Dagur - 13.05.1953, Side 1

Dagur - 13.05.1953, Side 1
ÁSKRIFT að DEGI tryggir að þér fylgist með málefnum þjóðarinnar. AUGLÝSING í Degi nær til langflestra Akureyringa og Eyfirðinga. XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 13. maí 1953 27. tbl. Hanimarskjöld og Lie Trygve Lie, fyrrum forstjóri Sameinuðu þjóðanna, er nú kominn lieim til Noregs, þar sem hann á heimili sitt .Áður hafði hann sett eftirmann sinn, Dag Ilammarskjöld, inn í starfið. — Á myndinni sjást þeir ræðast við, Ilammarskjöld til vinstri. 25 ára þjónusta við eyfirzka söfnuði: líafnar vígslubiskup á 37 ára vígslu- afmæli á morgun - átti 25 ára starfs- afmæíi íyrir Ákureyrarsöfnuð 1. des. síðastliðinn. - Séra Sigurður á Möðru- völlum á 25 ára prestsafmæli í dag í dag eru merkisdagar í lífi tveggja ágætra kennimanna hér í byggðum Eyjafjarðar. Séra Friðrik J. Rafnar, vígslu- biskup, var vígður til prests á uppstigningardag fyrir 37 árum, en á sl. vetri, hinn 1. descmber, voru 25 ára liðin síðan hann tók við sóknarprestsembætli á Akur- eyri. í dag eru liðin 25 ár síðan séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum var vígður, gji hon- um var veitt Möðruvallaklaust- ursprestakall hinn 12. maí 1928 frá 1. júní sama ár. Eigi er tækifæri til þess hér að rekja hina merku starfssögu þessara ágætu kirkjunnar manna, en blaðið vildi aðeins vekja at- hygli á þessum tímamótum. Iiljótt var um 25 ára starfsaf- mæli séra Friðriks J. Rafnar vígslubiskups hér í bæ á sl. vetri, enda ekki vakin athygli á því. En mikilla vinsælda nýtur hann og virðingar og trausts sóknarbarna sinna, sem gjarna vilja Jiakka honum allt hans starf og alla hans umönnun nú, þótt nú sé nokkuð um liðið frá þessum merkisdegi, og árna honum allra heilla. Séra Sigurður Stefánsson er fæddur 10. nóvember órið 1903 í Reykja- vík, varð stúdent 1924 og kandí- dat í guðfræði 14. febrúar 1928. Hann sótti um Möðruvallaklaust- ursprestakall og var kjörinn með miklum meirihluta. Hann var vígður hinn 13. maí sama ár, og (Framhald á 8. síðu). í Aiþýðublaðinu í gær er birt bréf frá togarasjómanni, sem felur í sér mjög aivarlcgar ásakanir um landhelgisbrot á hendur útlendum og innlendum togurum. Ilefur orðrómur um þetta efni verið á kreiki að undanförnu. Er því haldið fram að erlendir og innlcndir togar- ar hafi stundað veiðiskap í landhelgi í stórum stíl og marg- ir saman að undanförnu, sumir Aldarfjórðungsstarfs Mjólkursamlagsins mioíizf á fjöimenmim fullfrúafundi i pr ----------------------© Eyfirðingur á förum til Randaríkjanna til framtíðardvalar Fundurimi þakkaði Villijálmi Þór forgöngu um stofnun Samlagsins Endanlegt verð á mjólkurlítra 221,56 aurar Nú innan skamms leggur Snorri Pálsson múrarameistari frá Stað- arhóli hér á Akureyri af stað vestur um haf með fjölskyhlu sína og hyggst hann setjast að í New York og vinna í bygginga- iðnaðinum. Snorri fer sem innflytjandi og hefur þegar fengið öll skilríki til þess. Snorri Pálsson dvaldi í San Franscisco og Kaliforníu á yngri árum um 9 ára skeið, en fluttist heim 1933 og hefur átt heima hér í bæ og á Knararbergi síðan. Fjölskyldan er á förum héðan til Reykjavíkur einhvern næstu daga, en þar stígur hún á skips- fjöl seint í þessum mánuði. Jón Sveinsson fékk 50 þúsnnd Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í skaðabótamáli því, er Jón Sveinsson, fyrrv. skattdómari, höfðaði -í fyrra gegn ríkissjóði vegna þess að embætti hans var lagt niður og hann sviptur stöðu sinni án nokkurra saka. Alþingi ákvað árið 1950 að leggja niður þetta embætti, sem stofnað var 1942, enda hafði reynsla sýnt að annríki var lítið hjá embættis- manninum. Hæstiréttur taldi bætur handa Jóni hæfilega ákveðnar 50 þús. kr., auk þess var ríkissjóður dæmdur til að greiða 7 þús. kr. í málskostnað. Héraðs- dómur hafði dæmt 60 þús. kr. skaðabætur. togarar jafnvel gert heila „túra“ fyrir innan landhelgis- línu. Þá er frá því skýrt, að' cr- lendur togari, sem þarna hafi verið, hafi tekið ljósmyndir af íslenzkum togurum innan lín- unnar. Segist togarasjómaður- inn ekki geta orða bundist lengur. Upplýsir liann að elck- ert varðskip hafi sést á þessum veiðislóðum. Þctta blað hefur engar upplýsingar um mál Ársfundur Mjólkursamlags KEA var haidinn hér í bænum í gær og sátu hann 158 fulltrúar frá samlagsdeildunum, auk stjórnar kaup- félagsins, framkvæmdastjóra og mjólkursamlagsstjóra og margra gcsta. Alls höfðu 165 fulltrúar rétt til fundarsetu, og er fundar- sóknin því ágæt. Á þessum fundi var sérstaklega minnzt 25 ára starfsafmælis Mjólkursamlagsins, en það var hinn 6. marz sl. eins og áður er getið hér í blaðinu. Minnzt brautryðjendastarfs Vilhjálms Þór. Þórarinn Kr. Eldjárn, formað- ur kaupfélagsstjórnarinnar, setti fundinn, en fundarstjóri var kjör- inn Halldór Guðlaugsson bóndi í Hvammi% Þórarinn Kr. Eldjárn minntist því næst 25 ára starfs samlagsins og flutti Jónasi Krist- jánssyni mjólkursamlagsstjóra og starfsliði hans þakkir kaupfélags- ins fyrir framúrskarandi árvekni og trúmennsku í starfi á liðnu starfsskeiði. Þá samþykkti fund- urinn að senda Vilhjálmi Þór for- stjóra SÍS, svohljóðandi kveðju: Ársfundur Mjólkursamlags KEA, haldinn á Akureyri 12. maí 1953, sendir þér, á 25 ára afmæli þess, innilegar kveðjur og alúðarþakkir fyrir forgöngu þína um stofnun Mjólkursam- 'lagsins, svo og fyrir önnur for- Maður drukknar í Vatnsdalsá í fyrradag varð það slys í Vatnsdal, að maður drukknaði er hann vildi ríða Vatnsdalsá hjá Marðarnúpi, er áin var í foráttu vexti. Ekki er blaðinu kunnugt um nafn mannsins. þetta, og getur ekki fullyrt neitt um sannleiksgildi þessara fregna. En rík nauðsyn virðist að mál þetta sé upplýst til fullnustu. Hér hefur alvarlcg ásökun komið fram í opinberu blaði, þcss eðlis, að þjóðin á kröfu á að fá að vita, hvort nokkuð er hæft í þessu og skýrslu um, hvcrnig unnið er að landhclgisgæziunni nú um hríð. ustustörf þín fyrir samvinnu- og framfaramál héraðsins. Skýrsla samlagsstjóra. í ársskýrslu Jónasar Kristjáns- sonar mjólkursamlagsstjóra kom fram, að mjólkurframleiðslan hafði aukizt um 9% á árinu 1952 miðað við árið á undan, og var móttekið mjólkurmagn samtals 8.227.875 lítrar með 3,589 meðal- fituprósentu. Af mjólkinni fóru 97,3% í 1. og 2. flokk, en 2,7% í 3. og 4. flokk. Við árslok var búið að greiða framleiðendum kr. 13.927.000 fyrir mjólkina, eða 169,27 aura á lítra. Stjórn félagsins lagði nú fyrir fundinn tillögu um, að eftir- stöðvunum skyldi ráðstafað þannig, að hver mjólkurlítri yrði bættur með 50 aurum til fram- leiðenda, 2 aurar að auki yrðu lagðir í samlagsstofnsjóð, og 0,29 aurar á lítra yfirfærðir til næsta árs. Verður endanlegt verð á mjólkurlítra því 221,56 aurar. — Alls er verðmæti mjólkurinnar kr. 18.205.932.00. Samþykkti fundurinn einróma þessa tillögu stjórnarinnar. Erindi um landbúna'ðarmál. Síðdegis í gær flutti Gunnar Kristjánsson bóndi á Dagverðar- eyri erindi um iandbúnaðarfram- leiðsluna og söluhorfurnar, og að því loknu hófust almennar um- ræður. Fundi var ekki lokið, er blaðið var fullbúið í pressuna, og verða nánari fregnir af ályktun- um fundarins því að bíða næsta blaðs. í gærkvöldi bauð mjólkur- samlagi'ð fundarmönnum öllum, starfsmönnum samlagsins, mjólk- urbílstjórum og ýmsum gestum, að sitja kvöldverðarboð að Hótel KEA. Nýtt hefti Félagstíðinda. í gær kom út nýtt hefti Félags- tíðinda KEA ,og fjallar það um 25 ára starf Mjólkursamlagsins. Er saga stofnunarinnar rakin og ým- is fróðleikur birtur um starfsemi samlagsins og þróun búnaðar- mála í héraðinu. Hefti þetta verð- ur sent félagsmönnum innan skamms.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.