Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2002, Blaðsíða 1
DV-MYND HANNA INGÓLFSDÓTTIR „Fékk á mig skvettu" Steingrímur Jóhannesson, sjómaöurinn sem „fékk á sig skvettu“ eins og hann orðaöi þaö, stefnir hér aö landi meö bjargvættum sínum ígær. Steingrímur beiö hinn rólegasti eftir björguninni þegar bát hans hvolfdi^ á Breiödalsvík í gærdag, en var samt óneitanlega létt þegar skemmtiferöabáturinn Áki kom að honum. Bátur Steingríms, Ása SU, sem hér sést í togi, var þá komin nokkuö nærri klettum. Stórfelldir afslættir hjá grænmetisbændum vegna mikillar framleiðslu: Skila sér ekki til neytenda - vandi alla daga, segir Georg Ottósson. Áhyggjuefni, segir landbúnaðarráðherra „Þetta er vandi sem við erum að glíma við alla daga. Grænmetisbænd- ur gefa afslætti af sinni vöru, t.d. vegna mikibar framleiðlsu, en sjá þessa lækkun á verði ekki skila sér alla leið til neytandans. Það eru ekki nema 2-3 kaupendur á markaðnum og þeir reyna að nýta sér þá stöðu. Að auki erum við með viðkvæma vöru sem við þurfum að losna við og þá gef- ur augaleið að við erum í erfiðri stöðu. Þá hefur stundum verið um beinar þvinganir að ræða, látið í veðri vaka að kaupendur grænmetis i heild- sölu muni flytja inn grænmeti ef verð- ið er þeim ekki hagstætt," sagði Georg Ottósson, formaður Félags garðyrkju- bænda, í samtali við DV í morgun. DV hefur upplýsingar frá garð- yrkjubændum þess efnis að bændur hafi þurft að gefa mikinn afslátt af grænmeti undanfarið vegna mikill- ar framleiðslu sem aftur er vegna hagstæðs veðurfars. Var fullyrt að í morgun hefðu kaupendur fengið allt að 50 prósenta afslátt af nokkrum tegundum grænmetis. Hins vegar sámi bændum að sjá ekki þessa af- slætti koma fram í verði til neyt- enda. Meiningin sé jú að leyfa þeim að njóta afsláttarins og auka þannig sölu grænmetis. Samkvæmt upplýs- ingum DV munu margir garðyrkju- bændur vera orðnir þreyttir á þeirri stöðu að afslátturinn týnist á leiðinni til neytenda. Georg segir bændur ekki geta fylgst með álagningunni á grænmeti en Ijóst sé að neyslan sé mikil og alltaf að aukast. En verðsveiflumar skili sér misjafnlega til neytandans. „Við viljum koma lækkuðu verði frá okkur alla leið til neytandans. Stundum gerist það og stundum ekki. En það er htns vegar gleðiefni að beingreiðslumar eru byrjaðar að skila sér til garðyrkjubænda og að- gerðir síðustu missera hafa skilað sér í lækkuðu grænmetisverði. Paprika er t.d. undir 200 krónum kílóið sem er lægra verð en í Hollandi." „Það er áhyggjuefni þegar þeir fáu aðilar sem em með smásölu grænmetis á sinni hendi skuli geta stillt framleiðendum upp við vegg með þessum hætti, að hóta að hafa vöruna ekki inni í búðunum. Ég vil ekki trúa því að verulegir afslættir skili sér ekki til neytenda en ég hitti fulltrúa Alþýðusambandsins á eftir og ræði þetta við þá. Þeir hafa áhuga á að koma að þessari baráttu eins og Neytendasamtökin. Orðróm- ur um að það sé níðst á frumfram- leiðslunni er orðinn svo sterkur að menn geta ekki látið kyrrt liggja,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra við DV í morgun. Hann fagnaði því annars að nú fengist grænmeti á lægsta verði sem sést hefði á íslandi sem benti ótvírætt til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þeim málum hefðu heppnast. -hlh SPRON svarar: Bankaráð hafi hemil á banka- stjórunum Enn er mikill titringur vegna yfirtökutilboðs Búnaðarbanka og flmm stofnfjárfesta i stofn- fjárhluti Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis. Sendu for- stöðumenn Búnaðarbanka öll- um starfsmönnum SPRON bréf 2. júní til að reyna að róa þá vegna ótta sem komið hafði fram í þeirra röðum við að missa vinnuna ef til yfirtökunn- ar kæmi. Stjóm SPRON sendi bankaráði Búnaðarbankans harðort bréf í gær vegna þess- ara afskipta bankans af starfs- mönnum SPRON. í bréfi stjóm- ar SPRON segir m.a.: Er þetta framferði ekki í samrœmi við góða og viðurkennda viðskiptahœtti og hef- ur það þegar verið fordœmt af stjórn Starfsmannafélags SPRON. „Það er áreiðanlega eins- dæmi, a.m.k. hér á landi, að for- stjórar fyrirtækis, sem stendur að óvinveittri yfirtöku, sendi starfsmönnum þess fyrirtækis bréf - fyrirtækis sem er í sam- keppnisrekstri við yflrtökuaðil- ann og með þvi leitast við að snúa starfsmönnum gegn yfir- mönnum þeirra og stjóm. Er þetta framferði ekki í samræmi viö góða og viðurkennda við- skiptahætti og hefur það þegar verið fordæmt af stjóm Starfs- mannafélags SPRON. Þess er vænst, að bankaráð Búnaðarbankans hafi hemil á bankastjórunum í atgangi þeirra við að ná yfirráðum yfir SPRON og atlögu að sparisjóða- starfsemi i landinu." Undir bréf- ið ritar Jón G. Tómasson, for- maður stjómar SPRON. Árni Tómasson, bankastjóri, Búnaðarbanka íslands, segist ekki sjá að bankinn sé að gera neitt óeðlilegt varðandi bréf til starfsmanna SPRON. Ekki verði um neina óvinveitta yfirtöku á SPRON að ræða ef kaupin gangi eftir eins og stjóm SPRON hef- ur sagt. Með bréfinu sé einfald- lega verið að benda starfsfólki SPRON á að það þurfi ekkert að óttast um sinn hag ef af kaupum Búnaðarbankans verður. -HKr. ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 4 í DAG ÞRIÐJA VEIÐIFERÐIN SKILAÐI GÓÐU: Stór urriði úr Þing- vallavatni FRUMSÝNINGAR í KVIKMYNDAHÚSUNUM: Ráðagóöur hundur og ótrú eiginkona BíLASPfíAUTUN QQ RETTÍNGAR ■ÍL AUÐUNS ^ Nýbýlavegi 10 og 32 200 Kópavogi S: 554 2510 Biaréttingar Bílamálun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.