Dagur - 21.01.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 21.01.1988, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Meöferö á ísfiski: Er keijavæðing tog- ara tímaskekkja? - Væntanleg EBE-lög um meðferð á fiski geta sett strik í reikninginn varðandi gámaútflutning til Bretlands og Þýskalands Lög um meðferö á uppboðs- fiski í löndum Evrópubanda- lagsins, sem líklegt er að taki gildi innan skamms, geta haft umtalsverð áhrif á fiskútflutn- ing íslendinga til Bretlands og Þýskalands. í frumvarpinu er ákvæði sem segir að í hverri einingu, kari eða kassa, megi ekki vera meira en 50 kíló af fiski. Vera kann að með þessu falli dauðadómur yfir þeirri „kerjavæðingu“ sem undan- farin ár hefur átt sér stað í mörgum íslenskum fiskiskip- um. í breska vikuritinu Fishing News frá 18. desember síðast- liðnum er fjallað um áðurnefnd lög. Þar segir að öll notkun fiski- kassa og -kerja úr tré verði bönn- uð enda munu þar vera á ferðinni sannkallaðar „ormagryfjur." Þessar umbúðir þekkjast ekki hér á landi en það sem íslendinga snertir er ákvæði um hámark 50 kíló í hverri einingu. Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af setningu þessara laga. Þess má geta að í Noregi hefur í hálft ann- að ár verið í gildi reglugerð sem útilokar geymslu fisks í kerjum nema í hæsta lagi í þrjá sólar- hringa með svokallaðri ísvatns- kælingu. Talið er að um 60-65% af þeim fiski sem fluttur er frá íslandi í gámum sé geymdur í kerjum en 30-35% í kössum. Bátar hafa nær allir ker um borð en þeir togarar sem landa í gáma eru flestir með fiskikassa. A þessu er þó að verða breyting, kerin virðast vera að vinna á. Þrír Vestfjarðatogar- ar landa fiski í kerjum á tveimur þeirra hafa verið gerðar kostnað- arsamar breytingar vegna þessa, breytingar sem ef til vill nýtast ekki vegna áðurnefndra laga. Vitað er að nokkrir aðilar sem huga að nýsmíðum togara, velta fyrir sér „kerjavæðingu." Ástæðan fyrir því að menn nota kör frekar en kassa, er fyrst og fremst sú að þannig sparast vinna við löndum. Hitt er svo að með notkun kassa nýtist pláss í lest allt að þriðjungi betur auk þess sem flestir telja fiskinn geymast betur í þeim. Kassarnir „ryðji“ sig betur, og pressan sem hljótist af því þegar 400 kíló eru saman komin í keri, fari illa með fiskinn. „Kerin eru komin til að vera, þar sem þau eiga við. Þau eiga hins vegar ekki heima um borð í togurum," sagði einn við- mælenda blaðsins. ET Allharður árekstur varð ofarlega í Kaupvangsgili um miðjan dag í gær. Bfll sem kom ofan að rann til og skall á öðr- um sem kom að neðan. Ökumaður og farþcgi annars bílsins voru fluttir á slysadeild og fékk annar að fara heim að lokinni skoðun en hinum var haldið eftir til frekari skoðunar og eftirlits. Tveir minniháttar árekstrar urðu á Akur- eyri í gær og tvær ákeyrslur. Mynd: ehb Ný reglugerð um fullvirðisrétt kemur frá ráðuneyti: Bændum nú óheimilt að versla með ónýttan fullviröisrétt - ríkissjóður greiðir ónýttan fullvirðisrétt beint til bænda í framhaldi af samningum milli ríkisins og bænda og uppgjöri á síðasta verðlagsári var sl. haust gert samkomulag í fram- kvæmdanefnd búvörusamn- inga um að ríkið skuli greiða bændum beint fyrir ónýttan fullvirðisrétt. Þetta þýðir að bændur geta ekki lengur „verslað“ með ónýttan full- virðisrétt sín á milli og geta heldur ekki treyst á að fá greitt fyrir umframframleiðslu sína þó framleiðslusvæði séu innan marka. Það sem á að greiða bóndanum er launahluti og vaxtakostnaður í grundvallarverði mjólkur. Þessi heimild þýðir fyrir bóndann að hann fær greitt fyrir allt að 10% af fullvirðisrétti, þó með fyrirvara um að landbúnaðarráðuneyti getur, ef þannig eru aðstæður á markaði, fært helming af þessum ónýtta fullvirðisrétti yfir á næsta verðlagsár en bóndinn fengið helminginn, þ.e. 5%, greidd úr ríkissjóði. Akvörðun ráðherra liggur ekki fyrir um hvernig þess- um ákvæðum verður beitt þ.e. hvort þau gilda um ákveðin svæði landsins eða landið í heild. Ekki mun því verða leyft á þessu verð- lagsári að bændur flytji ónýttan fullvirðisrétt sín í milli. Sé ónýttur fullvirðisréttur umfram 10% af heildarfullvirðis- rétti bóndans getur hann sótt um VMSI: Hyggst reyna skammtíma- samninga á eigin spýtur Fjölmennur fundur var hald- inn hjá Verkalýðsfélaginu Ein- ingu á Akureyri í fyrrakvöld. Gestir fundarins voru þeir Guðmundur J. Guðmundsson formaður og Karvel Pálmason, varaformaður Verkamanna- sambands íslands. Þar skýrðu þeir frá þvi, að á næstunni verður reynt að ná skammtíma- samningum fyrir aðila Verka- mannasambandsins án aðildar ASÍ. „Sem stendur höfum við ekki trú á því að það verði sameigin- legur farvegur innan heildar- hreyfingarinnar til þess að gæta einvörðungu hagsmuna þess hluta launafólks sem hefur orðið útundan undanfarin ár,“ sagði Karvel m.a. í lok fundarins. Formennirnir sögðust óttast, að ef um heildarsamflot yrði að ræða, yrði samið um prósentu- hækkanir á laun, þær myndu ganga yfir alla og fara beint út í verðlagið. Þeir sem færu verst út úr því væru lægst launaða fólkið, sem síst ætti það skilið. Áhersla verður því lögð á að ná fram krónutöluhækkunum og lægri skattleysismörkum en þess gætt að halda fengnum hlut. Ekki reyndist unnt að ná sam- bandi við Ásmund Stefánsson forseta ASÍ vegna þessa, en nán- ar er fjallað um fundinn á síðu 2 í blaðinu í dag. VG til landbúnaðarráðuneytis að fá stærri hluta greiddan úr ríkissjóði en umsóknir um slíkt þurfa að berast fyrir l.júní. Bændur sem um þetta sækja þurfa þó að fram- leiða a.m.k. upp í helming fuli- virðisréttar. Þessar reglur gilda um fullvirð- isrétt hvort heldur sem er í mjólk eða kjöti. Reglugerð um þetta er að koma frá ráðuneyti og gildir fyrir yfirstandandi verðlagsár hvað mjólkina varðar, og næsta varðlagsár fyrir kjötið. JÓH Prjóna- og saumastofur: Um 400 manns sagt upp á síðasta ári Árið 1987 verður að tcljast gott ár hvað atvinnulíf á land- inu varðar en samt sem áður hafa ýmsir staðir og einstaka atvinnugreinar átt í erilðleik- um sem lcitt hafa til stöðvunar atvinnureksturs og uppsagnar starfsmanna. Á síðasta ári bár- ust Vinnumálaskrifstofu Fé- lagsmálaráðuneytisins tilkynn- ingar frá fyrirtækjum um upp- sagnir allt að 800 starfsmanna, þar af um helmingur frá prjóna- og saumastofum. Á árinu 1987 voru alls skráðir 153 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Þetta jafngildir því að 600 manns hafi verið á atvinnuleysiskrá að meðaltali allt árið eða um 0,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Þetta eru færri atvinnuleysisdagar en skráðir háfa verið síðan árið 1981, en þá voru skráðir 106 þús- und atvinnuleysisdagar. Á Norðurlandi vestra voru skráðir 15.099 atvinnuleysisdagar á árinu, á móti 19.602 árið 1986, en flestir voru þeir árið 1983 eða 32.943. Á Norðurlandi eystra voru skráðir 30.896 atvinnuleys- isdagar á síðasta ári á móti 43.904 árið á undan, en árið 1984 voru þeir hvorki fleiri né færri en 84.822. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.