Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 185. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28  DVHELGARBLAÐ    LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003
f
Sokkalaus
Einnjfþeim átján nýliðum sem komust inn á
þingívor var somfylkingarkonan Katrín Júlíus-
dóttir. Stúlkan sú gengur aldrei ísokkum og hef-
ur ekki hugsað sér að breyta því þótt hún sé
komin íþingsalinn. ísumar hefur hún dinglað
tánum á nýju skrifstofunni sinni í Austurstræti
þarsem hún hefur búið sig undir veturinn enda
ætlar hún næstu fjögur árin að vinha ötullega
að bættri stöðu samkynhneigðra, ungra foreldra
og á endanum að koma íslandi inn í b/rópu-
sambandið.
„Ég hef verið að koma mér fyrir á skrif-
stofunni í sumar og er komin með
vanilluilmkertin mín, myndirnar af synin-
um, púða í sófann og einn bambus," segir
Katrín Júlíusdóttir, spurð um hvað hún hafi
verið að gera síðan þingi lauk í vor. „Ég hef
verið að grúska í því sem nefndimar sem ég
sit í eru að gera og skoða mál sem okkar
þingmenn hafa verið að leggja fram, Síðan
hef ég verið að athuga stöðuna í málaflokk-
um sem ég hef sérstakan áhuga á og svo
kemur ótrúlega mikið af ýmsum erindum
inn á borð til manns. Ég fór einnig í
skemmtiferð til Belgíu og Parísar, sem og á
fund í Noregi sem varamaður í þingmanna-
nefnd EFTA," upplýsir Katrín þar sem hún
dinglar berum tánum kæruleysislega í hvft-
um pæjuskóm á kaffihúsi í miðbænum og
kastar kveðju á stelpu sem labbar fram hjá.
„Ég þekki marga og hef mjög gaman að þvf
að kynnast nýju fólki, mér finnst það mjög
gefandi." segir Kata og brosir. Þetta er
lýsandi dæmi fyrir Kötu, eins og hún er oft-
ast kölluð, því hún er sérlega opin, ófeimin,
jákvæð, lífsglöð og félagslynd, segja þeir
sem til þekkja - kostir sem ættu að koma sér
vel í þingmennskunni. „Jú, ætli ég sé ekki
svolítið, eins og Danir myndu segja,
„ligeglad."
Alþingi ekki hentugt fyrir barnafólk
Kata, sem er tuttugu og átta ára gömul, er
alin upp í Kópavogi. Hún á tvo yngri bræð-
ur og eina eldri hálfsystur en foreldrar
hennar skildu þegar hún var sextán ára.
Hún er komin af mikilli útgerðarfjölskyldu
og byrjaði sjálf að vinna (fiski aðeins sjö ára
gömul. „Ætíi ég hafi ekki fengið áhugann á
sjávarútvegsmálunum í gegnum kvótakerf-
ið en það fór ekki vel með fjölskyldu mína,"
segir Kata sem býr nú á æskuslóðum í Kópa-
vogi ásamt fjögurra ára gömlum syni sínum,
Júlíusi. Að hún myndi enda á þingi var
nokkuð sem hún segist ekki hafa séð fyrir
sem krakki í Kópavoginum heldur hafi hana
miklu frekar langað til að verða spretthlaup-
ari, skóhönnuður eða framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna. „Ég er nú bara 28 ára
og vonandi á ég eftir að gera fullt af mis-
munandi hlutum í lífinu. Það er aldrei að
vita nema ég eigi í alvörunni eftir að verða
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
hver veit," segir Kata, prakkaraleg á svip, og
bætir því við að mannúðarstörf séu nokkuð
sem hún hafi mikinn áhuga á. Næstu fjögur
árin verður hún alla vega á þingi og segir að
henni lftist vel á nýja vinnustaðinn. „And-
„Ég á eitt sokkapar sem ég
kalla útilegusokkana mína. Á
veturna kaupi ég stundum
nælonsokka sem ég hendi eft-
ir notkun. Mér finnst bara svo
rosalega gott að vera berfætt
og vil geta dinglað tánum.
Kannski erþetta bara frelsis-
þörf?"
rúmsloftið var mun afslappaðra en ég hafði
ímyndað mér. Þessir flokkadrættir sem við
sjáum í fjölmiðlum eru ekki þarna inni, alla
vega ekki eins sterkir. Eins og þegar ég var
að fara að flytja jómfrúræðuna mína í vor þá
fékk ég „pepp" frá fólki úr öllum flokkum
því allir höfðu einhvem tímann staðið í
sömu sporum og það þótti mér vænt um."
Kata segir þó að við fyrstu sýn sé Alþingi
ekki besti vinnustaðurinn fyrir einstæða
foreldra en hún kemur beint úr viðskiptalff-
inu þar sem hún starfaði sem ráðgjafi hjá
ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækinu Innn.
„Það var mjög óþægilegt að vita ekki á
morgnana hvenær ég kæmist heim á kvöld-
in eða hvort ég kæmist sjálf til þess að ná í
barnið mitt á leikskólann. Mér skilst að
þetta sé þannig þegar mesti erillinn er í
þingsalnum þannig að við fyrstu sýn virðist
Alþingi ekki hentugur vinnustaður fyrir fólk
með ung börn. í heimi nútímans þar sem
fjölskylduformin eru alla vega finnst manni
þetta dálítið skrýtið en líklega er þetta svona
af því að menn eru vanir því að þarna sitji
bara karlar sem eru búnir að ala upp börnin
sín. Þetta breytist kannski þegar svona
margir ungir foreldrar era farnir að vinna
þarna eins og raunin er núna," segir Kata.
Þrátt fyrir einungis þrjá daga f þingsaln-
um er fleira sem Kata gæti vel hugsað sér að
bæta í hinu nýja vinnuumhverfi sínu. „Við
nýliðarnir fengum nú engum reglum út-
hlutað varðandi klæðaburð en mér skilst á
mér eldri og reyndari mönnum að ég færi
t.d ekki inn í þingsalinn í þessum jakka,"
segir Kata og bendir á gallajakkann sem hún
er í, aðsniðinn eftir nýjustu tísku. Hún held-
ur áfram: „Auðvitað er ákveðinn virðuleiki
fólginn í því að fara á þingfundi í þessum
sögulega sal en ég er engin dragtarkona og
elti þess í stað tískuna. Ætli ég verði samt
ekki að fá mér dragtir fyrir haustið, aðra
ljósa og hina dökka, það væri örugglega
praktískt. Tímamir eru að breytast og þar
með samsetningin á þinginu. Ég vona að
með tímanum verði klæðaburðurinn líka
frjálslyndari. Maður getur nefnilega líka
verið fínn án þess að vera í dragt." Sjálf sat
Kata sokkalaus á þinginu f vor en hún er ör-
ugglega eini þingmaðurinn sem á ekki
sokka í sínum fataskáp. „Ég á eitt sokkapar
sem ég kalla útilegusokkana mína. Á vet-
urna kaupi ég stundum nælonsokka sem ég
hendi eftir notkun. Mér finnst bara svo
rosalega gott að vera berfætt og vil getað
dinglað tánum. Kannski er þetta bara frels-
isþörf," segir Kata. Hugsanlega eru þetta
líka einhver áhrif frá afrísku hlaupakonunni
Zolu Budd sem hljóp alltaf berfætt og Kata
segist hafa litið mjög upp til sem barn. Fleiri
áhrifa frá Afrfku gætir einnig í lífi Kötu því
að hún er mjög hrifin af afrískum dýra-
mynstrum, eins og sebra-, tígra- og gíraffa-
mynstri, og á hún ýmsa fylgihluti í þessum
stíl - en tekur þó fram að þeir séu allir úr
gerviefnum. „Sonur minn er einnig kominn
með mikinn áhuga á Afríku og er mjög dug-
legur við að setja alla peninga sem honum
áskotnast í bauk til að safna fyrir Afríkuferð
fyrir okkur." í skemmtanalífi Reykjavíkur
hefur Kata Júl. einnig verið áberandi enda
glæsileg, ung kona með sterka útgeislun.
- Þú ert sem sé ekki það snobbuð að þú
farir ekki lengur á venjulega skemmtistaði
þótt þú sért orðin þingkona?
„Nei, biddu fyrir þér, ég ætla mér ekkert
að hætta að hitta fólk þó að ég sé komin á
þing. Mér finnst alltaf súrt að koma heim í
tómt hús þegar sonur minn er hjá pabba
sínum og þá veit ég ekkert skemmtilegra en
að fara út og hitta fólk. Ég er rosalega félags-
lynd og á mikið af vinum og kunningjum og
ef ég frétti af því að tveir séu einhvers staðar
saman þá er ég mætt. Úti á kaffihúsunum
kynnist maður lfka mismunandi fólki og
það má segja að fólk sé eitt af mínum
áhugamálum," segir Kata sem las einmitt
mannfræði við HÍ. Að hennar sögn rak fé-
lagslyndið hana einnig á sínum tíma út í
pólitfkina því að félagsskapurinn í pólitík-
inni sé einfaldlega svo skemmtilegur.
„ímyndaðu þér hvaða lukka það er að lenda
inni í hópi af fólki sem hefur áhuga á ná-
kvæmlega þvf sama og þú. Mér finnst það
bara ótrúlega gefandi og skemmtilegt."
Áhugi á réttindum samkynhneigðra
Dv-mynd
Það er ekki hægt að taka viðtal við hinn
nýja þingmann án þess að spyrja hana að
því hverju hún telur að hún geti áorkað í
nýju starfi - og það stendur ekki á svari: „Ég
held ég geti áorkað alveg heilmiklu. Ég á
þess kost að leggja fram mál og koma mín-
um sjónarmiðum á framfæri og hafa þannig
bein áhrif en þar sem ég byrja í stjórnarand-
stöðu verður bara að koma í ljós hvernig
það gengur," segir Kata sem segir að það
séu einna helst fjölskyldumálin sem brenna
á sér. „Ég hef mikinn áhuga á að vinna fyrir
kynslóðina sem er að byrja að eiga börn og
er að kaupa sér húsnæði því þeim hópi hef-
ur lítið verið sinnt, að mínu mati í óvenju-
„Ég hefsjálffundið fyrirþví
hversu erfitt það er að vera
ungt foreldri að koma undir
sig fótunum og hefeins og
svo margir aðrir þurft að
klóra íbakkann um sum
mánaðamót."
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64