Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 Fréttir___________________________________________________________________________________pv Ámundi Loftsson, bóndi á Lautum í Reykjadal, vill losna undan landbúnaðarkerfinu: Endurgreiddi ríkissjóði 18 þúsund kr. beingreiðslu - rnugar malsókn gegn landbúnaðarráðherra Ámundi Loftsson, bóndi á Lautum í Reykjadal, afhendir hér Steingrími Ara Arasyni, aðstoðarmanni fjármálaráðherra, umslag sem jnniheldur rúmar 18 þúsund krónur sem Ámundi fékk í beingreiðslu vegna greiðslumarks í sauðfjár- framleiðslu. Ámundi gerði sér ferð suður tii Reykjavíkur til að endurgreiða ríkissjóði þessa peninga þar sem hann hefur afsalað sér rétti til beingreiðslna. Steingrímur sagðist koma peningunum til skila. DV-mynd GS Ámundi Loftsson, bóndi á Laut- um í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu, gekk til fundar við aðstoðarmann fjármálaráðherra nýlega sem fyrir hönd ríkissjóðs veitti viðtöku rúm- lega 18 þúsund króna endurgreiðslu á beingreiðslu vegna greiðslumarks sem Ámundi fékk í desember sl. frá framleiðsluráði. Ámundi gerði sér ferð suður með endurgreiðsluna þar sem þau Unnur Garðarsdóttir, sam- býliskona Ámunda, hafa afsalað sér greiðslumarkinu. Ámundi sagði í samtali við DV að hann vildi stunda sína löglegu atvinnustarfsemi án allra afskipta stjórnvalda. Ámundi og Unnur seldu fram- leiðslukvóta sinn, um 50 ærgildi, og afsöluðu sér rétti til greiðslumarks frá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins. Þá lögðu þau svokallað heim- tökugreiðslumark inn til geymslu til 31. ágúst 1998 eða þar til núgild- andi búvörusamningur fellur úr gildi. Þessari beiðni hafnaði land- búnaðaráðuneytið. Þá létu þau slátra fyrir sig 14 dilkum í slátur- húsi KÞ á Húsavík en hafa ekki fengið kjötið afhent. Telja forráða- menn sláturhússins og Framleiðslu- ráðs dilkana vera umffam efri mörk greiðslumarks og því fari dilkarnir til útflutnings. f búvörulögunum segir að þeir sem hafl ekki greiðslumark megi framleiða landbúnaðarvörur, óháð afskiptum og styrkjum hins opin- bera. Ámundi segist sækja sinn rök- stuðning í greinargerð með búvöru- lögunum. Þar sé m.a. að finna skil- greiningu á greiðslumarki: „Hafi lögbýli greiðslumark er byggt á því að framleiðsla innan efri marka fari á innanlandsmarkaö og að framleiðsla umfram þau mörk fari á erlendan markað. í greinar- gerð segir aö ákvæði þetta gildi ekki um þá sem ekkert greiðslumark hafa. Með því að afsala sér beinum greiðslum verður að líta svo að við- komandi sé þá um leiö að afsala sér greiðslumarkinu sjálfu þar sem það er í raun viðmiðun um hlutdeild í fjárframlagi sem ríkissjóður leggur fram til að tryggja framleiðendum fullt verð fyrir framleiðslu sína. Með því að afsala sér beinum greiðslum og greiðslumarki, eða leggja greiðslumark lögbýlisins inn til geymslu til 31. ágúst 1998, er heimil frjáls ráðstöfun sauðfjáraf- urða án framleiðslutakmarkana, enda fari slátrun fjárins fram eftir settum reglum í löggildu slátur- húsi.“ Ámundi segist fara í einu og öllu eftir búvörulögunum og starfa inn- an ramma þeirra. „Ég læt ekki binda mig inn í kerf- ið með þessum peningum. Þarna ætla þeir að hanga á því að dilkarn- ir 14 séu framleiðsla umfram efri mörk greiðslumarks. Ég mun til- kynna landbúnaðarráðherra að ég hafi skilað þessum greiðslum í rík- issjóð. Verði þeir ekki við kröfum okkar um að okkur verði afhent þetta kjöt á Húsavík, og réttur okk- ar verði viðurkenndur, þá forum við í mál,“ sagði Ámundi Loftsson. -bjb Bifreiöaskoðun íslands með tæplega 60% markaðshlutdeild: Óánægja með sam- keppnisskilyrði Arftaki Bifreiðaeftirlits ríkisins hefur enn þá markaðs- og stjómun- arlega yfirburðastöðu vegna einka- leyfa á fjölmörgum þáttum tengdum skoðun og skráningu ökutækja. Þessi skoðun er sett fram í frétta- bréfi Aðalskoðunar hf. Samkvæmt skoðunartölum fyrir árið 1995 er hlutdeild Bifreiðáskoöunar íslands tæp 60%, Aðalskoöunar 28% og At- hugunar 15% á höfuðborgarsvæð- inu. í fréttabréfi Aðalskoðunar er því haldið fram að þjónustu- og sam- keppnislegar hindranir geri nýjum skoðunarfyrirtækjum og viðskipta- vinum þeirra erfitt fyrir. Það er í hæsta máta óeðlilegt að óánægðir neytendur þurfi aö bera af því hærri kostnað en ella að hafa ekki tækifæri til að notfæra sér þjónustu hjá nýjum aðilum. Þetta sé öfugsnú- ið í Ijósi þess að á sama tíma og tækni- og gæðakröfur af hálfu stjórnvalda til skoðunarstöðva hafa aukist verulega fá nýju stöðvamar ekki leyfi til aö sinna þessum þjón- ustuþáttum. Dagsbrún: Talning búin um miðnætti Kjör til stjómar og trúnaðarráðs verkamannafélagsins Dagsbrúnar fer fram föstudaginn 19. og laugar- daginn 20. janúar í húsnæði Dags- brúnar við Lindargötu 9 í Reykja- vík. Kjörstaðurinn er opinn fyrri kjör- daginn frá 9 til 21 og síðari daginn frá klukkan 10 til 22. Talning hefst strax eftir að kjör- stað verður lokað klukkan 22 á laug- ardagskvöldið og er búist við að henni verði lokið um eða eftir miö- nætti. -GHS Stjórnarráðið: Nafnleynd afnumin Forsætisráðherra setti í gær þær reglur fyrir stjómarráðið í heild að afnema skuli nafnleynd varðandi allar stöður sem þaö auglýsir lausar til umsóknar lögum samkvæmt. Al- menningur getur því hér eftir feng- ið allar upplýsingar um nafn, starfs- og stöðuheiti allra sem sækja um opinberar stöður um leið og um- sóknarfrestur er liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá for- sætisráðuneytinu var það umboðs- maður Alþingis sem vakti athygli á því að nauðsynlegt væri að Alþingi tæki með lögum af skarið hvort veita beri almenningi upplýsingar um þá sem sækja um opinberar stöður. -S.dór Framlög og styrkir upp á 46 milljónir frá ráðuneytunum 1994: Ráðuneytin van- búin til að úthluta styrkjum - að mati Ríkisendurskoðunar Ráöuneytin úthlutuðu styrkjum og framlögum fyrir rúmar 46 millj- ónir króna árið 1994. Þar af var ut- anríkisráðuneytið með 19 milljón- ir í styrki og framlög á meðan sjávarútvegsráðuneytið var aðeins með 10 þúsund krónur á þessum fjárveitingalið sem kallaður hefur Verið „ráðstöfunarfé ráöherra“. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þess- ar úthlutanir í nýlegri skýrslu um ríkisreikninginn 1994. Stofnunin telur ráðuneytin almennt vanbúin til þess að úthluta styrkjum. Engar reglur eru til í ráðuneyt- ununum um veitingu styrkja og framlaga. Ríkisendurskoöun bend- ir á að auglýsa þurfi eftir opinber- um styrkjum og umsóknir þurfl að meta á faglegan hátt. Sá sem tæki ákvörðunina þyrfti að geta rök- stutt forsendur þess að erindi sé hafnað. Þá bendir Ríkisendurskoð- un á að í sumum tilvikum sé eðli- legt að ráðuneytin fýlgist með því að styrkur sé notaður til þess sem ætlast var tíl. „Þannig varð ekki ætíð séð hvemig styrkveiting eða framlag tengdist starfsemi viðkomandi ráðuneytis. Engar skriflegar regl- ur eru til staðar um hvemig styrki rétt sé að veita og hvemig með- höndla beri umsóknir. Skriflegar greinargerðir um afgreiðslu mála liggja heldur ekki fýrir. Almennt hefur ekki verið auglýst eftir um- sóknum um styrki eða fylgst með - hvort styrkjum hafi verið ráðstaf- að í samræmi við umsóknir," seg- ir m.a. í skýrslu Ríkisendurskoð- unar. -bjb Akranes: Minnsta sements- sala frá upphafi DV, Akranesi: Sala Sementsverksmiðjunnar hf. á Akranesi á sementi árið 1995 er sú minnsta frá því framleiðsla hófst í verksmiðjunni 1958 en hún var stofnuð 1956. Salan í fyrra nam 76,187 tonnum og dróst saman um 9,1% frá 1994. Það ár var framleiðsl- an 83,075 tonn, að sögn Tómasar Runólfssonar, deildarstjóra í Se- mentsverksmiðjunni. í ár verður ráðist í framkvæmdir við stækkun álversins í Straumsvík. Talið er að um 6-7000 tonn af se- menti fari í framkvæmdirnar þar og ætti salan í ár því að verða svipuð og 1994. Tómas gerir ekki ráð fyrir að starfsmönnum verði fjölgað þótt semmentssalan aukist enda nóg af sementi til á lager. -DÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.