Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. 19 að ýta mér ■ j_I_i I ■ i Dumi „Mér linnst aö þaö hafi verið gerð tilraun til þess að ýta mér í burtu og ég hef ákveðið að dæma ekki fleiri leiki í vetur, það er á hreinu. En ég er ekki endilega hættur, ég er búinn aö dæma í 28 ár og sé til hvaö ég geri á næsta keppnistíma- bili,“ sagði Kristbjöm Albertsson, alþjóðadómari í körfhknattleik, sem var kjörinn besti dómari ís- landsmótsins 1986-87, í samtali við DV í gær. . J haust var mér sent bréf og ég boðaður í þrekpróf með tveggja daga fyrirvara. Þetta er nýmæli og þar sem ég var erlendis gat ég að sjálfsögöu ekki raætt í prófið, Síðan var raöaö niður leikjura frara að áramótum og þá kom í Ijós að ég fékk tvo kvennaleiki, einn 1. deild- arleik karla og tvo újvalsdeildar- leiki. Hingaö tíl hef ég að jafhaði dæmt um firamtán leiki fram að áramótum á hverju keppnistíraa- bili. Ég velti þessu lítið fyrir mér fyrr en ég hitti Óraar Scheving, for- mann dómaranefndar KKt á leik KR og Grindavíkur. l>á tilkynnti hann mér að það væri veriö aö refsa mér fyrir að mæta ekki í próf- ið. Það fauk í mig og ég er ákveðinn í að dæma ekki meira í vetur. En mér þykir verst aö líklega missi ég alþjóðaréttindin við þettá þar sem ég skila ekki nógu mörgum leikjum á þessu keppnistimabiii,“ sagði Kristbjöm. Gáfum honum þrjú tækifæri „Viö gáfum Kristbirni þrjú tæki- færi tíl aö fara í þrekpróf og hann sá sér aldrei fært að mæta,“ sagði Ómar Scheving. „Hann er mikið erlendis vegna vinnu sinnar og viö vissura aö hann var ekki á landinu þegar leikjunum fyrir áramót var raðaö niður. Hann fékk siöan fimm leiki á seinni hluta fyrra tíraabils- ins, i stað sjö sem flestir fengu, svo þar ber ekki raikið á railli. Ég hef farið yfir leiki Kristbjöras á síöasta keppnistímabili og þar kemur í ijós aö hann dæmdí átta leiki fyrir ára- mót, þar af aðeins tvo á fyrri hluta þess tíraabils. Það er síðan rangt að við höfum boðaö tíl þrekprófeins • Kristbjöm Albertsson, einn besti körfuknattleiksdómari tandsins i óralugt, hefur nú ákvfeóið að leggja flaut- una á hiiluna vegna ágreinings við dómaranotnd Körfuknattieíkssambandsins. með tveggja daga fýrirvara, nema pósturinn sé svona lengi að berast á Suðuraesin! I sjálfu prófinu voru engar kröfúr.gerðar ura tíma, aö- eins að menn mættu og skokkuðu. Við sendura Kristbirni annað bréf þar sem sagt var að tekið væri til- lit til raætingar í þrekpróf viö niðurröðunina en hann segist aldr-' ei hafa séð það bréf.“ Kristbjörn ekkl tilnefndur tij FIBA „Það er ijóst að KKI raun ekki tilnefha Kristbjörn öl Alþjóða körfhknattleikssarabandsins, FIBA, fyrir þau verkefni sem fram undan eru í vor eöa sumar - eins og Evrópukeppni unglingaiands- liða og forkeppni ólyrapíuleikanna. Til þess hefur hann dæmt of fáa leiki í vetur. En alþjóðaréttmdun- ura á hann að halda, hann raissir þau ekki nema hann sé sviptur dómararéttindura hér heiraa,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, framkværadastjóri KK3. Pétur sagði að það væri vissulega slæmt að missa út jafnreyndan dómara og Kristbjörn það sem eftir væri vetrar en ástandið væri samt ekki slæmt „Viö höfum aldrei ver- iö jafnvel settir með dómara því sarakvæmt nýjum regium þurftu liðin í úrvalsdeildlnni að eiga minnst tvo dómara hvert og upp í fjóra ef þau væru bæöi með kvenna- og lávarðaliö á íslands- mótinu. Síöan héldum við dómara- náraskeiö sera var rajög vel sótt þannig að framtíðin er björtsagði Pétur. -VS/ÆMK Knattspyma - Belgía: Amórfærístaftar á merina í Belgíu - varð í 8. sæti í kjöri eriendra leikmanna Tvö íslandsmet í Svíþjóð Magnús Ólafsson og Ragnar Guð- mundsson settu íslandsmet í sundi á sterku alþjóðlegu móti í Svíþjóð í gær. Magnús setti met í 100 m skriö- sundi, fékk tímann 52,52 sek. og varö fjórði. Ragnar setti raet sitt í 400 m skriðsundi og fékk tímann 4:07,20 mín. í undanrásum. Hann varð síðan sjötti í úrshtum á 4:07,61 mín. e Ragnheiður Runóífsdóttir varð í 16. sæti í 100 m bringusundi á 1:16,26 mín. e Bryndís Ólafsdóttir synti 200 m skriðsund á 2:08,56 mín. og hafnaöi í 9. sæti. e Amór Ragnarsson synti 200 m bringusund og fékk tímann 2:30,24 mín. og hafnaði hann í 10. sæti. -SK Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Amór Guðjohnsen, sem sló ræki- lega í gegn á síðasta leikári hér í Belgíu, hefur nú færst nokkuð aftar á merina. Hann var aðeins í áttunda sæti nú nýverið í kjöri sem erlendir knattspymumenn hér í landi stóðu fyrir. Fyrsta sætið hreppti Hollend- ingurinn Frans van Rooy en sá er driffjöðrin í liði Antwerpen. Vann van Rooy yfirburðasigur í kjörinu, fékk 204 stig. Annar varð Afríkumaðurinn Knattspyma: Bjóm Jónsson til FH-inga Björn Jónsson, fyrrum fyrirliði Skallagríms í Borgarnesi, er genginn til liðs við 2. deildar lið FH. Björn var lykilmaður í liði Borgnesinga þegar þeir léku í 2. deildar keppninni fyrir nokkram ámm, mjög sterkur miðju- maður, en síðustu tvö árin hefur hann leikið með norsku liði. -VS Bwalija Kaluska, bar hann 18 stig úr býtum. Þess má geta að Arnór fékk 4 stig í kosningunni en stallbróðir hans, Juan Lozano hjá Anderlecht, sem varð þriðji, fékk 18 stig. Þess má tii gamans geta að í belg- ísku fyrstu deildinni leikur nú 101 leikmaður af erlendu bergi brotinn. Stærstu hópamir skiptast þannig eft- ir hundraðshlutareglunni: Hollendingar..................22,8 Júgóslavar....................10,9 Tékkar........................ 6,9 ítalar.........................6,9 • Arnór Guðjohnsen. Juri llitchev er láftinn Juri Ilitchev, fyrrum landshðs- þjálfari íslands í knattspyrnu, sem starfaði hér á landi á áttunda ára- tugnum, lést í Sovétríkjunum þann 10. febrúar. Ilitchev var af mörgum tahnn einhver snjaUasti þjálfari sem hér hefur starfað. Hann kom hingað til lands árið 1973 og þjálfaði Val. Undir hans stjórn varð hðið í 2. sæti 1. deildar það ár og síðan bik- armeistari árið eftir. Ilitchev fór heim eitt ár en kom aftur og stýrði Valsliðinu 1976 og 1977. Fyrra árið varð það bæði íslands- og bikar- meistari og vann bikarinn seinna árið. Árið 1978 tók Ilitchev við íslenska landshðinu og stýrði þvi í tvö ár. Seinna árið var hann jafnframt þjálfari Víkings. Eftir það hvarf hann heim til Sovétríkjanna en oft kom fram að hann hefði áhuga á að koma á ný til íslands án þess að af því yrði. Hörður Hilmarsson, sem lék imd- ir hans stjórn með Val og landslið- inu, segir að IUtchev sé án efa færastí þjálfari sem hingað hafi komið, það hafi verið á við tíu ára þjálfaranámskeið að komast í kynni við hann og njóta hans leið- sagnar. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.