Dagur - 02.02.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 02.02.1993, Blaðsíða 1
76. árgangur Akureyri, þriðjudagur 2. febrúar 1993 21. tölublað Verð kr. 12.900 Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Goð loðnuveiði en minnkandi fituinnihald: Um 36 þúsund tonn hafa veiðst Allgóð loðnuveiði hefur verið sunnan við Papey og á Lóns- bugt þegar gefið hefur til veiða vegna veðurs en í gær voru þar 7 vindstig og vaxandi suðaust- anátt. Guðmundur Ólafur ÓF- 91 landaði 405 tonnum á Eski- firði á sunnudag og fór þaðan á mánudagsmorgun, en skipstjór- inn sagðist allt eins eiga von á því að það væri aðeins til þess að flytja sig milli fjarða því ekkert veiðiveður væri. Til Seyðisfjarðar bárust alls 12.996 tonn til löndunar um helg- ina í verksmiðjur SR og Hafsíld- ar. Helga II RE frá Siglufirði landaði þar alls 2025 tonnum og Björg Jónsdóttir ÞH 376 tonnum. Til Neskaupstaðar bárust 5.970 tonn, til Eskifjarðar 4.534 tonn og til Reyðarfjarðar 5.171 tonn. Vegna þessarar miklu löndunar á Austfjarðahöfnunum lönduðu þrír bátar á Þórshöfn og fjórir á Raufarhöfn. Á Raufarhöfn lönd- uðu Jón Finnsson GK 1010 tonnum, Víkurberg GK 596 HofsÓS: Kviknaði í feitarpotti - húsfreyjan slökkti eldinn - nokkrar á þessu ári tonnum, Guðmundur VE 839 tonnum og Þórður Jónasson EA 579 tonnum en síðastnefndi bát- urinn hefur fengið alls 5.500 tonn af loðnu og 1.800 tonn af síld. Loðnukvóti Þórðar Jónasonar EA er nú 12.000 tonn en síldar- kvótinn hefur verið keyptur. Á Þórshöfn lönduðu Höfrungur AK 881 tonni, Sighvatur Bjarna- son VE 638 tonnum og Húnaröst RE 758 tonnum. Engir bátar voru væntanlegir á norðlenskar hafnir í gær en reikna má með að veiði þurfi að standa nokkuð stöðugt í a.m.k. tvo sólarhringa til þess að bátar komi til löndunar fyrir norðan. Engin löndun hefur verið á þessu ári á Siglufirði og í Krossanesi. Fituinnihald loðnunar er nú um 12% og hefur lækkað um 4 til 5% frá því það var mest í des- ember og gæti nú lækkað um 1 % á viku hverri. Reikna má með lækkandi verði sérstaklega ef framboðið fer að aukast, en verðið hefur verið um 4.000 kr. á tonnið. Á þessari vertíð hefur Iýsið verið óvenjulega stór liður í afurða- verðinu enda var loðnuveiðin töluvert meiri í nóvember og des- ember heldur en í sömu mánuð- um árið á undan. Að auki hefur lýsisverðið verið allhátt og því hlýtur minnkandi fituinnihald að leiða til lækkandi verðs til veiði- skipanna. GG Margrct skemmdist mikið þegar hún fékk á sig brot á dögunum. Nú hefur verið ákveðið að setja nýtt stýrishús á skiptiö. Mynd: Robyn Samherji hf. á Akureyri: Nýtt stýrishús sett á Margréti EA - togarinn fer til veiða að fimm vikum liðnum Togarinn Margrét EA, sem Samherji hf. á Akureyri gerir út, hefur legið í heimahöfn til viðgerðar eftir að brotsjór reið á skipið aðfarannótt sunnu- dagsins 24. janúar sl. er togar- inn var að veiðum í Eyjafjarð- arál. Nú er ákveðið að nýtt stýrishús verður sett á togar- ann. Stýrishús Margrétarinnar EA var sem eftir loftárás eftir óhapp- ið. Hákon ÞH fylgdi togaranum til hafnar á Akureyri, þar sem öll siglingatæki voru úti og hið versta veður inn allan Eyjafjörð. Úttekt á skemmdum hefur farið fram og nú liggur fyrir að nýtt stýrishús verður sett á togarann. „Allt bendir til að Slippstöðin Oddi hf. sjái um verkið, en ekki er búið að ganga frá samningum. Á1 til framkvæmdanna er ekki til á íslandi, en nú er það á leið til landsins með fiskiskipi frá Þýskalandi. Sem málin standa í dag þá reikna ég með að Margrét verði farin til veiða að fimm vik- um liðnum,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf. á Akureyri. ój Rafmagn fór af í fyrrinótt í tæpa klukkustund sunnan Glerár á Akureyri: Stýrikerfið í Mjólkursamlagmu bilaði og ekkert framleitt í gær skemmdir í eldhúsi Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Hofsósi um hádegi á mánudag. Nokkrar skemmdir urðu á eld- húsinu, en húsmóðirin sýndi mikið snarræði og slökkti eld- inn hjálparlaust. Um kl. 12:20 á mánudag gerð- ist sá atburður að það kviknaði í feitarpotti á eldavél í íbúðarhúsi á Hofsósi. Húsfreyjan hafði brugðið sér úr eldhúsinu augna- blik og á meðan kviknaði í feit- inni. Þegar hún kom að logaði í pottinum og viftunni fyrir ofan. Konan sótti eldvarnarteppi og henti yfir pottinn og slökkti þannig eldinn. Hún slökkti einnig í viftunni. Talsverðar skemmdir urðu í eldhúsinu, bæði eldavél, viftu og innréttingu. Einnig barst sót um húsið. Slökkviliðið kom á vettvang, en þá var konan búin að slökkva eldinn. sþ Kvöldferð Norðurleiðar var rúma 12 tíma til Akureyrar aðfaranótt mánudags og kom á áfangastað á sjötta tímanum í gærmorgun. Norðan í Holta- vörðuheiðinni þeytti vindhviða bílnum út af veginum en nokkru síðar tókst að ná hon- um upp á veginn aftur. Mjög hvasst var á heiðinni um tíma og varð áætlunarbíllinn að Rafmagn fór af á Akureyri, sunnan Glerár, kl. 1.46 aðfara- nótt mánudags og kom aftur inn kl. 2.27 um nóttina. Þetta rafmagnsleysi virðist hafa sleg- ið tölvukerfí Mjólkursamlags KEA út af laginu í þess orðsins fyllstu merkingu og síðdegis í gær hafði ekki tekist að koma því í gang á nýjan leik og þar af leiðandi var engin framleiðsla í Mjólkursamlaginu í gær. „Við það að rafmagnið fór af norðan að bíða í um kiukku- tíma norðan heiðar eftir að veðrið gengi niður. Margir farþegar voru með rút- unni, þar af eitt kornabarn. Farþegarnir héldu kyrru fyrir í bílnum þar til unnt var að ná honum upp. Allir voru rólegir og engan sakaði. Mjög hvasst og vont veður var á allri norðurleið- datt stýrikerfið hér út,“ sagði Þórarinn E. Sveinsson, mjólkur- samlagsstjóri KEA. „Þegar raf- magn fer af höfum við alltaf get- að sett stýrikerfið inn aftur, en eitthvað hefur gerst að þessu sinni sem gerir það að verkum að okkur hefur ekki enn tekist að setja það inn og því höfum við ekkert getað framleitt," sagði Þórarinn síðdegis í gær. „Við byrjum að pakka mjólk um leið og við getum. Núna sjáum við inni síðdegis á sunnudag og aðfaranótt mánudagsins og áttu bifreiðastjórar fullt í fangi með að hemja farskjóta sína á vegum. Autt var á Vatnsskarði og bjarg- aði það að ekki færi illa fyrir Norðurleiðabílnum, því vind- hviða tók harkalega í hann á ein- um stað og þarf ekki að spyrja um afleiðingarnar hefði hann staðið á svellbunka. ÞI ekki hvenær hægt verði að hefja framleiðslu á ný, en við vonumst til þess að vera klárir með allar vörur á morgun (í dag). Við höldum að við þurfum ekki að fá varahluti frá Svíþjóð, en auðvit- að gæti svo farið í versta falli. í neyð er fræðilegur möguleiki að handkeyra framleiðslukerfið, en það er nánast útilokað að fylgjast með um 700 loftstýrðum krönum, sem þurfa að opnast og lokast eftir kúnstarinnar reglum,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að náð hafi verið í mjólk til bænda í gær. Tekist hafi að koma innvigtun mjólkur í lag og þannig hafi verið unnt að kæla mjólkina og fitusprengja hana. Verulega var farið að ganga á mjólkurbirgðir í verslunum á samlagssvæðinu síðdegis í gær og stefndi í að mjólkin gengi til þurrðar í nokkrum verslunum bæjarins. Samkvæmt upplýsingum Jó- hannesar Ófeigssonar, tæknifull- trúa hjá Rafveitu Akureyrar, varð einhver truflun í Kröflulínu sem orsakaði það að spennir í spennistöð Rafveitu Akureyrar við Þingvallastræti bilaði og raf- magn sunnan Glerár fór af. Arn- ar Sigtýsson hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Akureyri sagði að raf- magn hafi farið í sjö mínútur af þrem línum Rafmagnsveitna ríkisins út frá Rangárvöllum og Akureyri. óþh Stórutjarnaskóli: Flutningabíll fauk um koll Vöruflutningablfreið fauk á hliðina við Stórutjarnaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu í fyrri- nótt. Bíllinn var kyrrstæður og mannlaus, Iestaður húsgögn- um. Bíllinn var lestaður með borð- um og stólum á sunnudag en þá voru heimamenn að ganga frá eftir fjölmennt þorrablót í Stóru- tjarnaskóla á laugardagskvöld. Fara átti með húsgögnin í gær- morgun en þegar að var komið lá flutningabifreiðin á hliðinni. Nokkrar skemmdir urðu á bíln- um við veltuna. M.G.-Hálsi Vindhviða þeytti Norðurleiðarrútunni út af veginum: Ferðin til Akureyrar tók 12 tíma

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.