Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 2. JANUAR1985. Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. Áskriftarverðá mánuði 310 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Kaltstríð oghervæðing Brezki rithöfundurinn George Orwell nefndi frægasta verk sitt „1984”. Fyrir höfundi vakti ekki að setja fram spá um, hvernig árið 1984 mundi verða, heldur vara við hættum. Þær ógnir höfum við lengi séð í heimsmálum og ekki hefur úr þeim dregið á árinu 1984. Risaveldin hafa magnað hátæknivætt vígbúnaðarkapphlaup. Stríðsótti. hefur aukizt. Bæði risaveldin hafa staðið að uppsetningu meðal- drægra atómeldflauga. Sovétmenn höfðu fært vígbúnað- arkapphlaupiö á það stig og Atlantshafsbandalagið svar- ar nú í sömu mynt. Árið 1984 tók umræðan í auknum mæli að beinast að „stjörnustríði”, nýju kapphlaupi risaveld- anna um „vígbúnaö úti í geimnum”. Vissulega rambar heimurinn á barminum. Þó binda menn vonir við, að valdhöfum í austri og vestri skiljist æ betur, að enginn vinnur sigur í atómstríöi. Bandaríkjamenn færðu öldungnum Ronald Reagan yfirburðasigur í kosningum. í Sovétríkjunum tók einn öldungurinn við af öðrum. Júrí Andrópóv lést, en sæti hans tók Konstantín Tjernenkó. Öldungaveldin í þessum öflugustu ríkjum veraldar hafa síðustu ár vakið upp kalda stríöið. Reagan Bandaríkjaforseti hefur aukiö hvers konar vígbúnað í sínu ríki sem andsvar við forskoti, sem Sovétmenn höföu náð í sumum efnum. Margir utan Bandaríkjanna tortryggja gamla manninn í Hvíta hús- inu. Menn hafa andúð á stuðningi hans viö fasistastjórnir víða um heim og fordæma yfirgangsstefnu í málefnum Rómönsku Ameríku. Bandaríkjamenn gerðu innrás í ey- ríkið Grenada og ástæða er til að óttast að þeir kunni að ráðast á Mið-Ameríkuríkið Nicaragúa. Vissulega ber að mæta ógninni frá Kreml. En stuðningsmenn vestræns lýðveldis krefjast þess af Bandaríkjamönnum, að þeir verði ekki samdauna Rússum í aðferðum. Ofríki Sovétmanna setti svip á síðasta ár. Þeir juku hernað í Afganistan og náðu öflugra kverkataki á þeirri fátæku þjóð. Frelsissveitir veittu enn hraustlegt viðnám eftir fimm ára baráttu. Leppar Rússa í Póllandi hertu tökin. Oryggislögreglan myrti klerkinn Popieluszko, að því er virðist að undirlagi manna í æðstu stjórn. Vegna fordæmingar almennings lét stjórnin undan síga, og rétt- arhöld hófust yfir morðingjunum. öháða verkalýðshreyf- ingin í Póllandi er ekki nema svipur hjá sjón eftir ofsóknir kommúnistastjórnarinnar. Mál andófsmannsins Sakhar- ovs í Sovétríkjunum var mjög á döfinni á árinu. Stjórn- völd vildu þagga niður í þeirri frelsisrödd. I öðru komm- únistaríki, Eþíópíu, varð mikil hungursneyð. Hundruð þúsunda dóu úr hungri, en kommúnistískir valdhafar fögnuðu byltingarafmæli. Bilið milli ríkra þjóða og fátækra breikkaði á þessu ári. Merki sáust um, að iðnríkin kæmust úr samdráttarskeiði, sem staðið hefur um hríð. Eftir standa mörg hin snauðari ríki, skuldum vafin, sumpart vegna slæmrar landsstjórn- ar. Forsætisráðherra næstfjölmennasta ríkis heims, Ind- ira Gandhi, var myrt, en sonur hennar, Rajiv, vann mik- inn kosningasigur í árslok. Nýi forsætisráðherrann er óskrifað blað í heimsstjórnmálunum. Vaxandi barátta risaveldanna var megineinkenni árs- ins 1984. Undir árslokin gáfu gömlu mennirnir í Moskvu og Washington í skyn, að þeir vildu „tala saman” um að draga úr kapphlaupinu. Engin ástæða er til aö binda miklar vonir við slíkt, fremur venju, og jafnlíklegt, að um næsta áramót líti menn enn til baka yfir tímabil kalds stríðs og hervæðingar. Haukur Helgason. Veizt þú aö allir Noröurlandabúar eru um 0,5% af íbúafjölda heimsins? Að um næstu aldamót verða íslend- ingar 0,045% af aragrúa jarðarbúa? Gott og vel. Smátt er fagurt. Getur ekki fámenn en vel mönnuð þjóð í stóru landi, sem býr yfir ríkulegum auðlindum, orðiö öörum þjóðum og stærri fyrirmynd í heimi offjölgunar og örbirgðar? Einmitt. Það er draumurinn. En þessa stundina er draumurinn aö breytast í martröð. Eins og komið er okkar málum eru hraðvaxandi líkur á því að tilraunin með sjálfstætt og bjargálna ríki þessarar fámennu þjóðar 1 stóru landi mistakist. Ef það gerist þá verður þaö sjálfskaparvíti. 1 hálfan annan áratug höfum við búið við hörmulegt stjómarfar. Valdhafar okkar hafa látið eins og nýríkir olíufurstar í innkaupaleið- angri í stórmarkaði. Og þeir hafa verið hylltir sem herjans karlar. Og það sem verra er: Endurkosnir sí og æ. Þess vegna er ástandið ykkur að kenna, sem hafiðkosið þá. Tökum núverandi ríkisstjóm sem dæmi. Hún komst til valda þegar flestum var orðið ljóst að ríkisstjórn- imar á undan höfðu reynzt hörmu- lega. Þess vegna fékk hún óskabyr. I upphafi gerði hún eitt rétt: Að afnema vitlaust, galið og sjálfvirkt víxlhækkanakerfi verölags og launa. Síðan hefur stjórnin gert allt vitlaust. Fjárlög fáránleikans Núna fyrir þinglokin rann mér til rifja aö horfa á stjómarliða rétta upp höndina með f járlögum sem þeir sjálfir vissu að tilheyrðu leikhúsi fáránleikans. Ekki nóg með aö fjár- lögin væm með halla og haldið uppi með erlendum lánum; samtímis var lögð fram lánsfjáráætlun sem gerir ráð fyrir nettóaukningu erlendra lána um 3 milljarða. Þótt ekkert annað kæmi til ætti þessi ríkisstjórn aö segja af sér þegar í stað. Hvergi örlar á vitibor- inni hugsun, nýjungum, frumkvæði, verkstjóm, búhyggindum. Eykon og Ellert virðast vera einu mennirnir í þingliði Sjálfstæðisflokksins sem ekki eru fyrir löngu búnir að gleyma hverjir kusu þá á þing. Hvað á að gera? Það þarf að mola kerfið. Þá á ég ekki bara við staðnað embættis- mannakerfi, heldur flokkakerfið. Það þarf að brjótast úr þeim víta- hring sem dæmir þjóöina til að lúta stjórnarforystu annaöhvort Sjálf- stæðisflokks eða Framsóknar; fá yfir sig annað tveggja „heimskar hægristjómir” eða „vitlausar vinstristjómir”. Hvernig? Með því að skapa nýtt sam- einingar- og forystuafl lýöræðissinn- aðra jafnaöarmanna, vinstra megin við miðju íslenzkra stjórnmála. Vinstra megin við miðju? Hvað áttu við? Líttu á flokkakerf ið: Hvað er til vinstri og hvað til hægri? KVENNALISTINN er lengst til vinstri. Þetta eru ágætis stelpur, en þær hafa misskilið pólitíkina. Þær hafa gleypt hráa hugmyndafræði Kjallarinn JÓN BALDVIN HANNIBALSSON FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Vinstra megin við miðju amerískra millistéttarkvenna sem trúa því að kynferðið eitt skipti sköp- um í pólitík. Samkvæmt því á einstæð móðir með tvö böm í dýrri leiguíbúð í Breiðholtinu sem vinnur í bónus hjá BtJR meira sameiginlegt með pelsklæddri stóreignafrú úr Stigahlíöinni en stéttarbræðrum sínum hjá BÚR. Þetta er kynferðis- leg apartheidstefna sem í bezta falli byggist á misskilningi en í versta falli elur á sundurlyndi þeirra sem saman eiga að standa. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ boöar samfylkingu vinstri afla undir sínu forræði. Það fær heldur ekki staöizt. Til þess liggja margar ástæður en ég nefni þrjár: 1) Alþýðubandalagið er illskeyttasta sundrungarafl vinstri- manna á öldinni. 2) Reynsla þjóöar- innar af stjórnarþátttöku AB í 8 ár var hörmuleg. 3) Utanríkispólitík AB er hættuleg öryggi þjóðarinnar. Þótt ekki væri nema af þessum ástæðum verður AB aldrei annað en þaö sem þaö er: Hávær samtök mótmælenda sem eiga mótmælin ein sameiginleg. SJALFSTÆÐISFLOKKURINN hefur nú brugðizt sjálfum sér og þjóðinni þrisvar á áratug. Hann brást í ríkisstjóm meö Framsókn 1974—78. Hann brást í stjórnar- myndunarviðræðum eftir aðventu- kosningarnar 1979; hluti hans mynd- aði vitlausa verðbólgustjórn meö kommum og Framsókn, hinn hlutinn þóttist vera í stjómarandstöðu. Nú hefur hann brugðizt í þriðja sinn. Allt erþegarþrennter. Hann þykist hafa vit á peningum en er á góðum vegi með að farga efnahagslegu sjálfstæði okkar. Hann þykist vera á móti ríkisforsjá en allar hans ær og kýr eru í ríkisbákn- inu (nema Eykon og Ellert). Hann þykist sameina stétt með stétt en stjórnar nú þannig að þjóöfélagið er að gliðna í sundur; gjá hefur mynd- azt milli allsnægta og örbirgðar. Hann hefur í verki brugðizt vonum þúsundanna og verðskuldar nú ærlega hirtingu. Mestum undrum veldur að þessi stóri flokkur virðist ekki hafa vit til að efla til mannafor- ráða nokkra þá forystumenn sem töggurerí. FRAMSÖKN sleppi ég. Hún er tímaskekkja. Hún hefur unnið sér það til óhelgi að leggja íslenzkt efna- hagslif í rúst á 13 ára stjómarferli. Framsókn á aö fá langt frí og ástunda innhverfa íhugun og ærlega sjálfsgagnrýni. En Alþýðuflokkurinn? Frá og með seinasta flokksþingi hefur hann gengiö í endumýjun líf- daganna. Hann er nú eini flokkurinn sem býður þjóðinni upp á róttæka, raunsæja og framkvæmanlega stefnuskrá. Hann er hvergi bundinn á klafa neinna sérhagsmuna. Stefna jafnaðarmanna er um fyrirbyggj- andi þjóöfélagsumbætur, áður en þjóöfélagið leysist upp í borgara- styrjöld harðvítugra stéttaátaka. Við jafnaöarmenn erum núna í stórsókn. Við stefnum að því í alvöru að veröa stærsti flokkur þjóðarinnar eftir næstu kosningar og forystuafl í næstu ríkisstjóm. Það er bjargföst sannfæring okkar að þjóðinni liggi nú lífið við aö fá til stjórnarforystu rót- tækan, stefnufastan jafnaðar- mannaflokk sem leysi Sjálfstæðis- flokkinn af hólmi sem kjölfesta íslenzkra stjómmála. Vertu með Ég segi: Þessi flokkur á að verða forystuafl vinstra megin viö miöju. Hægra megin viö okkur verða áfram smækkaður Sjálfstæðisflokkur og tímaskekkjan Framsókn. Vinstra megin verða Kvennalistinn og AB. Milli okkar og BJ em engin ágreiningsmál sem máli skipta. Lýðræðissinnaðir jafnaðarmenn, sem í hug og hjarta eru meirihluti með þessari þjóð, en hafa hingað til kosið Sjálfstæðisflokkinn þúsundum saman og Alþýðubandalagið og aðra flokka að hluta, þurfa nú aö sam- einast um að brjótast út úr vítahring þessa vitlausa flokkakerfis sem er undirrót ófarnaðar okkar í efnahags- málum. Þess vegna er hugmyndin um nýtt sameiningarafl lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna vinstra megin við miðju íslenzkra stjórnmála sóknar- formúla okkar. Við þurfum nú á öllu því hugsandi fólki aö halda sem getur lagt okkur lið í baráttunni fyrir endurnýjun íslenzkra stjórnmála og bættu stjómarfari á Islandi. Þess vegna skrifa ég þessa dálka nú og framvegis undir heitinu: Vinstra megin við miðju. Þess vegna leita ég til þín: Vertu með — leggðu okkur lið í baráttu fyrir góðum mál- stað, í starfi að veröugum viðfangs- efnum. Jón Baidvin. • „Það þarf að brjótast úr þeim vítahring sem dæmir þjóðina til að lúta stjómarfor- ystu annaðhvort Sjálfstæðisflokks eða Fram- sóknar; fá yfir sig annað tveggja „heimskar hægristjómir” eða „vitlausar vinstristjórnir’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.