Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998 - 27 LÍFIÐ í LANDINU AmórKarlsson gefur Háskólanum áAkur- eyri ofrokstur ævi- starfssíns, alls 30 millj. kr. til að hraða uppbyggingu ræktun- arseturs skólans að Vé- geirsstöðum íFnjóska- dal. SPJALL „Tilgangur gjafarinnar er að hraða uppbyggingu Háskólans á Végeirsstöðum, sem ég vil sjá sem mesta. Ég tel líka mikilvægt fyrir ungt háskólafólk að geta komist út fyrir þétt- býlið til þess að hugsa eðlilega, “ segir Arnór. Á myndinni hér að neðan er móðir hans, Karítas Sigurðardóttir, en gjöf Arnórs er í minningu hennar og annarra sem unnið hafa að uppbyggingu á Végeirsstöðum. mynd: bös Móðurminning Fyrr í líðandi viku afhenti Arnór Karlsson á Akureyri Háskólan- um á Akureyri bréf þess efnis að skólinn skuli eftir sinn dag erfa eigur sínar, sem eru virtar á um 30 milljónir kr. Þeim fjármunum er ætlað að stuðla að uppbygg- ingu Háskólans á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, en þá jörð gáfu Arnór og systkini hans skólanum fyrir nokkrum árum til að koma á fót ræktunarsetri, í víðustum skilningi þess orðs. Tilgangur gjafinnar nú „...er að hraða upp- byggingu Háskólans á Végeirs- stöðum, sem ég vil sjá sem mesta. Eg tel líka mikilvægt fyrir ungt háskólafólk að geta komist út fyrir þéttbýlið til þess að hugsa eðlilega og að heilasell- urnar fari að virka,“ segir Arnór. Miltil ræktunarkona „Móðir mín, Kartítas Sigurðar- dóttir, erfði Végeirsstaði í Fnjóskadal af foreldrum sínum og það var hennar vilji að sjá land jarðarinnar í grænum skógi, enda var hún alla tíð mikil rækt- unarmanneskja. Hún lést árið 1955 og 1957 byrjuðum við ræktunarstarfið; fyrst girðinga- vinnu og síðar plötun. I land Vé- geirsstaða höfum við síðan gróð- ursett - tugi þúsunda plantna og Háskólinn hefur síðan hann tók við jörðinni árið 1995 gróðursett þar um 20 þúsund plöntur,“ seg- ir Arnór. Hann segist fyrir nokkrum árum hafa kynnst þeim Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans, og Jóni Þórð- arsyni, sem er forstöðumaður sjávarútvegsdeildar hans, „...miklum ágætismönnum og eftir þau kynni fannst mér ein- sjmt að gefa skólanum jörð okk- ar systkinanna og síðar innbú mitt. En grunnurinn að þessu öllu er auðvitað að heiðra minn- ingu móður okkar," segir Arnór. Einn í Arnór Karlsson er áttræður að aldri. Hann er fæddur og uppal- inn í Þingeyjarsýslu, en fluttist 24ra ára að aldri til Akureyrar þar sem hann starfaði í 54 ár við blómasölu; fyrst hjá KEA og síð- ar á eigin vegum í blómabúðinni Laufási. I fyrra lét Arnór af störfum eftir sinn Ianga starfs- dag - en eftirtekja hans er drjúg og nú er hún Háskólans á Akur- eyri. íbúð í raðhúsi á Brekkunni, verslunarrými í Sunnuhlíð, auk veglegs innbús sem hefur meðal annars að geyma myndarlegt bókasafn og fjölda glæsilegra málverka. Tll 46 landa „Nei, til allrar Guðs lukku hef ég aldrei eignast konu eða börn, þá hefði ég ekki getað gert margt svo skemmtilegt í lífinu," segir Arnór. Þar á hann til dæmis við skógræktarstarf sitt austur í Fnjóskadal að ónefndum ferða- lögum víða um heiminn, en alls hefur hann haft viðkomu í 46 löndum - þar á meðal flestum Evrópulanda. -SBS. Strákar verða strákar Þeir sem lásu um Kollu sem fer í bíó í Degi í gær verða að sætta sig við að ég sá sömu mynd í Borgarbíói á Akureyri. Myndin er útnefnd til fjölda Oskarsverð- launa. Eg er að tala um mynd- ina Good Will Hunting. Hún er meðal annars útnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir besta handrit- ið sem skrifað er af Matt Damon en hann er einnig aðal- leikari myndarinnar (ég veit að þetta eru ekki nýjar upplýsingar, en þær verða að vera upp á stíl- inn). Það var fátt í bíósalnum í Bor- arbíói sl. miðvikudagskvöld klukkan níu á fyrstu sýningu myndarinnar. Eg ætla að vona að Norðlendingar séu ekki lagst- ir í dvala eftir Titanicsprengjuna og fari ekki meira í bíó á næst- unni. Þið megið ekki gleyma hversu góð afþreying það er að fara í bíó þó að það sé hætt að sýna Titanic. Nú fara stórmynd- ir að streyma inn til sýningar. Nú, nóg um það. Myndin sem ég sá er frekar góð. Handritið er gott. Það er mjög eðlilegt að handritið sé útnefnt sem eitt af þeim bestu. Það er einfaldlega gott (er ég búinn að koma því að). Leikurinn í myndinni er í jafnvægi en einn af „aukaleikur- um“ myndarinnar er enginn annar en Robin Williams. Hann er góður að vanda. Matt Damon kemst einnig vel frá sínu. Og þeir leikarar sem skipa hans vinahóp í myndinni sanna það að strákar verða strákar. Strákar þið vitið hvað ég meina. Annars er Good Will Hunting hin ágætasta mynd og fólk ætti að sjá hana. Það eru nefnilega for- vitnilegar „pælingar" í gangi (djúpur). Broadway-stjaman og söngkonanAnne Runolfsson of Lómatjamarættfær lofsamlegar umsagn- irhjá nokkmm skær- ustu stjömunum í skemmtanoheimin- um vestan hofs og menningarskríbent- um í stærstu dag- blöðum heims. Anne Runolfsson er íslensk- bandarísk að ætt og uppruna. Faðir hennar er Guðmundur Kjartan Runólfsson frá Lóma- tjörn, sem hefur búið í Banda- ríkjunum í áratugi, en frænk- ur hans, systurnar Valgerður, Guðný og Sigrún Sverrisdæt- ur, hafa búið félagsbúi á Lómatjörn. Guðmundur Kjartan fór ungur til Banda- ríkjanna og hann og Ijölskylda hans, afkomendur og tengda- börn, búa þar nú. Lóma- tjarnarættin hefur rílca söng- hæfileika, eins og alkunna er, og Anne hefur náð langt á söngbrautinni, meðal annars sungið sama hlutverk á Broad- way og söngkonan Julie Andrews, sem fræg varð fyrir „Sound of Music“. Syngur af dýpt Degi hafa borist nokkrar um- sagnir um Anne og þar segir meðal annars Julie Andrews um skífu Anne: „Þetta er sér- lega persónuleg skífa - og það er hluti af því sem gerir hana svo sérstaka. Skilaboðin eiga samt erindi til allra; Missir, þrá, ást, hlátur. Yndisleg rödd Anne fléttast töfrum. Sann- leikur hennar fær mig til að gráta.“ Og hin heimsfræga Liza Minelli segir að fyrir utan það að hafa eina sérstökustu rödd í heiminum syngi Anne af þvílíkri fegurð og dýpt að það sé alveg stórmerkilegt. Heldur maiiiii föngnum Dagblöð hafa skrifað um hina hálfíslensku söngkonu og eru afskaplega hrifin af rödd hennar og öllum flutningi. The Hollywood Reporter segir að hún hafi svo krystaltæra rödd með þvílíkum töfrum að henni takist að halda áheyr- endum sínum fullkomlega föngnum meðan á flutningi stendur. The New York Post talar um að hún komi öllum tilfinningum til skila á réttum augnablikum og blaðið Back Stage segir að Anne sé svo gíf- urlega Qölhæf söngkona að það megi tvímælalaust reikna með miklu frá henni í framtíð- inni. Ættarmót í sumar Eins og lesendur blaðsins muna kom hún og söng við hvern sinn fingur á ættarmóti að Lómatjörn í ágúst í fyrra. Hersingin sem kom á mótið að vestan var 12 manns. Ættingjar og vinir voru sam- mála um að frænkan frá Am- eríku hefði sungið „ógleyman- lega“. Anne var lengi stað- gengill Lizu Minelli og Julie Andrews og þótti frændum norðanlands hún ekkert síðri! Fær mlg til að gráta Anne Runolfsson, lengst til vinstri, ásamt Lizu Minelli en ekki er vitað hver karl- maðurinn á milli þeirra er. Liza hefur sagt um Anne að skilaboð á skffu Anne eigi „erindi til allra; Missir, þrá, ást, hlátur. Yndisleg rödd Anne fléttast töfrum. Sann- leikur hennar fær mig til að gráta."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.