Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 14
60 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987. Popp DV í rðanú Snar' Á dögunum sendi Erðanúmúsík frá sér safntónsnælduna Snarl. Spólan var kynnt sem andstæða við popplög sumarsins í g-dúr sem sannarlega eru orð að sönnu. Þeir sem ekki hafa kynnst Snarlinu skilja þó tæpast sneiðina. „Það hafa verið gerð um 300 ein- tök fram að þessu,“ sagði Gunnar Hjálmarsson, einn af aðstandend- um Erðanúmúsíkur, i samtali við DV. „Flest eintökin eru þegar seld. Það er svipað og við bjuggumst við, jafnvel betra. Böndin gátu keypt af mér spólur á kostnaðar- verði og selt sjálf. Snarlið er ódýrt og það á kannski stóran þátt í hversu vel hefur gengið að selja það. Spólan kostar svipað og ham- borgari, með frönskum og gosi.“ Snarlið er aftur á móti enginn skyndibiti. Sex rokksveitir eiga efni á spólunni. Þær eiga flestar það sammerkt að hafa farið huldu höfði fram að þessu, af einni eða annarri ástæðu. Sveitirnar eru Múzzólíni, Gult að innan, The Da- isy hill puppy farm, Parrar, Sog- blettir og Svart/hvítur draumur, sem er þeirra þekktust. Tríóið hef- ur leikið saman í nokkur ár og gaf Bensínskrímslið margfræga út á plasti fyrir rúmu ári. Múzzólíní og Sogblettir hafa aukinheldur spilað á nokkrum tónleikum að undanf- örnu. Ekki í útvarpi Ef Snarlið er andstæða við sum- arpopplög, hvað er það þá? „Menn hafa nokkra tilhneigingu til að kalla þetta „underground" tónlist," segir Gunnar Hjálmars- son. „Þetta er vissulega öðruvísi en megnið af því sem er að gerast í tónlist á íslandi. f rauninni er þetta allt annar handleggur. Flokkunin er líklega komin til af þörfinni fyrir að skilgreina alla mögulega hluti á einhvern hátt. Neðanjarðarheitið er kannski líka tilkomið af því hversu lítið tónlist- in heyrist í útvarpi sem er eðlilegt út af fyrir sig.“ Af hverju? „Ja, það er alltaf verið að ein- blína á „það sem fólkið vill“. Menn spila bara það sem þeir halda að gangi í fjöldann og þora ekki að taka áhættu. Svo einfalt er það.“ Vandamál Bubbi Morthens fær sneið á Snarlinu í lagi Sogbletta, Fimmti gír. Einn liðsmanna hljómsveitar- innar lét hafa eftir sér í útvarpsvið- tali á dögunum að Bubbi væri meira að segja stórt vandamál í Svart/hvítur draumur - LP plata um jólin. íslenskri rokktónlist. Kynslóða- skipti? „Já, ég held það,“ svarar Gunn- ar. „Það eru yngri menn að koma fram með nýjar hugmyndir. Þeir sætta sig ekki við ríkjandi við- horf.“ En sækja þessi ungu bönd ef til vill fyrirmyndir í nýbylgjuna þrátt fyrir allt, er þetta angi af pönki? „Ég veit það ekki. Þessi bönd spila hrátt keyrslurokk sem kannski svipar til nýbylgjunnar. Tíðarandinn er allavega svipaður og fyrir nokkrum árum. Það eru mörg bönd að koma upp, miklu fleiri en eiga efni á Snarlinu. Þau eiga eftir að láta að sér kveða." Til hátíðabrigða „Erðanúmúsík er með ýmislegt fleira í bígerð. LP-plötu með S/h draumi og aðra spólu með sveitun- um Múzzólíní og The Daisy hill puppy farm. Ennfremur erum við að spá í að gefa út blað með haust- inu sem þegar hefur verið skírt Babb,“ segir Gunnar Hjálmarsson. S/h draumur kemur einmitt fram í kvöld á Rykkrokki og dregur sig svo í hlé i bili. Upptökur LP-plötu hefjast í þessum mánuði í Stúdíó Gný. Platan verður svo gefin út af ensku útgáfufyrirtæki og kemur á markað hér fyrir jólin. Hún hefur hlotið nafnið God. Jólalegt. Sameinuð rokkhænsni í dag verður Rykkrokk hátíðin sett á steypta planinu við Fellaskólann. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem rokkhátíðin er haldin. Fyrsta hljómsveitin stígur á svið á slaginu fimm. Djammið stendur fram eftir kvöldi, eða allt fram til ellefu. Sú tímasetning kemur til með að stand- ast enda er þá komið að lögboðnum háttatíma íbúa í hverfinu. Röð hljómsveitanna er þessi: • Blá bílskúrsbandið • Prima • Röddin • Múzzólíní • Óþekkt andlit • Blátt áfram •S/h draumur • Bleiku bastamir •Rauðir fletir • Sykurmolarnir ásamt sjóaðri spilurum. Ástæðan fyr- ir því að Sykurmolarnir taka þátt í hátíðinni er einfaldlega sú að Bubbi hafði ekki tök á að koma. Greifarnir voru komnir í sumarfrí og ekki tók- ust samningar við Stuðkompaníið. Þess vegna hlupu Molarnir í skarð- ið.“ „Það er stemmning að hafa þetta utandyra" bætti Þór við. „Fólk getur kíkt við hvenær sem er. Markmiðið er að gera úr þessu eins konar karnival. I kvöld verður þarna urm- ull af rokkhænsnunum, sameinuðum rokkhænsnum,“ sagði Þór Eldon. Frítt inn „Það hafa líkast til aldrei verið jafnmörg bönd á hátíðinni,“ sagði Þór Eldon, titlaður framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, og gítarleikari Sykurmolanna. „Hátíðin féll niður í fyrra vegna tónleikanna á Arnarhóli í tilefni 200 ára afmælisins. Þess vegna komum við kannski sterk- ari til leiks núna en nokkru sinni. Bláa bílskúrsbandið á Fellaskólaplaninu. Skáldið Sjón er kynnir á Rykk- rokki. Aðgangur er ókeypis. Athug- ið: ÓKEYPIS! Rauðir fletir líka. Hugmyndin að baki Rykkrokki er að gefa ungum og upprennandi tón- listarmönnum kost á að koma fram Helgarpopp Þorsteinn Vilhjálmsson Bandaríska hljómplötufyrirtæk- Hilmar Örn Hilmarsson sem notað ið Enigma er með puttana víða. varíeinuafþessumumdeilduleik- Nýverið kom út safnplata vestra ritum ríkissjónvarpsins. Þetta lag sem inniheldur ágrip af rokksögu hefur ekki áður komið út á plötu íslanda frá 1981 til 1986. Platan var frekar en Citified með Vunderfoolz gefin út í samvinnu við Grammið sem er á sömu hlið. Kuklið sáluga og er einnig dreift hér heima. og Stanya (Þorsteinn Magnússon?) Lögunumerraðaðnokkuðskipu- eiga enn fremur hvor sitt lagið á lega upp í tímaröð og sýniahomin B-hliðinni. Sveinbjörn alsherjar- eru ekki af lakara taginu. Fyrsta goði rekur svo endapunktinn aftan lagaftíuertilaðmyndahiðódauð- við lagasafnið með upplestri úr lega Killer Boogie sem Þeysarar Eddu kvæðum. léku af fítonskrafti í myndinni . Geysir gefur glögga mynd af um- Rokk í Reykjavík. 1 kjölfarið koma rótatímum í islenskri rokktónlist sveitinar Purrkur Pilnikk, Das auk þess sem á plötunni er að finna Kapital, Megas og íkarus, Von- sýníshorn nýrra þreifinga. Það gef- brigði og Jonee Jonee, allar með ur fyrirheit um annað Geysisgos mjög frambærilegt efni úr smiðjum enda ólgan ekkí minni á eldfjalla- síntun. eyjunni en var í byrjun áratugar- B-hliðin hefst á Ad Astra eftir ins. Olgan á Eldfjallaeyjunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.