Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 - S rD^tr FRÉTTIR Vonast til að hitta Kastró Kubuleiðtoga Margrét Frímajmsdótt- ir, formaður Alþýðu- baudalagsius, ásamt fylgdarliði er á leið í opiubera heimsóku til Kúbu. Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, og nokkr- ir félagar hennar úr Alþýðubanda- laginu ásamt fólki úr viðskiptalíf- inu halda til Kúbu á morgun, fimmtudag, og mun hópurinn dvelja þar í viku. „Hér er um að ræða formlegt boð til mín og nefndar frá Alþýðu- bandalaginu til Kúbu. Þetta kom þannig til að ég fór í frí til Kúbu í fyrra og hitti þá nokkra háttsetta menn úr stjórnkerfi Kúbu, þar á meðal formann utanríkismála- nefndar. Upp úr því fékk ég form- legt boð um að koma í opinbera heimsókn ásamt fylgdarliði. Það kom svo í ljós að ýmsir aðilar úr viðskiptalífinu hafa áhuga á að stofna til samskipta við Kúbu og munum við reyna að koma á við- skiptatengslum sem og menning- Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, vonast til að hitta Kastró Kúbuleiðtoga i opinberri heimsókn sinni tii Kúbu. artengslum milli landanna," sagði Margrét í samtali við Dag. Vonast til að hitta Kastró Margrét var spurð hvort hún ætti von á því að hitta Kastró Kúbufor- ingja að máli í ferðinni? „Eg er að vonast til þess að við hittum hann. Þegar þeir ákváðu að bjóða okkur formlega í heim- sókn var það meðal annars til þess að við gætum hitt Kastró. Þegar við vorum þarna í fyrra var hann ekki viðlátinn. Okkur er að vísu sagt að það sé dálítið erfitt að ákveða með margra daga fyrirvara hvort hann geti verið í opinberum móttökum. En við væntum þess sannarlega að hitta hann,“ sagði Margrét. Hún var spurð að því hvort Al- þýðubandalagið væri með þessu að viðurkenna Kommúnistaflokk Kúbu eða að koma á formlegum tengslum milli flokkanna? „Nei, þetta kemur engri viður- kenningu á pólitísku starfi við. Ég ákvað að þiggja boðið á þeirri for- sendu að hver einasta manneskja hefði gott af að kynnast því hvern- ig aðrar þjóðir standa að sínum málum. Þarna fæ ég tækifæri til að hitta ráðherra úr næstum öll- um ráðuneytum þeirra og ég er viss um að við getum af þeim lært sem og þeir af okkur. Síðan vil ég taka fram að Kúba er heillandi land og þjóðin sömuleiðis. Því kynntist ég vel í fyrra,“ sagði Mar- grét. Fylgdarliðiö Allstór hópur fólks úr Alþýðu- bandalaginu fer með Margréti í Kúbuferðina. Þar má nefna Svav- ar Gestsson alþingismann og konu hans Guðrúnu Agústsdóttur forseta borgarstjórnar. Þá má nefna Birnu Bjarnadóttur og Hauk Ingibergsson, Magnús Jón Arnason, Elínborgu Jónsdóttir og Davíð Davíðsson. Síðan er allstór hópur fólks úr sveitarstjórnarmál- um sem ætlar að kynna sér heil- brigðisþjónustuna á Kúbu. Síðan eru með í för almennir flokks- menn sem koma með í ferðina sér til ánægju og fróðleiks, eins og Margrét orðaði það. — S.DÓR Péturskirkja á Akureyri í simðum Hrafnagilsstræti 2 verður breytt í kaþólska kirkju sem kaþólikkar kalla gjarnan Péturskirkjuna á Akureyri. Ökumaður þessarar bifreiðar bjargaði hesti en eyðilagði bíl. Hestur oHi bílveltu Umferðarslys varð í Svalbarðs- strandarhreppi í Eyjafirði í gær- morgun þegar ökumaður velti Suzuld jeppa sínum á móts við bæinn Höfn. Slysið varð með þeim hætti að hestur hljóp skyndilega út á þjóðveginn og sá ökumaður ekki önnur úrræði en að sveigja út af veginum. Tölu- verður bratti er þarna og bíllinn valt og rann síðan nokkurn spöl á toppnum en ökumaður er tal- inn afar lánsamur að hafa slopp- ið við meiðsl. Bíllinn gereyði- Iagðist. Lögreglan vann að því í gær að upplýsa hver væri eigandi hross- ins. Það gekk illa framan af, en síðdegis í gær voru komnar vís- bendingar um eigandann. Hest- urinn sem olli slysinu var á ferð ásamt öðru hrossi og höfðu þau að líkindum sloppið úr girðingu. Þarf vanrækslu til Lausaganga búfjár er bönnuð í Svalbarðsstrandarhreppi en hins vegar er ekki víst hvort eigand- inn er bótaskyldur eins og Arni Bjarnason, sveitarstjóri Sval- barðsstrandarhrepps, bendir á. „Ef vanræksla sannast ekki á eiganda hafa tryggingafélög ekki treyst sér til að sækja svona mál. Nú eru girðingar að fara á kaf og menn eiga erfitt um vik. Það hefur enga úrslitaþýðingu í þessum efnum hvort lausaganga er bönnuð eða ekki,“ segir Arni. - BÞ Framkvæmdir við breytingar á Hrafnagilsstræti 2 eru hafnar en húsið fær nýtt hlutverk í framtíð- inni. Fyrir liggur að húsinu verði breytt i kirkju með safnaðar- heimili og fræðslusal. Kaþólskir kirkjugestir hafa oft á tíðum varla rúmast í litlu kapellunni við Eyrarlandsveg 26 og að fengnum byggingaleyfum hefur þetta skref verið stigið, eins og fram kemur í kaþólska kirkjublaðinu. Kostnað- ur verður að hluta til greiddur af Hjálparstofnun kaþólsku kirkj- unnar á Norðurlöndum Kirkjan kallast f daglegu tali kaþólikka Péturskirkjan á Akur- eyri. Kristjana Aðalgeirsdóttir og Sigríður Sigþórsdóttir teiknuðu hana en Aðalgeir Pálsson stjórn- ar byggingaframkvæmdum. Breytingin á húsinu er að mörgu leyti flókin, enda þarf að dýpka kjallara hússins, styrkja undir- Veiði hefur ekki verið leyfð á Amarfirði og Húnaflóa vegna mikils magns seyða í afla og á ísafjarðardjúpi er að- eins leyft að veiða inn- an við Æðey. lnnfjarðarrækjuveiði er hafin á Oxarfirði eftir að þreifingar höfðu staðið um skilaverð til þeirra fjög- urra báta sem þar hafa veiðileyfi. Tveir bátar fóru strax á veiðar í gær, Reistarnúpur og Oxarnúpur, og mokveiddu grunnt undan Iandi, eða samtals 18 tonn. Stærð stöður, stækka húsið, rífa öll þil, smíða nýja stiga og leggja nýtt gólf í nokkrum hluta hússins. rækjunnar telja sjómennirnir einnig mjög ásættanlega miðað við árstíma, eða 167 stk/kg á öðr- um bátnum en 197 stk/kg á hin- um. Þingey fór á veiðar í gær og búist er við að fjórði báturinn, Þorsteinn, bætist í hópinn innan tíðar. Rannsókn Hafrannsóknastofn- unar á Öxarfirði í haust kom mjög vel út en miður á öðrum svæðum, og t.d. hefur veiði ekki verið leyfð enn á Arnarfirði og Húnaflóa vegna mikils magns seyða í afla og á Isafjarðardjúpi er aðeins leyft að veiða innan við Æðey. A Skjálf- andaflóa er aðeins leyft að veiða með fiskaskilju vegna aukfiskis í rækjuafla. Akvörðun um endan- Iegan afla á hverju svæði fyrir sig Veður mun ráða nokkru um það hvenær kirkjan verður tilbúin. á að liggja fyrir í lok þessa mánað- ar en sú ákvörðun kemur til end- urskoðunar í marsmánuði á næsta ári. A Öxarfirði er byrjunar- kvóti 1.000 tonn, á Skjálfanda 500 tonn, á Skagafirði 800 tonn, á Húnaflóa 1.000 tonn, á ísa- Ijarðardjúpi 1.000 tonn og á Arn- arfirði 400 tonn. Innfjarðarrækjuveiðin byrjar því með ýmsum takmörkunum, jafnvel veiðibanni, og Ijóst er að hefjist veiðar ekki á Húnaflóa innan tíðar hefur það mjög slæm áhrif á atvinnulífið á þeim stöðum þar sem rækjuveiðar og vinnsla eru þungamiðjan í atvinnulífinu yfir vetrarmánuðina. Þar má nefna staði eins og Hólmavík, Drangsnes og Skagaströnd. - GG - BÞ Mokrækjuveiði á Öxarfirði ALÞINGI Auðlindin í stjómarskrá Guðný Guðbjörnsdóttir og Ijórir aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskránni. I því segir að inn komi ný grein á eftir 72. grein laganna. Hún hljóði svo: Nytjastofnar á haf- svæði því sem fullveldisréttur Is- lands nær til eru sameign ís- lensku þjóðarinnar. Kveðið skal á um sjálfbæra nýtingu þessara auðlinda til hagsbóta fyrir þjóðar- heildina í Iögum og stjómvalds- fyrirmælum. Söfnimarsjóður Iifeyrisrétiiuda Komið er fram stjórnarfrumvarp til laga um Söfnunarsjóð lífeyris- réttinda. Frumvarpið er sett fram til að einfalda lögin um starfsemi Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Hjálmauotkuu hesta- mauua Kristín Hall- dórsdóttir og fjórir aðrir þingmenn hafa endurflutt frumvarp til laga um að menn á hestbaki skuli bera viður- kenndan hlífð- arhjálm á höfði. Forráðamaður barns skal sjá um að barnið fýlgi ákvæði laganna. í greinargerð er bent á þá hættu sem fylgir hestamennsku enda þótt hún sé fólki fyrst og fremst til ánægju. Rúmlega tvö huudruð mauus Rúmlega 200 manns starfa við stjórnkerfi fiskveiða og eftirlit að því er fram kemur í svari sjávarút- vegsráðherra við fyrirspurn Lúð- víks Bergvinssonar. Hjá Hafrann- sóknastofnun starfa 160 manns, hjá Fiskistofu 27 og hjá sjávarút- vegsráðuneytinu 18 manns. Fjórii af geðdeild í faug- elsi Dómsmálaráð- herra hefur svarað fyrir- spurn Astu R. Jóhannesdóttur um hve oft, undanfarin fimm ár, hafi lögreglan verið kölluð til að- stoðar á geð- deildum sjúkra- húsa vegna erfiðra tilfella. Leitað var til lögreglu í Reykjavík og á Akureyri. Reykjavíkurlögreglan hafði ekki tíma til að skoða nema sl. 3 ár og á þeim tíma var um fjögur tilfelli að ræða, öll sam- kvæmt óskum frá Landspítalan- um. Lögreglan á Akureyri hafði, að sögn ráðherra, ekki tök á að kanna þetta, því svo mikið verk væri að fletta dagbókum af þessu tilefni. Lífsiðfræðiráð Hjörleifur Guttormsson hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að stofnað verði lífsiðfræði- ráð. A það að Qalla um siðfræði- leg álitamál sem tengjast erfða- breytingum á lífverum og ein- ræktun og afla til þess nauðsyn- Iegra heimilda á Alþingi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.