Dagur - 18.05.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 18.05.1989, Blaðsíða 1
í íþróttahöllinni á Akureyri laugard. 27. maí og sunnud. 28. maí. Knattspyrnufélag Akureyrar. V__________________________________________________________/ Verkfalli frestað? - allar líkur á samkomulagi í nótt í gær var unnið að því hörðum höndum að ná samkomulagi í deilu BHMR og ríkisins, en þá hafði verkfall félaga í BHMR staðið í sex vikur. Mikil bjart- sýni ríkti á báðum vígstöðum, þó borið hafi á töluverðri spennu síðdegis. Það sem helst var rætt um í gær var að BHMR krafðist þess að skýrar væri kveðið á um orðalag ýmissa atriða í tilboði ríkisins hvað varðar samræmingu launa við laun háskólamenntaðra manna á almennum vinnumark- aði. Þegar Dagur fór í prentun í gærkvöldi hafði ekki verið skrif- að undir samkomulagið og því ekki ljóst hvenær verkfalli yrði frestað. Ef samningar tækjust í gærkvöldi var stefnt að því að boða kennara til funda í dag og hefja kennslu í bekkjadeildum útskriftarnema á morgun í flest- um framhaldsskólum landsins, þar á meðal á Akureyri. VG Þrátt fyrir heldur lélega vetrarvertíð: Bátar ekki á suðurleið - segir formaður Útvegsmannafélags Norðurlands „Viö getum verið sallarólegir. Þaö er engin ástæða til svart- sýni. Það verður örugglega góð þorskveiði fyrir Norður- landi þegar kemur fram á sumar,“ sagði Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands, í samtali við Dag í gær í tilefni fréttar Ríkisút- varpsins í hádeginu í gær þess efnis að vegna aflalcysis fyrir Norðurlandi á undangengnum vikum og mánuðum haldi bát- ar á Norðurlandi sig á miðun- um fyrir sunnan land í sumar. Sverrir sagði að þessi frétt hafi komið mönnum mjög á óvart og ætti tæplega við rök að styðjast. Hann sagði að útgerðarmönnum út með Eyjafirði, sem haft var samband við í gær hafi borið saman um að þeir myndu ekki færa sig suður á bóginn þótt á móti hafi blásið í vetur. Sverrir sagði að vissulega hafi veiði verið dræm á vetrarvertíð fyrir Norðurlandi, sem orsakaðist trúlega fyrst og fremst af miklum sjávarkulda. Hins vegar væri sjór að hlýna og að öllum líkindum myndi sá guli aftur láta sjá sig hér nyrðra. „Það er ekkert nýtt að komi niðursveifla í afla fyrir norðan land. Það er ekkert sem menn þurfa að hafa áhyggjur af, síður en svo,“ sagði Sverrir. óþh Nú er vonandi komið veðrið sem gerir verk sem þessi kleif a.m.k. eru fyrirsæturnar ákveðnar í því. KL Innflutta smjörlíkið hjá Hagkaup: „Innlenda framleiðslan er eyðilögð með undirboðum segir Davíð Scheving Thorsteinsson framkvæmdastjóri Smjörlíkis hf. ekki staðist kröfur, þannig að ekki má flytja kjöt úr þeim út. „Það gengur ekki að innflutn- ingurinn búi við aðrar leikregl- ur en gilda um innlenda fram- leiðslu. Við Islendingar hljót- um að eiga að fylgjast með þessari erlendu framleiðslu, nákvæmlega eins og fylgst er með innlendri framleiðslu sem flutt er úr landi. Flestir þekkja dæmi um það þegar útlending- ar koma til að taka út sláturhús hérlcndis og stundum hafa þau Eg spyr þeirrar spurnmgar hvort þessar erlendu smjörlík- isverksmiðjur hafi verið teknar út af Islendingum,“ segir Davíð Scheving Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Smjörlíkis hf. í Reykjavík, vegna innflutnings á erlendu smjörlíki til íslands. Davíð sagði að það væri lág- markskrafa að innlendir fram- Umhverfisdeild Akureyrarbæjar: Aðgerðum gegn villlköttum hrundið af stað á næstunni - mölur, mýs, rottur og silfurskottur einnig nokkuð áberandi Vorhreingerningar standa nú yfir innan dyra sem utan og ein hliðin á þessu máli snýr að meindýrum. Dagana 19.-31. maí stendur umhverfisdeild Akureyrarbæjar fyrir aflífun á villiköttum í lögsagnarum- dæminu og eru eigendur heim- iliskatta beðnir að hafa gát á þeim. Þó ætti að vera auðvelt að greina í sundur heimilis- og villikctti, en þeir síðarnefndu þykja ekki mjög frýnilegir. Svanberg Þórðarson meindýra- eyðir sagði að nokkuð væri um villiketti í lögsagnarumdæmi Akureyrar en þó ekki meira en undanfarin ár. Þeir hafa t.d. haldið sig í hesthúsahverfum og á Oddeyrinni, sérstaklega í kring- um bryggjur. Svanberg sagði að þessir kettir væru oft illa útleikn- ir, grimmir og litlir aufúsugestir í byggð og því væri gripið til þess- ara aðgerða á vorin. Af öðrum kvikindum er það að frétta að vel hefur gengið að halda rottum í skefjum. Þær halda til í skolpleiðslum og er eit- ur sett í brunnana á vorin og haustin og þegar tök eru á yfir veturinn. Mýsnar sækja í hús á haustin og sagði Svanberg að töluverður músagangur hefði verið á Akur- eyri í vetur, sérstaklega í húsum við opin svæði og í útjaðri bæjar- ins. En mýsnar sækja líka lengra inn í hverfin. „Mörg hús eru hraunuð að utan og mýsnar eiga auðvelt með að klifra upp þau. Ef þakskegg eru ófrágengin þá geta þær kom- ist inn á loft hjá fólki og þær eru fljótar að skjótast inn um opnar dyr á haustin," sagði Svanberg. Hann sagði að alltaf væri nokk- uð um að alls kyns pöddur skytu upp kollinum í húsum, t.d. silfur- skottur og einnig hefði borið dálítið á möl að undanförnu. Hann nefndi dæmi þar sem hita- veiturör voru vafin með reifi af kindum en uppi á lofti í því húsi var krökkt af mölflugum í kring- um rörin. SS leiðendur sætu við sama borð og innflytjendur, en því væri ekki að heilsa. Lög og reglugerðir um innihald, meðferð og umbúðir smjörlíkis væru þverbrotnar með fullu leyfi tollgæslu og annarra yfirvalda, hvað innflutta smjör- líkið hjá Hagkaup snerti. „Það myndi engin önnur þjóð á byggðu bóli önnur en íslendingar leyfa það að innlend framleiðsla sé eyðilöggð með undirboðum. Verðið á þessu innflutta smjör- líki nær ekki einu sinni til hráefn- iskostnaðarins, hvað þá annars kostnaðar,“ sagði hann. í máli Davíðs kom fram að innflutta smjörlíkið bryti í bága við reglugerðir heilbrigðisráðu- neytis um efnainnihald og vöru- merkingar slíkrar vöru. Þá væru reglur landbúnaðarráðuneytis um vítamíninnihald einnig brotnar, því ekki kæmi fram á umbúðunum hversu mikið víta- mín væri í vörunni. „Það er alveg bannað samkvæmt lögum, að nota orðin smjör, mjólk eða rjómi eða nokkur önnur orð sem minna á landbúnaðarframleiðslu á smjörlíki. Á innfluttu vörunni stendur þó á ensku: „Half the calories of butter,“ þ.e. helmingi færri hitaeiningar en í smjöri. íslendingar hafa verið dæmdir fyrir dómstólum fyrir að brjóta þessa grein. Þá er innflutta smjörlíkið blandað rotvarnarefn- um, en það íslenska má aðeins vera blandað salti til rotvarnar. I 9. grein laganna stendur að lok- um að orðið „Útlent“ skuli greinilega standa á umbúðum innflutts smjörlíkis. Sú grein er líka þverbrotin," sagði hann. Ekki tókst að ná sambandi við forstöðumenn Hagkaups í gær vegna máls þessa. EHB Lífeyrissjóðirnir: Efasemdir um rétt- mætí undirskrifta Frétt Dags í gær um undir- skriftasöfnun á Dalvík og Svarfaöardal um kröfu heima- manna um hluta af þeim lífeyri sem þeir leggja fram til lífeyris- sjóðanna hefur vakið mikla umræðu þeirra manna sem standa í eldlínu lífcyrissjóð- anna. Þeir vildu þó í gær lítið tjá sig um þessi mál að svo stöddu og töldu eðlilegt að fá listana fyrst í hendur. Jón Helgason, hjá Sameiningu á Akureyri, sagði til að mynda að sér virtist þarna gæta ákveðins misskilnings og menn hefðu ekki kynnt sér mál í kjölinn áður en farið var af stað með söfnun undirskrifta. Hann taldi það af og frá að í lánaúthlutun væri fólki á Eyjafjarðarsvæðinu mismunað. Ágúst Sigurlaugsson, starfs- maður Ólafsfjarðardeildar Ein- ingar, sagðist geta tekið undir flest sem Friðrik Friðriksson sagði í viðtali við Dag í gær. Hann sagðist telja að því miður líti fólk svo á að Akureyri sogi fjármagn til sín af Eyjafjarðar- svæðinu á sama hátt og Reykja- vík sogi fjármagn til sín af ger- vallri landsbyggðinni. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.