Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 182. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988.
Fréttir
Niðurfærslan er mjög erfið í framkvæmd:
Kemur til greina að fella
gengið samhliða niðurfærslu
- segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofhunar
..Þaö er mögulegt aö stefna að hálf-
um árangrimim með niðurfærsluleið
og hinum helmingnum með gengis-
fellingu. eða uppfærsluleið. Þetta er
meðal annars það sem við erum að
skoða og reikna út," sagði Þórður
Friöjónsson. forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar.
Þrátt fyrir að rikisstjórnin og ráð-
gjafarnefnd hennar kanni nú niður-
færsluleiðina gaumgæfilega er enn
margt sem mælir gegn því að hún
verði farin. Það er ekki tilviljun að
allar ríkisstjórnir hafi hafnað henni
hingað til. Hún hefur aðeins einu
sinni verið reynd. árið 1959. þegar
framundan voru tvennar kosningar
og stórfelldir efnahagsörðugleikar.
Þegar viðreisnarstjórnin tók viö að
kosningunum loknum var þessari
leiö hafnað og gengið fellt. Það er því
hvorki hægt að segja að niðurfærslan
þá hafi tekist né mistekist.
„Kostir niðurfærsluleiðarinnar
eru þeir að það er hægt að ná skjótum
árangri gegn verðbólgu ef vel tekst
til. Ókostirnir eru hins vegar þeir að
þessi leið er ákaflega torfarin í fram-
kvæmd. Þó að það sé gefin út tilskip-
un um lækkun launa er ekki víst að
laun verði lækkuð nema hjá tak-
mörkuðum hópi launþega. Þó mark-
aðslögmál ráöi sjálfsagt alltaf launa-
kjör'um hjá einhverjum hluta laun-
þega þá má gera ráð fyrir að torveld-
ara verði að lækka laun þessa hóps
beint heldur en rýra kaupmátt þeirra
í gegnum gengisfellingu. Sömuleiðis
er ákaflega erfitt aö færa niður verð-
lag. Það eru til í landinu birgðir af
innfluttri vöru og það er ekki einfalt
mál að lækka verð á þeim, svo tekið
sé einfalt dæmi. Arið 1959 voru nið-
urgreiðslur stórlega auknar. Annað
vandamál varðandi niðurfærsluleið-
ina eru kaup- og verksamningar.
Fjölskylda. sem er að kaupa íbúð og
hefur gert kaupsamning í föstum
krónum. getur átt í erfiðleikum með
að kljúfa þessi kaup. Þó laun og verð-
lag lækki þá lækkar samningurinn
ekki. Sömu sögu er að segja af verk-
samningum. Þeir samningar, sem
gerðir voru fyrir niðurfærslu, verða
mjög hagstæðir verktakanum og á
samá hátt óhagstæðir verkkaupan-
um. Svona mætti lengi telja. Það eru
mörg atriði framkvæmdalegs eðhs
sem.eru afskaplega erfið í niður-
færslunni. Það er náttúrlega skýr-
ingin á því að stjórnyöld hafa ekki
fariö þessa leið hingað til," sagði
Þórður Friðjónsson.
Meðal þess sem er til skoðunar nú
er hversu langt stjórnvöld geti gengið
til þess að minnka áhrif niðurfærslu-
leiðarinnar á kaup- og verksamn-
inga. Slíkar aðgerðir gætu hæglega
stangast á við ákvæði stjórnarskrár-
innar um eignarrétt og verndun
hans. Meðal ahnars af þessum sök-
um stendur margt í veginum fyrir
því að hægt verði að leysa allan þann
vanda sem við er að glíma með niður-
færsluleiðinni. Það er því jafnframt
til skoðunar að nýta hluta af báöum
leiðunum, niðurfærslu og gengjsfell-
ingu.
Þórður sagðist ekki muna neitt
dæmi þess að niðurfærsluleið hefði
verið farin í löndum sem hafa sam-
bærilegt efnahagslíf og á íslandi.
-gse
Ársafmæli Kringlunnar:
Sumir duttu í
lukkupottinn
- og komu ríkari úr verslunarferðinni
Kringlan átti ársafmæli um helg-
ina. Zóphanías Sigurðsson, tækni-
stjóri Kringlunnar, sagði að af-
mælisdagskráin hefði tekist mjög
vel. Um 35 þúsund manns komu á
föstudag og laugardag í Kringluna.
Atriðin á dagskránni voru fjöl-
mörg. Hafnfirska blásarasveitin
lék og gömludansahljómsveitin
Neistar lék danslög fyrir eldri kyn-
slóðina. Blöðrur, sirkus og ofur-
hugar styttu gestum stundir.
Fyrirtæki í Kringlunni gáfu af-
slátt af vöruverði í tilefni dagsins
og ýmis kynningarstarfsemi var í
gangi. íshöllin opnaði einn stærsta
ísbar í heimi og bauð gestum að
bragða á nýjum jógúrtís. Ferðaget-
raunir, peningavinningar og ýmiss
konar lukkupakkar urðu til þess
að margir viðskiptavinir komu
fjáðari úr verslunarferðinni en
þegar þegar þeir lögðu af stað. -EG
Skákþing Islands hafið:
Stuttar og snarpar skákir
Fyrsta umferð á skákþingi Is-
lands hófst í gær í Hafnarborg í
Hamarflröi. Leiknar voru sex
skákir sem allar voru stuttar og
snarpar og leikjafjöldi á bílinu
32-37. Ekkert var gefið eftir enda
til mikils aö vinna því sigurvegar-
inn fær 130.000 krónur í sinn hlut
Sá sem lendir í öðru sæti fær 90.000,
sá þriðji fær 50.000, en aHs fáSefetu
menn vinning.
í fyrstuumferð urðu úrslit þessi:
Hannes Hlífar Stefánsson - Ágúst
Sindri Karlsson 1-0
Jón L. Amason - Róbert Harðarson
1-«
Þröstur Þórhallsson - Þráinn Vig-
fússon 1-0
Karl Þorsteins - Ásgeir Þór Árna-
sonl-0
Jóhannes Ágústsson - Davíð Ólafs-
son 54-14
Margeir Pétursson - Benedikt Jón-
asson 1-0
Önnur umferð skákþingsins nefst
klukkan 18.00 í Hamarborg en alls
verða tefidar eliefu umferðir.
:¦¦  JFJ
Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, ieikur fyrsfa leik-
inn á skákþingi íslands fyrir Margeir Pótursson, handhafa meistaralifils-
ins. Mótherji Margeirs í fyrstu umferö var Benedikt Jónasson en haföi
ekkí erindi sem erfiöi.                              DV-mynd JAK
Stór hópur barna tók á móti forseta Islands, frú Vigdisi Finnbogadóttur, viö
komu hennar til Siglufjarðar í tiiefni af 70 ára afmæli kaupstaðarins. Stúlk-
an, sem færði forsetanum blómvönd, varð fyrir nokkrum vonbrigðum. „Þetta
er bara venjuleg kona," sagði hún þegar hún sneri aftur til hópsins.
DV-mynd Guðmundur Daviðsson
Siglufjarðarkaupstaður sjötugur:
Afmælisgestirnir
skiptu hundruðum
Um helgina voru sjötíu ár liðin síð-
an Siglufjarðárkaupstaður fékk
kaupstaðarréttindi.     Bæjarbúar
minntust afmælisins með ýmsum
hætti. Hæst bar komu forseta ís-
lands, frú Vigdísar Finnbogadóttur.
Forsetinn flutti ræðu í Siglufjarðar-
kirkju. Þá voru einnig meðal gesta
menntamálaráðherra, Birgir ísleifur
Gunnarsson, og Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra.
Bæjarsjóði var afhent afmæhsgjöf,
fjárhæð sem var þrjár milljónir
króna, sem nota skal til uppbyggingar
á skíðalyftu. Eins og menn muna
misstu Siglfirðingar skiðalyftu sína í
snjóflóðum síðastliðinn vetur þannig
að þessir peningar voru kærkomnir.
Meðal annars var haldið kaffisam-
sæti í stóru tjaldi. Þar gátu bæjarbú-
ar og gestir fengið kaffi og með því.
Þá var efnt til hátíðarkvöldverðar á
hótelinu þar sem forseti og ráðherrar
yoru heiðursgestir. Að honum lokn-
um var dansgólfið rýmt og bæjarbú-
ar skemmtu sér við dans fram eftir
nóttu.
Knútur Jónsson bæjarritari taldi
bæði Siglfirðinga og gesti hafa
skemmt sér vel á þessum afmælis-
degi og sérlega ánægjulegt hafi verið
að fá burtflutta Siglfirðinga í heim-
sókn. Þeir skiptu hundruðum sem
heimsóttu Siglufjörð á afmælinu.
-EG
Jón Baidvin
ósammála
Þórði
„Ég er ekki sammála Þórði. Ég
er þeirra skoðunar að þaó sé
tæknilega óframkvæmanlegt aö
fara bæði niöurfærslu- og upp-
færsluleið," sagöi Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráöherra.
- Hyers vegna?
„Ég vil fyrst heyra rökin fyrir
því hvers vegna menn vilja grípa
til tveggja aðgerða sem hvor um
sig fer í ófuga átt viö hina."
- Þú vilt þá meina að niðurstað-
an yrði núll?
„Já.
-gse
Stjóreiaifierinn
nær Kunduz á ný
Þegar DV var að fara í prentun í
morgun bárust fréttir af því að
stjórnarherinn í Afganistan hefði
náð höfuöborg Kunduz-héraðs á sitt
vald á nýjan leik.
Skæruliðar börðust fyrir því að ná
borginni á sitt vald þegar Sovétríkin
fluttu herlið sitt á brott úr héraðinu
og í gær viðurkenndi yfirmaöur so-
véska heraflans að borgin væri falhn.
Najibullah, forseti Afganistan, til-
kynnti svo í. morgun að stjórnar-
herinn hefði á ný náð yfirráöum í
borginni.       ;
Bridge í Búlgaríu:
17. sæti af 21
Evrópumóti yngri spilara í bridge
lauk nú um helgina með sigri
Frakka. íslensku strákarnir hófnuðu
í 17. sæti af 21 en fyrirfram var ekki
búist við að hðið myndi blanda sér í
toppbaráttuna. Lokastaðan í keppn-
inni varö þannig að Frakkar urðu
efstir með 398 stig, ítalir í öðru sæti
með 393, Norðmenn 388, Svíar 378,
Grikkir 360,5 og Pólvérjar í sjötta
sæti með 348 stig.
Reykjavík í gær:
Sjö ölvaðir
viðakstur
í gær tók lögreglan í Reykjavik sjö
ökumenn fyrir meinta ölvun við
akstur. Sex ökumenn voru teknir
fyrir að aka of hratt. Þá urðu sex
árekstrar í Reykjavik í gær og einn
útafakstur. Engin slys urðu á fólki.
Sjóður til að-
stoðar ungum
söngvurum
Áttatiu og sex ára gamall Vest-
ur-íslendingur, Anna Nordal að
nafni, hefur gefið veglega upp-
hæð til styrktar efiniegum söng-
nemendum á íslandi
Anna Nordal er fædd í Kanada
og eru foreldrar hennar Lárus og
Rósa Nordal. Hún byrjaði að læra
söng á yngri árum en varð að
hætta sökum efnaleysis. Með
stofnun sjóðs, þar sem 15.000
kanadískir dalir (um 570 þúsund
íslenskar krónur) eru stofnfram-
lag, vonast Anna til að geta stutt
við bakiö á efnalitlum söngnem-
endum hér á landi.
Sjóöurinn veröur ávaxtaður
eins og besí þykir og munu síðan
veittir styrkir úr honum sem
samsvara ársvóxtum. Að sögn
Júlínsar Vífils Ingvarssonar; sem
ásamt Kristni Hallsyni er í sjóð-
stjórn, mun þetta vera fyrsti sjóð-
urinn, geönn af einkaaðila, sem
hefur að markmiði að aðstoða
unga söngyara. -EG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56