Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 Fréttir Stuttar fréttir r>v Nýburar á vökudeild Landspítalans eiga allt sitt undir hjúkrunarfræðingum: Kvíðafullir foreldrar ótt- ast hörmungarástand Foreldrar nýbura á vökudeild Landspítalans óttast hörmungarástand hætti hjúkrunarfræöingar störfum þann 1. júlí. Myndin er af hjúkrunarfræöingi viö störf á vökudeildinni í gær. DV-mynd Teitur „Það er alveg ljóst að hér verður engin starfsemi þegar einungis 10 hjúkrunarfræðingar verða eftir á deildinni og um helmingur þeirra er á leið í sumarfrí. Hér verður hörmungarástand þar sem vonlaust er að manna deildina með hjúkrun- arfræðingum sem ekki hafa þjálfun í umönnun nýbura. Þetta er eina deild sinnar tegundar á landinu og ekki hægt að senda bömin á aðra deild eða heim eins og gert er við aöra sjúklinga. Þau eru fullkomlega ósjálfbjarga. Við sjáum enga lausn miðað við óbreytta stöðu mála og ömurlegt að hugsa um afleiðingarn- ar,“ segja þær Elísabet Halldórsdótt- ir aðstoðardeildarstjóri og Elín Guð- mundsdóttir deildarhjúkrunarfræð- ingur á vökudeild Landspítalans. Þær hafa báðar sagt upp störfum og munu hætta um mánaðamótin. Um 17 nýburar, flestir fyrirburar, liggja að jafnaði á vökudeildinni. Þar af eru 5-7 böm í súrefnisköss- um. Legutíminn er frá nokkmm klukkstundum til allt að eins árs. Með hjálp tækninnar, sem fleygt hefur fram undanfarin ár, og sér- þjálfaðs starfsfólks er mögulegt að halda lífi í agnarsmáum krílum sem annars eiga sér enga lífsvon. Það dylst engum sem heimsækir vöku- deildina að umönnun nýbura er krefjandi og erfitt starf. Foreldrar skilningsríkir Kvíðafullir foreldrar nýburanna setja allt sitt traust á starfsfólk deÚdarinnar, ekki síst hjúkmnar- fræðingana. Því stingur í augu að sjá upplýsingar þess efnis að af 25 stöðugildum hjúkrunarfræðinga verði einungis 10 þeirra mönnuð eftir mánaðamótin. Þá hefur ekki verið tekið tillit til sumarfría. Foreldrar bama á vökudeUdinni báðust undan að ræða við blaða- mann í gær. Þær Elísabet og Elín segja þá afar kvíðna vegna útlitsins sem blasir við verði ekki búið aö leysa mál hjúkrunarfræðinga fyrir mánaðamót. „Við fáum gjaman stimpU sem vondar konur en foreldrar nýburanna em afar skilningsríkir gagnvart okk- ur. Þeir sjá okkur á stöðugum hlaup- um og finnst við fá allt of lítil laun miðað við álagið. Það er okkur mikill styrkur að finna skilning foreldranna. Við getum hins vegar ekki annað en hughreyst þá og vonaö með þeim að málin leysist í tæka tíð.“ Undirmönnun og álag Þær Elísabet og Elín segja að er- lendis sé miðað við að nýburar í öndunarvél þurfi umönnun eins tU tveggja hjúkmnarfræðinga á vakt. Hér á landi sé hver hjúkmnarfræð- ingur hins vegar með einn tU tvo mjög veika nýbura í sinni umsjá auk reytings. Að auki segja þær deildina hafa verið undirmannaða lengi. „Það hefur ekki tekist að manna nema 19 af 25 stöðugildum og því gríðarlegt álag á þeim hjúkrunar- fræðingum sem hér starfa. Hér er tekið við öUum og komið hefur fyr- ir að kaffistofan hafi veriö notuð fyrir nýbura." Elísabet og Elín segja kröfur hjúkrunarfræðinga vera um launa- jöfnuð. Þeir standi höUum fæti í samanburði við aðra háskólamennt- aða starfsmenn eins og tæknifræð- inga, sjúkraþjálfara og náttúrufræð- inga. Þær segja einnig að undir- mönnun og álag valdi því að oft sé kaUað á þær í vinnu úr fríi. „Við gerum okkur fuUa grein fyr- ir siðferðilegum skyldum okkar gagnvart mikið veikum einstakling- um og erum mjög kviðnar vegna mánaðamótanna og þeirra aðgerða sem hjúkrunarstjóm spítalans mun grípa tU. Þetta er mjög alvarlegt mál. En viö viljum verða metnar að verðleikum miðað við menntun og ábyrgð og þar gefum við okkur ekki. Við vUjum ekki hætta í okkar starfi en launin gætu neytt okkur tU að fara annað eða að fá okkur ann- að og betur launað starf.“ -hlh Viðskiptavakt Búnaðarbankans: Bylting á hluta- bréfamarkaði í gær kynntu Búnaðarbankamenn viðskiptavakt sem bankinn tekur upp í dag. DV-mynd Teitur Rolling Stones: Dagsetning enn ekki staðfest „Ég bíð eftir að fá staðfesta dagsetningu tónleika Rolling Stones. Það hafa verið einhverj- ar hræringar með dagsetningar á tónleikaferðum þeirra. Ástæð- an er sú að Keith Richards fót- brotnaði. Ég hef þó ekki heyrt neinar breytingar með dagsetn- ingu tónleikanna hér. Það er stefnt að halda þá 22. ágúst og það stendur enn a.m.k. Það gæti þó alveg farið svo að þeir færð- ust um einhverja daga en ég held að skipti ekki öUu máli,“ segir Ragnheiður Hanson, um- boðsmaður Rolling Stones á ís- landi. RoUingamir frestuðu tónleik- um í MUanó á þriðjudagskvöld og Bilbaó á Spáni í gærkvöld. Ragnheiður segir að aUt standi varðandi það hvar tónleikamir verða haldnir, þ.e. niöri við Sundahöfn. „Þeir hafa sam- þykkt að halda tónleikanna við Sundahöfh og það hefur ekkert breyst," segir Ragnheiður. -RR Búnaðarbankinn hefur í dag við- skiptavakt á hlutabréfamarkaði sem er ætlað að efla markaðinn til muna. Eftir vöxt undanfarinna ára hefur hlutabréfaverð verið að lækka. Viðskiptavaktinni er ætlað að spoma við þessari þróun og snúa henni við. Örugg tilboð í byrjun síðasta árs jókst velta á hlutabréfamarkaði. Gengi hluta- bréfa náði hámarki í maí og hafði þá hækkað um tæp 40%. Eftir þetta tók hlutabréfaverð að lækka. Gengi lækkaði og fiárfestar horfðu í auknum mæli á erlend verðbréf sem góðan fiárfestingarkost. Sam- dráttur í veltu varð 45%. Búnaðarbankinn mun bjóða kaup- og sölutilboð í 10 af 15 stærstu fyrirtækjunum á markaön- um og söluþóknun verður lækkuð úr 3% í 1%. Þannig geta fiárfestar gengið að því vísu að tilboð séu fyrir hendi. Mun áhætta þeirra þannig minnka. Aðgerðir bankans taka miö af þróun skuldabréfamarkaðarins sem hefur verið i miklum vexti. Bankinn lýsti sig viðskiptavaka á skuldabréfamarkaði, ásamt ís- landsbanka, á síðasta ári. í ágúst efldi hann síðan viðskiptavakt sína mikið. Vaxtalækkun varð á árinu, velta þrefaldaðist og átti Búnaðar- bankinn þátt i tæplega 50% við- skipta með ríkisskuldabréf og hús- bréf árið 1997. -sf Efast um lögmæti Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti því yfir í fréttum Ríkisútvarps- ins að hann teldi uppsagnir hjúkr- unarffæðinga á mörkum þess að vera löglegar. Hann sagði að ríkið væri ekki í kjaraviðræðum enda væru einstaklingar að segja upp. Loðnusamningur Þríhliða samn- ingur íslendinga, Grænlendinga og Norðmanna mn stjóm veiða úr loðnustofninum var undirritaöur á fimmtudag. Samningurinn felur í sér aukningu á veiðihlut íslendinga í 81%. Jóhann Sigurjónsson, for- maður íslensku samninganefiidar- innar, undirritaði samninginn fyrir íslands hönd. Kví handa Keikó í kvöld lendir Anotov risaflutn- ingavél á Keflavíkurflugvelli með sjókvína sem verður framtíðar- heimili háhymingsins Keikós sem kemur til Vestmannaeyja í haust. Á laugardag verður kvíin Qutt með 14 flutningabílum til Þorlákshafhar. Herjólfur flytur hana þaðan til Eyja. Framhjáhald Fjórðungur íslenskra kvenna hef- ur haldiö fram hjá maka sínum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem tímaritið Sterkar saman lét gera en það kemur út í dag. Þá segir að miklum minnihluta kvenþjóðarinnar finnist stærð getnaðarlims skipta máli þegar þær sænga með karl- manni. Vill auka sparnað Sveinn Hannes- son, formaður Samtaka iðnaðar- ins, segir óliklegt að ríki og sveitarfé- lög spari og greiði niður skuldir eins og rétt sé að gera við þær efnahagslegu aðstæður sem ríki í samfélaginu, enda eru kosn- ingar á næsta ári. RÚV sagði ffá. Eykur traust Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra segir að dómurinn í Sigurðar- málinu auki traust í samskiptum Norðmanna og íslendinga. Útgerð og skipsfióri Sigurðar VE voru sýknuð af öllum kröfum. ísfélagið í Vestmannaeyjum gerir Sigurð út en þar hefúr ekki verið tekin ákvörðun hvort farið verður í skaðabótamál. Mikil aðsókn Um 720 umsóknir bárust um inn- göngu í Verslunarháskóla Reykja- víkur. Fyrsta kennsluár skólans er í haust. Tæplega 30% þeirra sem sóttu um inngöngu verður hleypt í skólann. 1 skólanum verður annars vegar kennd viðskiptaffæði og hins vegar tölvuffæði. Jafnréttislög Kærunefnd jafhréttismála álítur að ísafiarðarbær hafi brotið jafh- réttislög þegar bærinn réð í des- ember karl í stöðu bæjarritara í stað konu sem sótti um starfið. Miklu skipti að konan hafði betri menntun en maðurinn. Afkoma Flugleiöa í fféttatilkynn- ingu ffá Flugleið- um segir að afkoma á fyrsta ársfiórð- ungi ársins 1998 versni frá því sem var árið á undan. Gert er ráð fyrir að á rekstri fyrirtækisins á þessu ári. Leiðrétting Missagt var í blaðinu í gær að Páll Sveinsson, flugvél Landgræðsl- unnar, hefði brotlent. Hið rétta er að eldur kom upp i öðrum hreyfli vélarinnar og vai-ð hún að nauð- lenda af þeim sökum. -JP/JHÞ Innbrotsþjófar teknir Lögregla stóð þrjá menn að inn- broti í iönaðarhverfi á Ártúnshöfða skömmu eftir klukkan eitt i nótt. Þegar lögregla kom á vettvang voru innbrotsþjófamir að athafna sig. Þeir voru handteknir. 1 fórum þeirra fannst talsvert af þýfi og lít- ils háttar af fíkniefnum. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.