Dagur - 07.05.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 07.05.1991, Blaðsíða 1
LACOSTE Peysur • Bolir v_______________ HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri ■ Sími 23599^ Starfsemin gengur vel hjá Álafossi hf.: Skuldastaðan veldur þóáhyggjum - segir Ólafur Ólafsson forstjóri Starfsemi Alafoss hf. gengur um flest að óskum, og hundruð manna hafa framfæri sitt af atvinnu hjá fyrirtækinu. Gaml- ar skuldir og langvarandi rekstrarvandi Ullariðnaðar- deildar Sambandsins og gamla Alafoss fyrir sameiningu fyrir- tækjanna veldur þó enn áhyggjum um hvað framtíðin ber í skauti sér, því stór hluti vandans er ennþá óleystur. Stöðugt hefur verið unnið að því að höggva í skuldirnar og hagræða í rekstri eftir stofnun Álafoss hf. Mikið hefur áunnist, verkefni eru viðunandi og mark- aðs-, sölu- og kynningarstarf hef- ur gengið vel. Þess er skemmst að minnast að nýlega var ráðið í yfir 30 störf í verksmiðjunni á Akur- eyri. Þrátt fyrir góðan vilja stjórnenda sem starfsfólks Ála- foss hf. að halda uppi atvinnu og treysta reksturinn hvílir skuggi gamalla erfiðleika yfir fyrirtæk- inu. Ólafur Ólafsson, forstjóri, var spurður um stöðuna: „Það er nóg að gera hjá okkur en staðan er ennþá mjög alvarleg vegna slæmrar skuldastöðu,“ seg- ir Ólafur. „Við höfum unnið að þessurn málum lengi, en þrátt fyrir góða sölu og að áætlanir okkar hafi staðist þá breytir slíkt ekki þeirri staðreynd að skuldirn- ar eru alltof háar. Framtíð fyrir- tækisins er ógnað vegna þess að skuldamálin hafa ekki verið leyst. Salan gengur þó eftir föng- um vel, og verkefnin skortir ekki,“ segir Ólafur Ólafsson. Nýlega voru gerðar nokkrar tilfærslur innan fyrirtækisins vegna breyttrar áherslu í verk- efnum í prjónadeild. Næturvakt- in lagðist af, og fólkinu var gefinn kostur á að flytja sig til milli deilda eða starfa. EHB Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. í ræðustói á aðalfundi félagsins. Aðrir á mynd- inni talið frá hægri. Pétur Bjarnason fráfarandi formaður stjórnar, Sverrir Leósson formaður stjórnar, Erlingur Sig- urðarsou varaformaður stjórnar, Sigurður Jóhannesson, fulltrúi, Halldór Jónsson, bæjarstjóri og Vilhelm Þor- steinsson, framkvæmdastjóri ÚA. Mynd: Goiii Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa hf.: Stjóm veitt heimild til að auka hlutafé um 50 milljónir að naftivirði - Sverrir Leósson kjörinn formaður stjórnar á stjórnarfundi í gær A aðalfundi Utgerðarfélags Akureyringa hf. sl. föstudag var samþykkt að greiða 10% arð til hluthafa og gefa út 10% Eyfirskir bændur: Flestir eiga nóg hey - rúllubundið hey liggur víða undir skemmdum Bændur í Eyjafirði eru vel birgir með hey á þessu vori. Þótt nokkrir verði að kaupa eitthvað af heyi er útlit fyrir að fyrningar verði allmiklar innan héraðsins í heild að sögn Ólafs G. Vagnssonar ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar. Samkvæmt þeim skýrslum forðagæslumanna, sem borist hafa til Búnaðarsambands Eyjafjarðar er ljóst að heyforði bænda er mjög góður á þessu vori. Þótt nokkrir bændur séu tæpir með hey og verði að kaupa eitthvað þá er allmikið umfram- magn af heyi til í héraðinu og ekki hægt að segja annað en ástandið sé gott. Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur, sagði að mesta áhyggjuefnið væri hvað bændur ætluðu að fyrna mikið af því heyi sem pakkað væri í rúllur. Plastfilman utanum rúllurnar væri víða farin að rifna, einkum þar sem þær hafa staðið úti. Slíkt hey lægi því undir skemmdum og tæpast væri unnt að reikna með að það yrði til nokkurs gagns að ári liðnu. Ólafur kvaðst vilja hvetja bændur til að gefa eins mikið upp af rúllubundnu heyi og frekast væri unnt því ljóst sé að mjög erfitt er að verjast því að það skemmist ef reynt er að geyma það meira en einn vetur. ÞI jöfnunarhlutabréf. Þá var stjórn félagsins veitt heimild til aö auka hlutafé UA um 50 milljónir króna. Fyrir árið 1989 fengu hluthafar greiddan 5% arð, en fyrir síðasta ár nemur arður 10% af nafnvirði hlutafjár. Arðgreiðslur nema því alls 43 milljónum króna. Auk þess samþykkti aðalfundurinn sl. föstudag að gefa út 10% jöfn- unarhlutabréf, einnig að andvirði 43 milljóna króna. Þá samþykkti aðalfundurinn að veita stjórn ÚA heimild til að auka hlutafé fyrirtækisins um 50 milljónir að nafnvirði. Pétur Bjarnason, formaður fráfarandi stjórnar, sagði það hafa verið hugmynd hennar að gefa hluthöf- um kost á að taka arðinn út í hlutabréfum þannig að þessir fjármunir færu ekki út úr fyrir- tækinu. í ræðu Péturs kom m.a. fram sú skoðun að ÚA ætti skýlausan rétt á því að njóta forgangs á Bandaríkjamarkaði nú þegar styrking dollarans gerði hann aðlaðandi að nýju. Pétur rök- studdi þessa skoðun með því að ÚA hefði valið að bregðast ekki Bandaríkjamarkaði þegar Evr- Verðum að friða rjúpuna - segir Kjartan Björnsson, bóndi að Hraunkoti „Nokkur umræöa hefur orðið að undanförnu í fjölmiðlum vegna rjúpunnar og sýnist sitt hverjum eins og gengur þegar rætt er um lífríkið. Eg vil friða rjúpuna t.d. í þrjú ár og tel slíkt algjöra forsendu þess að fuglinum fjölgi,“ sagði Kjartan Björnsson, bóndi að Hraun- koti I í Aðaldal. Kjartan er fæddur að Hraun- koti og hefur lifað allan sinn ald- ur í Aðaldalshrauni, en hraunið er kjörlendi rjúpunnar. Kjartan er manna fróðastur um lifnaðar- hætti rjúpunnar og hann hefur miklar áhyggjur af viðkomu fuglsins sem og margir aðrir bændur í Þingeyjarsýslum. „Einu gildir hvað fræðingarnir segja. Öllum fugli hefur fækkað nema gæs og sjófugli. Mófuglum og öndum fækkar ár frá ári og í vor sést vart rjúpa. Á árum áður var hægt að telja tugi ef ekki hundruð ropkarra í hrauninu í byrjun sumars. Nú sést aðeins einn og einn á stangli sem lofar ekki góðu. í lok veiðitímans í fyrra voru um 80% veiðinnar fullorðinn fugl þannig að eitthvað mikið er að. Varpið misferst ár eftir ár og nú er svo komið að við verðum að friða rjúpuna um land allt,“ sagði Kjartan Björnsson. ój ópumarkaður gaf betra af sér á síðasta ári. Pétur ræddi nokkuð um kvóta- kerfið í sjávarútvegi og taldi að á því væru ýmsir annmarkar. Hann beindi m.a. máli sínu til útgerð- armanna og sagðist telja rangt af þeim að hafna alfarið hugmynd- um um leigugjald fyrir afla- heimildir eða hugmyndum um önnur þau skilyrði, sem hugsan- lega mætti ná víðtækri samstöðu um, án þess að skoða slíkar hug- myndir til fullnustu. Þá gat Pétur um ályktun stjórnar ÚA nýverið þar sem mikilli ánægju er lýst með stofn- un útibús Hafrannsóknastofnun- ar og Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins á Akureyri og þess vænst að í samvinnu við Háskól- ann á Akureyri eigi þær eftir að verða fyrirtækjum í sjávarútvegi á Eyjafjarðarsvæðinu styrkar stoðir í framtíðinni. Bróðurpart- ur ræðu Péturs á aðalfundinum verður birtur í Degi í morgun. Litlar breytingar urðu á stjórn ÚA á aðalfundinum. Úr stjórn gekk Þóra Hjaltadóttir og tók Erlingur Sigurðarson sæti hennar. Aðrir stjórnarmenn eru Pétur Bjarnason, Sverrir Leósson, Halldór Jónsson og Sigurður Jóhannesson. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar var Sverrir Leósson kjörinn formaður, Erlingur Sig- urðarson varaformaður og Sigurður Jóhannesson ritari. óþh Alþingiskosningarnar: Breytingar á 529 at- kvæðrnn Sjálfstæðisflokks í Norðurlandskjördæmi eystra Sjálfstæðisflokkurinn Norðurlandskjördæmi eystra fékk 529 útstrikanir eða breyt- ingar á framboðslista í nýaf- stöðnum kosningum. Breyt- ingar voru gerðar á framboðs- listum á 784 atkvæðaseðlum í kjördæminu í þessum kosning- um, flestar hjá Sjálfstæðis- flokki en næst kom Framsókn- arflokkur með 125 útstrikanir. Nafn Halldórs Blöndal var oft- ast strikað út af einstökum frambjóðendum, eða á alls 488 atkvæðum Sjálfstæðisflokks- ins. Útstrikanir eða breytingar á atkvæðaseðlum hjá flokkunum urðu sem hér segir: Sjálfstæðisflokkur 529, Fram- sóknarflokkur 125, Alþýðu- bandalag 27, Heimastjórnar- samtök 35, Þjóðarflokkur 1, Kvennalisti 11, Alþýðuflokkur 53, Frjálslyndir 3. Samkvæmt upplýsingum frá landskjörstjórn fékk Halldór Blöndal 3232 atkvæði af 3720 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Aðrir frambjóðendur fengu mun færri útstrikanir, t.d. fékk Guð- mundur Bjarnason, efsti maður á lista Framsóknarflokks, 34 útstrikanir, Tómas Ingi Olrich í 2. sæti á D-lista fékk 20 útstrikan- ir, Sigbjörn Gunnarsson í 1. sæti á lista Alþýðuflokks fékk 47 útstrikanir. Hjá Alþýðubanda- laginu fékk Steingrímur J. Sigfús- son 7 útstrikanir en hann skipaði efsta sæti listans. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.