Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Mánudagi- 29. april 1968. A
Landsleikurinn í hondknaftleik:
Yfírburðasigur SPANVERJA 29:17
íslenzka vörnin ntjög léleg
¦  f gærdag léku fslendingar fyrri landsleik sinn við
Spánverja. Leikurinn fór fram í borginni Alicante
á Suður-Spáni og fór hann fram á steinsteyptum úti-
velli í 25 stiga hita, eða vel það.
Sigtryggur Sigurðsson.
Blaðið hafði í gær samband við
Einar Mathiesen elnn af farar-
stjórum liðsins og var heldur
dauft f honum hljóðið, þegar við
náðum loks tali af honum. „Þetta
var mikil og erfið þrekraun fyrir
strákana, hitinn var óskaplegur, 25
stig í forsælu, en við lékum í
steikjandi sól og veit ég ekki hvað
hitinn hefur verið mikill þar.
Spánverjarnir höfðu verið á
æfingum hér á þessum steinsteypta
útivelli i 5 daga, og. kunnu sýni-
lega betur við sig, en okkar menn.
Við mótmæltum við þá, þegar við
vissum, að leikurinn ætti að fara
fram úti en það hafði enga þýð-
ingu, og því reyndum við þetta, en
árangurlnn var ekki góður."
Spánverjarnir eru snöggir og
fljótir leikmenn, og skoruðu þeir
flest sín mörk úr hraðupphlaupum,
og meö að komast inn í sendingar
Sigtryggur Sigurðson KR
Glímukóngur Islands 1968
58. íslandsglíman var háð að
Hálogalandi f gær að viöstóddum
mörgum áhorfendum, sem sýni-
Iega skemmtu sér vel, hvöttu
piltana af miklum áhuga og
var spenningur mikill í flestum
gh'munum. Og mikið var þrefað og
þjarkað um hverja glimu að henni
lokinni.
Er gaman til þess að vita að
þessi þjóðaríþrótt okkar er að ná
upp sínum fyrri vinsældum hér,
þótt enn vanti nokkuð á að
svo sé.
Eitt atvik skyggði þó á þessa
góðu keppni, en það var aö hinn
skemmtilegi glímumaður Steindór
Steindórsson, yfirgaf keppnina áður
en henni var lokið, í mótmæla-
skyni við hlutdræga dóma,
hann taldi.
hann 8 vinninga og felldi alla
keppinauta sína. Sigtryggur er
stór og þungur glímumaður, og átti
hann misjafnar glímur í þetta sinn.
Þetta er í fyrsta sinn að hann vinn-
ur þennan eftirsótta titil, en Ár-
mann J. Lárusson, sem nú var á-
horfandi, hefur verið ósigrandi í
Islandsglímunni til þessa, og hætti
hann keppni nú, eins og sannur
meistari, ósigraður í 14 ár í röö.
Úrslit Islandsglímunnar urðu sem
hér segir:
Vinningar:
Sigtryggur Sigurðssson, KR 8
Sveinn Guðmundsson, HSH 6
Islendinganna, sem voru þungir og
seinir miðað við þá.
Vörn íslenzka liðsins var léleg,
en markvarzlan sæmileg, þó ekki
góð. Sóknarlotur íslenzka liðsins
voru margar og enduðu flestar
meö mistökum, sem mörg komu af
þreytu í þessum hita, og að birtan
var ofsaleg I þessu glampandi sól-
skini.
Islenzka liðið átti fjöldann allan
af stangarskotum í þessum leik,
og ekki færri en 3 vítaköst mis-
tókust hjá því.
Leikurinn var jafn framan af,
og skildi ekki nema eitt mark á
milli eftir 20 mín. leik, 6—5, en
síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik
byrjuðu Spánverjarnir á snöggum
skiptingum og hröðum leik og þeir
voru heldur ekki seinir að breyta
töflunni sér í hag, því aö á þessum
10 mín. skoruðu þeir 5 mörk á
móti 1. I hálfleik var staðan 11—6
Spánverjum í vil.
í byrjun síðari hálfleiks komust
þeir enn betur upp á lagið, og með
hraðupphlaupum og „húkki" (kom-
ust inn í sendingar íslendinga),
breyttu þeir stöðunni enn betur sér
í hag.
Leikurinn endaði meö yfirburða-
sigri þeirra, 29—17, og það voru
sárir og þreyttir landsliðsmenn
sem yfirgáfu brennandi heitan
völlinn, sem var það heitur að vel
hefði mátt steikja egg á honum.
Islenzka liðið var lélegt í þess-
um leik, og léku allir leikmenn
liðsins, langt undir getu. Allir
leikmenn liðsins 12 aö tölu, léku
með í þetta sinn, og veitti ekki af,
því að hver maöur var ánægöur,
þegar honum var skipt Útaf.
Hiti er óþekkt fyrirbrigöi í
handknattleik hér á landi, og úti-
handknattleikur ekki æfður svo
neinu nemi, enda er mikill munur
á úti- og innihandknattleik. Það er
því furðulegt, að ráðamenn liðs-
ins skuli hafa samþykkt að leika
þennan landsleik úti, þar sém HSl
hafði samið við Spánverja um 2
innilandsleiki, og hlýtur aö vera
til betri afsökun en sú, að ekki
hafi verið til salur til að leika í.
Spánska liðið er mikiö breytt
frá því, að það lék hér fyrir 5
árum og tapaði stórt báðum lands-
leikjum sínum á Keflavíkurvelli.
Með liðinu leikur nú einn Norð-
urlandabúi, en þaö er Svíi, sem
riýlega hefur f engið spænskan
ríkisborgararétt, og var hann einn
bezti maöur liðsins, og kunni hann
sýnilega vel við sig í þessum hita
allan leikinn, mun betur en kolleg-
ar hans frá Islandi
í íslenzka liðinu eru nær allir
leikmennirnir þungir og svifa-
seinir, en' sterkir. Gefur það þvi
augljósa mynd af leiknum, hvernig
hinir þungu leikmenn hafa verið í
höndunum á léttum og liprum
Spánverjunum, sem hreinlega sner-
ust i kringum þá.
Enginn íslendinganna átti betri
leik en annar, allir voru um og
fyrir neðan meðalmennskuna. —
Mörkin gerðu: Sigurður Einarsson
5, Gísli Blöndal og Ingólfur Ósk-
arsson 3, Jón Hjaltalín 2 og Guð-
jón, Gunnlaugur, Ágúst og Ásgeir
eitt hver.
Ekki er annað hægt að segja en
að þessi úrslit hafi komið yfir
handknattleiksunnendur sem reið-
arslag, eftir hin frábæru úrslit í
leiknum við Dani á dögunum,
bjuggust menn viö góðum sigri yf-
ir Spáni. En heldur betur léku þeir
okkur grátt þar og ber þar fyrst
að nefna, að þeim skuli takast að
fá forráðamenn liðsins til að láta
það leika úti, og það í svona hita.
.Hræddu- er ég um, að þeir hefðu
neitað ef við hefðum boðið þeim
að koma hér á síðastliðnum vetri,
og að leika svo einhvers staðar
fyrir norðan, eða á Hveravöllum,
þar sem frostið var um 20 stig,
og okkar menn hefðu verið búnir
að æfa þar og venja sig við hitann
eins og þeir í Alicante. Þeirra svar
hefði örugglega verið blákalt NEI,
en við látum t_/ma okkur á asna-
eyrunum út f hvað sem er, og
segjum aldrei neitt, fyrr en á eftir.
Vonandi tekst okkar mönnum
betur upp n.k. þriðjudag, en þá
fer síðari leikurinn fram í Madrid
og verður leikinn innanhúss f þetta
sinn.
Guðm. Jónsson, UMSE
Ivar H. Jónsson, UBK
5. Hannes Þorkelsson, Víkv.
að 6, Ingvi Guðmundsson, Víkv.
7. Ómar Úlfarsson, KR
Sigtryggur Sigurðsson, KR, varð 8. Elías Árnason, KR
glimukóngur  Islands  1968, hlaut 9. Rögnvaldur Ólafsson, KR
5 + 1
5
4
4
3
1
0
Tvö félagslið kepptu við
ÍBK í litlu bikarkeppninni
Á laugardaginn léku í Litlu bik-
arkeppninni á þungum og blautum
velli í Keflavíklið ÍBK og ÍBH.Leið
indaveður var, þegar leikurinn fór
fram, rok og rigning, og haföi það
sýnileg áhrif á leikinn, til hins
verra, og þö var knattspyrnan ekki
mikil f þetta sinni
Leikurinn var leiðinlegur á að
horfa, og skildi ekkert eftir sig,
Akurnesingar í erfiðleikum
ð að sigra Kópavog 2:1
Litla bikarkeppnin hélt áfram sl
laugardag . í Kópavogi léku Akur-
nesingar við Breiðablik, en i Kefla
vík léku heimamenn við Hafnfirð-
inga. A báðum vfgvöllum gat að
Iíta hina alþekktu íslenzku „vor-
knattspyrnu" af lélegri geröinni.
Akurnesingar með Hrein EUiðason
fyrrverandi leikmann í Fram f
broddi fylkingar áttu i talsverðum
erfiðleikum með hið unga lið Kópa-
vogs.
Veður var ekki hagstætt og varð
völlurinn fljótlega illur yfirferðar
vegna mikillar rigningar og háði
það leikmönnum mikið. Samleikur
var ekki reyndur í leik þessum held
ur réðu langspörk og hrindingar
Öllu um gang leiksins. Þó brá fyrir
dugnaði og knattmeðferö hjá ein-
staka leikmanni.
Fyrsta mark leiksins kom seint
i fyrri hálfleik og skoraði það
Guðjón Guðmundsson eftir
skemmtilegan einleik. í hálfleik var
því staðan f 1:0 Akurnesingum í vil.
í síöari hálfleik sóttu Breiðabliks-
menn talsvert í sig veðrið og voru
oft nærri því að skora. Þó voru það
Akurnesingar sem skoruöu og var
þar Hreinn Elliðason að verki eftir
fyrirgjöf frá Birni Lárussyni. —
Skömmu sfðar skorar Guðmundur
Þörðarson fyrsta mark Kópavogs.
Komst hann einn inn fyrir vörn
Akurnesinga, áberandi rangstæður
og ýtti boltanum til markmanns
sem með ólýsanlegum hætti tókst
að koma knettinum í markið. Síð-
hærður unglingspiltur var línu-
vörður og var aö ræöa við kunn-
ingja sína og virtist Óla Olsen
dómara í þessum leik, allt með
felldu og úrskurður hans var mark.
Leiknum lyktaði því með sigri Ak-
urnesinga og voru þeir skárri að-
ilinn f þessari viðureign. Áreiðan-
legt er, að bæði þessi liö geta gert
mun betur og hefur völlurinn og
veðrið eflaust haft sín áhrif þar
á. Dómarinn Óli Olsen virðist al-
gjörlega æfingarlaus sem knatt-
spyrnudómari, en með sæmilegri
æfingu ætti hann að geta gert vel.
nema tvö stig, sem ÍBK fékk verö-
skuldað fyrir þennan leik.
Liðið hefur mun meiri leikreynslu
en Hafnfirðingarnir, og eitt ann-
að, sem ekki var í þetta sinn að
O 2:0. Var sögulegt mark, það
er fyrsta markiö, sem dæmt er á
markvörð fyrir að taka of mörg
skref samkvæmt alþjóðareglunni
hér á landi. En hið svokallaða
finna í liðum Hafnfirðinga, er þáð | ..fjögurra skrefa regla" var nú not-
var samvinna og góður féiagsandi, uö l fvrsta sinn og það án vitund-
og að lokum veigamesta atriðiö, ar leikmanna, og líklega án vitund
engan félagsrig aö sjá eða heyra ar dómarans Sveins Kristjánsson-
á meðah é leiknum stóð.         I ar-  sem fann siS  knúinn  til  að
En það vakti þegar furðu áhorf-
enda að þessum leik, að þegar lið
IBH kom inn á leikvöllinn komu
leikmennirnir ekki saman. „Nei"
heldur komu þeir í tveimur hópum,
og til áð kóróna það, í búningum
frá sitthvoru félaginu FH og Hauk
um, -en ekki í búningi íþrðttabanda
lagsins, eða þá allir í svart-hvít-
um btíningi FH, eða í hinumrauöa
og.hvita .þ^ningi Haukanha:.
Það- er aíltaf slæmt þegar <rfgur
er á milli- felaga, en þessi'. rí'gur
Hafnfirðiriganna er áð eýðiíeggja
aila sámvirinu á milli þeirra, 'og
það sem verra er.aö á leikvellinum
er hann það mikill, að útiokað er,
aö útkoman verði jákvæð knatt-
spyrna.
Lið ÍBK var vel að þessurri sigri
komið, og var sigur þess, 5:0, sízt
of mikill, Mörkin í leiknum komu
bannig:
% 1:0. Hinn ungi og efnilegi nýliði
ÍBK, Gunnar Sigtryggsson, skaut
lausu skoti í átt að marki, bolt-
inn Ienti í stórum polii, sem var
fyrir framan markið. og ur honum
baut hann með auknurn hraða frnm
hjá þrumulostnum markverði ÍBH.
dæma eftir þessum nýju reglum,
sem hann þó haföi ekki gert fyrr i
leiknum. „Fjögurra skrefa reglurn-
ar" hafa ekki enn verið kynntar
fyrir ísl. markvörðum og held-
ur ekki gefnar út af KSl til dómara
og enginn veit enn hvort eftir þess
um reglum verð'ur leikið í Reykja-
víkur- eða íslandsmótinu í ár. En
nóg um þaö, Magnús Torfason tók
þessa fyrstu spyrnu og notfæröi
sér hana vel, skaut þrumuskoti
i hornið niðri.
© 3:0. Magnús Torfasori var enn
að verki stuttu síðar, þegar hann
fékk góða sendingu frá Friðriki
Ragnarssyni og hann renndi bolt-
anum í netið af stuttu færi.
G 4:0. Gunnar Sigtryggsson gaf
góðan bolta fyrir markið sem
annar efnilegur nýliði, Ástráði''
Gunnarsson, skallaði mjög glæsi-
lega og alveg óverjandi i markhorn
ið.
9 5:0. Síðasta mark leiksins, skc;
aði Gunnar Sigtryggsson svo i
seinni hálfleik, brátt fyrir að ÍBK
léki móti vindi, og var það gott
mark, sem hann átti allan heiður-
inn af sjálfur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16