Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1997, Blaðsíða 7
*.*■ * _ .? FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 nlist 23 HLJ0MPL9TU íí Mjj VN Ýmsir flytjendur - íslensk poppsaga Alls ekki sagan öll íslensku poppsögunni verða auðvitað ekki gerð skil á einni geislaplötu. Undirtit- ill disksins sem hér er til um- fjöllunar þrengir nokkuð hvaða efni er verið að kynna að þessu sinni: Úrval af því besta 1972—77. Það sem ein- kenndi þau ár meðal annars var útþráin. Flestir vildu komast á erlendan markað og margt þeirra laga sem gef- ur á að hlýða var einmitt samið, hljóðritað og út gefið til að kynna flytjendur og höfunda fyrir útlendum útgefendum og út- sendurum þeirra. Á íslensku poppsögunni eru nokkur lög sem voru við það að falla í gleymsku og dá. Hin ágæta poppfluga Candy Girl frá 1973 er gott dæmi um það. Hér eru líka lög með hljómsveitinni Pelican sem eingöngu komu út á smáskífum og hafa því týnst. Þá er fengur í Change-lögun- um Yaketty Yak og Lazy London Lady. Það sem tíðindum sætir þó við efnisvalið á íslenskri poppsögu eru fimm lög sem hljóðrituð voru á síðari hluta áttunda áratugarins en voru aldrei gefin út. Driving in The City með Poker er aðgengilegast og hefur oftast heyrst að undanfómu. Önnur eru ekkert síðri, til dæmis Take Me to The Sun með Poker og Celsíuslögin Days Pass Me by og Poker. í þessum fimm lögum er sérlega mikill fengur. Ásgeir Tómasson Ýmsir flytjendur - Gæðamolar: Bragðlitlir molar ** Á Gæðamolum eru þrett- án lög, islensk og erlend, í flutningi ýmissa þekktra og óþekktra innlendra lista- manna. Þegar ólíkum tón- listamönnum er ægt saman á eina plötu og lögin fengin hvert úr sinni áttinni er oft- ast lítil heildarsvipur yfír plötunni og svo er um Gæðamola þótt segja megi að stefhan sé tekið á léttrokkaðar ballöður. Plat- an byrjar á hinum þekkta lagi Jóhanns G. Jóhanns- sonar, Einni ósk, sem er í mun poppaðri útsetningu en áður hefur heyrst. Flutningur Ingvars Grétarssonar og Sigrúnar Evu Ármanns- dóttur er ágætur en þama kemur strax fram einn aðalgalli plötunn- ar sem er mikið ójafnvægi í upptöku og er þetta sérstaklega áber- andi um miðbik plötunnar í lögum eins og Eftir ballið og Týndur, svo dæmi séu tekin. Af innlendu lögunum er best Love Is the only Crime, ágætt lag eftir Ingva Þór Kormáksson og J.J. Soul sem sá síðamefndi syngur með sinni dimmu og sérstöku rödd. Erlendu lögin em allt góð og gild dægurlög og er flutningurinn á þeim yflrleitt betri. Má þar nefna Take Me to the River, ganuflt A1 Green soullag sem síðast heyrðist í kvikmyndinni The Commitments og Töfrandi tónar, skemmtilegt lag með suðrænum áhrifum. Þá má nefna flutning Söngsystra á Suðrænni sælu. Er hér um að ræða íslenskan texta við gamla og fallega ballöðu eftir Duke Ellington og er það vel sungið í látlausri útsetningu. -Hilmar Karlsson Hafmeyjar og hanastél: Varla hægt að taka alvarlega Sumum kann að virðast út- setning hljómsveitarinnar Brim á laginu Vegir liggja til allra átta heldur þunnur þrett- ándi, a.m.k. ef höfð er í huga hin magnaða, upprunalega út- setning Jóns Sigurðssonar. Reyndar byggir Brim sína út- setningu á henni en hefur allt einfaldara. Og þannig er geislaplatan , Hafmeyjar og hanastél. Einfold. Það er að segja, hún er afturhvarf til þeirra tíma þegar tónlistin var miklum mun einfaldari en hún er yfirleitt nú á dögum. Kannski var lífið líka einfaldara fyrir 30-35 árum þegar svonefnd „Surf ‘ tón- list var við lýði í Bandaríkjunum. Nokkur fræg lög tímabilsins ipá finna á plötunni, svo sem „Pipeline" og Wipe Out, en það lag var stundum notað sem inntökupróf fyrir tronimara í bílskúrshljóm- sveitir í gamla daga. Öll eru lögin eingöngu leikin nema Vegir liggja til allra átta sem sungið er af Heiðu. Frumsamin lög hljómsveitarinnar eru svona nokkurn veginn í þessum sama stíl. Að vísu hljóma þau sem hálf- gerðar stílæfingar eða bara flipp og varla hægt að taka þau mjög al- varlega frekar en annað á plötunni. Allt er þetta skondið og ekki ólaglega að verki staðið. Hljómurinn er úreltur og gamaldags, ekki síst í orgelinu. Til lengdar þynnist brandarinn og stendur þá ekki mikið eftir. En það er auðvitað í lagi að prufa hvort þessi nostalgía gengur í liðið eins og sumar aörar. Ingvi Þór Kormáksson Björk sendi símskeyti Það fór aldrei svo að Björk setti ekki mark sitt á nýliðið ár. Platan Tel- egram eða Símskeyti kom út örfáum vikum fyrir jól og hefur væntanlega ratað í nokkra jólapakka þótt ekki væri hún áberandi í stóraslagnum á aðventunni. Á Telegram eru tíu lög. Þau hafa reyndar öll áður gefin en öðru- vísi /út- gáfum en þau komu upphaflega út í. Níu laganna voru á plötunni Post. Hið tíunda er My Spine þar sem þær leiða saman hesta sína, Björk og slagverks- konan heyrnarlausa, Evelyn Glennie. Fimm laganna hafa komið út áður í sömu útgáfum og þau birtast á Tel- egram en þá einungis á smáskífum. Fimm eru hins vegar að koma í sín- um endurhljóðblönduðu útgáfum í fyrsta sinn á plötunni. Það eru lög- in Enjoy, I Miss You, Army of Me, Headphones og My Spine sem fyrr var getið. Hljóðblandara- ger Til að vinna lögin upp á nýtt leitaði Björk til framsæk- inna upptöku- stjóra og hugmynda- ríkra plötusnúða. Þeirra á meðal eru Graham Massey frá 808 State, Mika Vainio, Dobie, Dillinja og Emuir Deod- ato, fornfrægur upptöku- stjóri og hljómlistarmaður frá því í ár- daga diskótónlistarinnar á áttunda áratugnum. Hann fer höndum mn lag- ið Isobel og kallar þar til leiks stóra strengjasveit. Önnur strengjasveit kemur við sögu á Telegram, nefiii- lega Brodsky kvartettinn sem með- al annars hefúr getið sér orð fyrir störf sín með Elvis Costello. Telegram virðist yfirleitt hafa fengið tiltölulega hlýlegar viðtökur gagnrýnenda. í írska textavarpinu birtust tU dæmis nokkur viður- kenningarorð þar sem aðaUega var fundið að þvi að upplýsingar um lög plötunnar, hljóðblandara, flytjendur og fleira væru skráðar svo smáu letri að það væri vart á nokkurs manns færi að lesa þær. Hins vegar var tekið fram að Björk hefði unun af því að ganga fram af fólki og þetta væri sjálf- sagt bara ein leiðin til þess. Tll heimabrúks Gagnrýnandi norska blaðsins Ver- dens Gang sagði í umsögn sinni að listamenn sem létu lögin sín í hend- urnar á misflippuðum endurhljóð- blöndurum mættu eiga von á hverju sem væri. Oft á tíðum væri útkoman hræðUeg en Björk mætti mjög vel við una í sínu tilfeUi. Telegram væri und- antekningin sem sannaði regluna. Staðreyndin væri sú að Björk hefði með þessu framtaki sínu gefið lögum eins og Possibly Maybe, HyperbaUad og My Spine nýtt líf. Nýju útgáfurnar eru ekki sérlega danshúsavænar að mati gagnrýnanda norska blaðsins en þeim mun hentugri tU heimabrúks. Og hann klykkir út meö því að segja að reyndar sé Telegram þegar á aUt sé litið bæði meira spennandi og djarfari en Post. Breska tónlistartímaritið Q gefur Telegram einnig fyrirtakseinkunn. Þar kemur fram að það sé í eðli Bjark- ar að leita að nýjum straumum, ekki tU að upphefia sjálfa sig heldur tU að þróa listsköpun sína. Því hafi hún lát- ið utanaökomandi fólk hræra í lögun- um sínum og aðgeröin hafi heppnast. í öðru bresku blaði er á það minnst að best hefði verið ef Björk hefði leyft einu áður óútgefhu lagi að fylgja með á nýju plötunni. En fyrst hún vUji geyma allt nýja efnið þar tU á næstu plötu sinni hafi lagavalið á Telegram verið næstbesti kosturinn. XIII Á markað í Evrópu á nýju ári K'v HaUur Ingólfsson hefur í um það bU þrjú ár sent frá sér tónlist undir merkjum XIII en nýjasta afúrð XIII Serpetyne kemur á markað í Þýska- landi, Austruríki og Sviss þann 13. janúar. Platan hefur þegar komið út í Frakklandi, HoUandi, Belgíu og Lúx- emborg. Það,fyrsta sem heyrðist frá XIII var snælda með nokkrum prufúupptökum sem hlaut góðar viðtökur gagnrýn- anda. HaUur var áður trommari en var aldrei fullkomlega ánægður með það sem hann hafði tekið sér fyrir hendur. „Mér fannst ég aUtaf geta gert mun betur þannig að ég ákvað að láta vaða. Það má segja að XIII sé minn heimavöUur." Árið 1994 hafði XIII náð athygli hljómplötuútgefenda og fyrsti geisladiskur sveitarinnar Salt kom út það ár. Tónlistin af þeirri plötu er þung, hún eínkennist af dáleiðandi gitarspUi og sterkum takti. Platan þótti ekkert sérstaklega söluvæn en gagnrýnendur voru sammála um að hér væri um að ræða ferska og frum- lega plötu. Salt náði eyrum plötuútgef- enda í Bandaríkjunum og Vestur-Evr- ópu. Evrópubúar hafa reyndar reynst hrifnir af verkum XIII en kunnasti maðurinn sem hefur hrósað plötunni er sennUega danskættaði trommuleik- arinn í bandarísku rokksveitinni MetaUica sem lét hafa eftir sér að Salt væri eitt kraftmesta byrjendaverk sem hann hefði heyrt. Nýja platan, Serpentyne, þykir nokkuð fágaðri en sú fyrri en gagnrýnendur í Evrópu hafa hrósað plötunni mikið og nú er bara að bíða og sjá hvort evrópskir plötukaupendur séu þeim sammála. -JHÞ fe

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.