Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 1
Stúdentastjömur 14 kt. gull Einnig stúdentarammar og fjölbreytt úrval annarra stúdentagjafa GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Mývatnssveit: Deilt um afrétt - Landgræðsla rikisins kærir landeigendur Deilur hafa nú risið um svo- kallaðan Austurafrétt í Mývatnssveit milli bænda ann- ars vegar og Landgræðslu ríkisins hins vegar. Landeig- endur ráku fé á þennan afrétt fyrir skömmu en Landgræðsl- an hefur unnið við uppgræðslu þar undanfarin ár. Fyrir liggur samkomulag milli Land- græðslunnar og viðkomandi sveitarstjórna um að fé yrði ekki rekið á afréttinn svo snemma. Landgræðslan hefur nú kært landeigendur í Mývatnssveit vegna þessa máls og hefur lög- reglan á Húsavík nú kæruna til meðferðar. Landgræðslan telur að bændur hafi rekið fé sitt á fjall í trássi við gildandi lög og reglu- gerðir en bændur telja sig hafa fullan rétt til að nýta eigið land án afskipta Landgræðslu og sveit- arstjórna. Hjá lögreglunni á Húsavík fengust þær upplýsingar í gær að nú væri beðið eftir umsögn land- búnaðarráðuneytisins og dóms- málaráðuneytisins um deilu þessa og lögreglan myndi ekkert aðhaf- ast fyrr en þær umsagnir lægju fyrir. Þá yrði tekin ákvörðun um framhaldið. BB. Raufarhöfn: Mikill fram- kvæmdavilji - endurbætur á félagsheimili, íþróttavelli, tjaldstæði og heilsugæslustöð Nú standa yfir endurbætur á heilsugæslustöðinni á Raufar- höfn. Verkið er um það bil hálfnað og verður þessum framkvæmdum, sem eru upp á 2-3 milljónir, lokið í byrjun vetrar. Einnig er verið að lag- færa félagsheimilið á staðnum. Raufarhöfn hefur læknir með Kópaskeri. Þeir hafa ekki tann- lækni, en tannlæknastofa er til staðar og hafa tannlæknar frá Húsavík komið og sinnt þörfum hvað snertir tennur og tann- vernd. Einnig er verið að lagfæra hið myndarlega félagsheimili Raufar- hafnarbúa. Það verður bráðlega 20 ára, og á að halda upp á það í ágúst. Þess verður minnst í leið- inni að 20 ár eru frá því að síldin fór, og væntanlega verður slegið upp gamaldags góðu síldarballi. Afmælisnefnd er starfandi, og safnar hún framlögum í sjóð fyrir endurbæturnar. Ekki vantar framkvæmdavilj- ann hjá Raufarhafnarbúum, því í fyrra var byrjað á tjaldstæði, sem á að tyrfa, lagfæra og snyrta í sumar. Framkvæmdir við íþrótta- völl eru langt komnar, en á Raufarhöfn er íþróttafélagið Austri, sem stundar aðallega knattspyrnu og blak. VG Skortur „Ef fer sem horfir er sýnt að það vantar verulega smiði í sumar,“ sagði Marinó Jónsson hjá Meistarafélagi bygginga- manna á Akureyri. Búist er við töluverðri aukningu í íbúða- byggingum og búið er að bjóða Vélsmiðjan Oddi: Innmötunarkerfi á Faxamaikaðinn - fyrir 4 milljónir Vélsmiðjan Oddi hf. er nú að leggja síðustu hönd á smíði innmötunarkcrfis fyrir fyrsta íslenska landmarkaðinn á fiski, sem tekur til starfa. Það er Faxamarkaðurinn í Reykjavík en hann tekur að öllum líkind- um til starfa nú um mánaða- mótin. Tækin verða flutt suður og sett upp í næstu viku. Tvö fyrirtæki auk Odda gerðu tilboð í hönnun og smíði inn- mötunarkerfisins og varð Oddi hlutskarpastur í þeim slag. Kerf- ið sem um ræðir flytur kassana frá þeim stað þar sem þeir eru afgreiddir inn á markaðinn, losar kassana, skilur ís og fisk að, flokkar fiskinn i' .kör og vigtar hann. Sæbjörg, kcnnsluskip Slysavarnafélags íslands, lagðist að bryggju í Akureyrarhöfn sl. föstudag, og spilaði lúðrasveii á hafnarbakkanum i tilefni þess. Skipið hefur verið almenningi til sýnis og hafa margir lagt leið sína þangað um helg- ina. Akureyri: á trésmiðum yfirvofandi - verkefni umfram mannafla út framkvæmdir við Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju og fatahreinsun að Hofsbót 4. Þá er meiningin að bjóða út sund- laug við Glerárskóla og brú yfir Glerá og ef viðhaldsverk- efnin verða jafn umfangsmikil og í fyrra þá má á öllu Ijóst vera að skortur á iðnaðar- mönnum er yfirvofandi. Marinó var spurður að því hvort nú vantaði þá smiði er hurfu frá Akureyri um árið og svaraði hann því tií að vissulega Vélasamstæða þessi er algjör- lega hönnuð hjá Vélsmiðjunni Odda og seldu þeir þessa lausn sína á rúmar 4 milljónir. Raunar var búið að ganga frá tilboði í sams konar kerfi á fiskmarkaðinn í Hafnarfirði en af því varð ekki. Vélasamstæður þessar eru sú vara sem Vélsmiðjan Oddi hefur selt í gegnum útflutningshópinn Quality fish handling group en þar eru auk þeirra m.a. fyrirtæk- in Plasteinangrun hf. og Slipp- stöðin hf. Vélsmiðjan Oddi smíðar sjálf færibönd, rennur, kassaklær, los- ara og fleira en ísskilja og vogir eru keypt frá fyrirtækjunum Kletti hf. í Hafnarfirði og Póln- um á ísafirði. ET vantaði eitthvað af þeim, kannski ekki alla, því niðurskurðurinn þá hefði verið svo gífurlegur. „Um aðra iðnaðarmenn veit ég hins vegar ekki. Mér sýnist þó að múrarar og pípulagningamenn muni anna vel því sem fyrir liggur," sagði Marinó. Aðspurður sagðist hann líka óttast að húsnæðisskorturinn gerði þeim erfitt fyrir sem vildu flytja til Akureyrar. „Maður veit kannski ekki alveg hver ástæðan er, en sjálfsagt spila lánamálin þarna inn í. Þeir sem eru með lánsloforð fá kannski ekki lán fyrr en í árslok ’88 og það hefur vissulega áhrif,“ sagði Marinó, en sagðist þó vonast til þess að umsækjendur myndu færast fram því ljóst væri að eitthvað væri um það að fólk heltist úr lestinni. Hann sagðist ekki hafa tölur um fjölda íbúða sem áætlað er að reisa í sumar enda væri fyrst að komast skriður á málið síðustu vikurnar. Óvissuástand hefði ríkt í vetur og vor en fljótlega ættu línur að fara að skýrast enn betur. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.