnaði. Hagstofa ís lands hefur birt um þetta töl- ur, sem taka af allan vafa. Vís- ir vill vekja athvgli á þessum tölum, sem komu í Hagtíðindum í vetur, og birtir á bls. 7 í dag úrdrátt úr þeim upplýsingum. Dagblaðið Tíminn hefur und anfarið haft stór orð um „hrun“ iönaðarins. Listinn yfir hrunið birtist þar í blaðinu í gær og var ákaflega magur miðað við stóryrðin. Að mestu saman- stendur listinn af fyrirtækjum Magnúsar Víglundssonar og að auki eru þar fyrirtæki, sem voru orðin gjaldþrota fyrir við- reisnartíma. Fyrir hvert hinna fyrirtækjanna á listanum hafa fjölmörg ný komið í staðinn eða hafa stóraukið framleiðslu sína eins og tölur sanna. Þjóðviljinn segir mannafla í iðnaði hafa minnkað um 30% á viðreisnartíma og vitnar í fé- lagatal eins verkalýðsfélags! Raunar hefur mannafli í iðnaði aukizt á þessum tíma úr 16.900 manns í 20.000 manns. Hlutlausar tölur eru betri mælikvarði á iðnaðinn en stór- yrði taugaveiklaðra stjómmála- manna. En þróunina er einnig hægt að sjá með þvi að líta í kringum sig í Múlahverfinu, Iðngarðahverfinu og viðar. Þannig var byrjunin, — Wacho sjóflugvél... F.Í. 30 ÁRA □ Sennilega hefðu íáir trúaö því fyrir 30 árum, að íslendingar mundu eiga eftir að fljúga með yfir 300 þús. farþega milli landa 1967 — að islendingar mundu eiga farkost þá, sem gæti flogiö milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur á röskum tveim tímum og 15 mínút um og aðeins 15 mínútum miili Reykjavíkur og Akureyrar, — enda flaug fyrsta fiugvél F.Í., Örninn, á rúmum 2 tímum og 15 mínútum þessa síðarnefndu flugleið. □ Upphaf þessa ævintýris er einmitt stofnun Flugfélags Islands, fyrir réttum 30 árum, sem átti sér stað á Akureyri og í dag er flugið álitiö sjálfsagður og eðlilegur þátt- ur f lífi fólks, en var þá álitið meira við hæfi ofurhuga og ævin- týramanna. □ Fyrsta farþegaflugið var þann 4. júní 1937, daginn eftlr stofnunina, flugmaður var Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri, en farþegi hans var Ingólfur Krist- jánsson, bóndi á Jódísarstöðum í Eyjafiröi, en flugvélin var Wacho- sjóflugvélin TF-ÖRN. . og þannig verður það innan skamms, — Boeing 727 þota.(

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.