Þjóðviljinn - 23.08.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.08.1945, Blaðsíða 5
Fimmtud. 23. ágúst 1945. *• - W Ó Ð V I L J I N N -" -y .§ Jón Rafnsson: -SíMveiðisainningarnir II. #r Otrúlegt en satt % \ Hvað verður um Japan gNSKUR útvarpsfyrirlesari ræddi það nýlega að þar í landi væri nokkur ótti út af því, hve margt væri líkt um uppgjöf Japana nú og uppgjöf Þjóð- verja 1918. 1918 hefðu Þjóðverjar gefizt upp áður en nokkrir erlendir herir voru komnir inn í Þýzkaland. — Nú gæfust Japanir upp áður en nokkur erlendur her- maður hafði sett fót sinn á Japan. 1918 hefðu Þjóðverjar búið til áróðurssöguna um „rítingsstunguna í bakið“, til þesá að reyna að halda því fram að þeir hefðu aldrei verið sigraðir. — Nú væru Japanir að reyna að búa til slíka sögu: Það væri sagan um að atombomban, en ekki herstyrkur Bandamanna hefði knúið fram frið, en Japanir væru í rauninni ósigraðir. þESSI enski útvarpsfyrirlesari minnti síðan á þær staðreyndir að japanski flotinn hefði verið svo að segja gereyddur, að japanski flugflotinn hefði vart verið lengur til, — og að Japanir hefðu verið farnir að biðja um frið hálfum öðrum mánuði áður en atombomban kom til sögunnar. Herstyrkur Banda- manna, eftir að Rússar bættust í hópinn, hefði ger- sigrað Japana á skömmum tíma, — þó atombomb- an hefði ekki komið til sögunnar. Það, sem nú þyrfti að gera, væri að koma japanska hernum í skilning um að hann hefði verið sigraður — og það gæti orðið all-erfitt verk. JJUGLEIÐINGAR þessa B.B.C.-manns eru eftirtekt- arverðar — og því verður fylgt af mikilli at- hygli um víða veröld, að gerðar verði nógu harðvít- ugar ráðstafanir til þess að fyrirbyggja árásir Jap- ana framar. En til þess þarf ekki aðeins að þurrka út japanska hervaldið, heldur líka afnema yfir- drottnun keisara og aðals, þjóðnýta japanska iðnað- inn að svo miklu leyti sem hann fengi að vera til, og svipta japanska aðalinn jörðunum, til þess að skipta þeim upp á milli bændanna. Aðeins með slík- um harðvítugum þjóðfélagslegum ráðstöfunum er hægt að rífa yfirdrottnunarstefnu Japana upp með rótum. Á fundi miðstjórnar Al- þýðusambands íslands 18. maí s.l. var- undirrituðum á- samt forseta sambandsins Hermanni Guðmundssyni og Kristjáni Eyfjörð formanni Sjómannafélags Hafnarfjarð- ar og miðstjórnarfulltrúa fal- ið að annast undirbúning áð kjarasamningum á síld- veiðum, af hálfu sambands- ins. — Undanfarið hafði skrif stofa sambandsins gert nokkr ar undirbúningsráðstafanir. Um svipað leyti hafði formað ur landssambands íslenzkra útvegsmanna vakið máls á hugmyndinni um heildar- samninga, við forseta Alþýðu sambandsins: Méð því að sambandsþing hafði tjáð sig eindregið fylgj- andi samræmingu sjómanna- kjaranna á síldveiðum sem í öðrum greinum fiskveiða og vitað var að samræmingin hafði lengi verið almennt á- hugamál sjómanna, einkum við Faxaflóa, og annars stað- ar, þar sem kjörin á síldveið- um höfðu verið um all langt skeið lélegust, þá þótti sam- bandsstjórn bæði rétt og skylt að taka hugmyndinni um samíæmingu og heildar- samninga vel. — Við tjáðum því útvegsmönn um, að við værum reiðubún- ir að reyna samningaumleit- anir og vinna að heildarsamn ingum, þó því aðeins að sam- bandsfélög vor væru þess fylgjandi, og að samningar þessir gætu farið fram í beinu samráði við þau. Það að stjórn eins elzta og stærsta sjómannafélags lands ins hafði ákveðið að taka nú loksins rögg á sig og sam- ræma kjör reykvískra sjó- manna beztu kjörum annars staðar á landinu og lýst því opinberlega yfir að hún mundi taka sér til fyrirmynd- ar samning Sjómannafélags- ins Jötun í Vestmannaeyjum, hlaut að styrkja frekar líkurn ar fyrir því, að sæmileg skil- yrði væru nú fyrir því, að koma á samræmingu síldveiði kjaranna um nær allt land, því til þessa hafði þetta á- hugamál sjómannanna aðal- lega strandað á hinum stóra bróður við Faxaflóa, stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. Þá átti það ekki að geta spillt framgangi málsins að einmitt þeir, forystumaður Sjómanna félags Reykjavíkur Sig. Ólafs son og sálufélagi hans Hanni- bal Valdimarsson höfðu, á- samt fleiri áhugasömum mönnum í því máli, flutt á síðasta þingi Alþýðusam- bands íslands ályktun, sem þingið samþykkti einróma, um að unnið skyldi að sam- ræmingu síldveiðikjaranna. „Tekst þá tveir vilja.“ Það ségir sig sjálft, að tals- vert starf liggur í þvi', að undirbúa frá einni skrifstofu lífrænt samstarf dreifðra fé- laga á fjarlægustu stöðum. Hér kemur ekki aðeins það til greina, að. kröfurnar séu raunhæfar fyrir hvern stað jafnframt því sem þær eru samræmdar svo sem kostur er, til að forðast ■ hin hvim- leiðu undirboð, heldur einnig það, að samræma aðgerðir af hálfu félaganna, ef til þarf að taka, Þegar um þetta er að ræða getur hið fjarlæga smá félag oft og tíðum haft sína miklu þýðingu um úrslit mála. Um það bil sem Sigurjón telur að stjórnir sjómanna- félaganna í Reykjavík og Hafnarfirði hafi haft tilbúið samningsuppkast sitt eða þann 25. maí s.l. var undir- búningi sambandsins það á veg komið, að tímabært var að hugsa til sameiginlegs fundar'hér í Reykjavík með fulltrúum hinna ýmsu sjó- mannasamtaka, nær og fjær á vegum sambandsins. til að ljúka öllum nauðsynlegum undirbúningi að skynsamleg- um vinnubrögðum sjómanna- samtakanna að fyrirhuguðum samningaumleitunum. — Full ur mánuður var enn til stefnu, til umræðna við gagn- aðilann. — Þó veldur það ekki mestu til giftusamlegrar lausnar í kaupgjalds og kjara málum, að byrja sem allra fyrst að þjarka við mótherj- ann, heldur hitt, að undir- búningurinn sé góður og haf- inn í tíma. Einmitt þennan dag mun það hafa verið (25. maí) er formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar, sem einnig er í miðstjórn Alþýðusambands-1 ins, kom til mín í sambands- skrifstofuna. — í samtali okk ar, sem snerist um síldveiði- kjörin innti ég Kristján eftir því hversu ganga mundi um undirbúning þessara mála hjá sjómannafélögunum 1 Reykja vík og Hafnarfirði. — Kvaðst i hann þá einmitt hafa fyrsta | uppkastið vélritað í vasa sín- um og taldi líklegt að sam- bandsskrifstofunni yrði bráð- lega sent það til umsagnar, svo sem öllum sambandsfé- lögum er skylt að gera við slík tækifæri, áður en kröfur eru lagðar fyrir vinnuveit- andann. Eftir ósk minni lán- aði Kristján mér þetta plagg. Daginn eftir, það mun hafa verið 26. maí, hitti ég ráðs- mann og stjórnarfulltrúa Sjó mannafél. Reykjavíkur Sig- urð Ólafsson, tók upp úr vasa mínum nefnt samningsupp- kast og baðst skýringa á nokkrum atriðum þess. Kvöldið-áður hafði ég lesið plaggið .yfir, — og þótt af svip þess mætti ráða að Vest- mannaeyjasamningar hefðu verið teknir hér til hliðsjónar mátti gjörla sjá, að uppkastið var í nokkrum atriðum lak- ara en gildandi kjör í Eyjum og að það fundust atriði sem vægast sagt mátti misskilja. Til þess að komast strax að kjarna málsins baðst ég skýr- inga á sérstöku atriði, en mér til nokkurrar furðu brást ráðs maðurinn illa við. Fannst hon um nú mest um vert að deila á Kristján Eyfjörð, formann Sjómannafél. Hafnarfjarðar og sambandsstjórnarfulltrúa, fyrir að hafa lapið svona mál í Alþýðusambandið!! — Eg spurði þá Sigurð hvort þetta hefði átt-að vera leyndarmál fyrir Alþýðusambandinu, — en þar eð honum var meira í mun að skútyrða sambands- stjórnarfulltrúann fyrir að hafa ljóstað upp leyndar- máli en að svara spurningum mínum beint, lét ég þetta nið- ur falla að sinni. Á öðrum degi hér frá eða 28. maí s. 1. berast stjórnum sjómannafélaganna í Hafnar- firði og Reykjavík, eins og Garðar Jónsson hefur rétt skýrt frá, fyrstu bréflegu til- mælin frá Alþýðusamband- inu um sameiginlegan undir- búning og samstarf um hags- munamál síldveiðisjómanna. ■— Þótt þetta margumtalaða bréf hafi áður birzt í Þjóð- viljanum leyfi ég mér að láta það fylgja hér á eftir sem lið í sögu þessa máls: Alþýðusamband íslands Reykjavík 28. maí 1945 Heiðruðu félagar! Þar eð til tals hefur komið, að gerður verði heildarsamn- ingur um kjör sjómanna á síld fyrir komandi vertíð, milli Alþýðusambands ís- lands og Landssambands ísl. útvegsmanna, viljum vér gjarnan vita, hvað stjórn Sjómannafélags Hafnarfjarð- ar hefur að segja um þessa hugmynd, og hvort hún mvndi vilja f. h. félagsins gefa Alþýðusambandinu um- boð til að fara með slíka samninga, ef til þess kæmi. Vér viljum strax taka það fram, að sambandsstjórn mun ekki fara fram á slíkt umboð frá félögunum, nema líkur þættu fyrir sæmilegum samn- ingum og að sjálfsögðu haga þannig vali manna í samn- inganefnd, að viðkomandi sjómannafélög gætu sem flest tilnefnt fulltrúa í hana. Vér erum þeirrar skoðunar, að með góðu samstarfi séu e. t. v. betri skilyrði nú en nokkru sinni áður til þess, að samræma kjör sjómanna á síldveiðunum, um allt land, en þess hefur vissulega verið mikil þörf. Vér leggjum til að þér til- nefnið ú.r 'hópi yðar 1—2 menn til frekari viðræðna við oss um þessi mál föstudag- inn 1. júní n. k. kl. 8,30 í skrifstofu sambandsins, og óskum að hafa fengið heiðrað svar yðar skriflegt við þessu bréíi fyrir þann tíma. Með félagskveðju Sjómannafélag Hafnarfjarðar Hf. Með þessu bréfi hefjast dag legar tilraunir, sem standa yfir í heilan mánuð, ýmist munnlegar eða skriflegar af hálfu sambandsins, til að sannfæra stjórn Sjómanna- félags Reykjavíkur um svo sjálfsagðan hlut sem það, að sjómannafélögin innan Al- þýðusambands íslands ættu að vinna saman að kjaramál- um meðlima sinna. Ótrúlegt, en því miður satt. Stjórn Sjó- mannafélags Hafnarf jarðar sýndi þann sjálfsagða þegn- skap gagnvart heildarsam- tökunum, að senda fulltrúa á J þennan sambandsstjórnar- fund, en það lét stjórn S. R. sig ekki henda. — í stað þess að gera skyldu sína, svara bréfi - sambandsins á jákvæð- an hátt, styttir 'hún sig sú gamla, töltir svo til atvinnu- rekenda, fær þá til að halda með sér fund, dagir.n eftir að henni berst bréfið frá Alþýðu sambandinu og fær útvegs- menn til að taka við flaust- ursverki því, sem hún kallar samningsuppkast S. R. og S. H. — Næsta dag þar á eftir svarar stjórn S. R. bréfi Al- þýðusambandsins út í hött, en getur þess hvérgi í því, að hún sé byrjuð á samninga- umleitunum við útgerðar- menn. — Af þessu má sjá, að þetta samningabras hennar átti að veda leyndarmál og að hún þóttist hafa eitthvað meira en lítið að fela fyrir Alþýðusambandinu og sjó- mannastéttinni í heild, enda reyndist svo. Hér er þetta bréf stjórnar S. R. „Reykjavík, 30. maí 1945. Alþýðusamband ísland, Reykjavík. Sem svar við bréfi yðar dags. 28. þ. m. viljum við tjá yður eftirfarandi: Sjómannafélag Reykjavík- ur hefur aldrei falið umboð samninga öðrum en sínum Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.