Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 277. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIDVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997
Stuttar fréttir
Utlönd

800 fastir í snjó
Um 800 vörubílar festust í snjó í
norðurausturhluta Frakklands I
gær. Rauði krossinn færði bílstjór-
unum heita drykki og brauð. Þús-
undir annarra Frakká lentu í
vandræðum. Snjókoma olli einnig
röskun á umferð í Englandi.
Tugir létust í námuslysi
Að minnsta kosti 63 létust í gas-
sprengingu í kolanámu í Slberíu í
gærmorgun. Talið er að 130 kunni
að hafa verið í námunni. ígær
höfðu aðeins sex fundist á lífi.
Hafnar rannsókn
Dómsmálaráðherra Bandaríkj-
anna,     Janet |—       —|
Reno, sagði í gær
að ekki væru
nægar sannanir
fyrir hendi til að
hefja     óháða
rannsókn     á
hvort Bill Clint-
on Bandarikja-
forseti og Al Gore varaforseti
hefðu brotið lög um fjármögnun
stjórnmálaflokka.
Sprengjutilræði á Spáni
Þrir lögreglumenn særðust þeg-
ar sprengja sprakk í héraði Baska
í gær. Augljóst þykir að ETA-sam-
tökin hafi verið að hefha fyrir
dóma yfir leiðtogum stjórnmála-
vængs þeirra.
Þrælahald
Hundruð þúsunda manna lifa og
deyja eins og þrælar, að þvi er Kofi
Annan, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, sagði í gær.
Frestur að renna út
Talið er að ríkissaksóknari i Sví-
þjóð tilkynni á fóstudaginn hvort
ný gögn i Palmemálinu nægi til að
málið verði tekið upp á ný. Frestur
til að taka ákvörðun rennur út á
mánudag.
Friðarfundir
Madeleine- Albright, utanríkis-
ráðherra Banda-
ríkjanna, ætlar
að hitta ísra-
elska og palest-
ínska leiðtoga í
Evrópu um helg-
ina. Verður
þetta önnur
tilraun á þremur vikum til að
koma friðarferlinu í gang á ný.
Á hraðri niðurleið
Gjaldmiðill Tailands hrapaði
niður úr öllu valdi í morgun og
sérfræðingar spáðu enn frekara
gengishruni á næstunni.
Hættur við loftbelgsflug
Bandaríski loftbelgjaflugmaður-
inn Richard Abruzzo er hættur við
að reyna hnattflug án viðkomu þar
sem kona hans á von á fyrsta barni
þeirra.
Skilnaður í dag
Hugsanlegt er að Spencer jarl og
eiginkona hans
gangi endanlega
frá skilnaði sín-
um fyrir rétti í
Suður-Afríku í
dag. Þau komust
að leynilegu
samkomulagi
um skilnaðinn í
fyrrinótt eftir tíu tíma samninga-
þóf.
Lán undirritað í dag
Fjármálaráðherra Suður-Kóreu
sagði í morgun að lánveiting Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins yrði undir-
rituð i dag.
Vantar 65 milljónir
Carlos Menem Argentínuforseti
sagði í gær að pláss væri fyrir 65
milljónir íbúa í landinu til viðbót-
ar þeim 35 milfjónum sem þegar
búa þar.
Heimur á uppleið
Alan Greenspan, seðlabanka-
stjóri Bandarikjanna, sagði að
efnahagur heimsins yrði sterkari
þegar Asíuríki hefðu leyst fjár-
hagsvandræði sín.       Reuter
Meirihluti færeysku landstjórnarinnar í hættu:
Samgöngu ráðherr-
ann rekinn í gær
Edmund Joensen, lögmaður Fær-
eyja, rak Sámal Petur í Grund í
Sjálfstjórnarflokknum úr embætti
samgönguráðherra landstjórnarinn-
ar í gær og tók brottreksturinn þeg-
ar gildi.
í danska blaðinu Aktuelt segir að
brottreksturinn komi á sama tíma
og færeyska landstjórnin standi
frammi fyrir mörgum mikilvægum
ákvörðunum í lögþinginu. Þar á
meðal er samþykkt fjárlagafrum-
varpsins fyrir næsta ár. Svo kann
að fara að ákvörðun Joensen verði
til þess að stjórnin missi meirihluta
sinn á þinginu.
Ástæðurnar fyrir brottvikningu
Sámals Peturs eru vinnuaðferðir
hans, að því er Joensen lögmaður
segir. Samgönguráðherrann fyrr-
verandi hefur lengi verið talsmaður
þess að rykið verði dustað af áform-
um um að grafa jarðgöng milli Vá-
geyjar, þar sem flugvöllurinn er, og
Straumeyjar, þar sem höfuðstaður-
inn Þórshöfn er.
Sámal Petur í Grund segir að fjár-
magna eigi jarðgöngin með vega-
tolli, auk þess sem hann vill stofna
opinbert hlutafélag með eigið fé upp
á rúmar 400 milljónir íslenskra
króna. Þá sagðist Sámal Petur ætla
að nota tekjuafgang á fjárlögum til
verkefnisins. Það varð til þess að
fjármálaráðherrann, Anfinn Kalls-
berg, mótmælti hástöfum.
Sámal Petur hefur lýst því yfir að
hann ætli að leita liðsinnis stjórnar-
andstöðunnar með jarðgangaáform
sín.
Edmund Joensen segir að vinnu-
aðferðir Sámals Peturs stríði gegn
sfjórnarsáttmálanum.
Jóannes Eidesgaard, formaður
Jafnaðarmannaflokksins, segir í
viðtali við færeyska blaðið Sosialur-
in i dag að það hafi ekki komið sér
á óvart að lögmaðurinn skyldi reka
Sámal Pefur í Grund.
Eidesgaard segir að stjórnarand-
staðan hafi ekki enn rætt um hvort
lagt verði fram vantraust á lög-
manninn.
Finnbogi ísakson úr Þjóðveldis-
flokknum segist í samtali við Sosial-
urin búast við að boðað verði til
nýrra kosninga.
Rudy Glancer, ibúi í Menai, einu úthverfi Sydney í Ástralíu, vir&ir fyrir sér brunarústir heimilis síns í morgun. Skóg-
areldar loga á mörg hundruð stöðum í suöausturhluta Ástralíu og er eldurinn kominn að suöurjaöri Sydney. Mikill
fjöldi heimila hefur brunnið til kaldra kola og tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í baráttunni við eldinn.
Jeltsín boðar fækkun kjarnaodda:
Rússlandsforseti
virtist utangátta
Borís Jeltsín Rússlandsforseti kom
öllum að óvörum, meira að segja
eigin samstarfsmönnum, þegar
hann tilkynnti í Stokkhólmi í gær
að Moskva væri reiðubúin að
fækka einhliða kjarnaoddum sínum
um þriðjung. Undrun manna varð
enn meiri þegar blaðafulltrúi
Jeltsíns sagði nokkrum minútum
seinna að forsetinn hefði ekki meint
allt sem hann sagði.
Blaðafulltrúmn, Jastrzjembskij,
sagði að það sem forsetinn hefði átt
við hefði verið það sem hann og
Bandaríkjaforseti ræddu síðastliðið
vor. Þá hefðu forsetarnir náð
samkomulagi um að eyðileggja 2.000
til 2.500 kjarnaodda. Blaðafulltrúinn
kvaðst ekki reiðubúinn að túlka
yfirlýsingu forsetans sem að
Moskva ætlaði að fækka einhliða þó
forsetinn hefði sjálfur notað það
orð. Fréttamenn, sem voru viðstadd-
ir, sögðu að forsetinn hefði litið ein-
kennilega út. Stundum hefði hann
hvorki virst skynja tíma né rúm.
Jeltsín  Rússlandsforseti  skoðar
heiðursvörð í Stokkhólmi.
Sfmamynd Reuter
Kyoto-ráðstefnan:
Skoðanir þátt-
takenda enn
mjög skiptar
Enn er alls óvíst hvort takist
að ná samkomulagi um að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda á
loftslagsráðstefnunni í Kyoto í
Japan. Á þriðja degi ráðstefnunn-
ar var enn mjög breitt bil milli
þátttökuríkjanna. Fulltrúar rúm-
lega 160 ríkja sitja fundinn.
Fulltrúar Bandaríkjanna voru
engu að síður vongóðir í morgun
um að þeim tækist að afla tillög-
um sínum stuðning. Tillögur
beirra gera meðal annars ráð fyr-
ir að þróunarlöndin verði með í
samkomulaginu og að þeim verði
hjálpað með margvíslegri tækni-
aðstoð.
Ekki voru þó allir sannfærðir
um ágæti bandarísku tillagn-
anna, þar á meðal samninga-
menn Evrópusambandsins, Kína
og svokallaðs G77 hóps þróunar-
rikjanna, svo og hópar umhverf-
isverndarsinna.
„Við viljum að Bandaríkja-
menn grípi til aðgerða heima
fyrir áður en þeir fara að hafa
áhyggjur af okkur," sagöi einn
fulltrúi þróunarríkis.    Reuter
Norsk kristni:
Morgunbænir
konu bannaöar
DV, Ósló:
Marit Sletten sneri ekki morg-
unbæn útvarpsins upp á djöful-
inn og ekki bölvaði hún heldur,
hvorki hátt né í hljóði. Því síður
reyndi hún að hafa ljótt fyrir
börnum þessa lands og hún, sem
er guðfræðingur og starfandi
prestur, boðaði enga villutrú.
Séra Marit Sletten er kona og má
þess vegna ekki að mati hreintrú-
aðra Norðmanna boða guðs orð
opinberlega.
Það var norska útvarpsstöðin
P4 sem réð Kristniboðshreyfing-
una til að flytja morgunbænir á
rás sinni. Starfsmaður hreyfing-
arinnar gleymdi að árið 1991 var
samþykkt að konur mættu aldrei
boða kristna trú á vegum hennar
og réð séra Marit í fljótfærni.
Mistökin voru þó leiðrétt áður en
stórskaði hlaust af og konan rek-
in.                    -GK
Winnie Mandela
í vitnastúkuna
Winnie Madikizela-Mandela
stígur í vitnastúkuna i dag hjá
Sannleiks- og sáttanefnd Suður-
Afriku sem Desmond Tufu, fyrr-
verandi erki-
biskup, stýrir.
Winnie mun
svara ásökun-
um um mann-
rán, árásir,
misþyrmingar
og morð.
Hún hefur
verið sökuð um aðild að að
minnsta kosti sex morðum. Þar á
meðal á hún að hafa myrt með eig-
in hendi 14 ára ungling i desember
1988. Mánuði síðar á Winnie að
hafa fyrirskipað morð á lækni sem
sagður er hafa getað bendlað hana
við morðið á piltinum.
Vitnaleiðslur fyrif sannleiks-
nefndinni hafa staðið í sjö daga. í
gær var yngri dóttir Winnie,
Zindzi, bendluð við misþyrming-
ar á ungum blökkumönnum sem
sakaðir voru um að hafa svikið
baráttuna gegn kynþáttaaðskiln-
aðarstefnunni.
Dufthylki
50% sparnaður
• Gleislaprentarar • Faxtæki o.fl.
• ISO-9002 gædi • Full ábyrgð
'Wm) j- ÁSTVfllDSSON €HF.
'5:~£=  Sklpholti 33 105 Revhjovík Sími 533 3535
Kentruck
Handlyfti
vagnar
ARVIK
Armúla 1- Reykiavík,
3fmJ 568 7222 - Fax 568 7295
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80