Dagur - 07.12.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 07.12.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyrl Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Hagnýting fiskveiði- landhelgi íslands ÞANN 19. nóvember sl. var hald inn aukafundur Fjórðungssam- bands fiskideildanna í Norðlend ingafjórðungi að Hótel KEA, Akureyri. Fundinn sátu 3S fulltrúar fiskideildanna allt frá Skaga- strönd til Þórshafnar. Ennfrem- ur mœttu á fundinum þeir Már Elísson fiskimálastjóri og Kristj án Ragnarsson fulltrúi í Lands- sambandi ísl. útvegsmanna. ÞILFARSBÁTAR FRÁ HÚSAVÍK AFLA VEL Húsavík G. des. Góðar gæftir hafa verið á Húsavík að undan- förnu og fiskafli mjög sæmileg- ur. Tiu þilfarsbátar eru nú gerð- ir út frá Húsavík og allmargar trillur. Ennþá hefur enginn svartfugl komið inn á Skjálf- anda, en sjómenn héðan fengu nokkuð af svartfugli í Axarfirði í fyrradag. Leikfélag Húsavíkur frum- sýnir í kvöld tvö leikrit: Táp og fjör eftir Jónas Árnason og Nak inn maður og annar í kjólfötum eftir Dario Fo. Héraðssamband Þingeyinga efnir í vetur til spurningakeppni milli sveitarfélaga í Suður-Þing eyjarsýslu. Fyrstu umferð lýkur með keppni milli Húsavíkinga og Reykdæla á Breiðumýri laug ardagskvöldið 7. þ. m. og hefst hún kl. 21. í hléum milli spurn- inga fara fram ýmis skemmti- atriði, sem aðildarfélög leggja til og oft er dansað að lokinni keppni. Þ. J. SÆMILEG ATVINNA Skagaströnd 5. des. Ofurlítið snjóhrafl er hér ennþá en tíð góð. Atvinna hefur verið sæmi- leg, enda gæftir góðar og ofur- lítill afli hjá bátunum, sem héð- an róa, en það eru: Ilelga Björg, Auðbjörg, Stígandi og Guðjón Árnason. Umgangspest hefur gengið og hafa margir fengið hana og sumir verið frá verk- um. X. Aðalmál fundarins var land- helgismálið og samþykkti fund- urinn svohljóðandi tillögu: „Fjölmennur fundur Fjórð- ungssambands fiskideilda í Norð lendingafjórðungi, haldinn á Ak ureyri 19. nóvember 1968, skor- ar á stjórn Fiskifélags íslands og Landssamband ísl. útvegsmanna að beita áhrifum sínum til þess að flýtt verði svo sem framast er unnt, að setja nýjar reglur um hagnýtingu fiskveiðiland- helginnar, og samþykkir að kjósa nefnd 5 manna, sem reynslu hafa og staðarþekkingu til þess að vera ráðgefandi við- víkjandi sérmálum Norðurlands ins. Þá væntir fundurinn þess, að þær reglur, sem settar verða, verði skilyrðislaust virtar og ströngum sektarákvæðum beitt ef útaf er brugðið." í nefndina samkvæmt framan greindri tillögu voru kjörnir: (Framhald á blaðsíðu 7) Gagnfræðaskólinn á Sauðárkróki. Sjúkrahús Skagfirðinga í baksýn. (Ljósm.: Stefán Pedersen) ir m LAUGARDAGINN 9. nóvem- ber sl. var vígður nýr gagnfræða skóli á Sauðárkróki. Húsið er um 6.000 rúmmetrar að stærð og er % hlutar af fyrsla áfanga byggingarinnar, sem fyrirhugað er að verði 9.000 rúmmetrar að stærð. Af þeim hluta, sem nú er byggður, er um helmingur að fullu frágenginn, og í því rými eru 4—5 kennslustofur, bráða- byrgðaaðstaða fyrir kennara, snyrtingar, stórt anddyri o. fl. í þeim hluta, sem ófullgerður er, er aðstaða fyrir skólastjóra og kennara og kennslustofur og félagsstarfsemi fyrir nemendur. Áætlaður kostnaður alls þess húss, sem nú er risið af grunni, var rúmar 31 milljón kr. Raun- verulegur byggingakostnaður þess hluta, sem nú er byggður er um 14 milljónir kr. og áætl- aður kostnaður við að fullgera það, sem ófrágengið er af þegar byggðu húsi, er 7—8 millj. kr. Þannig að mismunur á áætluðu (Framhald á blaðsíðu 2). JÖRÐiN SKELFUR NÚ SYÐRA STERKUR jarðskjálftakipp- ur var í Reykjavík og ná- grenni á finnntudagsmorgun in kl. 9.44 — sá harðasti, sem þar hefur komið frá árinu 1929. í kjölfarið fylgdu aðrir minni til kvölds og allt til hádegis í gær, á annað hundr að talsins. Grjót hrundi úr fjöllum en ekki er þess getið, að skemmdir hafi orðið á mannvirkjum. Jarðfræðingar telja upp- tökin vera 35 km. suðvestur frá Reykjavík, skemmt frá Kleifarvatni. Ekki var talið, að um eldgos væri að ræða, heldur sig eða breytingar á jarðskorpunni, í líkingu við það, sem orðið hefur er AI- mannagjá myndaðist. En um slík umbrot var þó ekki vitað í gær. Hitt er Ijóst, að landiá okkar er enn í sköpun. □ SAMSÖNGUR OG LUC1UHÁTÍ9 Blásarakvintett á tónleikum TA AÐRIR tónleikar Tónlistarfé- lags Akureyrar, verða í Borgar- bíói þriðjudaginn 10. desember ld. 21. Blásarakvintett Tónlistarskól ans í Reykjavík, með undirleik Guðrúnar A. Kristinsdóttur OPIÐ TIL KL. 4 í DAC VERZANIR í bænum eru opnar til kl. 4 í dag, 7. desember, að því er blaðinu var tjáð í gær. Hjá KEA er þó Kjötbúð, Véla deild og útibú Nýlenduvöru- deildar í úthverfum þó lokað kl. 12 á liádegi og Raflagnadeild. Laugardaginn 14. des. verða flestar verzlanir opnar til kl. 18, nema undantekningar þær sömu og í dag. □ mun flytja þar verk eftir Mozart, Paul Hindemith, Ibert og Beethoven. Það er von Tónlistarfélagsins, að þarna sé á ferðinni tónlist, sem marga fýsir að heyra. Líkt og strokkvartett er blás- arakvinkett hyrningarsteinn kammertónlistar allra menning arlanda. Síðari alda meistarar, ásamt samtíða tónskáldum hafa skrifað gullkorn fyrir þessa hljóðfæraskipan, sem sjaldan eða aldrei heyrist hér á landi. Fyrsta blásarakvintett á ís- landi var stofnuð af fjórum út- lendingum og einum íslendingi. Árið 1960 var stofnaður blásara kvintett að tilhlutan Gunnars Egilssonar, Sigurðar Markússon ar og þriggja útlendinga. Þessi kvintett starfaði all reglulega, en tíð mannaskipti í liði útlend- inganna torveldaði starfið. Fyrir tveimur árum efldist honum mjög þróttur við tilkomu þeirra bræðra Kristjáns og Stef- áns Stephensen, er þá komu heim frá námi. Það var svo í haust, er Jón Sigurbjörnsson hefur starf hér að loknu námi, að blásarakvintett Tónlistarskól ans er stofnaður að tilhlutan skólastjórans Jóns Nordal og er þetta fyrsti blásarakvintettinn, sem skipaður er íslendingum eingöngu. Tónlistarfélag Akureyrar væntir þess að styrktarfélagar, sem ekki gátu vitjað félags- skírteina sinna fyrir fyrstu tón- (Framhald á blaðsíðu 5) KARLAKÓR AKUREYRAR æfir nú af dugnaði miklum fyr- ir samsöng og Luciuhátíð. Dag- ur heilagrar Luciu er 13. des, og kórinn hefur alltaf öðru hvoru minnzt hennar síðan 1948, er sænskur þjáfari, Gösta Myrgart, var með kórnum nokkurn tíma. Var hér um sænska fyrirmynd að ræða, þótt uppruninn — heilög Lucia — væri sunnan frá Sikiley. Hjá Karlakór Akureyr- ar er þó nafni breytt samkvæmt ljóði Konráðs Vilhjálmssonar: Glódís hin góða. Og Glódís í sýn ingunni er boðberi Ijósahátíðar- innar, sem nálgast, en jafnframt boðandi hækkandi sól og vor- í gervi Glódísar nú er söng- konan Þórunn Ólafsdóttir, sem hér aflaði sér mikilla vinsælda í söngleiknum Nitouch. Með henni eru svo 13 þernur, syngj- andi með ljós í hendi. Glódís (Framhald á blaðsíðu 2) Þórunn Ólafsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.