Þjóðviljinn - 29.08.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.08.1945, Blaðsíða 8
Ámiað þing Alþýðusambands Austfjarða Frá fréttaritara Þjóð- viljans á Norðfirði. Hinn 25. og 26. ágúst var annað þing Alþýðusambands Austfjarða haldið að Nes- kaupstað í Norðfirði. Fulltrúar voru mættir frá verklýðsfélögunum á Horna firði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Seyðisfirði og Vopnafirði. Einnig var mætt- ur frá miðstjórn Álþýðusam- bands íslands Jón Rafnsson, framkvæmdastjóri sambands- ins. Fundarstjórar voru Jóhann Klausen og Sigurjón Ás- mundsson, en ritarar Magn- ús Guðmundssor^ og Bragi Níelsson. Þrjú félög hafa gengið í sambandið frá því, er síðasta þing var háð: Verkamanna- félag Vopnafjarðar, Verkar lýðsfélag Stöðvarfjarðar og Verkalýðsfélag Norðurhéraðs. Á þessu tímabili milli þinga hefur kaupgjald algerlega verið samræmt á öllum Aust- fjörðum, svo að fullyrða má, að samræmi sé nú meira á kaupgjaldi á Austfjörðum Nýtt verkalýðs- félag á Héraði Nýlega gengust þeir Jó- hannes Stefánsson, erind- reki Alþýðusambands Aust- fjaröa og Bjarni Þórðarson forseti sambandsins, fyrir stofnun yerkalýðsfélags að Fossvöllum í Jökulsárhiíð. Nær umdæmi félagsms yfir Jökuldal, Jökulsárhlíð og Hróarstungu. Stofnendur fé lagsins voru 20. Félaginu var gefið naínið Verkalýðs- félag Norðurhéraðs. í stjórn félagsins voru kjörnir Sigurður Árnason, Heiðarseli, Þórður Þórðar- son, Gauksstöðum og Hall- grímur Gíslason. Samþykkt var að sækja um inngöngu 1 Alþýðusam- band íslands og Alþýðusam hand Austfjarða. heldur en í nokkrum öðrum fjórðungi landsins. Á þinginu voru margar á- lyktanir gerðar um launa-, atvinnu- og útbreiðslumál. hingið lýsti ánægju sinni yfir stefnu ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum og hét full- um stuðningi verkalýðsfélag- anna á sambandssvæðinu við framkvæmd stefnuskrárinn- ar. Aðalstjórn sambandsins var öll endurkjörin, en hana skipa: Bjarni Þórðarson, for- seti, Oddur A. Sigurjónsson, ritari og Sigfinnur Karlsson, gjaldkeri. Varastjórn skipa (í sömu röð): Jóhannes Stefánsson, Magnús Guðmundsson og Karl Marteinsson. Á milli þinga hafa flest félög sam- bandsins verið heimsótt og fjölmargir nýir samningar verið gerðir. Hefur starfsemi sambandsins yfirleitt verið 9 með ágætum. Hefur þú skilað? Flokksmenn eru alvar lega minntir á að skila strax eftirtöldum gögn- um í skrifst. miðstjórnar eöa félagsins: Söfnunarlistum frá 8 síðu söfnun Þjóðviljans (gulir listar með rauðri fyrirsögn, Söfnunar- blokkum frá prentsmiðju söfnun Þjóðviljans og könnunarlistum þeim, sem öllum flokksmönn- voru sendir i pósti fyrir skömmu Það er mjög áríðandi að flokksfélagarnir geri þá sjálfsögðu skyldu sína að draga ekki lengur að skila þessum gögnum og gera ekki skrifstofum flokksins erfiðara fyrir í starfi en þörf er á. löíramaðurmn og risinn aftur í þlÓÐVILIINW Mikil ólga í Frakklandi vegna breyt- inga á stjórnarskránni Mótmælafundir haldnir í París og Toulouse Mikil ólga er nú í Frakk- landi út af breytingartil- lögum stjórnar de Gaulles við frönsku stjórnarskrána. Breytingartillögur þessar stefna í þá átt að auka vald de Gaulles og fá honum í hendur svipuð völd og Bandaríkjaforseti hefur nú, þ. e. að ríkistjórnin mundi veröa skipuð af honum og öðrum þjóðhöfðingjum franska ríkisins í framtíð- inni og myndi bera ábyrgð gagnvart honum en ekki þinginu. Síldvdðiskipin flest hætt eða að hætta veiðum í fyrradag voru saltaðar 927 tunnur síldar á Sigíu- firði og 721 tunna samtals annars staðar á landinu. Höfðu þá verið saltaðar samtals 52 406 tunnur á landinu þaö sem af er sumrinu. Um 15 bátar stunda nú reknetvéiöar frá Siglufiröi og hafa þeir afl- að allt aö 100 tunnum á sólarhring. Er búizt við, aö fleiri skip muni nú fara á reknetjaveiðar, þar eð hún hefur gengiö svo vel til þessa. Annars eru flest skipin hætt eða eru að hætta síld- veiðum. Munu fá eöa engin dæmi þess á seinni árum, að síldveiðin hafi brugðizt svo hörmulega sem nú. Reykjavík Flugmenmrnir komnir til Seyðis- f jarðar heilir á Flugmennirnir af land- flugvél. Flugfélags íslands, sem fórst á Grímseyjar- sundi í fyrradag komu í gær til Seyðisfjarðar meö enskum togara. Hafði sænska skipið ,,Silva“, sem bjargaði mönnunum, verið á leiö út og því komið þeim í þennan enska togara. Mennirnir voru allir á- gætlega á sig komnir, og hafði þeim ekkert orðið meint af volkinu. Munu þeir fara frá Seyð- isfirði í dag með bíl til Ak- ureyrar. 42 ísL stúlkur komiiar til New York Allar giftar bandarísk- um hermönnum 42 íslenzkar stúlkur, sem giftar eru bandarískum her- mönnum, komu til New York í gær. Útvarpsstöð bandariska útvarpsins í Evrópu skýrði frá þessu í gærkvöld og bætti við, aö flestar þeirra myndu vera með börn með sér og hefðu allar i hyggju að setjast að í Bandaríkjun- um. Valur Norðdahl, töfra- maður og Jóhann Svarfdæl- ingur eru komnir til bæjar- ins aftur eftir skemmtiför um Norðurland. Héldu þeir þrjár skemmtanir á Akur- eyri og fjórar á Siglufirði við mikla aðsókn. Auk þess héldu þeir skemmtanir í suðurleiðinni 1 Borgarnesi og á Akránesi, og í gær- kvöldi brugöu þeir sér til Keflavíkur og skemmtu þar. Þeir munu bráðlega fara til Vestmannaeyja og skemmta á Selfossi í baka- leiðinni. Að því loknu munu þeir sennilega endurtaka sýningar sínar hér í Keykja vík. Þriggja iiiotra tunglfiskur veiddur í Vopna- fjarðarflóa Skipið „Bjarnarey“ veiddi í gær 1 tunglfisk á Vopna- fjarðarflóa með því að skutla hann. Tunglfiskur þessi var 3 m. á lengd og 280 kgr. aö þyngd. Tsetung kotn- inn til Sjúngking Bandaríski séndiherrann í för með fionum Mao Tsetung, síjárnmála- íeiðtogi kínversltu kommún- istanna er nú kominn tii Sjúngking til viðræðna við Sjank Kajsjek. Hurley, hershöfóingi, sendiherra Bandaríkjanna í Kína var í för með honum frá Jenan. Þeir Sjang Kajsjek munu aö ölium líkindum ræða um líkurnar á því, að mynduð verði þjóðstjóx-n í Kína, þar sem kommúnistum verði leyíð þátttaka í stað ein- ræðisstjórnar Kuomintang- fiokksins, sem nu er við vöid. Fjölmennur mótmæla- fundur var haldinn í gær í París á vegum franska kommúnistaflokksins, og talaði Maurice Thorez, for- maður flokksins á peim fundi. Hann sagði, aö þaö væri krafa fi'önsku þjóðai'- innar, að þeir, sem hefðu æðsta framkvæmdarvald hennar á hendi, bæru á- byrgð gagnvart henni, en ekki neinum einstaklingi, þó svo að hann væri þjóð- höfðingi. Fjölmennur mót- mælafundur var einnig haldinn í Toulouse í gær og talaöi Marty, aðalritstjóri L’Humanite, aöalmálgagns fi'anska kommúnistaflokks- ins á þeim fundi. r I stuttu máli Mikill hvirfilvindur hefur geisað um suðurríki Banda- ríkjanna undanfarna daga og valdið tjóni. sem skiptir milliónum dollara. Ilann er nú í rénun. 36 japanskir „fðui'lands- vinir“ fi'ömdu í gær sjálfs- morð á japanskan hátt, meö því að í'ista á sér kviö- inn, vegna ósigui'sins í sti'íð inu. Trygve Lie er nú í Lond- on. Mun hann ræða viö Bevin utam’íkisráðherra um ýmis mál, er snerta sam- búð Noregs og Bretlands. Umsóknir um skóla- læknisstöðuna við Laugarnesskólann Þau dr. Jóhannes Björns- son og María Hallgríms- dóttir, hafa sótt til bæjar- ráðs um skólalæknisstöð- una við Laugarnessskólann. Belssnfangaverð- : irnir ákærðir um ) i múgsnorð 1 Málið tekið fyrir í næsta j mánuði ! Réttarhöldin í máli fanga varðanna í Belsenfangabúð- unum munu hefjast í næsta mánuði. Þeir eru 46 að tölu, auk > yfirfangavarðarins, Josefs | Kramers. Af þeim eru 19 “ konur. ■ Fangaverðirnir eru á- kæröir fyrir fjöldamorð, og talið nærri fullvíst, að þeir muni allir verða dæmdir til dauöa. RÉTTARHÖLDIN yfir stríðsglœpamönnunum fara nú að hefjast. Þeim mun verða refsað þunglega, en réttilega. Glæpir þeirra eru svo miklir, að enginn þarf að efast um dauðasök þeirra. Mest hryðjuverk sín unnu þeir þó á saklausu fólki, konum og börnum. Bandaríski teikn- arinn, sern teiknaði myndina hér að ofan, nefnir hana „Þó að engin önnur ákœra væri fyrir“, og á hann þar við börnin, sem nazistarnir rnyrtu og pindu i hinum alrœmdu BuchenwaldfangabúöUm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.